Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 39

Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21 JÚNÍ :I9B9 39 GuðleifHallgríms- dóttir — minning í dag, föstudaginn 2. júní, kveðj- um við föðursystur mína, Guðleif Hallgrímsdóttur, sem lést miðviku- daginn 24. maí, eftir löng og ströng veikindi. Guðleif, eða Gu!la eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 15. apríl 1926. Hún var dóttir hjónanna Hallgríms Bjamasonar og Vaigerð- ar Stefánsdóttur. Gulla átti tvo bræður, Bjarnhéðinn og Stefán, og eina systur, Ingu, sem lést fyrir nokkrum árum. Hún giftist Hafliða Jónssyni fyrr- verandi garðyrkjustjóra í Reykjavík og eignuðust þau 5 syni, sem em Hallgrímur Valur, Jón Gunnar, Ind- riði Már, Atli Geir og Stefán Daði. Gulla og Hafliði bjuggu fyrst í Fossvogi en síðan fluttu þau í Laug- ardal er Hafliði varð garðyrkju- stjóri í Reykjavík. Þar bjuggu þau, þar til fyrir nokkmm ámm að þau fluttu í Kópavog. Hjá Gullu í Laug- ardal bjó faðir hennar og hugsaði hún um hann síðustu æviár hans. Það var alltaf gaman að fara í heim- sókn til Gullu frænku, hún tók..allt- af svo vel á móti manni og átti allt- af eitthvað gott handa okkur böm- unum. Hún treysti mér þegar ég var níu ára gömul til að passa Stef- án Daða þá rétt orðinn eins árs. Eg man að ég var ofsalega upp með mér af þessu trausti, sem hún sýndi mér, þarna var ég farin að vinna fyrir kaupi níu ára gömul. Hún var ákaflega barngóð og sést það best á því að þegar ég var komin með mín eigin börn þá fannst þeim alltaf gaman að koma til Gullu frænku, „því það er til dótakassi hjá henni,“ sögðu börnin mín. Hún var afar gestrisin og vildi alltaf veita vel ef veislur eða annað var upg á teningnum. Ég fékk að búa í einu herbergi hjá Gullu og Hafliða í Laugardal, þegar ég var um tvítugt, í rúm tvö HITAMÆLAR 160 Vesturgötu 16, sími 13280. Kannt >*"«" síma"""1'" ár, og á þeim tíma var ég eins og þeirra eigin dóttir, þakka ég fyrir þann tíma. Um leið og ég og fjölskylda mín kveðjum kæra frænku, þá viljum við senda Hafliða, sonum og fjöl- skyldum þeirra okkar einlægustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðleifar Hallgrímsdóttur. Guðný Stefánsdóttir Leiði, söknuður og sektarkennd, gætu vel verið orðin fyrir þá tilfinn- ingu sem settist að mér, þegar ég frétti að Gulla væri dáin. Hún hefur þó sjálfsagt verið hvíldinni fegin. En hvers vegna sektarkennd, jú við hefðum örugglega mörg óskað þess að við hefðum getað verið betri, getað gefið meiri tíma og ekki síst að við hefðum getað endurgoldið þá hlýju sem við alltaf mættum hjá Gullu. Hún var alltaf með opinn faðminn og tilbúin að gefa af sér og sínu. Hún var ein af þeim sem hugsaði fyrst um aðra og síðast um sjálfa sig. Þegar ég hugsa til baka sé ég Gullu fyrir mér í blómahafinu í Laugardal. Hún lagði mikið upp úr fallegu og reisulegu heimili. Sem böm töluðum við systkinin um að enginn bakaði eins góðar kökur og Gulla. En það var ekki bara í ytri hlutum sem Gulla skaraði fram úr. Hún var bæði hlý og tilfinningarík barnakona. Ég var mjög ung þegar mér fór að þykja vænt um Gullu, og við grínuðumst oft með það, að ég væri dóttir hennar og þegar ég var yngri uppfyllti ég örugglega smá rúm í hjarta Gullu, því hún átti enga dóttur. Auðvitað gat ég ekki lifað upp til þess að eiga tvær mæður, en mér þótti alltaf vænt um Gullu. Við tvær áttum reyndar eftir eitt erindi, en nú má það bíða þangað til ég dey. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja ástkæra frænku og votta öllum nánum mína_ samúð. Inga Stefánsdóttir í Árósum „Hún frænka þín er dáin, hún dó í nótt.“ Þetta voru fyrstu orðin sem sögð voru við mig, þegar ég kom til að heimsækja Gullu frænku, miðvikudaginn 24. maí eftir hádeg- ið. Þó svo ég hafi getað átt von á þessu, þá sló þetta mig óneitanlega. Guðleif Hallgrímsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var borin og barn- fædd í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna, Hallgríms G. Bjarnason- ar og Valgerðar Stefánsdóttur. Systkinin voru fjögur í upphafi, en nú eru bræðumir einir eftir. Ingi- gerður f. 24. júní 1924 dáin 23. júlí 1979, hún var gift Jóni Þor- steinssyni og er hann dáinn. Bjam- héðinn f. 26. mars 1923, kvæntur Dagnýju Pálsdóttur og búa þau hér í Reykjavík. Stefán f. 27. nóvember 1928, kvæntur Eddu Björnsdóttur og búa þau hér í Reykjavík. Guð- leif var næstyngst f. 15. apríl 1927, gift Hafliða Jónssyni fyrrverandi garðyrkjustjóraReykjavíkurborgar. Eiga þau fimm syni uppkomna. Hallgrím Val f. 10. mars 1947. Jón Gunnar f. 20. maí 1949. Indriða Má f. 29. maí 1950. Atla Geir f. 21. febrúar 1960. Stefán Daða f. 28. júní 1964. Og að auki átti Haf- liði son áður sem heitir Hafsteinn. Ég minnist þess þegar við systkinin vomm börn, hvað við hlökkuðum alltaf til að fara inn í Laugardal að heimsækja Hallgrím afa, Gullu og fjölskyldu hennar. Hún tók alltaf svo vel á móti okkur, var alltaf svo hlý, létt og kát. Síðastliðið ár hef ég komið nokkuð oft til Gullu. Við áttum sameiginlegt áhugamál, það var í sambandi við ættina okkar. Fræddi hún mig um heilmikið sem ég ekki vissi. Og ég hana um ýmis- legt. Og var ýmislegt rabbað, og alltaf var jafn gaman að koma til hennar. En Gulla átti um sárt að binda, var orðinn mikill sjúklingur og var oft sárþjáð, þó hún hefði ekki hátt um það. Alltaf var hún jafn glaðsinna hvað sem á móti blés og hvers manns hugljúfi. Með virð- ingu og hlýjar minningar í huga, kveð ég að leiðarlokum föðursystur mína, sem var sannkallaður höfð- ingi og sómakona. Eftirlifandi manni hennar Hafliða Jónssyni og fjölskyldunni allri votta ég samúð mína og minnar fjölskyldu. Valgerður Stefánsdóttir ORLOFSHUS A SPANI Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufegurðin er hvað mest á Spáni. Komið og kannið möguleikana á að eign- ast ykkar eigið einbýlishús sem staðsett er í afmörkuðu lúxus- hverfi LAS MIMOSAS. VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,- AFBORGUNARKJÖR. Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin er alla daga: Stórmarkaður, veitingastaðir, barir, næturklúbbar, diskótek, sundlaugar, tennis- og squashvellir, 18 holu golfvöllur, siglingaklúbbur, köfunarklúbbur o.m.fl. Þið eruð velkomin á kynningarfund okkar á Laugavegi 18, laug- ardaginn 3. júní og sunnudaginn 4. júní frá kl. 13.00-17.00. Næsta kynnisferð 21 .-28. júní. Næsta kynnisferð um miðjan jú'ní. ORLOFSHÚS SF., Laugavegi 18, 101 Reykjavík, símar 91-17045 og 15945. SUMARTIMI I epcil Við viljum að starfsfólk okkar njóti sumarsins og þú líka. Þess vegna höfum við breytt opnunartíma okkar. í júní, júlí og ágúst höfum við opið frá klukkan 8.00 til 17.00. GteðHegt suih! epcfel I FAXAFENI 7 SlMI 687733 Steindór Sendibflar FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTIÐ MED SANDI.GRJÓTI OG ÁBCIRÐI SANDUR SIGURSTEINAR VOLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færð sand og allskonar grjót hjá okkur Viðmokum þessumefnuma bílaeða í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. Afgreiðslan viö Elliðaár er opin: mánud.-föstud: 7.30-18.00 lauaard :7.30-17.00 Ath. lokað í hádeginu Nú bjóðum við enn betur: Lífrænan og ólíf- rænan áburð, hænsnaskít, skeljakalk og garðavikur. Öll þessi úrvals efni eru sekkjuö í trausta plastpoka og tilbúin til afgreiðslu. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 13 SÍMI:68 18 33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.