Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Hafrannsóknastofiiun: Farið verður í þijá rann- sóknaleiðangra ÁRNI Friðriksson, skip Ha- frannsóknastofnunar, fór í rækjuleit í gær, föstudag, en tveir rækjuleiðangrar höfðu verið felldir niður vegna verk- fallsins, að sögn Jakobs Jakobs- sonar forstjóra stofhunarinnar. Farið var í humarrannsóknale- iðangur á Smmtudag en humar- rannsóknir áttu að heQast 9. maí síðastliðinn. Bjarni Sæ- mundsson fer í vorleiðangur næstkomandi mánudag en sá leiðangur átti að hefjast siðast- liðinn þriðjudag. Fimm menn, sem unnið hafa við hvalarannsóknir, fóru á fímmtudaginn til Bandaríkjanna til að sitja þar fund vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefst í dag, laugardag, að sögn Jakobs. „Það er ekki búið að ákveða hvort hér verður unnin yfirvinna vegna verkfallsins," sagði Jakob Jakobsson. Morgunbiaðið/Emilía Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans, ásamt nokkrum nemendum skólans. Jarðhitaskólinn: Kennslan lá ekki niðrí í verkfallinu „KENNSLA við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna lá ekki niðri vegna verkfallsins en nokkrir fyrirlesarar voru i verkfalli," sagði Jakob Björns- son orkumálastjóri. Náttúru- fræðingar hófu kennslu við Jarðhitaskólann í gær, föstu- dag, að sögn Ingvars Birgis Friðleifssonar forstöðumanns skólans. Jakob Bjömsson sagði að kennslutilhögun við Jarðhitaskól- ann hefði verið breytt svolítið vegna verkfallsins og þeir kennar- ar, sem ekki voru í verkfalli, hefðu haldið fyrirlestra í skólanum að undanfömu. „Við eigum eftir að íhuga hvort unnin verður yfir- vinna vegna verkfallsins en reyn- um að vinna upp þá töf sem orðið hefur á rannsóknum," sagði Jakob Bjömsson. „Erfítt að meta stöðuna“ Um 2500 skjöl bíða þinglýsingar: „Líklega gripið til yfirvinnu“ - segir Sigurður Sveinsson borgarfógeti „ÞAÐ er lítið um þetta að segja annað en að fólkið er komíð og vinna er hafin. Þetta er mikill bunki og ekki gott að segja hvað það tekur langan tima að grynnka á honum. Mér skilst að það hafi hlaðist upp eitthvað um 2500 skjöl til þinglýsingar og búast má við að það verði að grípa til einhverr- ar yfirvinnu til að klára þetta,“ sagði Sigurður Sveinsson borgar- fógeti í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hvort að til greina kæmi að taka fyrir móttöku nýrra skjala uns jafnvægi væri náð á nýjan leik svaraði Sigurður að slíkt myndi embættið ekki gera ótilneytt, hér væri um nauðsynlega þjónustu að ræða, en fólk yrði að gera sér Ijóst, að óhjákvæmilegar tafír gætu orðið á afgreiðslu skjala fyrst um sinn. „Skjölin eru misjafnlega tímafrek og það tekur allt sinn tíma,“ sagði Sig- urður. Sigurður sagði að ekki væri væri fráleit að ætla að það tæki mánuð að vinna úr bunkanum og bætti við að það gæti seinkað af- greiðslui að á meðan að verkfallið stóð yfir voru afgreidd veðbókarvott- orð fyrirvara. og allir lúnir. Það er hins vegar erfitt að meta það á þessari stundu hvað það tekur langan tíma að koma hér öllu í fyrra horf,“ sagði Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunar- forstjóri á Landsspítalanum í sam- tali við Morgunblaðið. Vigdís sagði jafnframt, að í gær hefði verið unnið að því að opna all- ar þær deildir sem opnar voru fyrir verkfall að tveimur undanskildum, en þær myndu opna strax eftir helgi. „Það er föstudagur, þannig að þetta byijar ekki með neinum krafti, rann- sóknir og aðgerðir eru ekki mikið í brennidepli á föstudögum, en strax eftir helgi fer allt á fulla ferð,“ sagði Vigdís. Hún sagði að sjúklingar, sem færðir voru til í hagræðingarskini, færu nú á sínar fyrri deildir. Enginn langlegusjúklingur hefði verið sendur heim vegna verkfallsins. „Þetta er hátíðsdagur þjá okk- ur, þetta var orðið langt verkfall Morgunblaðið/Þorkell Starfsfólk borgarfógetans byijuðu að grynnka á bunkunum í gær- morgun. Bið eftir hjarta- aðgerðum lengist Verkfall BHMR hafði þau áhrif á framkvæmd þjartaaðgerða þjá Rikisspítölum, að þeim stórfækk- aði og um 30 sjúklingar bættust á biðlistann . Biðtími eftir aðgerðum lengist nú um að minnsta kosti heilan mánuð eftir þvi sem Þórður Harðarson yfirlæknir lyflæknis- deildar Landsspítalans sagði í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef nú ekki tölumar nákvæm- lega hér við hlið mína, en við höfum gert allt að 15 aðgerðir á viku. Með því að gera um það bil 10 aðgerðir á viku höfum við getað haldið í horf- inu, en meðan að verkfallið stóð yfir gerðum við aðeins tvær á viku að meðaltali og aðeins bráðatilfelli. Starfsemi RALA endurskipulögð „VIÐ ERUM að vinna að því að endurskipuleggja starf- semina,“ sagði Þorsteinn Tómasson forstjóri Rann- sóknastofnunar landbúnað- arins. Þorsteinn sagði að í sumum verkefnum þyrfti að vinna yfir- vinnu vegna verkfallsins. Hann sagði að komræktartilraunir yrðu til dæmis minni en til stóð. „Oll starfsemin líður fyrir svona langt og erfitt verkfall," sagði Þorsteinn. Blóðbankinn: Starfsemin eðlileg í næstu viku „VIÐ REIKNUM MEÐ að starf- semi bankans verði komin i eðlilegt horf í næstu viku,“ sagði Ólafiir Jensson yfirlæknir Blóðbankans. Ólafur sagði að vegna verk- fallsins væri ströng vinnulota framundan í bankanum. Mikið álag yrði í daglegum störfum og einhver yfirvinna. Hann sagði að ein hjartaaðgerð hefði verið fram- kvæmd á fimmtudaginn og reikn- að væri með að þijár slíkar yrðu framkvæmdar í næstu viku. Morgunblaðið/Þorkell 16 náttúrufræðingar í Blóðbankanum voru í verkfalli en í bankan- um vinna rúmlega 40 manns, að sögn Ólafs Jenssonar yfirlæknis. Myndin var tekin í Blóðbankanum í gær, föstudag. Rannsóknastofíiun fískiðnaðarins: Töluverð yfírvinna vegna verk- fallsins „ÉG á von á því að við þurfurn að vinna töluverða yfirvinnu vegma verkfallsins,“ sagði Grímur Þór Valdimarsson for- stjóri Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Grímur Þór sagði að sýni hefðu safnast upp meðan á verkfallinu stóð og mikið lægi á að rannsaka sum þeirra. Vegna verkfallsins hefðu til dæmis legið niðri mæling- ar á vítamínum, þungmálmum, lag- metissýnum og ferskleika fisks. Fossvogsdeilan: Bókanir í bæjarráði Kópavogs MEIRIHLUTI bæjarráðs Kópa- vogs mótmælti harðlega á fimdi sínum sl. fimmtudag ályktun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi deilu Kópavogs og Reykjavíkur um nýtingu Fossvogsdals. í ályktuninni segir að lagst sé með eindregnum hætti á sveif með Reykjavíkurborg í þessu viðkvæma deilumáli, en Kópa- vogsbær víttur fyrir að „rifta einhliða" samkomulagi, sem gert hafði verið milli sveitarfé- laganna fyrir 15 árum. Bæjar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisfiokks- ins, sem er í minnihluta, segja að ályktun meirihlutans lýsi vel þeirri almennu taugaveiklun, sem gripið hefði um sig hjá meirihlutamönnum. „Hvergi er í ályktun stjómar SSH minnst á fyrirvaralausa upp- sögn Reykjavíkurborgar á samn- ingi um losun sorps í Gufunesi nýverið og vandséð hvemig stjóm- in gat komist hjá að gagnrýna borgarstjóm fyrir þá aðför að ör- yggi 15.500 Kópavogsbúa,“ segir í ályktun meirihlutans. Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri málsmeðferð, sem höfð var í stjórn SSH og harmar að þeir sveitarstjómarmenn, sem sæti eiga í stjóm SSH og greiddu fyrr- nefndri ályktun atkvæði sitt, skuli ekki hafa næmari skilning á réttf sveitarfélaga til að skipuleggja og nýta eigið land, segir m.a. í álykt- un bæjarráðs. í bókun minnihlutans kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ágreiningsmál milli sveitarfé- laga komi til kasta SSH. „Við tök- um ekki undir mótmæli meirihluta bæjarráðs við ályktun stjómar SSH enda er það skilningur okkar að stjómin hafi ekki tekið afstöðu með öðmm deiluaðila. Niðurstaða samþykktar bæjarstjómar Kópa- vogs frá 27. maí 1977 var að hún taldi sig ekki bundna af niðurstöð- um könnunar um Fossvogsbraut, þar sem forsendum skipulags hefði verið breytt, í þeirri samþykkt fólst ekki einhliða riftun. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vömðu eindregið við af- leiðingum af einhliða riftun samn- ings 25. apríl sl. og lögðu ávallt til að samningar væm reyndir til þrautar. Það er ennþá eindregin skoðun okkar að reynt sé að leiða deilu þessa til lykta á friðsamlegan hátt hið allra, fyrsta, núverandi ástand er ekki sæmandi tveimur stærstu sveitarfélögum landsins," segir m.a. í bókun minnihlutans. Hjón slösuðust í árekstri Hjón slösuðust I hörðum árekstri þriggja bila á Arn- arneshæð um klukkan níu á fimmtudagskvöld. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvar- leg, að sögn lögreglu. Hjónin vora á leið frá Arn- amesi og óku austur yfir Hafnarfjarðarveg á hæðinni. Þar er stöðvunarskylda. Bíll þeirra lenti í veg fyrir tvo bíla sem vora samhliða á leið norð- ur aðalbrautina Hafnarfjarð- arveg. Bíll hjónanna og annar hinna era taldir ónýtir en sá þriðji virðist minna skemmdur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.