Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Verðmætí i~ækju- og hörpudisk- afurða námu 4.630 milljónum Var 9,5% af sjávarvöruframleiðslunni 1988 eftir Lárus Jónsson Þessar greinar eru því enn þrátt fyrir verulegan andbyr á síðastliðn- um tveim árum í flokki mikilvæg- ustu útflutningsgreina þjóðarinnar. í því sambandi má geta þess að á síðastliðnu ári nam framleiðsla allra loðnuafurða um 4.000 millj. króna. Verð á frosinni rækju og hörpu- diski hækkaði gífurlega á árinu 1986. Síðan hefur verð fallið á þess- um afurðum. Verðfallið varð sneggra og fyrr á hörpudiski og hefur lækkað um nær helming frá árinu 1986 en verð á frystri skel- flettri rækju er nú um 40% lægra en þegar það var hæst 1986. Þegar þessi verðlækkun varð á hörpudiski tókst ekki að halda uppi verðjöfnun á þeirri afurð nema skamman tíma vegna fjárskorts. Þetta varð til þess að verð á hörpu- diski upp úr sjó lækkaði og veiðarn- ar drógust saman bæði árin 1987 og 1988. í rækjudeild Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins voru miklar inni- stæður, þegar verð á frystri skel- flettri rækju tók að lækka á mörk- uðunum 1987. Þrátt fyrir allmiklar greiðslur úr deildinni til verðjöfnun- ar síðan, eru innistæður þar um þessar mundir um 400 millj. króna. Verð á ferskri rækju hefur hækkað jafnvel meira en almennt fískverð. Sókn í rækjuna hefur því haldist. Metveiði var á úthafsrækju á árinu 1987 en skyndilega minnkaði veiðin vegna aflatregðu á árinu 1988 um 10.000 tonn eða tæp 30%. Fyrrgreindar samverkandi ástæður urðu til mikils samdráttar í framleiðslu rækju- og hörpudisk- afurða, en samt sem áður eru þess- ar greinar jafn ríkur þáttur í sjávar- vöruframleiðslunni og getið er hér að framan. Mikill hlutur rækju- og hörpudiskafurða Verðmæti framleiðslu rækju- og hörpudiskafurða varð mest bæði í krónutölu og hlutfallslega á árinu 1986. Þar kom fyrst og fremst til hátt verð og einnig mikil veiði og vinnsla. Þetta verðmæti nam um 7.100 millj. króna á árinu 1986 á verðlagi í byrjun yfírstandandi árs. Árið 1987 nam þetta verðmæti um 6.300 mill. króna og á síðasta ári um 5.000 millj. króna á því verðlagi. Sjá má hversu mikinn þátt rækju- og hörpudiskafurðir eiga í verð- mæti sjávarvöruframleiðslunnar í heild frá 1982, að hlutdeild var um 14% á árinu 1986 en er enn um 9,5% á árinu 1988 þrátt fyrir erfið- leikana. Á þessari mynd má sjá að hlutur þessara greina hefur vaxið ótrúlega á undanförnum árum. Engum blöð- um er um það að fletta að margir gera sér ekki grein fyrir þeirri stað- reynd og að enn eru þessar greinar svo mikilvægar þjóðarbúinu, sem raun ber vitni, þótt óneitanlega hafi blásið þar meira á móti en í sjávarútveginum almennt síðustu tvö árin. Veiðar og markaður fyrir hörpudisk Veiðar á hörpudiski hafa dregist saman á undanförnum árum. Sam- drátturinn hefur orðið mestur utan Breiðafjarðarsvæðisins. Þessi samdráttur veiðanna og verðlækkunin hefur óhjákvæmilega rýrt útflutningsverðmæti hörpu- disks frá því að vera um 550 milij. króna árið 1987 í um 250 millj. króna á síðastliðnu ári. (Verðlag í jan. 1989.) Markaður fyrir hörpudisk, eins og hann er unninn hér á landi, er fyrst og fremst í Bandaríkjunum. Á árinu 1987 var heildarframboð á hörpudiski um 65 milljónir enskra punda (lbs) á Bandaríkjamarkaði. Þar af framleiddu Bandaríkjamenn sjálfír 25 milljónir punda en inn- flutningur nam í heild um 40 millj- ónum punda. Langmest var flutt inn frá Kanada eða 15 milljónir punda og frá Panama 6 milljónir. Frá ís- landi voru flutt inn það ár rúmlega 3 milljónir punda eða um 4,6% af heildarframboði á markaðnum. Menn hafa reynt fyrir sér að selja hörpudisk í Austurlöndum fjær, t.d. á Taiwan. Reynslan verð- ur að skera úr um hvort þær tilraun- ir takast. Aðrir sérmarkaðir fyrir hörpu- disk, eins og í Frakklandi, byggjast á því að bjóða vöðvann úr hörpu- disknum ásamt hrognum. Það er á hinn bóginn dýrt að vinna hörpu- diskinn á þann veg. Þó þarf auðvit- að að kanna hvort þar eru markaðs- möguleikar. Rækjuveiðarnar 1988 - Aflasamdráttur olli sem nam milljarði minna afurðaverðmæti en 1987 Á árinu 1988 var í fyrsta sinn sett reglugerð um úthafsveiðar rækju. Þá var stefnt að 36.000 tonna heildarafla. Það var gert á grundvelli ört vaxandi afla undan- farin ár. Rithöfundasamband íslands: Stefan Hörður Grímsson kjörinn heiðursfélagi ÖLL forysta Rithöfiindasam- bands íslands var endurkjörin á aðalfundi sambandsins í lok april. Einar Kárason verður því for- maður þess áfram. Jafnframt var Stefán Hörður Grímsson, ljóð- skáld, kjörinn nýr heiðursfélagi. Á fundinum var 6 látinna félags- manna minnzt og innganga 19 nýrra félaga samþykkt og eru fé- lagsmenn nú 309. Á fundinum var farið yfir starfsemi Rithöfundasam- bandsins og gengið frá samningum. Einnig var rætt um ýmis önnur mál, og komu fram á fundinum áhyggjur félagsmanna vegna „til- hneiginga til ritskoðunar, sem gert hafa vart við sig hjá valdhöfum þessa lands á undanförnum árum“ og var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samlhjóða af því tilefni: „Aðalfundur Rithöfundasam- bandsins haldinn 29. apríl 1989 tekur undir kröfur um að 108. grein hegningarlaganna, sem kveður á um sérstök viðurlög og fangelsis- dóma vegna gagnrýni á störf opin- berra starfsmanna, verði breytt eða hún felld niður, enda telur fiindur- inn hana ekki samrýmast lýðræð- iskröfum um tjáningar- og rit- frelsi." Stjóm Rithöfundasambandsins skipa nú Einar Kárason, formaður, Steinunn Sigurðardóttir, varaform- aður, Ar.drés Indriðason, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þórarinn Eld- jám. Varamenn eru Sigurjón Birgir Sigurðsson og Vigdís Grímsdóttir. Verðmæti rækju og hörpudiskafurða í hlutfalli við sjávarvöruframleiðsluna í heild. Útflutningur é rækju i tonnum frá Islandi 1980 til 1988 14000x 19B0 1981 1982 19B3 19B4 19B5 19B8 19S7 19BB FRAMLEIÐSLA FROSINNAR SKELFLETTRAR RÆKJ0 - KALDSJÁVARREKJU - Á NORÐURLÖNDUM. ÁR FÆREYJAR ÍSLAND DANMÖRK GRÆNLAND NOREGUR ALLS 1985 0 6500 1000 6000 20000 33.000 1986 1200 8000 1000 7300 13500 32.000 1987 2000 8000 2000 8300 10500 31.800 1988 •> 6000 ? •> 12234 31.000? 1989 SPÁ 1200 5700 2500 7500 11.000 28.900 ATH: í SPÁNNI 1989 ERD 2000 TONN SEM ÁÆTLAÐ ER AÐ NORÐMENN OG DANIR PILLI AF RÚSSNESKRI RÆKJU. Framan af árinu 1988 var veiðin svipuð og fyrra ár, en þegar kom fram á aðalvertíðina, þ.e.a.s sumar- mánuðina, dróst veiðin verulega saman og varð heildarveiði úthafs- rækju skv. bráðabirgðatölum Fiski- félagsins um 25.000 tonn. Fiskifræðingar töldu orsök minnkandi veiði fyrst og fremst minnkandi veiði á sóknareiningu og hvöttu til varúðar í nýtingu rækju- stofnanna. Þeir lögðu til að veiðin yrði dregin saman og yrði miðað að því að veiða eins 23.000 tonn á yfírstandandi ári. Út frá þessu var gengið við úthlutun sjávarútvegs- ráðuneytisins á veiðiheimildum í ár. Þessi aflatregða í fyrra varð til þess að verðmæti rækjuafurða dróst saman um rúmlega einn milljarð króna milli áranna 1987 og 1988 metið á verðlagi í upphafi þessa árs. þ.e.a.s. minnkaði úr 5.765 í 4.728 millj. kr. (Verðlag í jan. 1989). Vegna minni veiðikvóta út- hafsrækju en á árinu 1988 er ljóst að enn dregur úr verðmæti rækjuaf- urða á yfirstandandi ári nema eitt- hvað óvænt gerist svo sem stór- hækkun á markaðsverði. Rækjumarkaðirnir Langmikilvægastu markaðir okkar Islendinga eru í Evrópu fyrir frysta skelfletta rækju en í Japan fyrir rælq'u í skel. í Bandaríkjunum fæst ekki samkeppnishæft verð fyr- ir þessa vöru a.m.k. síðustu ár þeg- ar gengi Bandaríkjadollars hefur verið óhagstætt, en þangað berst mikið magn frá þriðjaheimslöndum. Mest af því er hlýsjávarrækja, sem selst á miklu lægra verði en kald- sjávarrækjan. í Efnahagsbanda- lagslöndunum eykst neysla rækju jafnt og þétt. Talið er að á síðustu sex árum hafí neyslan á mann auk- ist úr 0,40 kg á mann í 0,50 kg. Rúmlega helmingur þeirrar rækju, sem flutt er inn til Efnahags- bandalagslandanna er kaldsjávar- rækja, sem veidd er í Norður-Atl- antshafi. Langmest er framboðið frá Norðurlöndum af skelflettri kaldsjávarrækju og ættu áhrif sölu- aðila þaðan að vera leiðandi þar á markaðinum. Þetta framboð hefur verið að minnka síðustu árin sbr. töflu nr. 1 og búist við að sú þróun haldi áfram i ár, þ.e.a.s. verði tæp 29.000 tonn í stað 33.000 tonna árið 1985. Mikil aukning útflutnings á óskelflettri rækju Rækja er sú fisktegund, sem er langmikilvægast í alþjóða viðskipt- um með sjávarafurðir. Hún er seld á margvíslegan máta, fersk eða fryst í heilu lagi, skelflett og fryst og einnig niðursoðin eða pækluð. Fram á síðustu ár hefur íslensk rækja fyrst og fremst verið seld skelflett og fryst eða niðursoðin. í kjölfar þess að frystiskipum hefur fjölgað, sem frysta rækjuna um borð hefur aukist að rækjan sé seld í skelinni, einkum á markaði í Jap- Lárus Jónsson an. Mjög gott verð fæst fyrir þá vöru og því er hér um hagstæða þróun að ræða að öðru leyti en því að rækjuverksmiðjur fá minna hrá- efni til vinnslu vegna þessa. Það bætist við vanda of margra verk- smiðja í landi, þegar veiðar dragast saman að auki. Aukin markaðshlutdeild hlýsjávarrækju Fyrir nokkrum árum var kald- sjávarrækjan að vinna sér aukinn markað í Evrópulöndum. Þegar verð á kaldsjávarrækju hækkaði svo mjög á árinu 1986, fór hlýsjávar- rækja frá Indlandshafi og veiði- svæðum nálægt miðbaug aftur að vinna sér aukna markaðshlutdeild og er þetta talin ástæða fyrir deyfð á markaðnum fyrir rækju frá Norð- urlöndum. Hlýsjávarrækja er bragðminni og litlaus en boðin á miklu lægra verði en kaldsjávarrækjan, sem teljast verður lúxusvara í samanburði við hina fyrmefndu fyrir þá sem þekkja til. Verðmunurinn hefur oft verið tvöfaldur, þ.e. kaldsjávarrækjan verið boðin á tvöfalt hærra verði eða jafnvel meira en hlýsjávarrækj- an. Auk þess er stóraukið framboð á heimsmarkaðnum af ræktaðri rækju, sem oftast er frá svipuðum slóðum og hlýsjávarrækjan. Þótt þessi vara hafi enn ekki haft mikil áhrif á Evrópumarkaðinn eru allir seljendur þessarar vöru sammála um að aukið framboð ræktaðrar rækju sé þróun, sem verði að taka tillit til næstu árin. Samvinna Norðurlanda um átak í kaldsjávarrækju? Þessi nýju viðhorf um sókn hlý- sjávarrækju og jafnvel síðar rækt- aðrar rækju á Evrópumarkaði hafa valdið áhyggjum á Norðurlöndun- um. Kaldsjávarrækja er framleidd fyrst og fremst í Noregi, íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Dan- mörku, auk Kanada og Rússlands. Framboð frá þessum löndum hefur minnkað ár frá ári. Þetta hefur staf- að mest af aflabresti hjá Norðmönn- um. Samt sem áður hefur verð sveiflast til og lækkað eftir að bú- ast hefði mátt við jafnvægi upp úr miðju ári 1987. Hugmyndir hafa komið fram um samstarf Norðurlanda í því efni að kynna kaupendum á Evrópumark- aði kosti kaldsjávarrækju fram yfír aðrar tegundir. Þetta yrði fyrst og fremst í formi þess að koma sér saman um merki sem greindi kald- sjávarrækju frá öðrum rækjuteg- undum og því fylgt eftir með aug- lýsingum um gæði kaldsjávarrækju sem lúxusvöru. Þessar hugmyndir hafa verið ræddar á vegum Norðurlandaráðs og í hópi sjávarútvegsráðherra frá Norðurlöndum, sem hittust á fundi hér í Reykjavík fyrir nokkru. Grænlendingar munu hafa lagt fram tillögu á þessum fundi um að Norðurlandaþjóðir tækju upp sam- vinnu á þessu sviði. Hér hefur verið hreyft athyglisverðu máli um raun- hæft samstarf Norðurlandaþjóða í markaðsmálum, sem íslendingar hljóta að fylgjast vel með á næst- unni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisks- framleiðenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.