Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 9 Opið hús hjá Kaupþingi /------\ í TILEFNI AF FJÖGURRA ÁRA AFMÆLI EININGABRÉFA BJÓÐA KAUPÞING HF. OG KAUPÞING NORÐURLANDS HF. ÖLLUM EIGENDUM EININGABRÉFA OG ÖÐRUM ÁHUGAMÖNNUM UM VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI í AFMÆLISVEISLU OG KYNNINGU í DAG MILLI KL. 13 OG 17. Meöan á afmœlisveislunni stendur verða kynnt helstu atriði varðandi rniðlun verðbréfa ogreksturverðbréfasjóða. Þanniggeta afmœlisgestir meðal annars kynnt sér: - hvemig afföU vebsktildabréfa eru reiknuð - hvaða eignir standa að baki Einingabréfum ogSkammtímabréfum - öryggismál varðandi geyms/u verðbréfa - forrit sem notuð eru við útreikninga hjá verðbréfasjóðum sem Kaupþing rekur Sérfræðingar Kaupþings í verðbréfaviðskiptum verða til staðar til að svara þeim spumingum, sem oft vilja g/eymast í dagsins önn. Hveniig vœri að innbyrða bœða afmœlistertuna ogfróðleikskom um verðbréfamarkaðinn samtímisP Einnig gefst kostur á að taka þátt í verðlaunagetraun Kaupþings. Að verja mál staðinn aju Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu: Sérhyggja kann að spilla fyr- ir nauðsynlegum endurbótum sagði Eric McVadon flotaforingi í kveðjuávarpi sínu Ræða flotaforingjans Eric McVadon flotaforingi kvaddi varnarliðið á Keflavíkurflug- velli fyrr í vikunni með ræðu, sem vakið hefur meiri athygli en aðrar við skipti á yfirmönnum liðsins. Er óvenjulegt að við þetta tækifæri sé tekið á pólitískum málefnum og þá sérstaklega málum sem snerta íslensk stjórnmál. Yfirleitt hafa yfirmenn varnarliðsins ekki farið inn á þann vettvang í málflutningi sínum. McVadon hverfur nú til starfa í Kína, þar sem þjóðfélagsástand- ið er flóknara og erfiðara að brjóta til mergjar en hér á landi, þótt ýmsir útlendingar eigi að vísu fullt í fangi með að átta sig á öllu því, sem hér er gert og sagt. Eric McVadon sagðist vijja tala af hreinskilni við íslendinga þegar hann kvaddi sem yfir- maður vamarliðsins. Hann sagði að þeir sem styðja dvöl vamarliðsins þyrftu að láta jafii mikið og oft í sér heyra eins og andstæðingar liðsins. Þeir ættu að tryggja að opinberar umræður væm lifandi og kröftugar en ekki leiðigjamar ein- ræður vinstrisinna. F.kki ætti að gera minni kröfur til Sovétríkjanna en til Bandaríkjanna og ann- arra landa. Þeir sem þekktu vamarliðið og bandariska eða aðra leið- toga NATO-landa best ættu að láta meira og oftar til sín heyra og fyll- ast vandlætingu þegar ferið væri rangt með staðreyndir eða niðst á skynsamlegum viðhorf- um. Tillögur um að endur- skoða samskipti ríkis- stjómar íslands og vam- arliðsins ætti ekki að vera einka-viðfángsefhi rikisstjómar eins og þeirrar sem nú situr með þátttöku vinstrisinna. í stjómarsáttmála sem gerður yrði síðar á milli flokka sem nær em miðju eða lengra til hægri ættu einnig að vera ákvæði um þessi efhi en með annarri áherslu. Segja mætti að nauðsynlegt væri að endurskoða hvort afetaða íslendinga sé hæfileg og viðunandi gagnvart vamarliðinu og hvort þeir veittu því nægilegan stuðning. Em íslendingar ánægðir með þann stuðning, þá gest- risni og samvinnu sem hefur mótast í þau næst- um fimmtiu ár, sem við höfum verið saman i bandalagi og búið á sömu eyjunni? spurði flotafor- inginn. Þegar ýmislegt af því sem hér er endursagt er lesið, er ástæða til að staldra við og spyija sig, hvort þeir, sem fera með yfirsljóm vamarliðsins hafi nægilega þekkingu á íslenskum málum til að fella dóma af því tagi sem hér er gert. Þeir virðast ekki hafe þá yfirsýn sem þarf til að átta sig á þró- un umræðna um varnar- og öryggismál i landinu. Þótt Eric McVadon hafi dvalist hér lengur en flestir forverar hans, er augjjóst að hann áttar sig ekki á þvi, að umræður um dvöl vamarliðsins hafe tekið stakkaskipt- um. Nú er ekki lengur deilt um það, hvort vöm- um skuli haldið uppi í landinu heldur einstök framkvæmdaatriði stefti- unnar. Þar hafe margvís- legar framkvæmdir á vegum vamarliðsins bor- ið hæst. Þá er óliklegt að flotaforinginn hafi ekki áttað sig á þeirri nýju stefiiu i samskiptum við vamarliðið, sem var mótuð af Geir Hallgríms- syni, þegar hann var ut- anríkisráðherra fyrir fjórum til fimm árum, og mælir fyrir um aukna þátttöku íslendinga i vömum landsins. Nýjar áherslur í ræðu sinni sagði Eric McVadon að endurskoð- un vamarsamstarfeins ætti fremur að taka mið af ábyrgð íslendinga en þvi hveraig unnt væri að draga úr áhrifinn nokkur þúsunda útlendinga sem búa á einu homi landsins eða hvers væri að vænta af ríkisstjóm Banda- ríkjanna að þvi er varðar framkvæmdir, störf og önnur Qárframlög. Mestu skipti að kanna hlut ís- lands i Atlantshafebanda- laginu og sem gistilands fyrir vamarliðið. Hafi Ís- lendingar ekki efni á að leggja til aðstöðu eða aðra kostnaðarsama þætti er fidla almennt á gistiland í slíkum tilvik- um, ættu þeir þá að huga að veita stuðning gisti- lands með öðrum hætd? Erfitt er að átta sig á þvi, hvað flotaforinginn á við með þessum orðiun. Er hann að ræða um aðild íslands að mann- virkjasjóði Atlantshafe- bandalagsins, sem hefur staðið straum af kostnaði við stærstu framkvæmd- imar hér á landi undan- ferin ár? Umræður um slíka aðild hafe komið á dagskrá öðm hveiju undanferin ár en litið orðið úr framkvæmdum. í þingræðu i lok um- ræðna um skýrslu um utanríkismál á dögunum komst Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra þannig að orði, að það gæti verið skyn- samlegt að ísland gerðist aðili að sjóðnum. Þar með yrði hlutverk ís- lands sem gistilands skil- greint betur en er gert. Flotaforinginn vék að viðbúnaði íslenskra stjóravalda á hættutím- um og minntist á, að Al- bert Jónsson, starfemað- ur Óryggismálanefiidar, hefði unnið að rannsókn- um á þvi sviði, sem yrðu prýðilegur efiiiviður fyrir stjómvöld til að meta ábyrgð sina gagnvart vamarliðinu og við töku ákvarðana á fiættutímum og ef aðstæður breyttust á þann veg að spenna á alþjóðavettvangi minnk- aði, sem við væntum öll að væri nú að gerast. Það er ómaklega ráðist að Alberti Jónssyni vegna þessara ummæla i helg- arblaði Þjóðviþ'ans í gær og látið i veðri vaka, að orð flotaforingjans eigi rætur að rekja til ágætra sjónvarpsþátta, sem Al- bert stjómaði um islensk utanríkismál. Hafeþessir þættir ferið i taugamar á þeim sem hafe asklok herstöðvaandstæðinga fyrir himin og vijja ekki lita á heiminn eins og hann er. Hvað sem þvi líður er það rangt þjá Þjóðviijanum, að McVad- on hafi verið að ræða um sjónvarpsþætti Alberts. Hann vísaði beinlínis til rannsókna hans fyrir Óryggismálanefiid. KAÚPÞING HF Húsi verslunarinnar, sírni 686988 GARÐEIGENDUR - TRJÁRÆKTARFÓLK Ný trjáplöntustöð Sala hefst laugardaginn 20. maí. Yfir 100 tegundir trjáa og runna, ennfremur garðskála- plöntur. Afar hagstætt verð og greiðslukjör. Sértilboð á fagurlaufamispli, birki o.fl. Trjáplöntusalan Núpum öifusi, við Hveragerði, Opið um helgar frá kl. 10-20, virka daga frá kl. 8-19, símar: 985-20388 og 98-34388. INNRÉTTINGAR Seljum í dag frá kl. 10-16 og ámorgun frá kl. 13-17 örfáar sý/7//70ar-eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápa. Afsláttur 40% LÁTIÐ EKKIHAPP ÚR HENDISLEPPA JJ-faJi. LÆKJARGÖTU 22, HAFNARFIRÐI SÍMI: 50022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.