Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
35
Ríkissjóður tekur 682 m.kr. af vegafé 1989:
Stefhir í mikla skatta-
hækkun í benzínverði
- segir minnihluti flárveitinganeftidar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samtaka um kvennalista og Borgara-
flokks í Qárveitinganefnd Alþingis setja fram í nefindaráliti um vegaá-
ætlun 1989—92 harða gagnrýni á vinnubrögð meirihluta nefiidarinn-
ar sem og fyrirhugaða hækkun benzíngjalds í ár og 682 m.kr. töku
ríkissjóðs af vegafé.
í nefndaráliti Pálma Jónssonar
(S/Nv), Egils Jónssonar (S/Al),
Olafs Þ. Guðbjartssonar (B/Sl) og
Málmfríðar Sigurðardóttur
(Kvl/Ne) segir m.a.:
„Tillaga þessi um nýja vegaáætl-
un hefur tekið nokkrum breytingum
til bóta í meðferð fjárveitinganefnd-
ar. Eigi að síður er hún gagnrýns-
verð.
í fyrsta lagi stendur óhaggað
að 682 m.kr. af vegafé ársins 1989
Stefán Guð-
mundsson (F/Nv):
„Vopna-
hlé til
haustsins“
Stefán Guðmundsson, þing-
maður Framsóknarflokks, sagði
i þingræðu rétt fyrir samþykkt
húsbréfafrumvarpsins, að það
væri meingallað. Um vinnu-
brögð, sem lúta að meðferð frum-
varpsins, sagði hann: „Frum-
varpið kom til þessarar deildar
í gær og okkar er ætlað að af-
greiða það í dag. Þetta eru ekki
vinnubrögð sem mér eru að
skapi, svo iant, langt í frá.“
Stefán sagðist
furða sig á því að
félagsmálaráð-
herra vilji knýja
þetta frumvarp
gegn um þingið í
andstöðu við ASÍ
og meirihluta
stjómar Hús-
næðisstofnunar Stefán Guðmundsson
ríkisins. „Ég verð
einnig að harma það,“ sagði þing-
maðurinn, „að í þessu frumvarpi
skuli tekin upp sú stefna að mis-
muna fólki eftir búsetu með láns-
upphæðum."
I lok ræðu sinnar sagði þingmað-
urinn:
„Hér hafa menn samið að mér
skilst um ákveðið vopnahlé í þessu
máli, en það skal ég segja ... að
það vopnahlé stendur ekki lengur
en til haustsins frá mér.“
Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk)
túlkaði þessi ummæli svo að vopna-
hlé þingmannsins spannaði afstöðu
hans til ríkisstjómarinnar í heild.
Þeirri túlkun var ekki mótmælt.
em teknar í ríkissjóð. Þessu mót-
mælum við fulltrúar stjómarand-
stöðuflokkanna og lýsum þeirri
skoðun að verkefni í vegagerð á
Islandi séu svo brýn og þýðingar-
mikil að nauðsynlegt sé að Vega-
gerðin haldi öllum lögboðnum tekju-
stofnum.
í annan stað er gert ráð fyrir
nýjum verðlagsforsendum þannig
að vegagerðarvísitala hækki á milli
áranna 1988 og 1989 um 22,9%
og frá 1989 til 1990 um 19%. Þessu
fylgir t.d. að tillagan er byggð á
því að benzíngjald hækki á næstu
dögum um 1,25 kr. og verði 17,59
í stað 12,50 kr. á síðasta ári og á
næsta ári verði benzíngjald að með-
altali 22,14 kr. Hér sem annars
staðar þar sem ríkissjómin og liðs-
menn hennar leggja hönd að verki,
er um gríðarlega skattahækkun að
ræða.
í þriðja lagi vantar enn um 90
m.kr. á þessu ári til Ólafsfjarðar-
múla sem upplýsingar vom gefnar
um að fjármálaráðherra ætlaði sér
að afla með nýjum fjáraukalögum
og væntanlega sköttum á næsta
haustþingi.
í fjórða lagi er talið að enn vanti
60—70 m.kr. til vetrarviðhalds og
snjómoksturs á þessu ári sem veltur
þó án efa á snjóalögum í haust og
fyrri hluta vetrar. Ætlun ríkis-
stjórnarinnar er sögð vera sú að
hækka benzíngjaldið til að mæta
þessum halla síðari hluta ársins
eftir því sem þörf krefur".
Lagst á mál stjórnarandstöðu:
„Troðið á þingræðinu“
- sagði Matthías Bjarnason
Matthías Bjarnason (S/Vf) sakaði formann félagsmálanefiidar neðri
deildar og stjórnarliðið um það að leggjast á mál stjórnarandstöðu-
þingmanna, svo þau fái ekki þinglega afgreiðslu. Hann sagði að fé-
lagsmálanefiid hefði afgreitt frá sér fjölda firumvarpa, sem flutt hafi
verið mánuðum síðar en frumvarp hans og Pálma Jónssonar tU breyt-
inga á lögum um Húsnæðistofiiun (49. mál þingsins). Það hafi verið
lagt fram í byijun nóvember liðins árs. Hér er verið að troða á þing-
ræðinu, sagði Matthías.
Matthías sagði að frumvarp landsbyggðarþingmenn í stjórnar-
þeirra Pálma þjónaði ekki sízt liðinu létu hafa sig í að hindra þing-
landsbyggðinni. Furðu gegndi að lega meðferð slíks frumvaps. Þá
Stjórnarfrumvarp um framhaldsskóla:
Réttarstöðu kennara breytt
- segja Birgir ísl. Gunnarsson og Ragnhildur Helgadóttir
í nefndaráliti Birgis ísl. Gunnarssonar og Ragnhildar Helgadóttur
um stjórnarfirumvarp um framhaldsskóla segir að frumvarpið stefhi
í að breyta réttarstöðu kennara án nokkurs samráðs við samtök
þeirra.
1 nefndarálitin segir m.a. orðrétt:
„Frumvarpið kom seint fram og
hefur ekki hlotið þá faglegu um-
fjöllun í nefnd sem nauðsynleg er.
Nefndin [menntamálanefnd neðri
deildar] fjallaði um málið á einum
fundi sem stóð í rúman klukkutíma.
Enginn fulltrúi kennara hefur fjall-
að um málið og sagt álit sitt á því
og er þó ljóst að með frumvarpinu
er verið að breyta verulega réttar-
stöðu kennara að því er snertir
ráðningu þeirra. Stefnt er að því
að fella niður setningu í störf og
gera skipun að undantekningu.
Aðalreglan verði hinsvegar ráðning,
en samkvæmt stjómarfarsrétti er
það mun laustengdara sambandi
milli ríkis og starfsmanna en skipun
og jafnvel setning. Það er vítavert
að slík grundvallarbreyting sé sam-
þykkt án nokkurs samráðs við sam-
tök kennara. Þá hefur komið fram
að Samband íslenzkra sveitarfélaga
hefur lýst andstöðu við 4. gr. frum-
varpsins".
sagði Matthías að forsetar ættu að
víta formenn þingnefnda, sem
hefðu slíkt vinnulag sem þetta.
Kjartan Jóhannsson, forseti
deildarinnar, sagði það meginreglu
að nefndir ættu að taka afstöðu til
mála, sem til þeirra væri vísað, og
senda viðkomandi þingdeild nefnd-
arálit.
Jón Sæmundur Siguijónsson,
formaður viðkomandi þingnefndar,
sagði hana hafa fjallað um tvö önn-
ur veigamikil frumvörp um hús-
næðismál, sem verið hefðu megin-
verkefni nefndarinnar. Hann sagð-
ist hafa boðið Matthíasi að afgreiða
frumvarp hans úr nefnd með tillögu
um að vísa því til ríkisstjómarinn-
ar. Það boð hafi ekki verið þegið.
Matthías Á. Mathiesen (S/Rn)
sagði afgreiðslu á þingmálum
stjómarandstöðu með .eindæmum.
Asakanir þingmanns Vestfirðinga
væm fyllilega réttmætar. Hann
sagðist hafa í höndum lista yfir 20
tillögur til þingsályktunar, sem
flutningsmenn hafí ekki enn fengið
að mæla fyrir og komið að þing-
lausnum.
Þingmaðurinn sagði að hugsan-
lega þyrftu þingmenn að knýja inn
í þigsköp ákvæði er tryggi betur
þinglega meðferð mála, sem þing-
menn flytji.
8umarhú$
í sérf lokki
TRONUHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI
Okkur hjó Tronsit hf. er sönn ónægja aó tilkynno yður að ó
30 óra afmæli fyrirtækis okkor bjóðum við til sblu i fyrsta
skipti mjög traust, hlý og vbnduð (heilsórs) sumarhús, sem
við erum afskaplego stoltir af.
Fróbært hugvit (innlent og erlent) svo og alúð hefur ein-
kennt olla hönnun og smíði ó þessum húsum. Húsin eru hlý,
enda er 4 tommu einongrun i öllum útveggjum og
6 tommu einangrun i gólfi og lofti.
TRANSIT HF. býður nú glæsilegt sumarhús af
GISELLA ÍSLAND gerð, sem er 48 fm að flatarmóliouk 22
fm svefnlofts eðo olls TO fm innanhúss.
Auk þess er yfirbyggð verönd 35 fm. Samtals eru þvi 105
<m undir þaki.
Við hönnun húsanna hefur hver þumlungur verið skoðaður
gaumgæfilego af fagmönnum og vegna hagstæðro viðskipto-
samninga okkar getum við haldið öllum kostnaði í olgjöru
lógmarki.
Verd á GISELLA ÍSLAND sumarhúsi
óuppsettu er frá kr. 1.210.OOO,-
Við munum á næstu dögum bjóða nokkur hús af
GISELLAISLAND gerð á einstöku kynningarverði, frá
aðeins kr. 1.079.000,-
Greiðslukjör eru frábær og erum vió mjög sveigjanlegir
í samningum.
Dæmi:
1) Við samning greiðist 15% at kaupverði.
2) Við athendingu greiðist 40% at kaupverði.
3) Ettirstöðvar greiðast síðan t.d. á 2 árum.
Ef þér viljið kynnost GISELLA ÍSLAND nánar þó verið velkomin
i Trönuhroun 8, Hafnarfirði, skoðið sýningorhús okkar staðsett
ó baklóð og fáið frekari upplýsingar.
SIVIVRIIIS ER EKKIBARA FJARLÆGER DRVIMUR
- ÞAD SANNA OKKAR VERD OG GREIDSLEKJÖR
Sjón er sögu ríkari.
IRANSIT Hr
TRÖNUHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652501