Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 SMAÞJOÐALEIKARNIR A KYPUR Sund: -* Sundfólkið hélt uppteknum hætti * Sex Islandsmet og fimm gullverðlaun íslenska sundfólkið hefur staðið sig vel á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Ragn- heiður Runólfsdóttir, sem er á myndinni til vinstri^ og Amþór Ragnarsson á myndinni til hægri hafa verið iðnust við að setja íslandsmet og hafa fengið flest verðlaunin. Karfa: Kvennaliðið fékk silfurverðlaunin Karla og kvennalandsliðin í körfuknattleik sigruðu bæði andstæðinga sína í leikjum sínum í gær. Karlamir léku gegn Möltu og sigruðu 94:83 en kvenfólkið sigraði Mónakó með 70 stigum gegn 41 stigi. Kvennaliðið náði því að krækja sér í silfurverðlaun. Karlaliðið byijaði samt heldur illa gegn Möltu og var fímm stig- um undir í hálfleik. Þá tóku Valur Ingimundarson og Teitur Örlygs- son völdin í sínar hendur og skor- uðu margar fallegar körfur. Stig íslaiids: Valur Ingimundaraon 26, Teitur Örlygsson 22, Tómas Holton 12, Guðjón Skúlason 11, Axel Nikulásson 6, Guðni Guðnason 6, Falur Harðareon 4, Magnús Guðfinnson 4 og Guðmundur Bragason 3. Kvennaliðið hlaut silfur. Kvennaliðið átti ekki í nokkrum erfíðleikum með slakt lið Mónakó og var aldrei spuming hvoru meg- in sigurinn myndi hafna. Með sigrinum hlaut liðið annað sætið í mótinu en sigurvegaramir í mótinu frá Lúxemborg vom með yfírburðalið. Stig Islanda: Anna María Sveinsdóttir 21, Anna Björg Bjamadóttir 9, Margrét Stur- laugsdóttir 8, Kristín Sigurðardóttir 8, Cora Barker 7, Svanhildur Káradóttir 7, Maria Jóhannesdóttir 4, Lánda Jónsdóttir 4 og Stef- anla Jónsdóttir 2. Blak: Fyrsti sigurinn SUNDLIÐIÐ setti sex Islands- met og vann til fimm gullverð- launa á Smáþjóðaleikunum í gær og hélt þar með upptekn- um hætti. Þá vann liðið sex silfurverðlaun og ein brons- verðlaun. Ragnheiður Runólfsdóttir og Amþór Ragnarsson settu bæði íslandsmet í 50 og 100 m bringu- sundi og báðar sundsveitimar bættu íslandsmetin í 4 x 200 m skriðsundi. Ragnheiður hafði talsverða yfír- burði í sínum greinum og sigraði ömgglega. Millitími hennar í 100 m sundinu var 34.82 sek. og alla vega- lengdina synti hún á 1:12.33 mín. Þá bætti Amþór 5 ára gamalt met Tryggva Helgasonar þegar hann .synti 100 m á 1:07.76, en millitím- "mn var 31.51 sek. Amþór hafnaði í öðm sæti 0.16 sek. á eftir Michel Amoux frá Mónakó. Boðsundssveitimar stóðu sig báðar mjög vel; kvennasveitin bætti gildandi Islandsmet um 4.49 sek. og karlasveitin bætti eldra metið um 0.33 sek. en náði einungis öðm sæti. Sveitimar skipuðu: Helga Sig- urðardóttir, Elín Sigurðardóttir, Bryndís Ólafsdóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir, og Ragnar Guð- mundsson, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Magnús Ólafsson og Amþór Ragn- arsson. Eðvarð Þór sigraði í 200 m bak- sundi og Magnús Ólafsson og Ragn- ar Guðmundsson hlutu gull og silfur í 200 m skriðsundi. Magnús synti á 01:57.89 mín. en Ragnar á 01:58.89 mín. Þá endurtóku Helga Sigurðardóttir og Bryndís Ólafs- dóttir leikinn í sömu grein; Bryndís synti á 02:11.09 mín. og Helga var aðeins 0.07 sek. á eftir henni í mark. Elín Sigurðardóttir og Ama Sveinbjömsdóttir hlutu silfurverð- laun í 200 m baksundi og 100 m flugsundi, og Magnús Ólafsson varð þriðji í 100 m flugsundi. Það er því óhætt að fullyrða að sundliðið hafí sankað að sér verð- launum í þessari keppni; hlotið 11 gull, 9 silfur og ein bronsverðlaun. Samtals hefur sveitin sett 10 ís- landsmet og verður að telja það frábæran árangur. BLAKLANDSLIÐIÐ náði ígær loks að sigra á Smáþjóðaleik- unum. Leikið var gegn And- orra, sem einnig var án sigurs, og vann ísland með þremur hrinum gegn engri. Varamennimir vom látnir heíja leikinn og unnu fyrstu hrinuna 15:4. Önnur hrinan var nokkuð jöfn Skotfimi: Gunnar meðmet Gunnar Kjartansson stóð sig best íslendinganna í skotfími og setti nýtt íslandsmet í leirdúfu- skotfimi. Skaut hann samtals niður 184 leirdúfur af 200 mögulegum og hafnaði í 4. sæti. Einungis vant- aði eina dúfu upp á að hann ynni til verðlauna. Karl Emilsson lenti í 6. sæti með 148 stig. í keppni með loftbyssu lenti Carl J. Eiríksson í fjórða sæti en Tryggvi Sigmannson náði sér ekki á strik í loftbyssukeppninni og var með þeim síðustu. framan af, en íslenska liðið sigldi fram úr í lokin og vann 15:12. í þriðju hrinunni var jafnt á flestum tölum upp í 10:10, en þá gerðu ís- lendingar út um leikinn og unnu 15:13. íslendingar leika um 5. sætið i dag við San Marínó eða Mónakó. Kýpur og Lúxemborg leika til úr- slita. ■ ÍSLENSKI hópurinn er sá eini, sem ekki er í sérstökum ein- kennisbúningum hér á leikunum. Fararstjóri Möltu kom að máli við mig og spurði, hvort mikil fátækt væri á íslandi! Liðin hafa verið að skiptast á barmmerkjum, en því miður koma þau að tómum kofan- um hjá íslenska liðinu. ■ CARL J. Eiríksson, skotmað- ur, kemur ekki heim með íslenska hópnum á morgun. Hann fer til Þýskalands til að taka þátt í Heimsbikarkeppninni í riffílskotfími og tekur síðan þátt í sams konar móti í Sviss. A þessum mótum ætlar Carl að reyna við ólympíulág- markið með ÓL í Barcelona í huga. H ÞÓRDÍS Gísladóttir, íslands- methafí í hástökki, komst ekki með til Kýpur, þar sem hún á von á sér. Þórdís setti smáþjóðamet í Mónakó 1987, 1,86 m, og stendur það enn. H BLAKLANDSLIÐIÐ er að vonum ekki ánægt með árangurinn á leikunum. Leikir liðsins hafa allt- af verið fyrst á morgnana, kl. 8.30 (5.30 að íslenskum tíma), sem verð- ur að teljast frekar óvenjulegur leiktími. H SEBASTIAN Coe, breski ólympíumeistarinn, var meðal áhorfenda á opnunarhátíðinni á miðvikudaginn og kom gagngert til þess. Hann var mjög undrandi á hversu mótið er stórt og vel skipu- lagt. „Þessir leikar eru kærkomnir fyrir litlu þjóðimar, sem eiga ekki mikla möguleika á að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Hér fá keppendur reynslu og keppa við jafningja sína," sagði Coe. H ALBERT Mónakóprins hélt blaðamannafund í gær, en hér eru samankomnir 80 blaða- og frétta- menn til að fylgjast með leikunum. Flestir fréttamannanna mættu og auk þess margir, sem skrifa slúður- dálka. Albert hældi Kýpurbúum fyrir gott skipulag og sagði að þess- ir leikar væm skipulagðari en í Mónakó fyrir tveimur árum. Hann sagðist hafa mikinn áhuga á íþrótt- um, stundi tennis, sund og knatt- spyrnu á sumrin og sleðaíþróttir á vetuma. H GUNNLA UGUR Briem, að- alfararstjóri íslenska hópsins, hef- ur bíl með einkabílstjóra til umráða og auk þess túlk. Gunnlaugur og kona hans bmgðu sér í bæinn í gær til að versla án þess að láta túlkinn vita. Það var gegn reglunum; túlk- urinn verður að vita um allar ferðir Gunnlaugs, og spurði bílstórann strax um ferðir fararstjórans. Frjálsíþrfittanáraskeið Frjálsíþróttadeild ÍR gengst fyrir námskeiði í frjálsíþrótt- um fyrir unglinga á aldrinum 11 til 18 ára. Kynntar verða allar helstu greinar frjálsíþrótta. Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17.15 til 18.30. Námskeiðið hefst mánudaginn 22. maí nk. og verð- ur það haldið á frjálsíþróttavellinum í Laugardal. Námskeiðinu lýkur með móti fyrir alla þátttakendur. Leiðbeinendur verða: Erlendur Valdimarsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Guðbjörg Svansdóttir og Stefán Þór Stefánsson. Auk þess mun landsliðsfólk mæta á æfingarnar og kynna sínar keppnisgreinar. Þátttaka tilkynnist í síma 28228 eða 673409. Einnig verður tekið við skráningu á staðnum. Námskeiðsgjald er kr. 1.800,-. ^07^= Laugardagur kl. 13:25 20. LEIKVIKA- 20. MA11989 1 IX 2 Leikur 1 Everton - Liverpool i Leikur 2 Celtic - Rangers [ I Leikur 3 Keflavík - Valur teningur Leikur 4 F.H. - K.A. Leikur 5 Þór - Víkingur Leikur 6 K.R. - Akranes Leikur 7 H.S.V. - Stuttgart Leikur 8 Hannover - Köln Leikur 9 Bayern M. - St. Pauli Leikur 10 B.Leverkusen - Frankfurt Leikur11 B’Gladbach - Bochum Leikur 12 B.Dortm. - B.Uerdingen Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. Ath. breyttan lokunartíma ! GETRAUNIR í ALLT SUMAR ! Júdó: Bjami þurfti aðeins 3 sekúndur BJARNI Friðriksson var ekki lengi að sígra í úrslita- glfmunni íjúdó fgær. Eftir einungis þrjár sekúndur lá mótherjinn, sem var heima- maður, f gólfinu og þar hólt Bjarni honum í hálfa mínútu. Halldór Hafsteinsson og Karl Erlingsson unnu einnig til gullverðlauna í sínum þyngdar- flokkum og Helgi Júlíusson vann til silfurverðlauna í sinum flokki. Ómar Sigurðsson var hins vegar frekar óheppinn. Hann vann and- stæðing sinn (undankeppninni en gat ekki tekið þátt í úrslitakeppn- inni vegna meiðsla. Eins og Bjarni sigruðu Halldór og Karl andstæðinga sína örugg- lega í úrslitunum og voru vel að sigrinum komnir. Bjarni lenti hins vegar í nokkrum erfíðleikum í undankepninni er hann lenti á móti Igor Múller frá Luxemborg, en sá kappi var ein 138 kg að þyngd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.