Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Um biðlaun al- þing'ismanna eftir Arnmund Backman Meginreglur um uppsagn- arfrest og biðlaun Flest íslenskt launafólk býr við þá einu atvinnutryggingu að eiga svokallaðan uppsagnarfrest úr starfí. Þeir sem eru ráðnir til ákveðins tíma eða ákveðins verk- efnis eiga ekki rétt á uppsagnar- fresti. Þetta gildir jafnt um al- menna vinnumarkaðinn og opin- bera starfsmenn upp til hópa. Al- gengasti uppsagnarfrestur hjá öll- um þorra launafólks eru þrír mán- uðir. Eðli uppsagnarfrests er að tryggja starfsmönnum ákveðinn lágmarksfyrirvara á uppsögn úr starfí, gefa þeim kost á að fá sér aðra vinnu til að framfleyta sér og sínum. Til þess nota menn upp- sagnarfrestinn. Missi starfsmaður vinnuna fyrirvaralaust af ástæðum sem hann ber ekki sök á sjálfur, verður atvinnurekandinn að bæta launþeganum tjónið með launum í uppsagnarfresti. Það er megin- regla hér á landi og studd fjölda dómafordæma að laun í uppsagn- arfresti eru skaðabætur í þeim skilningi að frá þeim dragast þau laun sem starfsmaðurinn kann að vinna fyrir annars staðar á tímabil- inu. Meginreglan er því sú að starfsmenn eiga að vera eins settir eftir sem áður meðan uppsagnar- fresturinn er að líða. Starfsmenn eiga því ekki að verða fyrir tjóni vegna ólögmætra uppsagna. Eng- inn þjónar tveim herrum. Launþeg- ar geta ekki að íslenskum rétti sent sama reikninginn til tveggja eða fleiri atvinnurekenda. Sérreglur um biðlaun opinberra starfsmanna Auk framangreindra reglna um uppsagnarfrest og skaðabætur vegna fyrirvaralausra uppsagna, gilda nokkrar sérreglur um biðlaun í opinberum störfum. Fyrst ber að nefna ákvæði laga nr. 38/1954 um biðlaun opinberra starfsmanna. Ef staða ríkisstarfsmanns er lögð nið- ur skal hann skv. lögunum að jafn- aði fá föst laun greidd í 6 eða 12 mánuði allt eftir starfsaldri, enda hafí hann þá ekki hafnað annarri sambærilegri stöðu á vegum ríkis- ins. Framangreind ákvæði eiga hins vegar aðeins við um það þegar staða opinbers starfsmanns er lögð niður. Þar af leiðandi gilda þau ekki þegar starfsmaður kýs að hætta sjálfur og ekki heldur þegar umsaminni ráðningu lýkur ða starfí er sagt upp með uppsagnar- fresti. í 29. gr. 1. nr. 92/1955 eru ákvæði um biðlaun ráðherra. Þar segir að maður sem hefur gegnt ráðherraembætti í tvö ár sam- fleytt, eigi rétt á biðlaunum ef hann lætur af starfí. Biðlaunin greiðast eftir ákveðnum reglum. Ennfremur segir í greininni: „Nú tekur sá,er biðlauna nýtur, stöðu í þjónustu ríkisins, og fellur þá niður greiðsla biðlauna, ef stöð- unni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunurinn til loka 6 mánaða tímans". í 1. nr. 26/1969 segir ennfrem- ur svo um biðlaun forseta íslands: „Sá sem kjörinn hefur verið til og gegnt hefur embætti forseta íslands á rétt til launa eins og þau eru ákeðin í 1. gr. laga um laun forseta íslands frá 6. mars 1964 í fyrstu 6 mánuði eftir að hann lætur af embætti. Nú tekur hann við stöðu í þjónustu ríkisins og fellur þá niður þessi launagreiðsla, ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunur- inn til loka 6 mánaða tímans". Skv. framansögðu byggja reglur laga um biðlaunarétt í opinberu starfi á sama bótasjónarmiði og meginregla íslensks réttar um upp- sagnarfrest, þ.e. að fírra menn tjóni vegna fyrirvaralítilla breyt- inga á störfum en koma jafnframt í veg fyrir að menn hagnist á breyt- ingunni. Allir opinberir starfs- menn, fyrrverandi ráðherrar og forseti íslands missa réttinn til bið- launa ef þeir hverfa til annarra starfa í þjónustu ríkisins. Um biðlaun alþingismanna Eins og kunnugt er hafa að undanfömu staðið yfír miklar um- ræður um biðlaun alþingismanna, mest vegna þess að gildandi lög um þau efni hafa verið túlkuð þannig og framkvæmd nýlega að hægt var að græða á þeim stórfé. Margir hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi og yfírleitt á þá leið að það sé með öllu siðlaust af alþingismönnum, sem láta af störfum, að gera kröfu til biðlauna úr opinberum sjóðum þegar þeir ráða sig í annað opinbert starf, sem gefur sambærilegar tekjur eða hærri. Alþingismenn sem geri slíkt, þiggi laun á tveim stöðum fyrir sama vinnudag. Þeir græði á regl- unni og njóti réttinda sem eru óeðlileg og í ósamræmi við íslen- Arnmundur Backman „Ef litið ertil orðalags- ins sjálfs er í fyrsta lagi ljóst að ekki er skylt að greiða alþingis- mönnum biðlaun. Þeir eiga rétt á biðlaunum skv. orðanna hljóðan og það veltur því á mati og siðferði hvers og eins hvort hann gerir kröfii til biðlauna.“ skar réttarreglur. Löglegt en sið- laust hafa menn sgt og hafa kennt löggjafanum um, enda virðist laga- textinn fortakslaus. Nú er það svo að lög verður að túlka. Löggjafínn getur ekki séð fyrir öll þau tilvik sem upp kunna að koma og ræður ekki við klók- indi eða útúrsnúninga. Lagatext- inn einn segir ekki allt og ef hann leiðir til óeðlilegrar niðurstöðu, sem er í ósamræmi við aðrar og sambærilegar réttarreglur, er sjálfsagt, eðlilegt og skylt að Er kennsla ábyrgð- arlaust starf? eftir Ágúst H. Bjarnason Stöku sinnum að undanfömu hef ég velt fyrir mér í hveiju sú ábyrgð er fólgin, sem ýmsir þegnar þjóð- félagsins hafa á hendi við störf sín. Víst er, að ábyrgð margra manna er mikil í daglegum störfum.* Á hinn bóginn er það æði mismunandi á hveiju menn bera ábyrgð og enn frekar kemur munur í ljós, þegar eitthvað fer úrskeiðis. Fari ný hrærivél úr lagi eru ráð- stafanir einfaldar, því að við ákvörðun á verði eru afföll ákveðinn hlutur. Þegar um líf og heilsu fólks er að ræða, horfir málið öðmvísi við. Mannslíf verða seint metin til fjár og mannskaði verður treglega bættur. Ýmsar starfsstéttir hafa komið því á þann veg, að við ákvörð- un launa er vegin og metin ábyrgð- in, sem starfínu fylgir. Fremst þar í flokki er hópur fólks, sem vinnur við heilsugæslu, en aðrir hafa líka róið á sömu mið með góðum ár- angri, eins og fluguumferðarstjór- ar. Þó er ekki til þess ætlast, að starfsfólkið greiði úr eigin sjóði, ef illa fer, en hins vegar er launaábót- in tæki til þess að fá traust fólk til starfa og virða ábyrgðina, sem því er lögð á herðar. Launaábót vegna ábyrgðar í starfí er því miður mjög misskipt. Það kemur til af mörgu, m.a. er erfítt að meta ábyrgð, en einnig hafa ýmsir hópar sótt harðar fram en aðrir og sumir aldrei fengið neitt. Allur samanburður er erfíður, en hvor ber nú meiri ábyrgð, yfír- læknir á elliheimili eða hópferðabíl- stjóri, sem ekur 40 bömum dag hvem, oft við erfiðar aðstæður á vetuma: Sé litið á launin ein er svarið ótvírætt en mér er ekki grun- laust um, að enn hafí ýmis störf ekki verið metin að verðleikum. Það er illt til þess að hugsa, ef til þarf stórslys á 50 ungmennum í hóp- ferðabíl, svo að menn ígrundi þessi mál af alvöm. Ábyrgð í samskiptum manna nær til miklu fleiri atriða en lífs og limu. Sumt af því ræddi Egill J. Stardal í ágætri grein hér í blaði á dögun- um. Þó að heilsutjón liggi ekki beint við, má fullyrða að kennarar í fram- haldsskólum hafa þurft að axla allmikla ábyrgð og jafnvel enn meiri en fulltrúar í menntamála- ráðuneyti gera sér grein fyrir. Æskufólk, nú sem ætíð áður, hefur margs að spyija, þegar það ræðir framtíðarstarf sitt og leitar margt til kennara. Hollráðir kennarar þurfa margs að gæta, því að það er ábyrgðarhluti að vísa fólki ákveð- inn veg. í annan stað verður kenn- ari að ábyrgjast það, að þau fræði, sem hann hefur á hendi, séu sem sönnust og réttust hveiju sinni og stuðli að farsæld og ávinningi fyrir nemendur. En lítum nánar á það atnði. í þau sextán ár, sem ég hef feng- ist við kennslu í framhaldsskóla, hefur hlutdeild ráðuneytis nánast engin verið í líf- og lífefnafræði. í mörg ár hefur bókakostur og önnur námsgögn verið í mjög miklum ólestri. Það litla, sem gert hefur verið, hafa hinir dugmeiri kennarar unnið sjálfír að loknum vinnudegi og sá tími er ómældur, sem farið hefur í að útbúa nauðsynlegustu kennslugögn. Það eina, sem ég minnist að frá ráðuneyti sé komið, er illa unninn bæklingur um eyðni, sem ber þess merki að starfsmenn ráðuneytis hafi miklu heldur haft eigið kynlíf í huga en venjulegra nemenda. Mér er óhætt að fullyrða, að námsefni í fleiri greinum væri nánast ekki neitt og allt hið ömur- legasta, ef kennarar hefðu ekki sjálfir tekið sig_ til í frítíma sínum og samið það. í það minnsta hafa yfírvöld fræðslumála lítið sem ekk- ert lagt þar af mörkum, sem hefur komið framhaldsskólum að notum. Ekki sakar að minna á, að við lof- orð ráðuneytis frá 1947 um bygg- ingu Náttúrufræðahúss hefur enn ekki verið staðið, en fátt annað yrði náttúrufræðakennslu jafnmikil Iyftistöng og vel búið safn. Nú stytt- ist óðum í hundraðasta afmælisdag Hins íslenzka náttúrufræðafélags og hlýtur sú stund að verða mennta- málaráðherra erfið, þegar efndirnar verða skoðaðar. Það er vert að minnast þess hér, að kennsla er miklu meira en yfír- heyrsla og upptalning á staðreynd- um. Samvera kennara og nemenda býður jafnoft upp á að leiðbeina, örva og hvetja til dáða, svo að nem- endur fínni sjálfa sig, öðlist styrk og þor til að takast á við verkefni. Kennari þarf líka með framsetningu sinni og persónulegri breytni að skapa jákvætt viðhorf til fræðanna. Oft virðist sem þetta gleymist, þeg- ar nærri jafnaldrar nemenda, reynslulausir stúdentar, eru ráðnir til kennslu. Þá er iðulega leitað umsagna kennara, þegar nemendur sækja um skólavist í öðrum löndum. Mætti segja mér, að kennarar séu eina starfsstéttin, sem gefur út „vott- orð“, oft í tugatali, án þess að fá fyrir þau greitt sérstaklega. Og miklu eru þau ítarlegri en læknis- vottorðin, sem kennurum berast í hendur frá nemendum og þeir greiða dijúgan skilding fyrir. Hér á undan var vikið að tveimur starfsstéttum, yfirlæknum og bílstjórum, sem búa við mjög ólík kjör. Þeim er þó eitt sameiginlegt: í þær stöður kemst enginn nema hann geti framvísað tilskildum próf- um. Öðru máli gegnir með kennara. Þar virðist unnt að troða inn nær hveijum sem er og leggur ráðuneyt- ið blessun sína þar yfir. Vissulega á andvaraleysi kennara hér sök á. Það er löngu kominn tími til að segja stopp og hvetja kennara til að hefja ekki störf að hausti, ef grípa á enn til þess ráðs að fylla stöður með ó- eða hálflærðu fólki. Að lokum býður stolt mitt mér að mótmæla þeim óhróðri almennt um kennara, að hinir hæfustu og dugmestu hafi yfirgefíð skólana á undanförnum árum. Ég leyfi mér að halda því fram, að enn sé kjarn- kanna vilja löggjafans þegar lögin voru sett, í þessu tilfelli, hvað vakti fyrir Alþingi þegar það setti lögin um biðlaun alþingismanna. Lögin og túlkun þeirra Gildandi ákvæði um biðlaun al- þingismanna eru þannig skv. 1. nr. 75/1980 með síðari breyting- um: „Alþingismaður, sem setið hefur á Alþingi eitt lq'örtímabil eða leng- ur, á rétt á biðlaunum, er hann hættir þingmennsku. Biðlaun jafn- há þingfararkaupi skv. 1. gr. skal greiða í 3 mánuði eftir eins kjörtímabils þingsetu en í 6 mán- uði eftir þingsetu í 10 ár eða leng- ur“. Og hvemig á að túlka þennan texta? Vakti það fyrir löggjafanum að greiða alþingismönnum biðlaun í 3 eða 6 mánuði alveg án tillits til þess hvort þeir urðu fyrir tjóni við það að missa opinbert starf eða fengju jafnvel nýja stöðu í þjón- ustu ríkisins, sem gaf sambærileg eða hærri laun en áður? Var það hugsanlegt að Alþingi vildi leggja annan skilning í orðið „biðlaun" alþingismanna en biðlaun ráðherra og forseta íslands? Og hvað þýðir orðið „biðlaun"? eru það laun sem greiðast í öllum tilfellum til al- þingismanna eða er það eðli bið- launa að greiðast meðan alþingis- menn bíða eftir nýju starfi? Ef litið er til orðalagsins sjálfs er í fyrsta lagi ljóst að ekki er skylt að greiða alþingismönnum biðlaun. Þeir eiga rétt á biðlaunum skv. orðanna hljóðan og það veltur því á mati og siðferði hvers og eins hvort hann gerir kröfu til bið- launa. Það virðist ljóst að alþingis- maður sem krefur ríkissjóð um biðlaun á sama tíma og hann tekur við annarri og betri stöðu í þjón- ustu ríkisins, hagnast á reglunni umfram aðra opinbera starfsmenn, ráðherra og forseta íslands. Hann notfærir sér orðalag laganna og tekur laun úr opinberum sjóði án vinnuframlags, hvað svo sem menn vilja kalla slíkt. En meira hangir á spýtunni. í greinargerð með frumvarpi lag- anna segir eftirfarandi: „Á síðasta þingi var þingfarar- „ Að lokum býður stolt mitt mér að mótmæla þeim óhróðri almennt um kennara, að hinir hæfustu og dugmestu hafi yfirgefíð skólana á undanförnum árum. Ég leyfi mér að halda því fram, að enn sé kjarn- inn eftir.“ inn eftir og að obbi kennara, sem ég þekki til, vinni störf sín af elju og samvizkusemi til jafns við aðra í þessu landi, svo að ekki sé meira sagt. Þeir, sem hafa hætt, eru menn, sem hafa ekki fest yndi við kennslu eins og gerist og gengur í öðrum störfum, svo og þeir sem þar hafa ekki átt heima. Það kann þó að vera stutt í að breyting verði hér á, því að gamlir kennarar hverfa smám saman úr starfí og erfítt verður að fá nýja fyrir það kaup, sem er í boði. Á stundum hvarflar það óneitanlega að manni, að stefnt sé að því leynt og ljóst, að innan fárra ára verði aðeins einn fastráð- inn kennari í hverri grein en stúd- entum í háskóla verði falin öll önn- ur „kennsla". Með því mætti ef til vill spara hinu opinbera nokkrar milljónir og veita stúdentum um leið laun í stað námslána. Hafa skal þó það í huga, að hér gildir hið sama og í allri annarri ræktun, að það sem menn uppskera er ávallt háð því, hvernig til er sáð. Höfundur er grasafræðingur en hefvrstarfað við kcnnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.