Morgunblaðið - 02.06.1989, Page 9

Morgunblaðið - 02.06.1989, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2.1 JÚNÍ 1989 9 Hob-nobs frá McVities er svo stökkt og brakandi að nær ógerlegt er að borða það hljóðlega. Hob-nobs kökurnar eru stórar og matarmiklar enda í þeim bæði hafrar og heilhveiti. Hob-nobs er hreinasta afbragð með kaffi og sumum finnst það jafnvel enn betra með svohtlu smjöri. Hob-nobs. Það er þó ekki heimabakað? Dreifing: Bcrgdal hf • Skútuvogi 12 • 104 Reykjavík ■ Sími 91-680888 FJARMflaS IIDINDI® TÍMARITUM EFNAHAQSMÁL GEFIÐÚTAF HAGFRÆÐIDEILD SEÐLABANKA ÍSLANDS JANÚAR-APRÍL 1989 wmmmmmmmmmmrjA cta n~7( Miðstýring eða mark- aðsbúskapur? „Athyglisvert er, að þessi þróun [til frjáls- ræðis og markaðshyggju] hefur ekki ein- göngu átt sér stað meðal þeirra þjóða, sem lengst hafa búið við markaðsbúskap og lýðræðislega valddreifingu, heldur gætir nú í vaxandi mæli sömu tilhneiging- ar í þeim heimshlutum, þar sem ríkis- forsjá og miðstýring eiga sér dýpstar sögulegar rætur.“ Þessi orð eru úr forystugrein Jóhann- esar Nordals, Seðlabankastjóra, í Fjár- málatíðindum, tímariti um efnahagsmál, sem gefið er út af hagfræðideild Seðla- banka íslands. Staksteinar glugga í þessa grein hér og nú. Handstýring sljóramála- manna í forystugrein Fjár- málatiöinda segir in.a.: „í umræðum um efna- hagsmál hér á landi hef- ur að undaniomu nyög borið á deilum um það, að hve miklu leyti skuli beita beinni stjómun fremur en almennum að- gerðum til þess að ná tdl- teknum árangri, t.d. í peningamálum og verð- lagsmálum. Hefur hið lýsandi hugtak handstýr- ing verið notað um þá aðferð að grípa inn í starfsemi markaðarins, til að mynda með beinum stjóravaldsákvörðunum um vexti, verðlag og !aun.“ Meginstef þjóðmála- umræðu „Hér er vissulega ekki um nýtt ágreiningsefhi að ræða, hvorki hér á landi né annars staðar. Þvert á móti mætti segja, að þessi umræða sé enn eitt tilbrigðið við megin- stef, sem einkennt hefur þjóðmálaumræðu allra nútímaríkja ... Engin líkindi em til þess, að deilur um grund- vallaratriði af þessu tagi verði nokkura tima til lykta leiddar. Sé þróunin hins vegar skoðuð í sögu- legu samhengi, t.d. með þvi að líta á þróun hag- stjómar og efnahagsum- ræðu undanfarinna ára- tuga, kemur í ljós, að ftjálsræði og markaðs- hyggja hafá verið að sælya á hvarvetna í heiminum. Fyrst og ákveðnast hefur þetta komið fram meðal vest- rænna iðnaðarríkja, þar sem aukin áherzla á markaðsbúskap heima fyrir hefur haldizt í hend- ur við afnám hvers konar viðskiptatálmana milli ríkja. Athygiisvert er, að þessi þróun hefur ekki eingöngu átt sér stað meðal þeirra þjóða, sem lengst hafa búið við markaðsbúskap og lýð- ræðislega valddreifingu, heldur gætir nú í vaxandi mæli sömu tilhneigingar í þeim heimshlutum, þar sem ríkisforsjá og mið- stýring eiga sér dýpstar sögulegar rætur.“ Reynslan af miðstýringn Síðar í greininni er vikið að lærdómum reynslunnar þar sem miðstýring og ríkisforsjá sitja í öndvegi: „Þau þjóðfélög, sem þá braut hafe gengið lengst, hafa ekki aðeins náð minni efnahagslegum ár- angri en þær þjóðir, sem búið hafa að markað- skerfi, heldur hafa sum þeirra beinlinis stefiit i efiiahagslega og félags- lega stöðnun, sem jafiivel hefur komið andstæðing- um þessa kerfis á óvarL Langt er að sjálfsögðu frá þvi, að menn geti greint allar orsakir þess- arar þróunar, en þó er freistandi að benda hér á tvo meginveikleika allra kerfa, sem er ætlað það hlutverk að koma í stað markaðsaflanna, hvort sem menn kenna þau við handstýringu, skipulags- hyggju eða áætlunarbú- skap. Fyrsti veikleikinn er þekkingarskortur. Með þessu er átt við það, að sjaldan eða aldrei eru nægilega miklar upplýs- ingar um efiiahagsstarf- semina, til þess að ákvarðanir stjóravalda um bein afskipti af mark- aðinum séu verulega markvissar. En um leið og gripið er til slikra af- skipta, glatast þær veiga- miklu upplýsingar, sem fijálst verðmyndunar- kerfi veitir fyrirtækjum og einstaklingum, sem taka þurfa efiiahagslegar ákvarðanir... Hinn veikleikinn felst í nánast óhjákvæmilegri hlutdrægni þeirra, sem ákvarðanir þurfa að taka um efiiahagsleg afskipti. í heimi, þar sem stjóm- mál og hagsmunir eru svo mikils ráðandi, er óhugsandi, að menn geti beitt áætlunarbúskap eða handstýringu út frá ein- hveijum algerlega hlut- lægum sjónarmiðum, sé þá slikur mælikvarði yfir- leitt til í þjóðfélagsmál- um...“ Höft og hand- stýringá Islandi Þá segir í forystu- greininni: „Reynslan hefur þó sýnt, að oft er erfitt að tryggja nægilega virka og heilbrigða samkeppni innan einstakra ríkja, og á það af eðlilegum ástæð- um sérstaklega við meðal smáþjóða með litínn heimamarkað. Þegar svo er ástatt, er ftjálsræði í viðskiptum við útlönd áhrifaríkasta leiðin til þess að auka samkeppn- ina nægilega mikið til þess að skapa það aðhald, sem nauðsynlegt er... Langt er nú síðan þær raddir þögnuðu, sem létu í ljós efasemdir um hag- kvæmni fijálsra vöruvið- skipta við útlönd eða að- ild Íslendinga að EFTA. Enn skipta þó höft og handstýring meira máli í hagstjórn hér á landi en annars staðar í V-Evrópu auk þess sem útlit er fyr- ir, að það bil eigi eftir að breikka verulega á næstu árum, einkum vegna örrar þróunar Efiiahagsbandalagsins í átt til algerlega óheftra innri viðskipta á öllum I sviðum__“ Kannt þú nýja simanúmertö? ^/3x67 Steindór Sendibílar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.