Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Flugmenn: Samið um vinnu- tíma í Boeing 737 SAMKOMULAG hefur náðst um vinnutíma flugmanna á hinum nýju þotum Flugleiða. Aldís, fýrsta vél Flugleiða af nýju gerð- inni, var þvi tekin í notkun á ný í gær og fór þá fram æflngaflug. Utanríkisráðherra: Ræðu aðmír- áls mótmælt JÓN Baldvín Hannibalsson ut- anríkisráðherra skýrði frá þvi í kvöldfréttum Rikisútvarps i gær að hann hefði í gærmorgun kallað sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund og mótmælt, fyrir hönd rikis- stjórnarinnar, kveðjuræðu, sem Eric McVadon undirflotaforingi, fráfarandi yfirmaður Vamarliðs- ins á Keflavikurflugvelli, flutti á þriðjudag. Utanríkiráðherra vísaði meðal annars til fylgiskjals með vamar- samningi þjóðanna þar sem kveðið er á um að vamarliðsmenn hlutist ekki til um íslensk innanríkismál. Tíu íslenskar tílnefiiingar Átta islenskar sjónvarpsaugiýs- ingar og tvö tónlistarmyndbönd hlutu útnefningu á Nordfestival ’89, norrænu kvikmynda- og sjón- varpsauglýsingahátiðinni sem nú stendur yfir i Osló, en tilkynnt verður um úrslit i keppninni í dag, laugardag. Keppt er í 12 flokkum eftir mis- munandi neysluvörum og þjónustu og auk þess í fjórum sérflokkum. Alls bárust 556 myndir í keppnina, og af íslenskum framleiðendum hlaut Saga Film þrjár tilnefningar og Auk hf. tvær en íslenska auglýsingastof- an, Ydda og Argus eina hver. Frost Film átti bæði tónlistarmyndböndin. Veittar verða viðurkenningar fyrir athyglisverðustu auglýsingar í hveij- um flokki auk aðalverðlauna fyrir bestu auglýsinguna. Þá eru sérverð- laun fyrir bestu kvikmyndatökuna, bestu leikstjómina og bestu klipping- una og viðurkenning til þess aðila sem fær flest stig í keppninni I heild, en þá verður auglýsingafyrirtækið að hafa sent inn minnst 10 auglýs- ingar. í dag átti vélin að fara í áætlunar- flug til Kaupmannahafnar. „Þetta hefur þokast mjög ákveð- ið,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari í gærkvöldi um viðræður FÍA og Flugleiða, en eftir er að ná samkomulagi um heildar- kjarasamnng við flugmenn. Guð- laugur segir ekki mikið vera eftir og kvaðst vongóður um árangur, þegar rætt var við hann í gær- kvöldi. Samningafundur stóð þá yfir og bjóst Guðlaugur við að hann stæði fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Sverrir Frá fundi í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær, föstudag, þar sem nemendum skólans var skýrt frá þvi hvernig yfirstandandi önn verður lokið. Framhaldsskólarnir: Próf bæði í vor og haust Engin próf í Verslunarskólanum í 14 framhaldsskólum, sem Morgunblaðið hafði samband við, verða próf að öllum líkindum haldin bæði í vor og í haust. í Verslunar- skólanum verða hins vegar engin próf haldin en nemendur útskrif- aðir 26. maí, samkvæmt námsmati. Ekki liggur fyrir hvenær próf verða haldin í Menntaskólanum í Reykjavík. Guðni Guðmundsson, rektor skólans, lagði til á fundi með nemendum í gær, fostudag, að tekin yrðu stúdentspróf í þremur kjarnafögum hverrar deildar en í öðrum fögum réði námsmat. Nemendur gætu þó tekið próf ef þeir væru ósáttir við námsmatið. Nemendur reyndust hins veg- ar andvígir þessu. Guðni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann gæti ekkert sagt um málið að svo stöddu. í Iðnskólunum verða haldin próf, bæði í vor og í haust, að sögn Ing- vars Ásmundssonar skólastjóra. f Menntaskólanum við Hamrahlíð verður kennt í næstu viku. Próf hefjast 27. maí og prófað verður til 3. júní. Próf verða einnig haldin í haust og trúlega verður kennt í um hálfan mánuð fyrir haustprófin, að sögn Ömólfs Thorlacius rektors. í Menntaskólanum við Sund verða haldin próf f öllum bekkjum, bæði í vor og í haust. Nemendur geta hins vegar nýtt sér námsmat kennara til að sleppa við próf, full- nægi það skilyrðum um lágmarks- einkunn til stúdentsprófs eða flutn- ing milli bekkja. Öll endurtekning- argróf verða í haust. í Menntaskólanum í Kópavogi hefst kennsla í dag, að sögn Ing- ólfs A. Þorkelssonar skólameistara. Próf verða haldin frá 25. maí til 3. júní og stúdentar verða útskrifað- ir 9. júní. „Nauðsynlegt er að fresta einhveijum prófum til hausts og þá verða einnig haldin endurtekningar- próf,“ sagði Ingólfur. í Fjölbrautaskólanum Breiðholti hófst kennsla í öldungadeild í gær og þar hefst kennsla í dagskólanum í dag. Pröf hefjast 25. maí og stefnt er að útskrift 10. eða 11. júní, að sögn Kristínar Amalds skólameist- ara. Kristín sagði að próf hæfust aftur um miðjan ágúst og þá yrði trúlega prófað á kvöldin. í Fjölbrautaskólanum Armúla hófst kennsla í gær, föstudag. Þar verður prófað 24. maí til 2. júní og nemendur verða útskrifaðir 3. júní, að sögn Elísabetar Gunnarsdóttur aðstoðarskólameistara. í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hefst stoðkennsla í dag, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar skóla- meistara. Hann sagði að próf hæf- ust síðustu helgina í maí og þau síðustu yrðu haldin 1., 2. eða 3. júní. „Við ætlum að reyna að út- skrifa eins fljótt og hægt er eftir 3. júní,“ sagði Þorsteinn. í Fjölbrautaskóla Suðumesja hófst kennsla í dagskóla í gær, föstudag. í dagskólanum verða próf haldin 23. maí til 31. maí, að sögn Ægis Sigurðssonar aðstoðarskóla- meistara. „Það er stefnt að því að halda að minnsta kosti stöðupróf í haust," sagði Ægir. „Við höfum hins vegar hvatt útskriftamemend- ur til að taka próf núna en það er hugsanlegt að einhveijir þeirra út- skrifist í haust," sagði Ægir. í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefst kennsla í dag og próf verða haldin frá 27. maí til 3. júní, að sögn Örlygs Karlssonar skólameist- ara. Hann sagði að endurtekningar- próf yrðu í haust. „Nemendumir verða að öllum lfkindum útskrifaðir bæði í vor og í haust, hugsanlega 17. júní og f byijun september." í Menntaskólanum á Egilsstöð- um hefst kennsla í dag og kennt verður í fúnm daga. „Stefnt er að því að útskrifa nemendur 4. júní en það er fyrirsjáanlegt að það verð- ur hér kennsla og próf í haust,“ sagði Helgi Óraar Bragason aðstoð- arskólameistari. í Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki verða útskrifaðir stúdentar í dag, að sögn Jóns Hjartarsonar skólameistara. Jón sagði að prófað yrði í öllum áföngum f næstu viku en nemendum í sjálfsvald sett hvort þeir tækju próf í vor eða haust. Hann sagði að kennsla hæfist aftur 28. ágúst. Kennt yrði í hálfan mán- uð fyrir próf í haust og vorönn lyki 15. september næstkomandi. Einkunnarorð afmælishátíðarhalda Sjálfstæðisflokksins: „Bakhjarl og brautryðjandi 60 ára“ í Menntaskólanum á ísafirði hefst kennsla í dagskóla í dag. Próf verða haldin 29. maí til 9. júní og nemendur verða útskrifaðir 17. júní, að sögn Guðjóns Ólafssonar. í Fjölbrautaskóla Vesturlands hefst kennsla í dag og próf verða haldin frá 4. júní til 3. júní. Stefnt er að því að brautskrá nemendur 4. júní, að sögn Þóris Ólafssonar skólameistara. Hann sagði að nem- endum yrði einnig boðið upp á að taka próf í seinni hluta ágúst. Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar: Yfir 90% samþykktu samningana SAMNINGAR BHMR við ríki og Reykjavíkurborg voru sam- þykktir með rúmlega 92% at- kvæða á kjörfimdi í Félagi há- skólamenntaðra þjúkrunar- fræðinga í gær. Atkvæðagreiðslan var leynileg og í tvennu lagi. Annars vegar hjúkrunarfræðingar í þjónustu ríkisins, hins vegar í þjónustu Reylq'avíkurborgar. Hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu samþykktu samningana með 79 atkvæðum, átta sögðu nei. Á kjör- skrá voru 130. Hjúkrunarfræðingar hjá Reykjavíkurborg samþykktu ein- róma með 14 atkvæðum. 37 voru „ÞAÐ VERÐA stanslaus hátíðahöld í margar vikur,“ segir Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þann 25. maí næstkomandi verður Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára og var Kjartan inntur eftir þvi, hvernig haldið verði upp á þau tímamót. í tilefiii afmælisins notar flokkurinn nú sérstakt afmælismerki og hefúr valið afinælisárinu yfirskriftina: „Sjálfstæðisflokkurinn, bakþjarl og braut- ryðjandi, 60 ára.“ Hátíðahöldin heQast á afmælisdaginn og verður byijað með því að formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, og formað- ur Sambands ungra sjálfstæðismanna, Árni Sigfusson, fara með land- græðsluflugvél og dreifa fræi og áburði um Reykjanes. Land- græðsluátak ungra sjálfstæðismanna verður einmitt eitt stærsta verk- efnið í tilefni afinælisins og fer fram um land allt í sumar. Hátíðarsam- koma verður í Háskólabíói á afinælisdaginn og sunnudaginn 28. mai verður opnuð sögusýning í Valhöll í Reykjavík. „Það má segja, að þessa afmælis sé minnst með margvíslegum hætti,“ segir Kjartan. „Hér í Reykjavík verður haldin afmælis- hátíð fimmtudaginn 25. maí í Há- skólabíói og hefst klukkan fimm. Þar verður fjölbreytt dagskrá, ljóða- lestur, kórsöngur og einsöngur, ávörp verða flutt og Þorsteinn Páls- son, formaður flokksins, flytur ræðu. Sama kvöld er hóf sem sjálf- stæðisfélögin í Reykjavík efna til á Hótel Islandi. Aðalræðumaður þar verður Davíð Oddsson borgarstjóri og skemmtiatriði verða í höndum alþingismanna Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúa í Reykjavík, sfðan verður dans, glaumur og gleði. Þennan sama dag, 25. maí, verða síðan opin hús á átján stöðum á landinu, yfirleitt um kvöldið. Ekkert er á dagskrá á föstudeg- inum, en 27., á laugardaginn, verð- ur haldið það sem við höfum kallað hugmyndaþing, „Sjálfstæðisstefn- an og framtíðin," sem er á vegum framtíðamefndar flokksins. Þar tökum við upp það sem við höfum ekki gert áður, að erindi verða flutt og síðan koma umsagnaraðilar og gefa umsögn sína um erindin. Hug- myndaþingið verður í Valhöll. Næsta dag, sunnudaginn, verður opið hús héma í Valhöli, kaffíboð fýrir hvem sem koma vill frá klukk- an þrjú til sex. Þá verður jafnframt opnuð viðamikil sögusýning Sjálf- stæðisflokksins. Á þeirri sýningu verða heil reiðinnar býsn af stækk- uðum ljósmyndum úr sögu flokksins og allskonar myndir úr flokksstarfi og stjómmálalífi." Kjartan segir margt fleira vera í bígerð sem tengist afmælinu, auk þess sem þegar hefur verið gert. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið upp nýtt merki sem notað verður á afmælisárinu og Landssamband sjálfstæðiskvenna hefur látið búa til barmmerki af því. Fjáröflunar- átak er í gangi, svonefnt styrktar- mannakerfi og jafnhliða því sér- stakt átak til að fjölga félagsbundn- um flokksmönnum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn 5. - 8. október í haust og verður afmælisins minnst þar. Á lands- fundinum verður kynnt bók eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, „60 ára annáll Sjálfstæðisflokksins," tvö myndbönd era í vinnslu um Sjálfstæðisflokkinn og verða þau kynnt á landsfundinum. Þá hefur verið gefin út ný handbók Sjálf- stæðisflokksins með itarlegum upp- lýsingum um flokkinn og íslensk stjórnmál. / Samband ungra sjálfstæðis- manna verður með viðamikið land- græðsluátak í sumar í tilefni af- mælisins í samstarfí við sjálfstæðis- félög um land allt. Það átak fer af stað á afmælisdaginn með land- græðsluflugi formanna Sjálfstæðis- flokksins og SUS. á kjörskrá. Borgin geri upp eins og ríkið VIÐ undirritun kjarasamninga vlð BHMR hjá ríkissáttasemjara 18. mai 1989 létu fulltrúar Reykjavík- urborgar bóka eftirfarandi: „Greiðsla sérstakra bóta til þeirra, sem verið hafa í verkfalli er öldung- is óviðeigandi og ekki til eftir- breytni. Það er hinsvegar mat samn- inganefndar Reykjavíkurboigar að yfirstandandi kjaradeila verði ekki leyst gagnvart Reykjavíkurborg nema með sama hætti og gagnvart ríkinu og fallast undirritaðir því á, að gert verði upp af hálfu borgarinn- ar með sama hætti og hjá ríkinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.