Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
Flugmenn:
Samið um vinnu-
tíma í Boeing 737
SAMKOMULAG hefur náðst um
vinnutíma flugmanna á hinum
nýju þotum Flugleiða. Aldís,
fýrsta vél Flugleiða af nýju gerð-
inni, var þvi tekin í notkun á ný
í gær og fór þá fram æflngaflug.
Utanríkisráðherra:
Ræðu aðmír-
áls mótmælt
JÓN Baldvín Hannibalsson ut-
anríkisráðherra skýrði frá þvi í
kvöldfréttum Rikisútvarps i gær
að hann hefði í gærmorgun kallað
sendiherra Bandaríkjanna á sinn
fund og mótmælt, fyrir hönd rikis-
stjórnarinnar, kveðjuræðu, sem
Eric McVadon undirflotaforingi,
fráfarandi yfirmaður Vamarliðs-
ins á Keflavikurflugvelli, flutti á
þriðjudag.
Utanríkiráðherra vísaði meðal
annars til fylgiskjals með vamar-
samningi þjóðanna þar sem kveðið
er á um að vamarliðsmenn hlutist
ekki til um íslensk innanríkismál.
Tíu íslenskar
tílnefiiingar
Átta islenskar sjónvarpsaugiýs-
ingar og tvö tónlistarmyndbönd
hlutu útnefningu á Nordfestival
’89, norrænu kvikmynda- og sjón-
varpsauglýsingahátiðinni sem nú
stendur yfir i Osló, en tilkynnt
verður um úrslit i keppninni í
dag, laugardag.
Keppt er í 12 flokkum eftir mis-
munandi neysluvörum og þjónustu
og auk þess í fjórum sérflokkum.
Alls bárust 556 myndir í keppnina,
og af íslenskum framleiðendum hlaut
Saga Film þrjár tilnefningar og Auk
hf. tvær en íslenska auglýsingastof-
an, Ydda og Argus eina hver. Frost
Film átti bæði tónlistarmyndböndin.
Veittar verða viðurkenningar fyrir
athyglisverðustu auglýsingar í hveij-
um flokki auk aðalverðlauna fyrir
bestu auglýsinguna. Þá eru sérverð-
laun fyrir bestu kvikmyndatökuna,
bestu leikstjómina og bestu klipping-
una og viðurkenning til þess aðila
sem fær flest stig í keppninni I heild,
en þá verður auglýsingafyrirtækið
að hafa sent inn minnst 10 auglýs-
ingar.
í dag átti vélin að fara í áætlunar-
flug til Kaupmannahafnar.
„Þetta hefur þokast mjög ákveð-
ið,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson
ríkissáttasemjari í gærkvöldi um
viðræður FÍA og Flugleiða, en eftir
er að ná samkomulagi um heildar-
kjarasamnng við flugmenn. Guð-
laugur segir ekki mikið vera eftir
og kvaðst vongóður um árangur,
þegar rætt var við hann í gær-
kvöldi. Samningafundur stóð þá
yfir og bjóst Guðlaugur við að hann
stæði fram eftir nóttu.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá fundi í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær, föstudag, þar sem nemendum skólans var skýrt frá
þvi hvernig yfirstandandi önn verður lokið.
Framhaldsskólarnir:
Próf bæði í vor og haust
Engin próf í Verslunarskólanum
í 14 framhaldsskólum, sem Morgunblaðið hafði samband við, verða
próf að öllum líkindum haldin bæði í vor og í haust. í Verslunar-
skólanum verða hins vegar engin próf haldin en nemendur útskrif-
aðir 26. maí, samkvæmt námsmati. Ekki liggur fyrir hvenær próf
verða haldin í Menntaskólanum í Reykjavík. Guðni Guðmundsson,
rektor skólans, lagði til á fundi með nemendum í gær, fostudag,
að tekin yrðu stúdentspróf í þremur kjarnafögum hverrar deildar
en í öðrum fögum réði námsmat. Nemendur gætu þó tekið próf
ef þeir væru ósáttir við námsmatið. Nemendur reyndust hins veg-
ar andvígir þessu. Guðni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að hann gæti ekkert sagt um málið að svo stöddu.
í Iðnskólunum verða haldin próf,
bæði í vor og í haust, að sögn Ing-
vars Ásmundssonar skólastjóra.
f Menntaskólanum við Hamrahlíð
verður kennt í næstu viku. Próf
hefjast 27. maí og prófað verður
til 3. júní. Próf verða einnig haldin
í haust og trúlega verður kennt í
um hálfan mánuð fyrir haustprófin,
að sögn Ömólfs Thorlacius rektors.
í Menntaskólanum við Sund
verða haldin próf f öllum bekkjum,
bæði í vor og í haust. Nemendur
geta hins vegar nýtt sér námsmat
kennara til að sleppa við próf, full-
nægi það skilyrðum um lágmarks-
einkunn til stúdentsprófs eða flutn-
ing milli bekkja. Öll endurtekning-
argróf verða í haust.
í Menntaskólanum í Kópavogi
hefst kennsla í dag, að sögn Ing-
ólfs A. Þorkelssonar skólameistara.
Próf verða haldin frá 25. maí til
3. júní og stúdentar verða útskrifað-
ir 9. júní. „Nauðsynlegt er að fresta
einhveijum prófum til hausts og þá
verða einnig haldin endurtekningar-
próf,“ sagði Ingólfur.
í Fjölbrautaskólanum Breiðholti
hófst kennsla í öldungadeild í gær
og þar hefst kennsla í dagskólanum
í dag. Pröf hefjast 25. maí og stefnt
er að útskrift 10. eða 11. júní, að
sögn Kristínar Amalds skólameist-
ara. Kristín sagði að próf hæfust
aftur um miðjan ágúst og þá yrði
trúlega prófað á kvöldin.
í Fjölbrautaskólanum Armúla
hófst kennsla í gær, föstudag. Þar
verður prófað 24. maí til 2. júní og
nemendur verða útskrifaðir 3. júní,
að sögn Elísabetar Gunnarsdóttur
aðstoðarskólameistara.
í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
hefst stoðkennsla í dag, að sögn
Þorsteins Þorsteinssonar skóla-
meistara. Hann sagði að próf hæf-
ust síðustu helgina í maí og þau
síðustu yrðu haldin 1., 2. eða 3.
júní. „Við ætlum að reyna að út-
skrifa eins fljótt og hægt er eftir
3. júní,“ sagði Þorsteinn.
í Fjölbrautaskóla Suðumesja
hófst kennsla í dagskóla í gær,
föstudag. í dagskólanum verða próf
haldin 23. maí til 31. maí, að sögn
Ægis Sigurðssonar aðstoðarskóla-
meistara. „Það er stefnt að því að
halda að minnsta kosti stöðupróf í
haust," sagði Ægir. „Við höfum
hins vegar hvatt útskriftamemend-
ur til að taka próf núna en það er
hugsanlegt að einhveijir þeirra út-
skrifist í haust," sagði Ægir.
í Fjölbrautaskóla Suðurlands
hefst kennsla í dag og próf verða
haldin frá 27. maí til 3. júní, að
sögn Örlygs Karlssonar skólameist-
ara. Hann sagði að endurtekningar-
próf yrðu í haust. „Nemendumir
verða að öllum lfkindum útskrifaðir
bæði í vor og í haust, hugsanlega
17. júní og f byijun september."
í Menntaskólanum á Egilsstöð-
um hefst kennsla í dag og kennt
verður í fúnm daga. „Stefnt er að
því að útskrifa nemendur 4. júní
en það er fyrirsjáanlegt að það verð-
ur hér kennsla og próf í haust,“
sagði Helgi Óraar Bragason aðstoð-
arskólameistari.
í Fjölbrautaskólanum á Sauðár-
króki verða útskrifaðir stúdentar í
dag, að sögn Jóns Hjartarsonar
skólameistara. Jón sagði að prófað
yrði í öllum áföngum f næstu viku
en nemendum í sjálfsvald sett hvort
þeir tækju próf í vor eða haust.
Hann sagði að kennsla hæfist aftur
28. ágúst. Kennt yrði í hálfan mán-
uð fyrir próf í haust og vorönn lyki
15. september næstkomandi.
Einkunnarorð afmælishátíðarhalda Sjálfstæðisflokksins:
„Bakhjarl og brautryðjandi 60 ára“
í Menntaskólanum á ísafirði
hefst kennsla í dagskóla í dag. Próf
verða haldin 29. maí til 9. júní og
nemendur verða útskrifaðir 17. júní,
að sögn Guðjóns Ólafssonar.
í Fjölbrautaskóla Vesturlands
hefst kennsla í dag og próf verða
haldin frá 4. júní til 3. júní. Stefnt
er að því að brautskrá nemendur
4. júní, að sögn Þóris Ólafssonar
skólameistara. Hann sagði að nem-
endum yrði einnig boðið upp á að
taka próf í seinni hluta ágúst.
Háskólamenntaðir
hjúkrunarfræðingar:
Yfir 90%
samþykktu
samningana
SAMNINGAR BHMR við ríki og
Reykjavíkurborg voru sam-
þykktir með rúmlega 92% at-
kvæða á kjörfimdi í Félagi há-
skólamenntaðra þjúkrunar-
fræðinga í gær.
Atkvæðagreiðslan var leynileg
og í tvennu lagi. Annars vegar
hjúkrunarfræðingar í þjónustu
ríkisins, hins vegar í þjónustu
Reylq'avíkurborgar.
Hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu
samþykktu samningana með 79
atkvæðum, átta sögðu nei. Á kjör-
skrá voru 130.
Hjúkrunarfræðingar hjá
Reykjavíkurborg samþykktu ein-
róma með 14 atkvæðum. 37 voru
„ÞAÐ VERÐA stanslaus hátíðahöld í margar vikur,“ segir Kjartan
Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þann 25. maí
næstkomandi verður Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára og var Kjartan
inntur eftir þvi, hvernig haldið verði upp á þau tímamót. í tilefiii
afmælisins notar flokkurinn nú sérstakt afmælismerki og hefúr valið
afinælisárinu yfirskriftina: „Sjálfstæðisflokkurinn, bakþjarl og braut-
ryðjandi, 60 ára.“ Hátíðahöldin heQast á afmælisdaginn og verður
byijað með því að formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, og formað-
ur Sambands ungra sjálfstæðismanna, Árni Sigfusson, fara með land-
græðsluflugvél og dreifa fræi og áburði um Reykjanes. Land-
græðsluátak ungra sjálfstæðismanna verður einmitt eitt stærsta verk-
efnið í tilefni afinælisins og fer fram um land allt í sumar. Hátíðarsam-
koma verður í Háskólabíói á afinælisdaginn og sunnudaginn 28. mai
verður opnuð sögusýning í Valhöll í Reykjavík.
„Það má segja, að þessa afmælis
sé minnst með margvíslegum
hætti,“ segir Kjartan. „Hér í
Reykjavík verður haldin afmælis-
hátíð fimmtudaginn 25. maí í Há-
skólabíói og hefst klukkan fimm.
Þar verður fjölbreytt dagskrá, ljóða-
lestur, kórsöngur og einsöngur,
ávörp verða flutt og Þorsteinn Páls-
son, formaður flokksins, flytur
ræðu. Sama kvöld er hóf sem sjálf-
stæðisfélögin í Reykjavík efna til á
Hótel Islandi. Aðalræðumaður þar
verður Davíð Oddsson borgarstjóri
og skemmtiatriði verða í höndum
alþingismanna Sjálfstæðisflokksins
og borgarfulltrúa í Reykjavík, sfðan
verður dans, glaumur og gleði.
Þennan sama dag, 25. maí, verða
síðan opin hús á átján stöðum á
landinu, yfirleitt um kvöldið.
Ekkert er á dagskrá á föstudeg-
inum, en 27., á laugardaginn, verð-
ur haldið það sem við höfum kallað
hugmyndaþing, „Sjálfstæðisstefn-
an og framtíðin," sem er á vegum
framtíðamefndar flokksins. Þar
tökum við upp það sem við höfum
ekki gert áður, að erindi verða flutt
og síðan koma umsagnaraðilar og
gefa umsögn sína um erindin. Hug-
myndaþingið verður í Valhöll.
Næsta dag, sunnudaginn, verður
opið hús héma í Valhöli, kaffíboð
fýrir hvem sem koma vill frá klukk-
an þrjú til sex. Þá verður jafnframt
opnuð viðamikil sögusýning Sjálf-
stæðisflokksins. Á þeirri sýningu
verða heil reiðinnar býsn af stækk-
uðum ljósmyndum úr sögu flokksins
og allskonar myndir úr flokksstarfi
og stjómmálalífi."
Kjartan segir margt fleira vera
í bígerð sem tengist afmælinu, auk
þess sem þegar hefur verið gert.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið
upp nýtt merki sem notað verður á
afmælisárinu og Landssamband
sjálfstæðiskvenna hefur látið búa
til barmmerki af því. Fjáröflunar-
átak er í gangi, svonefnt styrktar-
mannakerfi og jafnhliða því sér-
stakt átak til að fjölga félagsbundn-
um flokksmönnum. Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins verður haldinn
5. - 8. október í haust og verður
afmælisins minnst þar. Á lands-
fundinum verður kynnt bók eftir
Hannes Hólmstein Gissurarson, „60
ára annáll Sjálfstæðisflokksins,"
tvö myndbönd era í vinnslu um
Sjálfstæðisflokkinn og verða þau
kynnt á landsfundinum. Þá hefur
verið gefin út ný handbók Sjálf-
stæðisflokksins með itarlegum upp-
lýsingum um flokkinn og íslensk
stjórnmál. /
Samband ungra sjálfstæðis-
manna verður með viðamikið land-
græðsluátak í sumar í tilefni af-
mælisins í samstarfí við sjálfstæðis-
félög um land allt. Það átak fer af
stað á afmælisdaginn með land-
græðsluflugi formanna Sjálfstæðis-
flokksins og SUS.
á kjörskrá.
Borgin
geri upp
eins og ríkið
VIÐ undirritun kjarasamninga vlð
BHMR hjá ríkissáttasemjara 18.
mai 1989 létu fulltrúar Reykjavík-
urborgar bóka eftirfarandi:
„Greiðsla sérstakra bóta til þeirra,
sem verið hafa í verkfalli er öldung-
is óviðeigandi og ekki til eftir-
breytni. Það er hinsvegar mat samn-
inganefndar Reykjavíkurboigar að
yfirstandandi kjaradeila verði ekki
leyst gagnvart Reykjavíkurborg
nema með sama hætti og gagnvart
ríkinu og fallast undirritaðir því á,
að gert verði upp af hálfu borgarinn-
ar með sama hætti og hjá ríkinu.“