Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Jónína Ólafs- dóttír - Minning Fædd 20. ágúst 1892 Dáin 15. maí 1989 Jónína Ólafsdóttir á Hvamms- tanga er fallin frá í hárri elli. Hún ólst upp í munaðarleysi og fátækt, en tókst með ráðdeiíd og dugnaði að afla sér þeirrar menntunar sem henni stóð til boða og stofnaði ung heimili, sem stóð þó skemur en skyldi vegna ótímabærs fráfalls eig- ' inmannsins. Hún hélt ávallt fullri reisn, þótt Iífsbaráttan væri stund- um erfið. Flestir sem nú minnast hennar kynntust einstakri rausn hennar eftir að hún stofnaði heim- ili að nýju. Hún var jafnan veitandi en sjaldan þiggjandi. Sigríður Jóna eins og hún hét fullu nafni var dóttir hjónanna Kristínar Sveinsdóttur og Ólafs Sig- urðssonar bónda á Urðarbaki. Kristín dó er Jónína var sex ára gömul og hætti þá Ólafur búskap, en var í sjálfsmennsku á ýmsum bæjum. Jónína var áfram með föður sínum og föðurfólki, en fór ung að vinna fyrir sér eins og þá var títt. • Dýrunn, systir Jónínu, var eins árs er móðir þeirra lést, og ólst ekki upp með föður sínum. Hún giftist Rúneberg Ólafssyni og bjuggu þau á Kárdalstungu í Vatnsdal. Sonur þeirra er Ólafur, sem er upphafs- maður þess að hita vatn tii hús- hitunar með vatnsorku. Dýrunn lést sl. haust, en Rúneberg allmörgum árum áður. Laun vinnukvenna voru ekki há á fyrstu áratugum aldarinnar, en Jónínu tókst þó að kosta tveggja ára nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og einnig var hún við saumanám einn vetur. Hún var því vel menntuð eftir því sem stúlkur áttu kost á á þeim tíma. Jónína giftist árið 1915 Valdimar syni Baldvins Eggertssonar bónda og fræðimanns í Helguhvammi og Þorbjargar Jónsdóttur frá Syðsta- hvammi. Valdimar hafði stundað búnaðamám í Ólafsdal og í Dalnum í. Danmörku og fékkst m.a. við plægingar á sumrin en kennslu á vetrum. Ungu hjónin hófu búskap í Grafarholti 1916, en búskapurinn varð skammvinnur, Valdimar veikt- ist af krabbameini og dó sumarið 1919. Hann hafði leitað lækninga á Sauðárkróki hjá Jónasi Kristjáns- syni. Þegar í Ijós kom að um ólækn- andi sjúkdóm var að ræða, braust Jónína um hávetur með tvo fylgdar- menn að sælq'a hinn fársjúka mann á hestasleða. Hefur Halldóra Krist- insdóttir skrásett frásögn af þeirri ferð og birtist hún í ársritinu Hún- vetningur árið 1980. Jónína og Valdimar eignuðust tvær dætur, Þorbjörgu, f. 13. júlí 1916, og meybam andvana fætt. Þorbjörg lést fyrir 4 ámm. Jónína stóð nú í svipuðum spomm og fað- ir hennar tveimur áratugum fyrr. Þær mæðgur nutu nú þess frá hve traustu heimili Valdimar var. Var Þorbjörg að mestu í Helguhvammi til 12 ára aldurs hjá afa sínum og seinni konu hans, Vigdísi Jónsdótt- ur, Mátti hún heita uppeldissystir þriggja dætra þeirra. í Helgu- hvammi vom ýmsar listir í heiðri hafðar, bókmenntir, söngur og hannyrðir. Baldvin fékkst við skrift- ir og hafa m.a. varðveist dagbækur hans, sem em einkum veðurfarslýs- ingar, og frásöguþáttur af Jóhanni Halldórssyni refaskyttu, móður- bróður hans. Jónína vann fyrir sér í kaupa- vinnu og fleira á sumrin og við pijónaskap á vetmm og var þá sam- vistum við dóttur sína eftir því sem kostur var. Gat hún þess oft, að hún hefði jafnan kynnt sér áður en hún réð sig í vistir, hvort þar væri nógur matur og hvort þar væm blautar engjar. Frá 12 ára aldri fylgdi Þorbjörg móður sinni. Árið 1938 giftist Jónína Guð- mundi kaupmanni á Hvammstanga, syni Gunnars Kristóferssonar kaup- manns frá Valdarási. Systkini hans vom Kristín Gunnarsdóttir á Auð- unnarstöðum og Halldór Gunnars- son kaupmaður í Reykjavík. Jónína hafði nú eignast eigið heimili á ný. Þótt ekki væri nema tvennt í heim- ili og húsakynni fremur þröng eftir því sem nú þykir, var mikið umleik- is. Mörgum þeim sem áttu erindi við Guðmund var boðið í mat og kaffi. Kunningjar þeirra vom marg- ir auk nánasta skylduliðs. Guð- mundur lést árið 1964, en Jónína hélt áfram fullri reisn fram undir nírætt, en síðustu árin dvaldist hún á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Árið eftir að Jónína giftist að nýju, giftist Þorbjörg dóttir hennar Guðmundi B. Jóhannssyni á Þor- grímsstöðum á Vatnsnesi. Varð nú lengra á milli þeirra mæðgna en áður, en Jónína lét sér alla tíð mjög annt um dóttur sína og heimili hennar, en hún átti 6 börn sem upp komust. Og þá nutum við tengda- synir og dætur Þorbjargar ekki síður umhyggju og dugnaðar Jónínu. Þorgrímsstaðaheimilið var nokk- uð fjarri alfaraleið, en einangmn var því víðsfjarri. Guðmundur bóndi var að upplagi hinn mesti heims- borgari og hafði ferðast víða um landið, og Þorbjörg flutti með sér menningu Helguhvammsheimilis- ins. Líkt og móður hennar var henni sýnt um að halda uppi reisn. Þegar tilefni gafst, skírn, ferming eða afmæli, kom fólkið úr sveitinni sam- an. Þar ríkti glaðværð og það var sungið og spilað. Ef tóm gafst, naut hin mikla og fagra rödd hús- móðurinnar sín vel í samsöngnum og meðal sveitunganna mátti fínna frábæra söngmenn. Oftast lék Jó- hannes Norland, Hanni í Vík, á orgelið. Jónína var traust og trygg við þá sem hún batt vináttu við. Hún leit ekki við nema vönduðum mun- um og má eiginlega segja að hið sama hafi átt við um mat hennar á fólki. Hún var smávaxin kona og beinvaxin, ákaflega kvik í hreyfing- um og dugleg að hvaðá verki sem hún gekk, enda buðust henni ávallt nægar vistir. Hún var húsbónda- holl og reglusöm, en stjómsöm og ákveðin ef því var að skipta. Stefnu- festu hennar má m.a. marka af því, að henni tókst að komast í skóla á æskuárunum. Annað dæmi er, að þegar allt úr búi þeira Valdi- mars hafði verið selt á uppboði og innkoman látin ganga upp í sjúkra- húskostnaðinn en dugði ekki til, þá stefndi hún ákveðið að því að greiða allar skuldir og næsta markmið var að kaupa prjónavél. Pijónavélin sú varð hennar atvinnutæki um ára- tugaskeið, og fram á níræðisaldur var hún enn að grípa í pijónavélina og pijóna eina eða tvær flíkur að afloknum öðmm störfum dagsins. Þessa naut fjölskylda hennar og ýmsir aðrir, því að hún leit á slíka vinnu sem sjálfsagða greiðasemi við fólk. Hólmgeir Björnsson Þann 15. maí sl. lést langamma mín, Jónína Ólafsdóttir, á Sjúkra- húsinu á Hvammstanga. Langar mig að minnast hennar í örfáum orðum. Langamma bjó á Hvammstanga. Eftir að afi og amma brugðu búi á Þorgrímsstöðum og fluttu til Hvammstanga var ég svo heppin að gista hjá langömmu í hverri norðurferð sökum plássleysis hjá afa og ömmu. Að vísu leit ég, 10 ára þá, á þetta sem bjarnargreiða í byijun en langamma var mjög skemmtileg og þessi tilskipun í upp- hafi varð að fastri venju sem ég sjaldan brá út af síðar. Þessar gistinætur mínar hjá langömmu gáfu mér tækifæri til þess að kynnast henni nánar. Ung missti hún móður sína og flæktist á milli bæja með föður sínum. Eins og fleiri börn um aldamótin gætti hún túnanna á nóttunni, stundum var þoka og beigur í barninu. Síðar var hún í vinnumennsku á ýmsum bæjum. Þungbærast hlýtur það þó að hafa verið henni að missa mann- inn sinn eftir stutt hjónaband og með þriggja ára dóttur þeirra. Tæp- um tveimur áratugum síðar giftist langamma aftur og lifði hún líka seinni mann sinn. Dóttir langömmu, amma mín, var henni alla tíð mjög kær og jafnvel þótt hún væri komin hátt á níræðis- aldurinn fannst henni sér sífellt bera skylda til að gæta þess að amma ofreyndi sig ekki og var stöð- ugt að hjálpa til. Langamma var mjög virðuleg kona. Hún var tággrönn, teinrétt og óvenju létt á sér. Hún var alltaf snyrtileg til fara og man ég ekki til að hafa séð hana úfna eða illa til hafða. Þetta átti líka við um heimili hennar. Hjá henni átti hver hlutur sinn stað og hann hélt sig þar nema hann væri í notkun. Hún fór afskaplega vel með alla hluti, til dæmis er saumavélin hennar enn í góðu ástandi þótt um sextugt sé. Langamma var óþreytandi að leggja mér lífsreglurnar. Þó var það einkum tvennt sem þurfti að varast í heimi hér: naut og karlmenn. Þeg- ar ég hélt til útlanda í fyrsta skipti á eigin vegum bætti hún því þriðja við: slöngum. Annars var hún engin nöldurskjóða og eitt bannaði hún mér að segja: „Ég nenni ekki.. Það held ég að lýsi henni mjög vel því ekki var hún löt manneskja. Þótt nú sé söknuður og tregi ofarlega í huga er langamma eflaust hvíldinni fegin eftir ára- langa veru á Sjúkrahúsi Hvamms- tanga. Minningin um skemmtilega og fallega, gamla konu lifir. Þorbjörg Hólmgeirsdóttir t Ástkaer eiginmaður minn, MAGNÚS V. STEFÁNSSON, lést í Glasgow 18. maí. Fyrir hörid barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Gróa Guðbjörnsdóttir. t JÓN J. SÍMONARSON, deildarstjóri, Stangarholti 32, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum 18. maí. Fyrir hönd aöstandenda, Guðrún Þorsteinsdóttir. t Móðir okkar, INGIBJÖRG ELÍASDÓTTIR, Heima'andi, Grindavfk, andaðist í sjúkrahúsinu Keflavík, 18. maí sl. Elfas Guðmundsson, Guðjón Guömundsson. t Móðir mín, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, Þverá, Öngulsstaðahreppi, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrarfimmtudaginn 18. maí. Fyrir hönd aöstandenda, Jón Árnason. t Eiginkona mín, rríóðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA SIGURMUNDSDÓTTIR, andaöist í Borgarspítalanum miðvikudaginn 17. maí. Jarðarförin hefur verið ákveðin föstudaginn 26. maí kl. 15.00 frá Langholtskirkju. Ámundi Jóhannsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRfÐUR MARÍA GUÐSTEINSDÓTTIR, Laugavegi 34, lést í Landspítalanum 18. maí. Guðbjörg Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Gylfi Eyjólfsson, Þórður Þorgeirsson, Inga M. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR frá Ólafsfirði, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð Gunnhildur Viktorsdóttir, Geir Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, t KRISTJÁN LUNDBERG, rafvirkjameistari, Neskaupstað, lést 18. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Þorsteinn Kristjánsson, Sigurbergur Kristjánsson, Jóhann Sigurður Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Rauðalæk 9, lést að morgni 19. maí í London. Friðjón Þórðarson, Sigurður Rúnar Friöjónsson, Guðborg Tryggvadóttir, Þórður Friðjónsson, Þrúður G. Haraldsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Margrét Lísa Steingrímsdóttir, Lýður Árni Friðjónsson, Ásta Pétursdóttir, Steinunn Kristfn Friðjónsdóttir, Árni M. Mathiesen og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.