Morgunblaðið - 20.05.1989, Page 11

Morgunblaðið - 20.05.1989, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 11 Um menningar- magn og tónlistarlíf eftirBirgi ísleif Gunnarsson Þegar ríkissjónvarpið tók þá ákvörðun að hefja útsendingar á fimmtudögum sendi breska sjón- yarpið BBC sveit manna hingað til íslands til að gera sjónvarpsþátt um íslenskt menningarlíf. Einn sjónvarpslaus dagur í viku hafði vakið athygli í Bretlandi og sjálf- sagt víðar og nú átti að gera sjón- varpsþátt um hvaða áhrif það hefði á íslenska menningu og tungu að hefja sjónvarpssendingar á fimmtu- dögum. Eg var þá í menntamálaráðu- neytinu og þangað lagði hópurinn frá BBC leið sína til að hafa viðtal við ráðherrann um málið. Þau komu nánast beint af flugvellinum upp í ráðuneyti, vildu fá undirbúningsvið- tal fyrst, en síðan upptöku tveimur dögum síðar. í þessu fyrsta viðtali við þetta fólk fann ég að þau voru fyrirfram búin að gera sér ákveðnar hugmyndir um ísland og íslenska menningu. Hér stæði menningarlíf á brauðfótum, tungan væri á fall- andi fæti og einn sjónvarpsdagur í viðbót gæti riðið þessu öllu að fullu. Ég maldaði í móinn og reyndi að sýna fram á að íslensk menning stæði traustum fótum og þó að við þyrftum að gá að okkur, ekki síst varðandi íslenska tungu, þá myndi sjónvarp á fimmtudögum engin áhrif hafa. Hvatti ég þau til að nota tímann vel og kynna sér menn- ingarlíf á íslandi og menningar- neyslu. Tveim dögum síðar komu þau aftur og nú til að taka upp viðtalið. Ég fann strax að nú var komið annað hljóð í strokkinn. Þau voru undrandi yfir kraftmiklu menning- arlífi, t.d. fjölda leiksýninga, tón- leika og málverkasýninga og fjöl- breyttri bókaútgáfu. Viðtalið sner- ist því upp í skýringu á því, hvers vegna hér þrifist svo blómlegt menningarlíf hjá ekki stærri þjóð. Magn og gæði Nú segja magntölurnar ekki allt- af til um gæðin. Tölur um fjölda Birgir ísleifur Gunnarsson „Bygging tónlistarhúss er nauðsynleg tónlist- arlífi framtíðarinnar. Þar á að verða miðstöð tónlistarlífs, sem geti skapað tónleikagestum og listamönnum eðli- legt umhverfi.“ myndlistarsýninga eða tónleika segja ekki hversu góð myndlist eða góð tónlist er borin á borð og held- ur ekki hversu margir sækja þessa listviðburði. Magntölumar segja hins vegar að það er ótrúlega mik- ill fjöldi fólks sem fæst við listsköp- un af einhveiju tagi og það er ein- mitt úr slíkum jarðvegi sem afreks- verkin eru líkleg til að spretta. Það er þess vegna fróðlegt að huga dálítið betur að þessum magn- tölum. Tökum t.d. tónlistina. Að vísu liggja ekki fyrir neinar form- legar kannanir á fjölda tónleika, aðsókn eða fjárhagsafkomu. Tæm- andi upplýsingar eru því ekki fyrir hendi. Hins vegar er unnt að gera athuganir á einstökum mánuðum, t.d. með því að skoða auglýsingar og tilkynningar í dagblöðum. í sambandi við undirbúning að byggingu tónlistarhúss hefur að vísu verið gerð athugun sem sýndi að veturinn 1983—94 voru haldnir yfir 200 tónleikar á höfuðborgar- svæðinu og 80 óperusýningar. Taln- ingar í einstökum mánuðum sýna t.d. að í apríl 1987 voru haldnir hér 36 tónleikar af ýmsu tagi, í nóvem- ber 1987 34 tónleikar og í desem- ber 1987 27 tónleikar. Ekki virtist hafa orðið neinn samdráttur í þess- ari starfsemi, þannig að það má fullyrða að hér á höfuðborgarsvæð- inu séu yfir vetrarmánuðina haldnir um 30 tónleikar á mánuði. Þessar tölur bera vott um kraftmikið tón- listarlíf og ótrúlegur fjöldi fólks leggur á sig mikla vinnu og erfiði til að koma list sinni á framfæri. Tónlistarhús Aðstaðan er hins vegar ekki upp á marga físka. Tónleikar eru haldn- ir í kvikmyndahúsum, málverkasöl- um, matsölum, kirkjum, söfnum og í skólum. Á flestum þessum stöðum vantar mikið upp á hljómburð og aðbúnað fyrir tónlistarfólk og áheyrendur. Við eigum ekkert tón- listarhús. Það hlýtur að verða næsta stórverkefni okkar íslendinga á sviði menningarmála að byggja tón- listarhús. Bygging tónlistarhúss er nauð- synleg tónlistarlífi framtíðarinnar. Þar á að verða miðstöð tónlist- arlífs, sem geti skapað tónleika- gestum og listamönnum eðlilegt umhverfi. Tölurnar hér að framan sýna að umfang tónlistarlífs hér er orðið slíkt að biýn þörf er nú á slíku húsi. Ríkisvaldið verður að koma myndarlega inn í þá mynd, en undir- búningur er kominn af stað fyrir frumkvæði áhugasamra einstakl- inga. Höfundur er einn afalþingismönn- um SjálfstæðisQokksins í Reykjavík. Operusýn- ing nemenda Söngskólans NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík sýnir á morgun, sunnudaginn 21. maí, valda kafla úr óperunum Brúðkaupi Fígars- ós eftir Mozart og Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai, í ís- lensku óperunni. Helstu hlutverk í sýningunni syngja Aðalsteinn Einarsson, Anna Sigríður Helgadóttir, Harpa Harð- ardóttir, Heimir Wium, Inga J. Backman, Ingibjörg Marteinsdóttir, Kristinn Kristinsson, Loftur Erl- ingsson, Magnús Steinn Loftsson, Ragnar Davíðsson, Ragnheiður Hall, Sigurður S. Steingrímsson, Siguijón Jóhannesson og Þorleifur M. Magnússon, sem öll eru nemend- Söngvarar og stjórnendur. ur í óperudeild skólans. Leiktjöld, búningar og annar sviðsbúnaður er fenginn að láni hjá íslensku óperunni. Leikstjóri er Már Magnússon og tónlistarstjóri og undirleikari Catherine Williams. ORLOFSHÚS Á SPÁNI Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufegurðin er hvað mest á Spáni. Komið og kannið möguleikana á að eign- ast ykkar eigið einbýlishús sem staðsett er í afmörkuðu lúxus- hverfi LAS MIMOSAS. VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,- AFBORGUNARKJÖR. Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin er alla daga: Stórmarkaður, veitingastaðir, barir, næturklúbbar, diskótek, sundlaugar, tennis- og squashvellir, 18 holu golfvöllur, siglingaklúbbur, köfunarklúbbur o.m.fl. # Þið eruð velkomin á kynningarfund okkar á Laugavegi 18, laug- ardaginn 20. maí og sunnudaginn 21. maí frá kl. 11.00-16.00. Kynnisferð til Spánar 31. maí-7.júní. Örfá sæti laus. ORLOFSHÚS SF., Laugavegi 18, 101 Reykjavík, símar 91-17045 og 15945. Afmœlistilboð VIÐ ERUM 3JA ÁRA í tilefni af 3ja ára afmæli X & Z bjóðum við 25% afmælisafslátt næstu daga. Verslunin hefur á boðstólum barnafatnað í stærðum 0 - 14 ára og byggir eingöngu á eigin merkjum sem ma. eru: Pony, Königsmuhle, Overdress, John Slim, Balotta, Steilmann, Bopy, Caddy, Sonni o.fl. Barnaskór — Barnaföt PÓSTSENDUM SAMDÆGURS X & z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682 Biadid sem þú vaknar vió! DAIVICALL radiomidun Grandagaröi 9 101 Reykjavik • Sími (91) 622639 - 622640

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.