Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 58
58
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
SMAÞJOÐALEIKARNIR A KYPUR
Sund:
-* Sundfólkið hélt
uppteknum hætti
*
Sex Islandsmet og fimm gullverðlaun
íslenska sundfólkið hefur staðið sig vel á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Ragn-
heiður Runólfsdóttir, sem er á myndinni til vinstri^ og Amþór Ragnarsson á
myndinni til hægri hafa verið iðnust við að setja íslandsmet og hafa fengið
flest verðlaunin.
Karfa:
Kvennaliðið fékk
silfurverðlaunin
Karla og kvennalandsliðin í
körfuknattleik sigruðu bæði
andstæðinga sína í leikjum sínum
í gær. Karlamir léku gegn Möltu
og sigruðu 94:83 en kvenfólkið
sigraði Mónakó með 70 stigum
gegn 41 stigi. Kvennaliðið náði
því að krækja sér í silfurverðlaun.
Karlaliðið byijaði samt heldur
illa gegn Möltu og var fímm stig-
um undir í hálfleik. Þá tóku Valur
Ingimundarson og Teitur Örlygs-
son völdin í sínar hendur og skor-
uðu margar fallegar körfur.
Stig íslaiids: Valur Ingimundaraon 26,
Teitur Örlygsson 22, Tómas Holton 12,
Guðjón Skúlason 11, Axel Nikulásson 6,
Guðni Guðnason 6, Falur Harðareon 4,
Magnús Guðfinnson 4 og Guðmundur
Bragason 3.
Kvennaliðið hlaut silfur.
Kvennaliðið átti ekki í nokkrum
erfíðleikum með slakt lið Mónakó
og var aldrei spuming hvoru meg-
in sigurinn myndi hafna. Með
sigrinum hlaut liðið annað sætið
í mótinu en sigurvegaramir í
mótinu frá Lúxemborg vom með
yfírburðalið.
Stig Islanda: Anna María Sveinsdóttir 21,
Anna Björg Bjamadóttir 9, Margrét Stur-
laugsdóttir 8, Kristín Sigurðardóttir 8, Cora
Barker 7, Svanhildur Káradóttir 7, Maria
Jóhannesdóttir 4, Lánda Jónsdóttir 4 og Stef-
anla Jónsdóttir 2.
Blak:
Fyrsti sigurinn
SUNDLIÐIÐ setti sex Islands-
met og vann til fimm gullverð-
launa á Smáþjóðaleikunum í
gær og hélt þar með upptekn-
um hætti. Þá vann liðið sex
silfurverðlaun og ein brons-
verðlaun.
Ragnheiður Runólfsdóttir og
Amþór Ragnarsson settu bæði
íslandsmet í 50 og 100 m bringu-
sundi og báðar sundsveitimar
bættu íslandsmetin í 4 x 200 m
skriðsundi.
Ragnheiður hafði talsverða yfír-
burði í sínum greinum og sigraði
ömgglega. Millitími hennar í 100 m
sundinu var 34.82 sek. og alla vega-
lengdina synti hún á 1:12.33 mín.
Þá bætti Amþór 5 ára gamalt met
Tryggva Helgasonar þegar hann
.synti 100 m á 1:07.76, en millitím-
"mn var 31.51 sek. Amþór hafnaði
í öðm sæti 0.16 sek. á eftir Michel
Amoux frá Mónakó.
Boðsundssveitimar stóðu sig
báðar mjög vel; kvennasveitin bætti
gildandi Islandsmet um 4.49 sek.
og karlasveitin bætti eldra metið
um 0.33 sek. en náði einungis öðm
sæti. Sveitimar skipuðu: Helga Sig-
urðardóttir, Elín Sigurðardóttir,
Bryndís Ólafsdóttir og Ragnheiður
Runólfsdóttir, og Ragnar Guð-
mundsson, Eðvarð Þór Eðvarðsson,
Magnús Ólafsson og Amþór Ragn-
arsson.
Eðvarð Þór sigraði í 200 m bak-
sundi og Magnús Ólafsson og Ragn-
ar Guðmundsson hlutu gull og silfur
í 200 m skriðsundi. Magnús synti
á 01:57.89 mín. en Ragnar á
01:58.89 mín. Þá endurtóku Helga
Sigurðardóttir og Bryndís Ólafs-
dóttir leikinn í sömu grein; Bryndís
synti á 02:11.09 mín. og Helga var
aðeins 0.07 sek. á eftir henni í
mark. Elín Sigurðardóttir og Ama
Sveinbjömsdóttir hlutu silfurverð-
laun í 200 m baksundi og 100 m
flugsundi, og Magnús Ólafsson varð
þriðji í 100 m flugsundi.
Það er því óhætt að fullyrða að
sundliðið hafí sankað að sér verð-
launum í þessari keppni; hlotið 11
gull, 9 silfur og ein bronsverðlaun.
Samtals hefur sveitin sett 10 ís-
landsmet og verður að telja það
frábæran árangur.
BLAKLANDSLIÐIÐ náði ígær
loks að sigra á Smáþjóðaleik-
unum. Leikið var gegn And-
orra, sem einnig var án sigurs,
og vann ísland með þremur
hrinum gegn engri.
Varamennimir vom látnir heíja
leikinn og unnu fyrstu hrinuna
15:4. Önnur hrinan var nokkuð jöfn
Skotfimi:
Gunnar
meðmet
Gunnar Kjartansson stóð sig
best íslendinganna í skotfími
og setti nýtt íslandsmet í leirdúfu-
skotfimi. Skaut hann samtals niður
184 leirdúfur af 200 mögulegum
og hafnaði í 4. sæti. Einungis vant-
aði eina dúfu upp á að hann ynni
til verðlauna. Karl Emilsson lenti í
6. sæti með 148 stig.
í keppni með loftbyssu lenti Carl
J. Eiríksson í fjórða sæti en Tryggvi
Sigmannson náði sér ekki á strik í
loftbyssukeppninni og var með þeim
síðustu.
framan af, en íslenska liðið sigldi
fram úr í lokin og vann 15:12. í
þriðju hrinunni var jafnt á flestum
tölum upp í 10:10, en þá gerðu ís-
lendingar út um leikinn og unnu
15:13.
íslendingar leika um 5. sætið i
dag við San Marínó eða Mónakó.
Kýpur og Lúxemborg leika til úr-
slita.
■ ÍSLENSKI hópurinn er sá
eini, sem ekki er í sérstökum ein-
kennisbúningum hér á leikunum.
Fararstjóri Möltu kom að máli við
mig og spurði, hvort mikil fátækt
væri á íslandi! Liðin hafa verið að
skiptast á barmmerkjum, en því
miður koma þau að tómum kofan-
um hjá íslenska liðinu.
■ CARL J. Eiríksson, skotmað-
ur, kemur ekki heim með íslenska
hópnum á morgun. Hann fer til
Þýskalands til að taka þátt í
Heimsbikarkeppninni í riffílskotfími
og tekur síðan þátt í sams konar
móti í Sviss. A þessum mótum
ætlar Carl að reyna við ólympíulág-
markið með ÓL í Barcelona í huga.
H ÞÓRDÍS Gísladóttir, íslands-
methafí í hástökki, komst ekki með
til Kýpur, þar sem hún á von á
sér. Þórdís setti smáþjóðamet í
Mónakó 1987, 1,86 m, og stendur
það enn.
H BLAKLANDSLIÐIÐ er að
vonum ekki ánægt með árangurinn
á leikunum. Leikir liðsins hafa allt-
af verið fyrst á morgnana, kl. 8.30
(5.30 að íslenskum tíma), sem verð-
ur að teljast frekar óvenjulegur
leiktími.
H SEBASTIAN Coe, breski
ólympíumeistarinn, var meðal
áhorfenda á opnunarhátíðinni á
miðvikudaginn og kom gagngert til
þess. Hann var mjög undrandi á
hversu mótið er stórt og vel skipu-
lagt. „Þessir leikar eru kærkomnir
fyrir litlu þjóðimar, sem eiga ekki
mikla möguleika á að komast á
verðlaunapall á Ólympíuleikum.
Hér fá keppendur reynslu og keppa
við jafningja sína," sagði Coe.
H ALBERT Mónakóprins hélt
blaðamannafund í gær, en hér eru
samankomnir 80 blaða- og frétta-
menn til að fylgjast með leikunum.
Flestir fréttamannanna mættu og
auk þess margir, sem skrifa slúður-
dálka. Albert hældi Kýpurbúum
fyrir gott skipulag og sagði að þess-
ir leikar væm skipulagðari en í
Mónakó fyrir tveimur árum. Hann
sagðist hafa mikinn áhuga á íþrótt-
um, stundi tennis, sund og knatt-
spyrnu á sumrin og sleðaíþróttir á
vetuma.
H GUNNLA UGUR Briem, að-
alfararstjóri íslenska hópsins, hef-
ur bíl með einkabílstjóra til umráða
og auk þess túlk. Gunnlaugur og
kona hans bmgðu sér í bæinn í gær
til að versla án þess að láta túlkinn
vita. Það var gegn reglunum; túlk-
urinn verður að vita um allar ferðir
Gunnlaugs, og spurði bílstórann
strax um ferðir fararstjórans.
Frjálsíþrfittanáraskeið
Frjálsíþróttadeild ÍR gengst fyrir námskeiði í frjálsíþrótt-
um fyrir unglinga á aldrinum 11 til 18 ára.
Kynntar verða allar helstu greinar frjálsíþrótta.
Námskeiðið verður á mánudögum og fimmtudögum
frá kl. 17.15 til 18.30.
Námskeiðið hefst mánudaginn 22. maí nk. og verð-
ur það haldið á frjálsíþróttavellinum í Laugardal.
Námskeiðinu lýkur með móti fyrir alla þátttakendur.
Leiðbeinendur verða: Erlendur Valdimarsson, Gunnar
Páll Jóakimsson, Guðbjörg Svansdóttir og Stefán Þór
Stefánsson.
Auk þess mun landsliðsfólk mæta á æfingarnar og
kynna sínar keppnisgreinar.
Þátttaka tilkynnist í síma 28228 eða 673409.
Einnig verður tekið við skráningu á staðnum.
Námskeiðsgjald er kr. 1.800,-.
^07^=
Laugardagur kl. 13:25
20. LEIKVIKA- 20. MA11989 1 IX 2
Leikur 1 Everton - Liverpool i
Leikur 2 Celtic - Rangers [ I
Leikur 3 Keflavík - Valur teningur
Leikur 4 F.H. - K.A.
Leikur 5 Þór - Víkingur
Leikur 6 K.R. - Akranes
Leikur 7 H.S.V. - Stuttgart
Leikur 8 Hannover - Köln
Leikur 9 Bayern M. - St. Pauli
Leikur 10 B.Leverkusen - Frankfurt
Leikur11 B’Gladbach - Bochum
Leikur 12 B.Dortm. - B.Uerdingen
Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464.
Ath. breyttan lokunartíma ! GETRAUNIR í ALLT SUMAR !
Júdó:
Bjami þurfti
aðeins 3 sekúndur
BJARNI Friðriksson var ekki
lengi að sígra í úrslita-
glfmunni íjúdó fgær. Eftir
einungis þrjár sekúndur lá
mótherjinn, sem var heima-
maður, f gólfinu og þar hólt
Bjarni honum í hálfa mínútu.
Halldór Hafsteinsson og Karl
Erlingsson unnu einnig til
gullverðlauna í sínum þyngdar-
flokkum og Helgi Júlíusson vann
til silfurverðlauna í sinum flokki.
Ómar Sigurðsson var hins vegar
frekar óheppinn. Hann vann and-
stæðing sinn (undankeppninni en
gat ekki tekið þátt í úrslitakeppn-
inni vegna meiðsla.
Eins og Bjarni sigruðu Halldór
og Karl andstæðinga sína örugg-
lega í úrslitunum og voru vel að
sigrinum komnir. Bjarni lenti hins
vegar í nokkrum erfíðleikum í
undankepninni er hann lenti á
móti Igor Múller frá Luxemborg,
en sá kappi var ein 138 kg að
þyngd.