Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 5 Ný stjórn í Félagi bóka- gerðarmanna NÝ STJÓRN tók við störfum á aðalfundi Félags bókagerðar- manna, sem haldinn var nýlega. Formaður er Þórir Guðjónsson. Aðrir stjómarmenn eru: Sæmund- ur Ámason, Svanur Jóhannesson, Baldur H. Aspar, Fríða Björg Aðal- steinsdóttir, Bjami Jónsson og Ólafur Bjömsson. Fjölmörg mál voru til umfjöllunar á aðalfundinum og meðal sam- þykktra ályktana má nefna stuðn- ingsyfirlýsingu við lq'arabaráttu fé- laga í BHMR, mótmæli gegn fyrir- huguðum heræfingum Bandaríkja- hers heflendis og áskorun til stjóm- valda um lýmkun á reglum um at- vinnuleysisbætur. Þá samþykkti að- alfundurinn að veita Kvennaathvarf- inu í Reykjavík 100 þúsund króna styrk. Skakmótið í Moskvu: Jaftitefli hjá okkar mönnum ÍSLENZKU keppendumir á opna skákmótinu í Moskvu gerðu allir ja&tefli í skákum sínum í Qórðu umferð. Mar- geir og Helgi eru því með 2,5 vinning hvor, en Hannes Hlífar með 2 vinninga og bið- skák. í Qórðu umferðinni gerði Margeir jafntefli við sovét- manninn Kartman, Helgi gerði jafntefli við sovézka stórmeist- arann Thermin og Hannes Hlífar og júgóslavneski stórma- eistarinn Popovic skildu jafnir. Hannes Hlífar á enn biðskák við sovézka stórmeistaranna Gavrikov. Hannes stendur þar höllum fæti, en það kom á óvart að sovétmaðurinn skyldi ekki ná að knýja fram vinning eftir seinni setuna, en þeir Hannes Hlífar hafa nú notað 80 leiki hvor. Helgi og Margeir hafa 2,5 vinninga og Hannes Hlífar 2 og biðskák. Þrir efstu menn eru með 3,5 vinninga, þeir Tukm- akov, F*igusov og Ubilava sem allir eru sovézkir. Nokkrir keppenda eru með 3 vinninga og eru þeir allir sovézkir. Fimmta umferð verður tefld í dag en mótinu lýkur næstkom- andi fimmtudag. Hvolsvöllur: Grunaður mað- ur handtekinn með fíkniefini LÖGREGLAN í Keflavík hefur handtekið 27 ára gamlan mann, sem er grunaður um aðild að innbroti í söluskála Esso á Hvol- svelli um hvítasunnulielgina. Þar var stór og mikill peningaskápur brotinn upp og stolið úr honum reiðufé, ávísunum og kredit- kortamiðum að verðmæti rúm- lega eina milljóna króna. Maðurinn, sem var eftirlýstur af RLR, var stöðvaður í akstri í Keflavík. í fórum hans fundust fíkniefni. Hann hefur nú verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald í sjö daga vegna rannsóknar málsins. Að sögn Helga Daníelssonar yfir- lögregluþjóns hjá RLR eru ýmis mál tengd manninum, sem áður hefur komið við sögu lögreglu, til skoðunar. Að öðru leyti varðist Helgi allra frétta af málinu og vildi ekki ræða um hvort sami maður væri einnig grunaður um innbrot fyrir nokkru í söluskála Eso í Hveragerði en þaðan var einnig stolið hundruðum þúsunda. GOÐAN DAGINN HREINSUM BÆINN! í DAG BYRJAR SÉRSTÖK HREIN SUNARVIKA í AUSTURBÆ. LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA! Nú stendur yfir allsherjar hreinsunarátak í Reykjavík. Til að auðvelda starfið hefur borginni verið skipt í fjóra hluta. Megin þungi hreinsunarþjónustu á vegum borgarinnar verður í dag og næstu viku í Austurbæ. ÖFLUGT SAMSTARF ÍBÚA OG BORGAR Gripið verður til margvíslegra ráða til að ná settu marki m.a. í samvinnu við einstaklinga, íbúasamtök og félög sem hafa forystu um hreinsunarstarf í sínu hverfi. HVERFABÆKISTÖÐVAR ÞJÓNA BORGARBÚUM Hafið samband við hverfabækistöðvarnar ef ykkur vantar upplýsingar eða aðstoð vegna hreinsunarátaksins. Til þeirra er einnig hægt að koma ábendingum er varða um- hverfið í borginni: Skemmdir á yfirborði gatna og gang- stétta, ónýt umferðarmerki eða vöntun á götumerking- um, holræsastíflur, brottflutning bílgarma og hreinsun gatna og lóða. STUTT í NÆSTA RUSLAGÁM. Fólk getur gengið að ruslagámum vísum á 17 stöðum í borginni næstu vikur. Á fjórum þessara staða verða einnig gámar fyrir rafgeyma og rafhlöður eins og sést á kortinu. RUSL HIRT DAGLEGA AF GANGSTÉTTUM Ruslapoka er hægt að fá í hverfabækistöðum gatnamála- stjóra. Þeir verða hirtir daglega í þeim hluta borgarinnar þar sem hreinsunarvika stendur yfir. STAÐSETNING OG SÍMANÚMER HVERFABÆKI STÖÐVA Vesturbær: Njarðargata, Skerjafirði, sími 29921. Miðbær: Miklatún við Flókagötu, sími 20572. Austurbær: Á horni Sigtúns og Nóatúns, sími 623742. Breiðhoit: Við Jafnasel, sími 74482 & 73578. Árbær, Selás og Grafarvogur: Við Stórhöfða, sími 685049. Hamrahlíð Njarðargata, Skerjafirði * Vtkan 20. - 26. maf Sléttuvegur Sundlaugavegur Vatnagarðar Bústaðavegur ..ii.r-u--»: við Holtaveg við Fák 3. júni - 9. júní Fjallkonuvegur við Foldaskóla Stórhöfði • Rofabær við Ársel Selásbraut við Suðurás / Vikan 27. mai - 2. júní Austurberg við Hólabrekkuskóla Arnarbakki Breiðholtsskóla Öldusel við skólann Jafnasel * Vikan 13.-19. mai Sigtún Austurbæjarskóli Meistaravellir Kortið sýnir borgarhlutana, dagsetningar sérstakra hreinsunarvikna og staðsetningu rusla- gáma meðan á hreinsunarvikunum stendur. Laugardagur er upphafsdagur og aðal hreins- unardagur sérstakrar hreinsunarviku í hverjum borgarhluta. * Gámar fyrir rafgeyma og rafhlöður HREIN BORG, BETRI BORG! -----------------—----- ARGUS/StA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.