Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 52

Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 52
EINKAfíEIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM m __________________Mk SJÓVÁ ALMENNAR FELAG FOLKSINS FOSTUDAGUR 2. JUNI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. 15% hækk- un á lyfja- og læknis- þjónustu í DAG tekur gildi 15% hækkun á lyfla- og læknisþjónustu. Hækk- unin sem um ræðir nær til þess hluta sem sjúklingur greiðir fyrir móttökugjald hjá lækni og hluta sjúklings í lyQakostnaði. Að sögn Finns Ingólfssonar, að- stoðarmanns heilbrigðisráðherra, er um að ræða hækkanir, sem hafa átt að taka verðlagsbreytingum, en á verðstöðvunartímanum hefði það ekki gerst og engin hækkun hefði orðið frá því á miðju ári í fyrra. Hann sagði að hækkunin hefði þurft að vera 22-24% til að halda í við verðlag. Arnarflug: Starfsfólki fækkað um 20 ÁKVEÐIÐ var á stjómarfundi Arnarflugs hf. á miðvikudag að fækka starfsfólki um 20 manns á næstunni, miðað við þann fjölda sem vann þjá fyrirtækinu í vet- ur. Það verður gert bæði með uppsögnum og að ekki verður ráðið í stöður þeirra sem hætta, að sögn Kristins Sigtryggssonar framkvæmdastj óra. Eftir að þessir 20 hafa hætt, verða um 80 manns starfandi hjá fyrirtækinii, nokkuð mismunandi þó eftir árstímum. Kristinn segir að dregið verði saman í öllum deild- um og að ástæður fækkunarinnar séu, að fyrirsjáanlegur sé samdrátt- ur í umsvifum félagsins á næstu mánuðum. „Við sjáum fram á áframhald- andi dapurt ástand í þjóðfélaginu og viljum búa okkur undir það og vinna á sem lægstum kostnaði á meðan það ástand varir,“ sagði Kristinn Sigtryggsson. Morgunblaðinu tókst ekki í gær- kvöldi að fá álit starfsmannafélags- ins á þessari ákvörðun stjómarinn- Flóð og vatnskuldi hamla stangaveiði Stangaveiði fyrir lax hófst í þremur ám í gær, Norðurá, Þverá og Laxá á Asum. Allar áttu ámar það sameiginlegt að vera flæðandi yfir bakka sína og allt annað en tærar á lit. Þá var vatnskuldi mikill, Norðurá t.d. ekki nema 4 gráður. Veiðin gekk eftir því, enginn lax kom á land, utan að veiðimenn í Laxá drógu nokkra hoplaxa. Nýrunnir fiskar sáust þó í Norðurá og auk þess lifnaði yfir netaveiðinni í Hvítá og nokkrir tugir laxa veiddust, m. a. 20 punda lax frá Feijukoti. Á meðfylgjandi mynd er Halldór Nikulás- son veiðivörður við Norðurá til sextán ára að mæla hitastig árinnar á Laxfossbrún. 15 - 20.000 manns mótmæltu á Lækjartorgi: Viðbrögð við hækkunum hljóta að verða mjög hörð - segir Asmundur Steíansson forseti ASI Á FJÖLMENNUM útifundum, sem haldnir voru í Reykjavík og Vest- mannaeyjum í gær, var verðhækkunum undanfarinna daga mótmælt harðlega. 15-20.000 manns söfiiuðust saman á fundi Alþýðusambands- ins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á Lælyartorgi. I Vestmanna- eyjum héldu stéttarfélögin 300 manna fund, einn hinn Qölmennasta í Eyjum um áraraðir. Ásmundur Stefánsson, formaður Alþýðusambandsins, sagði í ræðu sinni á Lækjartorgi að þess sæjust engin merki að ríkisstjómin hefði uppi einhvetja tilburði til að standa við yfirlýsingu sína um að hún myndi sporna við verðhækkunum næstu misseri til að greiða fyrir gerð kjara- samninga ASI og BSRB. „Ef verð- hækkanasóttin bráir ekki af ríkis- stjóminni þá hljóta viðbrögð okkar áð verða hörð. Þau hljóta að verða mjög hörð,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að léti stjómin sér ekki segjast myndu harðar aðgerðir fylgja í kjöl- farið til að knýja hana til að standa við sinn hlut. Verkamannafélagið Dagsbrún og Iðja, félag verksmiðjufólks, hafa einnig mótmælt verðhækkununum. Dagsbrúnarmenn vara stjómina al- varlega við og krefjast þess að hún afturkalli þær hækkanir, sem sann- anlega séu ekki vegna erlendra verð- hækkana. Iðjufólk segir að það litla sem samið hafi verið um í kjarasamn- ingum hafi verið tekið til baka með gengisfellingu og verðhækkunum. 40 til 50 námsmenn bætast daglega á atvinnuleysisskrá Unnt að ráða 1000 af yfir 2000 umsækjendum um sumarvinnu hjá borginni FJÖRUTÍU til fimmtíu skólanemar bætast á atvinnuleysisskrá skóla- fólks í Reylgavík á degi hveijum. Margir skólar ljúka störfúm þessa dagana, en nemar í atvinnuleit geta ekki skráð sig í hóp atvinnulausra fyrr en skóla er lokið. Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumála- nefiidar Reykjavíkur, skýrði firá þessu á fúndi borgarstjómar í gær- kvöldi. 660 nemar vom á atvinnuleysisskrá 31. maí, álíka margir af báðum kynjum. I gærmorgun höfðu 1.986 nemar yfir 16 ára aldri sótt um sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg. Að sögn Jónu Gróu er búizt við að umsækjendum muni enn fjölga um að minnsta kosti 200. Hún sagði að í apríllok í fyrra hafi 1.071 nemi verið búinn að sækja um vinnu, miðað vð 1.928 í ár. Jóna Gróa sagði að á fjárhagsáætl- un hefði verið gert ráð fyrir að ráða 750 unglinga í sumarvinnu, en eftir að flölga störfum yrði hægt að ráða um 1.000 nema 16 ára og eldri, auk 1.700 unglinga á aldrinum 14-15 ára, sem fengju vinnu hjá Vinnu- skóía Reykjavíkur. Allir umsækjend- ur um Vinnuskólann verða ráðnir. Alls hafa nú 3.630 unglingar sótt um sumarvinnu hjá borginni, og að sögn Jónu Gróu má búast vð 300-400 í viðbót. í fyrra sóttu 2.417 um vinnu. Jóna Gróa sagði að atvinnuástand að ankafjárveiting hefði fengizt til skálafólk svndi ástandið í Jandinu_L_ hnotskurn. Ekki væri útlit fyrir að atvinnuástandið batnaði í bráð. Mikl- ar umræður urðu um atvinnuástand- ið á fundi borgarstjórnar og gagn- rýndi Jóna Gróa atvinnustefnu ríkis- stjórnarinnar harðlega. Fleiri borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku í sama streng. Fulltrúar minnihlutaflokkanna töldu ekki nóg að gert í atvinnumál- um skólafólks á vegum borgarinnar. Þeir létu bóka að fjárframlag borgar- ráðs og ríkisstjórnarinnar bæri vott um vilja til að leysa vandann. Þar sem enn væri ekki séð hversu mikið framlag ríkisins yrði og með tilliti til samþykktar atvinnumálanefndar um að greiða fyrir ráðningum skóla- fólks áskildu þeir sér rétt til frekari tillöguflutnings um þau efni. Meðal annars stungu minnihlutafulltrúarnir upp á því að unglingar yrðu látnir taka að sér garðvinnu fyrir borgar- ana gegn gjaldi og að snyrta til í kring um fyrirtæki, sem þess ósk- uðu. Fulltrúar Alþýðubandalagsins létu bóka að til greina kæmi að auka aðstoð á félagslega sviðinu með því að ungmenni aðstoðuðu aldraða og öryrkja á margvíslegan hátt. 689 voru skráðir atvinnulausir hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar síðastliðinn þriðjudag, 29. maí. Stærstu hóparnir eru verzlunar- menn, verkamenn og iðnaðarmenn. Skólafólk er ekki talið með í þessum * Utlánsvext- ir hækka NOKKUR hækkun varð á útlánsvöxtum hjá bönkum og sparisjóðum í gær. Fimm bankar og sparisjóðimir hækkuðu útlánsvexti í átt til samræmis við vexti Iðnaðar- og Verslunarbanka sem hækkuðu í maí. Útlánsvextir em áfram lægstir hjá Lands- banka en þar hækkuðu ein- ungis skuldabréfavextir, úr 27,5% í 30,5%. Hækkun á víxilvöxtum varð á bilinu 1-3%. Þannig hækkaði t.d. Útvegsbanki víxilvexti úr 28% í 31%, hjá Búnaðarbanka varð hækkunin úr 29% í 31% og hjá Samvinnubanka hækk- uðu víxilvextir úr 28,5% í 30,5%. Vextir af yfirdráttarlán- um hækkuðu um 1,5-3% og eru nú almennt á bilinu 34-35%, nema hjá Landsbanka þar sem þeir héldust óbreyttir 31,5%. Skuldabréfavextir hækkuðu í 5 tilvikum. Má nefna að Útvegs- banki hækkaði skuldabréfa- vexti úr 28% í 31%. og hjá Búnaðarbanka hækkuðu þeir úr 31% í 33,5%. Sjá Peningamarkaðinn á bls. 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.