Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Landsvirkjun: 31 tillaga að útilista- verki við stjórnstöð HAFSTEINN Austmann listmálari hlaut 1. verðlaun, kr. 300 þús. í samkeppni um útilistaverk, sem reist verður við stjórnstöð Landsvirkj- unnar við Bústaðarveg. 2. verðlaun, kr. 200 þús. hlaut Öm Þorsteins- son og 3. verðlaun kr. 150 þús., sem skipt er milli tveggja hlutu Jó- hann Þórðardóttir og Kristinn E. Hrafiisson. Alls barst 31 tillaga í samkeppnina frá 29 höfundum. Hafsteinn Austmann myndlistamaður við verðlaunaverk sitt. Jóhannes Nordal stjómarformað- ur Landsvirkjunnar, afhenti verð- launin og sagði hann við það tæki- færi, að stefna fyrirtækisins frá upphafi hefði verið að koma upp listaverkum við öll þau rnannvirki sem Landsvirkjun byggði. í umsögn dómnefndar um verðlaunatilöguna segir: „Einstæð tillaga og sú athygl- isverðasta að mati dómnefndar. Höf- undur hefur valið afar einfalda lausn, sem ber áræði hans og smekkvísi fagurt vitni. Þá má glögg- lega sjá af meðfylgjandi greinargerð að listamaðurinn hefur hugað að öllu, stóru sem smáu. Af því má ætla að hann sé fyllilega í stakk búinn til að útfæra hugmynd sína og velja til þess markvísustu leið. Að auki rímar þessi látlausa en snjalla tillaga afar vel við hús og umhverfi. Hún er sláandi án þess að vera yfirþyrmandi. Slík naum- hugul lausn á útilistaverki mundi vissulega marka tímamót hér á landi." Steinullarverksmiðjan tapaði 77,5 milljónum króna í fyrra Á aðalfundi Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki á þriðju- daginn, kom fram að tap verksmiðjunnar á árinu 1988 nam 77,5 miHjónum króna. Munar þar mestu um nettó Qármagnsgjöld sem jukust um 85,1 milljón króna frá árinu 1987 þrátt fyrir óbreyttan lánastofii. Að sögn Einars Einarssonar framkvæmdastjóra Steinullar- verksmiðjunnar var veltufé af rekstri í fyrsta sinn jákvætt, eða 10,8 inilljónir, árið 1988, en árið 1987 voru 14 milljónir króna greiddar í reksturinn. Hann segir að utanaðkomandi aðstæður einar valdi því að tap verksmiðjunnar er jafii mikið og raun ber vitni. Sala Steinullarverksmiðjunnar á síðastliðnu ári nam 4.324 tonnum og jókst hún um 18% frá 1987. Þar af voru 3.174 tonn seld á innan- landsmarkaði og 1.150 tonn seld til útlanda, sem er nærri því helm- ingsaukning frá fyrra ári. Rekstrartekjur ársins voru 209,3 milljónir króna og jukust þær um 38,4% frá 1987. Rekstrargjöld voru 158,7 milljónir króna. Hagnaður varð því 50,6 milljónir króna sem er um 28,1% aukning frá 1987. Afskriftir voru 58,9 milljónir og Úr myndinni „Nico“. Steinar gefa út 11 mynd- bönd í maí STEINAR HF. gefa út alls 11 ^kiyndbandatitla í maímánuði. Áberandi í útgáfunni eru myndir sem frumsýndar eru með mynd- bandaútgáfiinni á íslandi. Má þar nefna myndirnar „World Gone Wild“, „Indiscreet“, „Conrack", „Kiss The Night“, „Jesse" og „Sharing Richard". Einnig er að finna myndir sem notið hafa vinsælda í kvikmynda- húsum þ.e. „Nico“, en þessi mynd var sýnd undir nafninu „Above The Law“ á kvikmyndasýningum og „Less Than Zero“. Fyrirtækið held- ur áfram þeirri stefnu sinni að end- úrútgefa eldri myndir sem ekki hafa verið fáanlegar á íslandi með íslenskum texta. Þijár slíkar líta dagsins ljós í maímánuði, þ.e. „Comes A Horseman", „Porkys II: The Next Day“ og „The House Where Evil Dwells“. Myndefnið sem útgáfan spannar er fjölbreytt og hefur að geyma sýnishorn af flest- um gerðum kvikmynda. (Úr fréttatilkynningu.) jukust þær sem svarar breytingu á vísitölu. Nettó fjármagnsgjöld voru 69,8 milljónir og nemur aukningin milli ára 85,1 milljón króna. Tap fyrir- tækisins varð því 77,5 milljónir króna. Einar Einarsson sagði að þessi fjármagnskostnaður væri af svo til óbreyttum lánastofni því engin ný lán voru tekin frá árinu 1987. Eignir Steinullarverksmiðjunnar eru 672,9 milljónir króna og skuld- ir 533,7 milljónir. Eigið fé er 139,2 milljónir króna og hefur rýrnað um 49,3 milljónir. Hlutfall þess lækkaði úr 29% 1987 í 20,7% 1988. Langtímalán verksmiðjunnar nema um 493 milljónum króna í árslok. Af þeim eru 38% í banda- ríkjadölum, 31% í þýskum mörkum, 16% í fmnskum mörkum. 5,2 í ECU, 3,4 í SDR og 6,2 í íslenskum krónum. „í fyrsta sinn var veltufé jákvætt sem nemur 10,8 milljónum króna, en í fyrra voru 14 milljónir greiddar í reksturinn," sagði Einar. „Þetta sýnir að afkoman 1987 var jákvæð vegna fastgengisstefn- unnar. Afkoman 1988 er hins vegar neikvæð vegna gengisbreytinga, að mestu leyti vegna hækkunar doll- ars. Hver gengisbreytingarprósenta kostar okkur nú 5 milljónir króna. Þótt rekstrarkostnaður hafi stað- ið í stað á milli ára í 30% verðbólgu og við höfum getað ríflega tvöfald- að rekstrarafgang, hefur fjár- magnskostnaður á sama tíma hækkað um 85 milljónir króna. Rekstur verksmiðjunnar hefur í raun gengið mun betur en 1987. Það eru því einvörðungu utanað- komandi aðstæður sem valda því að tapið verður jafn mikið og raun ber vitni. Það er Ijóst að ef svona heldur áfram í mörg ár í röð, þolir verksmiðjan það ekki og sjálfsagt ekkert fyrirtæki í landinu," sagði Einar. Halldór Kristjánsson er áfram formaður stjómar Steinullarverk- smiðjunnar hf., en hann er fulltrúi iðnaðarráðherra í stjóminni. Ámi Guðmundsson framkvæmdastjóri Skjaldar hf. er varaformaður, Ólaf- ur Friðriksson framkvæmdastjóri verslunardeildar Sambandsins er ritari. Aðrir stjómarmenn em Stef- án Guðmundsson alþingismaður, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, Bragi Skúlason full- trúi fjármálaráðherra og Kaj West- eren fulltrúi fmnskra eigenda. Úr stjóminni gengu Lára M. Ragnarsdóttir og Snorri Egilsson. Morgunblaðið/Sigrún Sigfusdóttir Mæðgurnar Margrét Ásgeirs- dóttir og Ásta Sóley Sölvadóttir í hlutverkum bakaranna í barna- leikritinu Dýrin í Hálsaskógi. Hveragerði: Leikfélagið fer til Noregs Hveragerði. LEIKFÉLAG Hveragerðis vinnur nú af kappi við undirbúning að leikför til Noregs. Leikfélagið hef- ur á undanfömum vikum haldið 22 sýningar á hinu vinsæla baraa- leikriti Thorbjöras Egners Dýrin í Hálsaskógi. Metaðsókn hefur verið að sýning- unum. Félagið heimsótti nýlega Hafnarfjörð og hélt þar fjórar sýn- ingar og verður sýnt þar aftur laug- ardaginn 20. og sunnudaginn 21. maí nk.. Leikstjóri sýninganna er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Leikfélagið hélt nýlega aðalfúnd og kom þar m.a. fram að fjárhagsleg afkoma félagsins hefur stórlega batnað á síðasta leikári, en hún hef- ur oft verið erfið á undanfömum árum, má það þakka komu Dýranna í Hálsaskógi. Á aðalfundinum var kosin ný stjóm en hana skipa þessir menn: Gísli Garðarsson formaður, Valdimar Ingi Guðmundsson gjaldkeri, Edda Wíum ritari og meðstjómendur Berg- lind Elvarsdóttir og Ágústa Ævars- dóttir. Að sögn formannsins er þetta sér- lega góður og sarnheldinn hópur og þó aldursmunurinn sé 48 ár á yngsta og elsta þátttakandanum er ekkert kynslóðabil. í leikfélaginu geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. » — Sigrún Skuldir Álafoss lækkaðar úr tveimur milljörðum í einn MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Álafoss hf.: „Fjárhagsstaða Álafoss hf., stærstu ullarvörufyrirtækis þjóðar- innar, hefur verið endurreist í kjölfar einna umfangsmestu aðgerða sem framkvæmdar hafa verið á fjár- hagsstöðu innlends fyrirtækis. Með hlutafláraukningu, skuldbreytingum, sölu fasteigna, lánalengingum og fleiri samræmdum fjárhagslegum aðgerðum, hefur skuldum að upphæð um 1000 milljónir króna verið létt af fyrirtækinu, en heildarskuldir voru orðnar um 2000 milljónir króna fyrir breytingu. Nýi Álafoss hf. var stofnaður um áramótin 1987 og 1988 með samruna Iðnaðardeildar sambandsins og gamla Álafoss hf., en fyrirtækið starfrækir verksmiðjur á Akureyri, í Mosfellsbæ og Hveragerði og veitir um 500 manns atvinnu. Eigendur Álafoss hf. eru Framkvæmdasjóður og Samband ísl. samvinnufélaga. Samruninn fylgdi í kjölfar fram- leiðslu- og markaðserfiðleika gömlu ullarvörufyrirtækjanna, þegar ljóst var orðið að annað hvort legðist ullar- vöruframleiðsia niður hérlendis eða nauðsynlegt væri að styrkja undir- stöðurnar með umtalsverðri rekstrar- hagræðingu og stækkun framleiðslu- eininga. Við stofnun hins nýja fyrir- tækis hófst vel skipulögð endurskipu- lagning á öllum rekstri, með samriina framleiðsludeilda, fækkun starfs- fólks, aukinni hagræðingu og mark- vissri enduruppbyggingu sölu- og markaðsmála á hefðbundnum mörk- uðum í Austur- og Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Þegar líða tók á sl. ár, varð stjórn og forráðamönnum Álafoss hf. ljóst að enduruppbygging hins nýja fyrir- tækis myndi steyta á skeri fjárskulda þess, sem rekja mátti að langmestu leyti til gömlu fyrirtækjanna og þeirrar staðreyndar að erfitt reyndist að selja ýmsar eignir félagsins með þeim hætti sem ráð var fyrir gert í byrjun. Skuldimar voru orðnar of viðamiklar og ef ekki tækist með einhverjum aðgerðum að minnka þær umtalsvert stefndi í greiðsluþrot fyr- irtækisins, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir ullariðnaðinn. Það var álit þeirra aðila, sem hér eiga hlut að máli, að fyrirtækið gæti ráð- ið við um 100 milljón króna skulda- stöðu, en heildarskuldir voru um 2.000 millj. kr. Augljóslega þurfti að finna leiðir til að helminga skuld- irnar, en slíkt gat því aðeins gerst að eigendur og lánardrottnar legðust á eitt við að koma fjárhagsstöðunni í viðunandi horf. Lánardrottnar ósk- uðu eftir tillögum og samræmdu átaki í þessu efni. Um sl. áramót hafði bankastjóm Landsbanka íslands fmmkvæði að því að skipaður var þriggja manna starfshópur á vegum lánardrottna til að kanna alla valkosti og koma með tillögur til lausnar vandanum. í vinnuhópnum em Jón Atli Krist- jánsson fyrir Landsbankann, Guð- mundur Tómasson, fyrir Iðnþróunar- sjóð og Stefán Melsteð fýrir Iðn- lánasjóð. Umræddir fulltrúar, sem unnu mjög náið með forsvarsmönn- um Álafoss hf., lögðu í lok janúar sl. fram tillögur, er miðuðu að því að minnka greiðslubyrðina með, eins og fyrr getur, aukningu hlutafjár, sölu fasteigna og annarra eigna, lánalengingum og breytingu lausa- skulda í löng lán. Lánardrottnar tóku vel þeim hug- myndum, sem fram em settar í að- gerðaáætluninni, en þær hafa verið mótaðar í samvinnu við Álafoss og em í stærstum dráttum, sem hér segir: A. Skuldir skyldu lækkaðar um því næst .............. 1.000 m.kr. 1. Hlutafé aukiðum ..... 300 m.kr. 2. Eigendur leystu til sín eignir í eigu félagsins ...... 220 m.kr. 3. Seldar yrðu eignir með samræmdu átaki eigenda og lánasjóða ........... 450 m.kr. B. Lausaskuldum yrði komið í skil með skuldbreytingu fyrir tilstilli Atvinnutryggingasjóðs og við- skiptabanka. C. Lánasjóðir skuldbreyttu lánum sínum og lengdu þau sem kostur væri. D. Ríkissjóður skapaði sömu skilyrði til handa ullariðnaði og annar útflutningsiðnaður hefur, ásamt því að styðja við bakið á markaðs- starfsemi erlendis. Ofangreindar aðgerðir og tillögur hafa verið samþykktar af öllum hlut- aðeigandi aðilum. Ef þessar breyt- ingar á fjárhagsstöðunni hefðu ekki náð fram að ganga, má fullvíst telja að loka hefði þurft fyrirtækinu og fjöldi fólks, sem vinnur hjá Álafossi hf. og öðrum aðilum sem þjóna ulla- riðnaðinum, misst atvinnu sína. Sú fjárhagslega endurskipulagning, sem hér um ræðir, tryggir rekstur fyrir- tækisins og samhliða framtíð íslensk ullariðnaðar. Með tilkomu umræddr- ar endurskipulagningar, geta forr- áðamenn Álafoss hf., ásamt starfs- fólki fyrirtækisins, einbeitt sér enn betur að framleiðslu og markaðsmál- um, sem liðið hafa fyrir óvissuástand undanfarins árs. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta verk af öllum aðilum og hafa Qöl- margir lagt hönd á plóginn. Meðal þeirra sem hafa lagt málinu ómælda Iiðveislu er Jón Sigurðsson, iðnaðar- ráðherra, bankastjórar Landsbanka Islands, stjórnir sjóða iðnaðarins og atvinnutiyggingasjóðs. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.