Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Verðmætí i~ækju- og hörpudisk- afurða námu 4.630 milljónum Var 9,5% af sjávarvöruframleiðslunni 1988 eftir Lárus Jónsson Þessar greinar eru því enn þrátt fyrir verulegan andbyr á síðastliðn- um tveim árum í flokki mikilvæg- ustu útflutningsgreina þjóðarinnar. í því sambandi má geta þess að á síðastliðnu ári nam framleiðsla allra loðnuafurða um 4.000 millj. króna. Verð á frosinni rækju og hörpu- diski hækkaði gífurlega á árinu 1986. Síðan hefur verð fallið á þess- um afurðum. Verðfallið varð sneggra og fyrr á hörpudiski og hefur lækkað um nær helming frá árinu 1986 en verð á frystri skel- flettri rækju er nú um 40% lægra en þegar það var hæst 1986. Þegar þessi verðlækkun varð á hörpudiski tókst ekki að halda uppi verðjöfnun á þeirri afurð nema skamman tíma vegna fjárskorts. Þetta varð til þess að verð á hörpu- diski upp úr sjó lækkaði og veiðarn- ar drógust saman bæði árin 1987 og 1988. í rækjudeild Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins voru miklar inni- stæður, þegar verð á frystri skel- flettri rækju tók að lækka á mörk- uðunum 1987. Þrátt fyrir allmiklar greiðslur úr deildinni til verðjöfnun- ar síðan, eru innistæður þar um þessar mundir um 400 millj. króna. Verð á ferskri rækju hefur hækkað jafnvel meira en almennt fískverð. Sókn í rækjuna hefur því haldist. Metveiði var á úthafsrækju á árinu 1987 en skyndilega minnkaði veiðin vegna aflatregðu á árinu 1988 um 10.000 tonn eða tæp 30%. Fyrrgreindar samverkandi ástæður urðu til mikils samdráttar í framleiðslu rækju- og hörpudisk- afurða, en samt sem áður eru þess- ar greinar jafn ríkur þáttur í sjávar- vöruframleiðslunni og getið er hér að framan. Mikill hlutur rækju- og hörpudiskafurða Verðmæti framleiðslu rækju- og hörpudiskafurða varð mest bæði í krónutölu og hlutfallslega á árinu 1986. Þar kom fyrst og fremst til hátt verð og einnig mikil veiði og vinnsla. Þetta verðmæti nam um 7.100 millj. króna á árinu 1986 á verðlagi í byrjun yfírstandandi árs. Árið 1987 nam þetta verðmæti um 6.300 mill. króna og á síðasta ári um 5.000 millj. króna á því verðlagi. Sjá má hversu mikinn þátt rækju- og hörpudiskafurðir eiga í verð- mæti sjávarvöruframleiðslunnar í heild frá 1982, að hlutdeild var um 14% á árinu 1986 en er enn um 9,5% á árinu 1988 þrátt fyrir erfið- leikana. Á þessari mynd má sjá að hlutur þessara greina hefur vaxið ótrúlega á undanförnum árum. Engum blöð- um er um það að fletta að margir gera sér ekki grein fyrir þeirri stað- reynd og að enn eru þessar greinar svo mikilvægar þjóðarbúinu, sem raun ber vitni, þótt óneitanlega hafi blásið þar meira á móti en í sjávarútveginum almennt síðustu tvö árin. Veiðar og markaður fyrir hörpudisk Veiðar á hörpudiski hafa dregist saman á undanförnum árum. Sam- drátturinn hefur orðið mestur utan Breiðafjarðarsvæðisins. Þessi samdráttur veiðanna og verðlækkunin hefur óhjákvæmilega rýrt útflutningsverðmæti hörpu- disks frá því að vera um 550 milij. króna árið 1987 í um 250 millj. króna á síðastliðnu ári. (Verðlag í jan. 1989.) Markaður fyrir hörpudisk, eins og hann er unninn hér á landi, er fyrst og fremst í Bandaríkjunum. Á árinu 1987 var heildarframboð á hörpudiski um 65 milljónir enskra punda (lbs) á Bandaríkjamarkaði. Þar af framleiddu Bandaríkjamenn sjálfír 25 milljónir punda en inn- flutningur nam í heild um 40 millj- ónum punda. Langmest var flutt inn frá Kanada eða 15 milljónir punda og frá Panama 6 milljónir. Frá ís- landi voru flutt inn það ár rúmlega 3 milljónir punda eða um 4,6% af heildarframboði á markaðnum. Menn hafa reynt fyrir sér að selja hörpudisk í Austurlöndum fjær, t.d. á Taiwan. Reynslan verð- ur að skera úr um hvort þær tilraun- ir takast. Aðrir sérmarkaðir fyrir hörpu- disk, eins og í Frakklandi, byggjast á því að bjóða vöðvann úr hörpu- disknum ásamt hrognum. Það er á hinn bóginn dýrt að vinna hörpu- diskinn á þann veg. Þó þarf auðvit- að að kanna hvort þar eru markaðs- möguleikar. Rækjuveiðarnar 1988 - Aflasamdráttur olli sem nam milljarði minna afurðaverðmæti en 1987 Á árinu 1988 var í fyrsta sinn sett reglugerð um úthafsveiðar rækju. Þá var stefnt að 36.000 tonna heildarafla. Það var gert á grundvelli ört vaxandi afla undan- farin ár. Rithöfundasamband íslands: Stefan Hörður Grímsson kjörinn heiðursfélagi ÖLL forysta Rithöfiindasam- bands íslands var endurkjörin á aðalfundi sambandsins í lok april. Einar Kárason verður því for- maður þess áfram. Jafnframt var Stefán Hörður Grímsson, ljóð- skáld, kjörinn nýr heiðursfélagi. Á fundinum var 6 látinna félags- manna minnzt og innganga 19 nýrra félaga samþykkt og eru fé- lagsmenn nú 309. Á fundinum var farið yfir starfsemi Rithöfundasam- bandsins og gengið frá samningum. Einnig var rætt um ýmis önnur mál, og komu fram á fundinum áhyggjur félagsmanna vegna „til- hneiginga til ritskoðunar, sem gert hafa vart við sig hjá valdhöfum þessa lands á undanförnum árum“ og var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samlhjóða af því tilefni: „Aðalfundur Rithöfundasam- bandsins haldinn 29. apríl 1989 tekur undir kröfur um að 108. grein hegningarlaganna, sem kveður á um sérstök viðurlög og fangelsis- dóma vegna gagnrýni á störf opin- berra starfsmanna, verði breytt eða hún felld niður, enda telur fiindur- inn hana ekki samrýmast lýðræð- iskröfum um tjáningar- og rit- frelsi." Stjóm Rithöfundasambandsins skipa nú Einar Kárason, formaður, Steinunn Sigurðardóttir, varaform- aður, Ar.drés Indriðason, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þórarinn Eld- jám. Varamenn eru Sigurjón Birgir Sigurðsson og Vigdís Grímsdóttir. Verðmæti rækju og hörpudiskafurða í hlutfalli við sjávarvöruframleiðsluna í heild. Útflutningur é rækju i tonnum frá Islandi 1980 til 1988 14000x 19B0 1981 1982 19B3 19B4 19B5 19B8 19S7 19BB FRAMLEIÐSLA FROSINNAR SKELFLETTRAR RÆKJ0 - KALDSJÁVARREKJU - Á NORÐURLÖNDUM. ÁR FÆREYJAR ÍSLAND DANMÖRK GRÆNLAND NOREGUR ALLS 1985 0 6500 1000 6000 20000 33.000 1986 1200 8000 1000 7300 13500 32.000 1987 2000 8000 2000 8300 10500 31.800 1988 •> 6000 ? •> 12234 31.000? 1989 SPÁ 1200 5700 2500 7500 11.000 28.900 ATH: í SPÁNNI 1989 ERD 2000 TONN SEM ÁÆTLAÐ ER AÐ NORÐMENN OG DANIR PILLI AF RÚSSNESKRI RÆKJU. Framan af árinu 1988 var veiðin svipuð og fyrra ár, en þegar kom fram á aðalvertíðina, þ.e.a.s sumar- mánuðina, dróst veiðin verulega saman og varð heildarveiði úthafs- rækju skv. bráðabirgðatölum Fiski- félagsins um 25.000 tonn. Fiskifræðingar töldu orsök minnkandi veiði fyrst og fremst minnkandi veiði á sóknareiningu og hvöttu til varúðar í nýtingu rækju- stofnanna. Þeir lögðu til að veiðin yrði dregin saman og yrði miðað að því að veiða eins 23.000 tonn á yfírstandandi ári. Út frá þessu var gengið við úthlutun sjávarútvegs- ráðuneytisins á veiðiheimildum í ár. Þessi aflatregða í fyrra varð til þess að verðmæti rækjuafurða dróst saman um rúmlega einn milljarð króna milli áranna 1987 og 1988 metið á verðlagi í upphafi þessa árs. þ.e.a.s. minnkaði úr 5.765 í 4.728 millj. kr. (Verðlag í jan. 1989). Vegna minni veiðikvóta út- hafsrækju en á árinu 1988 er ljóst að enn dregur úr verðmæti rækjuaf- urða á yfirstandandi ári nema eitt- hvað óvænt gerist svo sem stór- hækkun á markaðsverði. Rækjumarkaðirnir Langmikilvægastu markaðir okkar Islendinga eru í Evrópu fyrir frysta skelfletta rækju en í Japan fyrir rælq'u í skel. í Bandaríkjunum fæst ekki samkeppnishæft verð fyr- ir þessa vöru a.m.k. síðustu ár þeg- ar gengi Bandaríkjadollars hefur verið óhagstætt, en þangað berst mikið magn frá þriðjaheimslöndum. Mest af því er hlýsjávarrækja, sem selst á miklu lægra verði en kald- sjávarrækjan. í Efnahagsbanda- lagslöndunum eykst neysla rækju jafnt og þétt. Talið er að á síðustu sex árum hafí neyslan á mann auk- ist úr 0,40 kg á mann í 0,50 kg. Rúmlega helmingur þeirrar rækju, sem flutt er inn til Efnahags- bandalagslandanna er kaldsjávar- rækja, sem veidd er í Norður-Atl- antshafi. Langmest er framboðið frá Norðurlöndum af skelflettri kaldsjávarrækju og ættu áhrif sölu- aðila þaðan að vera leiðandi þar á markaðinum. Þetta framboð hefur verið að minnka síðustu árin sbr. töflu nr. 1 og búist við að sú þróun haldi áfram i ár, þ.e.a.s. verði tæp 29.000 tonn í stað 33.000 tonna árið 1985. Mikil aukning útflutnings á óskelflettri rækju Rækja er sú fisktegund, sem er langmikilvægast í alþjóða viðskipt- um með sjávarafurðir. Hún er seld á margvíslegan máta, fersk eða fryst í heilu lagi, skelflett og fryst og einnig niðursoðin eða pækluð. Fram á síðustu ár hefur íslensk rækja fyrst og fremst verið seld skelflett og fryst eða niðursoðin. í kjölfar þess að frystiskipum hefur fjölgað, sem frysta rækjuna um borð hefur aukist að rækjan sé seld í skelinni, einkum á markaði í Jap- Lárus Jónsson an. Mjög gott verð fæst fyrir þá vöru og því er hér um hagstæða þróun að ræða að öðru leyti en því að rækjuverksmiðjur fá minna hrá- efni til vinnslu vegna þessa. Það bætist við vanda of margra verk- smiðja í landi, þegar veiðar dragast saman að auki. Aukin markaðshlutdeild hlýsjávarrækju Fyrir nokkrum árum var kald- sjávarrækjan að vinna sér aukinn markað í Evrópulöndum. Þegar verð á kaldsjávarrækju hækkaði svo mjög á árinu 1986, fór hlýsjávar- rækja frá Indlandshafi og veiði- svæðum nálægt miðbaug aftur að vinna sér aukna markaðshlutdeild og er þetta talin ástæða fyrir deyfð á markaðnum fyrir rækju frá Norð- urlöndum. Hlýsjávarrækja er bragðminni og litlaus en boðin á miklu lægra verði en kaldsjávarrækjan, sem teljast verður lúxusvara í samanburði við hina fyrmefndu fyrir þá sem þekkja til. Verðmunurinn hefur oft verið tvöfaldur, þ.e. kaldsjávarrækjan verið boðin á tvöfalt hærra verði eða jafnvel meira en hlýsjávarrækj- an. Auk þess er stóraukið framboð á heimsmarkaðnum af ræktaðri rækju, sem oftast er frá svipuðum slóðum og hlýsjávarrækjan. Þótt þessi vara hafi enn ekki haft mikil áhrif á Evrópumarkaðinn eru allir seljendur þessarar vöru sammála um að aukið framboð ræktaðrar rækju sé þróun, sem verði að taka tillit til næstu árin. Samvinna Norðurlanda um átak í kaldsjávarrækju? Þessi nýju viðhorf um sókn hlý- sjávarrækju og jafnvel síðar rækt- aðrar rækju á Evrópumarkaði hafa valdið áhyggjum á Norðurlöndun- um. Kaldsjávarrækja er framleidd fyrst og fremst í Noregi, íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Dan- mörku, auk Kanada og Rússlands. Framboð frá þessum löndum hefur minnkað ár frá ári. Þetta hefur staf- að mest af aflabresti hjá Norðmönn- um. Samt sem áður hefur verð sveiflast til og lækkað eftir að bú- ast hefði mátt við jafnvægi upp úr miðju ári 1987. Hugmyndir hafa komið fram um samstarf Norðurlanda í því efni að kynna kaupendum á Evrópumark- aði kosti kaldsjávarrækju fram yfír aðrar tegundir. Þetta yrði fyrst og fremst í formi þess að koma sér saman um merki sem greindi kald- sjávarrækju frá öðrum rækjuteg- undum og því fylgt eftir með aug- lýsingum um gæði kaldsjávarrækju sem lúxusvöru. Þessar hugmyndir hafa verið ræddar á vegum Norðurlandaráðs og í hópi sjávarútvegsráðherra frá Norðurlöndum, sem hittust á fundi hér í Reykjavík fyrir nokkru. Grænlendingar munu hafa lagt fram tillögu á þessum fundi um að Norðurlandaþjóðir tækju upp sam- vinnu á þessu sviði. Hér hefur verið hreyft athyglisverðu máli um raun- hæft samstarf Norðurlandaþjóða í markaðsmálum, sem íslendingar hljóta að fylgjast vel með á næst- unni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisks- framleiðenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.