Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 24

Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 Júgóslavía: Táragasi beitt gegn námsmönnum í Kosovo Belgrað. Reuter. LÖGREGLAN beitti táragasi gegn námsmönnum af albönsku þjóð- emi í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo í Júgóslavíu í gær þegar þeir lögðu undir sig háskólalóð í höfuðborginni Pristina annan daginn í röð. Sjónarvottar sögðust hafa séð á milli 300-400 námsmenn á há- skólalóðinni á miðvikudag hrópa slagorð þjóðemissinnaðra Albana. Átök brutust út á nýjan leik í Kosovo á þriðjudag og er það í fyrsta sinn í tvo mánuði að í brýnu Færeyjar: Hafa auga með þörunga- vextinum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYINGAR em nú að gera ráðstafanir til að fylgst verði með vexti þömnga inni í fjörð- um í því skyni að vemda haf- beitarlax. í fyrrasumar olli þörungameng- un hafbeitarfyrirtækjum um 10 milljóna danskra króna (um 73 millj. ísl. kr.) tjóni, qg í aprílmán- uði síðastliðnum urðu menn varir við mikið af eitruðum þörungum í Trongisvágsfirði á austurströnd Suðureyjar. Færeyingar hafa þó verið lausir við gula eiturþörunginn, sem heij- að hefur á fisk í Norðursjó og Skagerak. Ákveðið hefur verið að fylgjast einnig reglulega með ástandi sjáv- ar við allar 50 hafbeitarstöðvamar í Færeyjum. slær á milli Kosovobúa af albönsku þjóðemi, sem eru næstum 90% íbúa héraðsins, og yfírvalda. í marsmán- uði síðastliðnum týndu 22 Kosovobúar af albönsku þjóðemi og tveir lögreglumenn lífí í óeirðum sem blossuðu upp þegar Kosovo- hérað var svipt sjálfsforræði og yfirstjórn þess fengin í hendur Serb- Lögregla skaut til bana náms- mann af albönsku þjóðemi í bænum Produjevo á þriðjudag. í kjölfar þess lögðu morg hundruð náms- menn undir sig háskólalóðina í Pristina en hurfu á brott án þess að lögreglan skærist í leikinn. Júgó- slavnesk stjómvöld segja að öfga- menn úr- hópi þjóðemissinnaðra Kosovobúa, sem krefyist fulls sjálf- stæðis Kosovo, beri ábyrgð á óeirð- unum. Reuter Lestin brunar í síðasta sinn Eimreið frá öndverðri öldinni sést hér aka í siðasta sinn um brautarspor í Barcelona á Spáni. Brautarteinar voru lagðir þarna í fyrsta sinn árið 1848 en nú verða þeir rifiiir upp af því að ætlunin er að reisa á staðnum Ólympíuþorp, bústaði handa þúsundum íþróttamanna er taka munu þátt í sumarleikunum 1992. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings: Wright hvetur þingmenn til að Mðmælast í kjölfar afsagnarinnar Wasliington, Reuter. ÞINGMENN beggja flokka á Bandaríkjaþingi hvöttu í gær til þess að endi yrði bundinn á pólit- ískar illdeilur eftir að Jim Wright, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og hæstsetti demókrati á þingi, tilkynnti tár- votur um afsögn sína á miðviku- dag. Wright kvaðst segja af sér embætti forseta i næstu viku og Sovétmenn gefa svör um kafbátsslysið Utanríkisráðuneytinu hefiir borist svar sovéskra yfirvalda við kröfu um ítarlegar upplýsingar varðandi kafbátsslysið við Bjarnar- ey 7. apríl síðastliðinn. Þar segir að kafbáturinn hafi verið búinn kjarnaofiii af hefðbundinni gerð. í vestrænum fjölmiðlum hafa verið vangaveltur uppi um að ofiiinn hafi verið málmkældur og brennt óvenjulegri tegund af úrani. „Kafbáturinn var búinn kjama- ofni af vatnskældri gerð,“ segir í svari sovéskra yfirvalda, sem dag- sett er 23. maí. „Hulstur hans er þykkveggjað hylki úr mjög styrku stáli, sem álitið er standast þrýst- Bandaríkin: Varað við notk- un langnotalinsa Washington, Reuter. BANDARÍSK stjómvöld tilkynntu á miðvikudag að þau myndu mælast til þess að mjúkar langnotaaugnlinsur yrðu ekki notaðar nema viku í senn. Fram að þessu hefur ekki verið mælt með að eigendur linsa af þessu tagi gangi með þær i meira en mánuð án þess að taka þær úr sér og þrífa. Fulltrúi Lyfja- og matvæla- stofnunar Bandaríkjanna sagði að þess hefði verið farið á leit við helstu framleiðendur augnlinsa, að þeir tækju upp hinar nýju regl- ur, og tóku flestir þeirra því vel, þó beiðni þessi hefði verið með óformlegum hætti. „Núgildandi notkunarleiðbein- ingar, sem leyfa allt að 30 daga samfellda notkun, eru of áhættu- samar,“ sagði í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Var sérstaklega varað við bólgusárum á hom- himnu í þessu samhengi. Fram kom í tilkynningunni að nýgerð könnun hefði leitt í ljós, að líkur á augnsjúkdómi þessum, sem einkennist af smáum en kvalafullum sárum á homhimn- unni og getur valdið varanlegum augnskaða, væru fimmfalt meiri hjá þeim sem nota langnotalinsur en hinum sem taka þær úr sér daglega. Fylgni reyndist vera milli sjúk- dómstíðni og þess tíma, sem fins- umar voru látnar vera í augunum fram að því að þær vora teknar úr, þrifnar og sótthreinsaðar. ing, sem er miklu meiri en vatns- þrýstingurinn á því dýpi þar sem kafbáturinn sökk. Sem brennslu- efni var notað lítið bætt úraníum 235, en áður en kafbáturinn sökk var kjamaofninn kældur niður að 40 stigum á Celsíus.“ í svarinu segir ennfremur að sams konar kjamaofnar hafi verið í tveimur bandariskum og tveimur sovéskum kjamorkukafbátum sem liggi á hafsbotni. Rannsókn á sjón- um umhverfis þá báta hafi ekki leitt aukna geislavirkni í ljós. Að lokum segir að enn sé verið að kanna orsakir slyssins og möguleika á að ná flakinu af hafs- botni. hætta á þingi fyrir næstu mán- aðamót, en þar með lét hann undan árslöngum árásum vegna meintra brota hans á reglum um Qárreiður þingmanna. I kveðju- ræðu sinni hvatti Wright þing- menn til þess að láta afsögn sína vera síðasta kaflann í sorgarsögu þessari. Repúblikanar jafnt sem demó- kratar sögðu að afsögn Wrights sýndi glögglega þörfina á því að endurbæta lög og reglur um rétt- indi og skyldur þingmanna til þess' að ekki færi milli mála hvaða skorð- ur þingmönnum væra settar í fjár- málum sínum.. Kváðust menn að öðram kosti óttast langvinnar „blóðhefndir" sem ekki yrðu til neins nema að eyða tíma þingsins enn frekar en málið hefur gert fram að þessu. Wright er 66 ára gamall Texasbúi og er hann fyrsti forseti þingsins, sem neyddur er til afsagn- ar. Sumir stjómmálaskýrendur vestra telja þó víst að marga demó- krata fýsi að leita hefnda gegn repúblikönum og sérstaklega þá Newt Gingrich, þingmanni frá Ge- orgíu, en ásakanir hans urðu til þess að siðanefnd þingsins fór ofan í saumana á fjármálum Wrights með ofangreindum afleiðingum. Siðanefndinni hefur nú þegar borist ósk um að kanna bókarútgáfu á vegum Gingrich og konu hans. Mál Wrights tengdist einnig bók- arútgáfu, en hann er sakaður um þegið höfundarlaun af sölu bókar til þess að fara í kringum reglur um sjálfstæðar tekjur þingmanna og að hafa þegið óeðlilegar gjafir frá vini sínum, sem kynni að hafa notið vináttunnar við Wright. Wright flutti tilfinningaríka kveðjuræðu þar sem hann hvatti þingmenn til þess að láta afsögn sína vera „síðustu skuldina, sem gjalda þyrfti fyrir reiðina og andúð- ina, sem við finnum fyrir hver í annars garð.“ „Reynum ekki að jafna metin," sagði hann meðal annars. „Re- públikanar: ekki fá þá flugu í höfuð- ið að þið verðið að negla einhvem vegna Johns Towers [repúblikana, sem meirihluti demókrata í Öld- ungadeildinni hafnaði sem vamar- málaráðherra George Bush Banda- ríkjaforseta]. Og demókratar: ekki láta ykkur finnast þið verða að negla einhvern úr hinum flokknum vegna mín. Við ættum að vera þroskaðri en svo.“ Talið er víst að við forsetaemb- ættinu taki Tom Foley, formaður þingflokks demókrata. Hann er þingmaður Washington-ríkis og er vel liðinn af þingmönnum beggja flokka, enda er talið að hann muni ekki notfæra sér embættið í þágu flokks síns á sama hátt og Wright gerði. Grænland: Hvalveiðar í sviðsljósinu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landstjórnin ætlar að nota fimd Alþjóða hvalveiðir- áðsins í San Diego í Kaliforníu í næstu viku til þess að varpa ljósi á þörf Grænlendinga til að veiða stórhveli. í dönsku sendinefhdinni, sem lýtur forystu utanríkisráðuneytisins, verða fulltrúar frá Færeyj- um, Grænlandi og umhverfismálaráðuneytinu. Veiðikvótar Grænlendinga hafa saman ítarleg gögn um nauðsyn verið skornir hastarlega niður á síðustu áram að því er varðar stór- hvalaveiði. Á þessu ári mega þeir veiða 23 langreyðar og 72 hrefnur, en í byijun níunda áratugarins máttu þeir t.d. veiða 250 langreyð- ar. Landstjórnin hefur nú látið taka þess fyrir atvinnulíf Grænlendinga að auka veiðar á stóram hvölum. í gögnum þessum er gerð grein fyrir grænlensku samfélagi og lífsskil- yrðum þjóðarinnar. Lögð er áhersla á, að hvalveiðarnar séu eingöngu til að sinna þörfum innanlands- markaðar og engar hvalaafurðir séu fluttar út. Á það er enn fremur bent, að það sé gömul hefð meðal græn- lenskra veiðimanna að vemda dýrin fyrir ofveiði. Á einstökum stöðum hafi þess ævinlega verið gætt, að stofnarnir dæju ekki út, af því að fólk hafi gert sér grein fyrir, að dýrin væra grandvöllur þess, að þjóðin lifði af í landinu. Þetta er í fyrsta sinn, sem heima- stjórnin leggur fyrir Alþjóða hval- veiðiráðið svo ítarlega greinargerð um lífsskilyrðin í Grænlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.