Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
55
Um sum-
ardag
Til Velvakanda.
í dag eru nokkrar vikur liðnar
af sumri og nýtur margur þess að
vera til í sumarblíðunni enda þótt
stundum sé dálítið skýjað og súld
öðru hvoru. Það er gott fýrir allan
gróður, gott fýrir fólk, og er því í
rauninni besta veður. Bæjarbragur-
inn er samur við sig, sem venja er
til á þessum árstíma, sem gefur
gott fyrirheit um gróskuríkan gróð-
ur seinna í sumar er sól skín í
heiði. Sumarsvölur koma frá suð-
lægum löndum og skilja eftir fögur
sumarstef sín í minningunni. Ég er
einn á ferð og nýt þess að vera til,
er mér berst til eyma frá opnum
glugga brot fagurs verks gamals
meistara, spilað áheyrilega af snill-
ingshöndum. Ég staldra við og heyri
að þetta fagra verk minnir á nýbyij-
að sumar með öllum sínum
krafteindum og fyrirheitum er
stuðla að hamingju og velferð alls
er lifir og andar. Sérhver urt er guð
hefur skapað, af sinni margslungnu
snilli, svo og allar þær fögru smáelf-
ur sem renna í sumarbirtunni frá
hulduheimum út í lífríkt hafið. Ég
er einn á ferð, nýt þess að vera til,
þegar ég heyri síðustu tóna þessa
verks en því lýkur með fögru enda-
stefi. Þá brýst sólin fram úr sumar-
skýjunum. Það er sem sterkir sól-
geislamir breyti öllu og styrki allt
í umhverfinu sem gleður augað og
gefur lífinu gildi, og kryddar síðustu
tóna þessa meistaraverks þeirri
dulúð og tign sem seint gleymist.
Er ég hverf heimleiðis að nýju þá
finn ég að þetta sumar mun eiga
sér ótalmargar óskastundir íjöl-
margra ungra elskenda og líf og
list er gerir lífið allt um kring bjart,
fagurt og ógleymanlegt.
Gunnar Sverrisson
Forðist allan óþarfa hávaða, þar sem hestamenn em á ferð. Akið
aldrei svo nærri hesti að hætta sé á að hann fælist, og láti ekki
að stjóm knapans.
Öllum þeim, er sýndu mér hlýhug á afmœlis-
degi mínum 10. maí sl. og gerðu mér daginn
minnisstœðan, þakka ég heilshugar. Gœfan
fylgi ykkur.
Gísli Eiríksson,
Bogahlíð 20.
11989 útgólan a| mest lesnu bóh
landsins er komin út
Nú getur þú fengið símaskrána Að öðru leyti tekur símaskráin gildi 28.
innbundna fyrir aðeins 150 kr. aukagjald. maí næstkomandi.
Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist.
Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum
um land allt gegn afhendingarseðlum, sem
póstlagðir hafa verið til símnotenda.
, Öll símanúmer á svæði 95 breytast í tengslum
| við útgáfu skrárinnar og verða þær auglýstar
s nánar þegar að þeim kemur.
PÓSTUR OG SÍMI
Við spörum þér sporitt
Bestu þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu
mig með veru sinnu, blómum og gjöfum á
nírœðis afmœlinu.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Híramsdóttir,
Sólvangi, Hafnarfirði.
I
Garðborð
„Klappstólar“
Nviar vörur daglega
Þekking - Reynsla - Þjonusta
Opíð til kl. 2 í dag (laugardag)
I
HAFNARSTRÆTI21 - ÁRMULA42
Fundur á vegum
Samtaka sveitarfélaga
á höfðuborgarsvæðinu um
atvinnuástandið á
höfuðborgarsvæðinu
á Hótel Borg þriðjudaginn 23. maí kl. 17.15.
Ræðumenn verða:
Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur,
flytur ávarp í upphafi fundar.
Gunnar J. Friðriksson,
formaður Vinnuveitendasambands íslands:
„Atvinnumál og afkoma fyrirtækja"
Örn Friðriksson, varaforseti Alþýðusambands íslands:
„Atvinnumál og verkalýðshreyfing"
Jón Sigurðsson,
forstjóri íslenska járnbiendifélagsins, Grundartanga:
„Ný verksvið fyrir íslenska járnblendifélagið"
Ágúst Einarsson,
forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík hf:
„Utgerð og fiskvinnsla í Reykjavík“
Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis:
„Sveiflujöfnun í atvinnulífinu"
Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands:
„Efnahagsástand og atvinnuhorfur“
Fundinn setur Lilja Hallgrímsdóttir,
formaður Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu.
Fundarstjóri verður Jóna Gróa
Sigurðardóttir, formaður
atvinnumálanefndar SSH.
Fundarritari Jónas Egilsson
framkvæmdastjóri SSH.
Gunnar J. Friðriksson
Ágúst Einarsson
Lilja Hallgrímsdóttir
Jóna G. Sigurðardóttir
Jónas Egilsson
Örn Friðriksson
Jón Sigurðsson
Jóhann Bergþórsson
Vilhjálmur Egilsson