Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAI 1989 ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson messar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Sigríð- ur Jónsdóttir. Þriðjudag: Bæna- guðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Félagsstarf aldraðra miðvikudag kl. 13.30-17. Eldri borgarar á Seldarnarnesi koma í heimsókn. Sr. Olafur Skúlason. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Jónas Þórir. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Grímur Grímsson predikar og þjónar fyr- iraltari. Félag fyrrverandi sóknar- presta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónustan fellur niður vegna ferðalags starfsfólks kirkjunnar. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Sr. Cecil Haralds- son. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Þriðjudag: Biblíu- lestur fyrir aldraða kl. 14. Sam- verustund með kaffi og meðlæti á eftir. Fimmtudag: Almenn sam- koma hjá ungu fólki með hlutverk kl. 20.30. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Matur seldur eftir messu. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. Guðspjall dagsins: Jóh. 3.: Kristur og Nikódemus KÓPAVOGSKIRKJA: Messa í Kópavogskirkju kl. 11. (Altaris- ganga.) Næstkomandi þriðju- dagskvöld verður samvera sam- starfshópsins um Sorg og sorg- arviðbrögð í safnaðarheimilinu Borgum kl. 20-22. Allir velkomn- ir. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIKRJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Hestamenn koma á gæðingum sínum til messunnar. Ræðu flytur Þorgeir Ingvason, frkvstj. Fáks. Lesarar: Gunnar Eyjólfsson og Klemens Jónsson, leikarar. Listamenn úr röðum hestamenna sjá um tónlistar- flutning ásamt kór Langholts- kirkju. Prestur Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Máltíð hestamanna að messu lokinni. Sóknarnefndin. LAUGARNESSÓKN: Kirkjan er lokuð vegna viðgerða. Safnaðar- fólki er bent á helgihaldið í Ás- kirkju. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Fé- lagar í Æskulýðsfélagi Neskirkju taka þátt í messunni og selja létt- ar kaffiveitingar að henni lokinni. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sr. Ólafur Jóhannsson. Mið- vikudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Ferð í Skálholt 28. maí. Nánari upplýs- ingar og innritun hjá kirkjuverði í síðasta lagi 23. maí. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn Bjarnason frá Skotlandi predikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Aðalsafn- aðarfundur Seljasafnaðar er að lokinni guðsþjónustu. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sighvat- ur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Þessi messa er stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14, rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. I maímán- uði er lesin Rósakransbæn fyrir lágmessuna kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Lág- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJÁN Fíad- elfía: Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Hafliði Kristins- son. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Sam Daniel Glad. KFUM OG KFUIC Samkoma á Amtmannsstíg kl. 16.30. — Fjöl- skyldusamkoma — uppskeru- hátíð deildarstarfsins. Ræðu- maður Friðrik Hilmarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Útisamkoma kl. 16 á Lækjartorgi ef veður leyfir. Hermannasamkoma kl. 17.30. Vakningarsamkoma kl. 20.30. Major Njáll Djurhuus frá Noregi talar Hersöngsveitin syngur. NÝJA Postulakirkjan: Messa kl. 11 að Háaleitisbraut 58. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa á Mosfelii kl. 11. Sr. Birg- ir A<;npirQQnn GARÐAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 sem er í tengslum við fræðsluátak safnaðarins á dagvistunarstofnunum. Fræðslu- stjóri kirkjunnar, sr. Bernharður Guðmundsson, flytur ávarp. Hel- len Helgadóttir flytur frásögn og leiðir börn í söng. Foreldrar og börn þeirra eru sérstaklega boð- in velkomin. Prestarnir. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. H AFN ARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an tíma. Organisti Helgi Braga- son. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl 8 GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Ath. breyttan tíma. Mess- an verður tekin upp af Útvarpinu og verður send út síðar. Alla þriðjudaga er bænasamkoma kl. 20.30. KAPELLAN Hafnargötu 71, Keflavík: Messur sunnudaga kl. 16. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Eldri borgarar úr Kópavogi koma í heimsókn. Mánud. 21. jan.: Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 18.30, beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Halldórsson. SVIPMYNDIR UR BORGIIMIMI / ólafur ormsson „Mínnir mig stundum á sápuóperumar“ Menn og dýr og fuglar himins bíða þess að senn taki gróður jarð- ar að skarta sínu fegursta að lokn- um löngum vetri, snjóþungum og erfiðum í bæjum og sveitum lands- ins. Augnabliks hundslappadrífa með tilheyrandi snjókomu eða slyddu af og til breytir því ekki að samkvæmt almanakinu er nú komið sumar. ' Og líkt og farfuglarnir færa sig um set og fjölmenna frá meginlandi Evrópu hingað á norðlægar slóðir þar sem allra veðra er von, þá er hreyfing á mannfólkinu. Karl J. Lillendhal klæðskeri lætur ekki augnabliks erfíðleika hefta för, er að flytja starfsemi sína yfir í Kópa- voginn og Kjölur sf. sem lengi hef- ur verið til húsa á homi Klapp- arstígs og Hverfisgötu hefur fundið framtíðarsetur í Armúla 30, enda mun ekki af veita í vaxandi umsvif- um og aukinni þjónustu við við- skiptavini, þar er allt til sem þarf á nútímaheimilið, heimilistæki, þvottavélar, ísskápar, eldhúsinn- réttingar. Ég drakk kaffi um daginn í Nýja kökuhúsinu með félaga sem þá var einmitt í verkfalli. Hann er meðlim- ur í BHMR, Bandalagi háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. Mér er nokkuð sama um kjara- bætur og aukinn kaupmátt. Ég vil aftur vera viss um að ég fái gott sumar, sagði hann og hrærði sykri út í kaffið. BHMR gerir svo miklar kröfur, sýnist mér um bætt lífskjör og allan aðbúnað, að ekki kæmi mér á óvart að inni í þeirra kröfugerð væri einn- ig krafa um að ríkið gangi svo frá málum að félagar í bandalaginu fái að minnsta sólskin annan hvem dag í sumar, sagði ég og hellti kaffi í bolla. Þeir eru nú í svolítið erfíðri stöðu félagarnir á jarðskjálftadeild Veð- urstofunnar. Það gengur tæplega að heimta mun meira en aðrir fá. Ögmundur og félagar sætta sig við níu til tíu prósent kauphækkun á samningstímabilinu, sagði félagi minn og sötraði úr kaffibolla. Nú. Hveijir em þessir félagar á jarðskjálftadeild Veðurstofunnar? spurði ég og þóttist ekki hafa hug- mynd um hvað maðurinn var að fara. Kjarabaráttu háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna er stjórnað frá þeim bækistöðvum. „Ragnar skjálfti" er hugmyndafræðingurinn og Páll Halldórsson formaður er vopnabróðir hans úr samtökum troskyista á íslandi. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa svo hreinræktaða byltingarmenn við stjórnborðið, sagði kunningi minn, félagi í Bandalagi háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna, og þegar hann var kominn inn á þessa bylgju- lengd þá taldi ég réttast að skipta snarlega um umræðuefni, félagi minn er nefnilega einn þeirra sem missir næstum stjórn á sér þegar talið berst að þeim róttæku og bylt- ingarsinnuðu í þjóðfélaginu og kommúnista hatar hann meira en pestina. Þá gekk líka um húsakynni Nýja kökuhússins Halldór Blöndal alþingismaður. Kom frá bókabúð ísafoldar og gekk yfir í Nýja köku- húsið í ljósum sumarfrakka, gekk sperrtur um sali eins og sá sem veit að Flokkurinn verður ekki mik- ið lengur úti í kuldanum og að senn vorar í íslenskum stjórnmálum. Ekki að vita nema Halldór Blöndal hefði blandað sér í umræðurnar hefði hann heyrt félaga minn tjá sig um kommúnistana í verkalýðs- hreyfingunni. Og þegar Halldór lok- aði á eftir sér útidyrahurðinni og hélt yfir Austurvöll að Landsíma- húsinu, þá var félagi minn allt í einu kominn yfir í annað umræðu- efni. í alvöru talað, Ólafur, íslenskt þjóðfélag minnir mig stundum á sápuóperurnar í sjónvarpinu og á Stöð 2. Hvað segirðu? Það er nú varla svo djúpt sokkið að það minni þig á sápuóperurnar, sagði ég og sótti handa okkur báðum að afgreiðslu- borðinu tvö rúnstykki með smjöri og osti. Þetta er allt saman fært upp í eins konar farsa í fréttatímum sjón- varpsstöðvanna og allt meira eða minna á neikvæðan hátt. Þarna koma þeir fram í misstórum hlut- verkum, mest áberandi auðvitað alþingismenn og ráðherrar og nú forystumenn launþegasamtakanna. Maður opnar ekki svo fyrir fréttirn- ar á Stöð 2 eða í ríkissjónvarpinu að þeir séu ekki að glenna sig yfir skerminn, sagði kunningi minn þeg- ar ég kom aftur að börðinu með rúnstykkin, ostinn og smjörið. Þú hefur greinilega allt á hornum þér. Hvað hefurðu verið lengi í verk- falli? spurði ég. Síðan á fimmtudaginn í síðustu viku, fjóra daga og er orðinn hund- leiður, sagði kunningi minn og smurði vandlega rúnstykkið. Og engar horfur eru á því að verkfallið sé að leysast? spurði ég. Það gæti komið fram sáttatillaga fyrir helgi sem myndi þá höggva á hnútinn og maður fær þá kannski lyst á helgarsteikinni, annars ekki, svaraði kunningi minn, félagi í Bandalagi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna og bætti síðan við þeg- ar hann hafði sett ostinn á rún- stykkið. Ég ætla bara að vona það, ég ætla ekki að fara að leggja það fyrir mig að hanga inná kaffihúsum alla daga. Það getið þið, skáldin, sem þurfið aldrei að dýfa hendi í kalt vatn. Nei, það þýðir ekki að bjóða mér svoleiðis nokkuð, nei ekki manni með fjögurra ára há- skólanám að baki, auk þess hef ég ekki efni á því að vera I löngu verk- falli. Er að kaupa fimm herbergja íbúð á besta stað í bænum, undirrit- aði kaupsamninginn í gærdag og má engan veginn við því að lenda í verkfalli dögum saman. Aldrei að vita hvað því dettur í hug þessu fólki sem hefur gengið í skóla Leons Trotskys, sá skóli getur héðan af ekki útskrifað nemendur við íslenskar aðstæður á ofanverðri tuttugustu öldinni, sagði hann og hámaði síðan I sig rúnstykkið líkt og hann hefði ekki bragðað matar- bita vikum saman ... 20% VERÐIÆKKUN Eldhúsinnréttingar Baðherbergisinnréttingai Fataskápar Sýningarsalur opinn: Mánudaga-föstudaga frá kl. 09.00-12.30 og 13.30-18.00 Laugardaga frá kl. 11.00-16.00 Sunnudaga frá kl. 13.00-16.00 Innréttingar 2000 hf., Síðumúla 32, sími 680624.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.