Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 11 Um menningar- magn og tónlistarlíf eftirBirgi ísleif Gunnarsson Þegar ríkissjónvarpið tók þá ákvörðun að hefja útsendingar á fimmtudögum sendi breska sjón- yarpið BBC sveit manna hingað til íslands til að gera sjónvarpsþátt um íslenskt menningarlíf. Einn sjónvarpslaus dagur í viku hafði vakið athygli í Bretlandi og sjálf- sagt víðar og nú átti að gera sjón- varpsþátt um hvaða áhrif það hefði á íslenska menningu og tungu að hefja sjónvarpssendingar á fimmtu- dögum. Eg var þá í menntamálaráðu- neytinu og þangað lagði hópurinn frá BBC leið sína til að hafa viðtal við ráðherrann um málið. Þau komu nánast beint af flugvellinum upp í ráðuneyti, vildu fá undirbúningsvið- tal fyrst, en síðan upptöku tveimur dögum síðar. í þessu fyrsta viðtali við þetta fólk fann ég að þau voru fyrirfram búin að gera sér ákveðnar hugmyndir um ísland og íslenska menningu. Hér stæði menningarlíf á brauðfótum, tungan væri á fall- andi fæti og einn sjónvarpsdagur í viðbót gæti riðið þessu öllu að fullu. Ég maldaði í móinn og reyndi að sýna fram á að íslensk menning stæði traustum fótum og þó að við þyrftum að gá að okkur, ekki síst varðandi íslenska tungu, þá myndi sjónvarp á fimmtudögum engin áhrif hafa. Hvatti ég þau til að nota tímann vel og kynna sér menn- ingarlíf á íslandi og menningar- neyslu. Tveim dögum síðar komu þau aftur og nú til að taka upp viðtalið. Ég fann strax að nú var komið annað hljóð í strokkinn. Þau voru undrandi yfir kraftmiklu menning- arlífi, t.d. fjölda leiksýninga, tón- leika og málverkasýninga og fjöl- breyttri bókaútgáfu. Viðtalið sner- ist því upp í skýringu á því, hvers vegna hér þrifist svo blómlegt menningarlíf hjá ekki stærri þjóð. Magn og gæði Nú segja magntölurnar ekki allt- af til um gæðin. Tölur um fjölda Birgir ísleifur Gunnarsson „Bygging tónlistarhúss er nauðsynleg tónlist- arlífi framtíðarinnar. Þar á að verða miðstöð tónlistarlífs, sem geti skapað tónleikagestum og listamönnum eðli- legt umhverfi.“ myndlistarsýninga eða tónleika segja ekki hversu góð myndlist eða góð tónlist er borin á borð og held- ur ekki hversu margir sækja þessa listviðburði. Magntölumar segja hins vegar að það er ótrúlega mik- ill fjöldi fólks sem fæst við listsköp- un af einhveiju tagi og það er ein- mitt úr slíkum jarðvegi sem afreks- verkin eru líkleg til að spretta. Það er þess vegna fróðlegt að huga dálítið betur að þessum magn- tölum. Tökum t.d. tónlistina. Að vísu liggja ekki fyrir neinar form- legar kannanir á fjölda tónleika, aðsókn eða fjárhagsafkomu. Tæm- andi upplýsingar eru því ekki fyrir hendi. Hins vegar er unnt að gera athuganir á einstökum mánuðum, t.d. með því að skoða auglýsingar og tilkynningar í dagblöðum. í sambandi við undirbúning að byggingu tónlistarhúss hefur að vísu verið gerð athugun sem sýndi að veturinn 1983—94 voru haldnir yfir 200 tónleikar á höfuðborgar- svæðinu og 80 óperusýningar. Taln- ingar í einstökum mánuðum sýna t.d. að í apríl 1987 voru haldnir hér 36 tónleikar af ýmsu tagi, í nóvem- ber 1987 34 tónleikar og í desem- ber 1987 27 tónleikar. Ekki virtist hafa orðið neinn samdráttur í þess- ari starfsemi, þannig að það má fullyrða að hér á höfuðborgarsvæð- inu séu yfir vetrarmánuðina haldnir um 30 tónleikar á mánuði. Þessar tölur bera vott um kraftmikið tón- listarlíf og ótrúlegur fjöldi fólks leggur á sig mikla vinnu og erfiði til að koma list sinni á framfæri. Tónlistarhús Aðstaðan er hins vegar ekki upp á marga físka. Tónleikar eru haldn- ir í kvikmyndahúsum, málverkasöl- um, matsölum, kirkjum, söfnum og í skólum. Á flestum þessum stöðum vantar mikið upp á hljómburð og aðbúnað fyrir tónlistarfólk og áheyrendur. Við eigum ekkert tón- listarhús. Það hlýtur að verða næsta stórverkefni okkar íslendinga á sviði menningarmála að byggja tón- listarhús. Bygging tónlistarhúss er nauð- synleg tónlistarlífi framtíðarinnar. Þar á að verða miðstöð tónlist- arlífs, sem geti skapað tónleika- gestum og listamönnum eðlilegt umhverfi. Tölurnar hér að framan sýna að umfang tónlistarlífs hér er orðið slíkt að biýn þörf er nú á slíku húsi. Ríkisvaldið verður að koma myndarlega inn í þá mynd, en undir- búningur er kominn af stað fyrir frumkvæði áhugasamra einstakl- inga. Höfundur er einn afalþingismönn- um SjálfstæðisQokksins í Reykjavík. Operusýn- ing nemenda Söngskólans NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík sýnir á morgun, sunnudaginn 21. maí, valda kafla úr óperunum Brúðkaupi Fígars- ós eftir Mozart og Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai, í ís- lensku óperunni. Helstu hlutverk í sýningunni syngja Aðalsteinn Einarsson, Anna Sigríður Helgadóttir, Harpa Harð- ardóttir, Heimir Wium, Inga J. Backman, Ingibjörg Marteinsdóttir, Kristinn Kristinsson, Loftur Erl- ingsson, Magnús Steinn Loftsson, Ragnar Davíðsson, Ragnheiður Hall, Sigurður S. Steingrímsson, Siguijón Jóhannesson og Þorleifur M. Magnússon, sem öll eru nemend- Söngvarar og stjórnendur. ur í óperudeild skólans. Leiktjöld, búningar og annar sviðsbúnaður er fenginn að láni hjá íslensku óperunni. Leikstjóri er Már Magnússon og tónlistarstjóri og undirleikari Catherine Williams. ORLOFSHÚS Á SPÁNI Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufegurðin er hvað mest á Spáni. Komið og kannið möguleikana á að eign- ast ykkar eigið einbýlishús sem staðsett er í afmörkuðu lúxus- hverfi LAS MIMOSAS. VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,- AFBORGUNARKJÖR. Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin er alla daga: Stórmarkaður, veitingastaðir, barir, næturklúbbar, diskótek, sundlaugar, tennis- og squashvellir, 18 holu golfvöllur, siglingaklúbbur, köfunarklúbbur o.m.fl. # Þið eruð velkomin á kynningarfund okkar á Laugavegi 18, laug- ardaginn 20. maí og sunnudaginn 21. maí frá kl. 11.00-16.00. Kynnisferð til Spánar 31. maí-7.júní. Örfá sæti laus. ORLOFSHÚS SF., Laugavegi 18, 101 Reykjavík, símar 91-17045 og 15945. Afmœlistilboð VIÐ ERUM 3JA ÁRA í tilefni af 3ja ára afmæli X & Z bjóðum við 25% afmælisafslátt næstu daga. Verslunin hefur á boðstólum barnafatnað í stærðum 0 - 14 ára og byggir eingöngu á eigin merkjum sem ma. eru: Pony, Königsmuhle, Overdress, John Slim, Balotta, Steilmann, Bopy, Caddy, Sonni o.fl. Barnaskór — Barnaföt PÓSTSENDUM SAMDÆGURS X & z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682 Biadid sem þú vaknar vió! DAIVICALL radiomidun Grandagaröi 9 101 Reykjavik • Sími (91) 622639 - 622640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.