Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 48
48 6Sfcl MOli .11 Ji Jt'/iGUY'íó^ (ö(I.AJhMJf»HOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 -f TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate s-n .. .að hugsa til hennar íleið- angursferð. * Ast er... Fyrirgefðu. Hún var ekki í lagi þegar ég kom með hana heim ... Akraborgin er ágætur farkostur Nú er nóg komið Til Velvakanda. í eftirtaldri röð ætti að Qarlægja eftirtalda menn, sem nú gegna ráð- herrastöðum í íslensku ríkisstjóm- inni. Andúðin á núverandi ríkisstjórn er orðin slík að alls ekki verður við unað. Þar sem þessi ríkisstjóm virð- ist bara ætla sér að sitja, hvað sem tautar og raular, þá ætti að setja saman eins konar ráð eða nefnd sem sæi um fjarlæginguna, segi stjómin ekki af sér þegar í stað. Þeir, þessi makalausa kommúnistaklíka, væm orðnir hásari en sjálf Guðrún Helga- dóttir sætu aðrir að völdum nú. Nei, hingað og ekki lengra, segjum við þúsundir og aftur þúsundir kjósenda í þessu landi. Blekkingum ykkar er senn lokið. Ráðherra ætti að fjar- lægja í þessari röð. Fyrstur verði Ólafur Ragnar Grímsson. Annar Svavar Gestsson. Þriðji Jón Baldvin Hannibalsson. Fjórði Steingrímur J. Sigfússon. Fimmti Jón Sigurðsson. Þetta em fystu fímm. Já, hvílíkt lið. En allir fá þessir menn vonandi makleg málagjöld fyrir að sigla þess- ari þjóð, sem býr í besta landi á jörð, í þvílíkar ógöngur sem nú er orðið. Því þetta em allt mannaverk, hvern- ig komið er í þessu landi þrátt fyir metaflaár síðustu árin. Þeir munu verða gerðir ábyrgir gerða sinna. Það hefur ekki dregið mikið úr lúxusinum ykkar, sem þjóðmálum þykist stýra um þessar mundir. Nei, tæpast finnst sá fundur eða ráð- stefna í víðri veröld að þið þykist ekki þurfa að sækja hana heim, helst margir. Enda emm við orðin út á við að slíku athlægi að seint mun bætt verða. Segir ekki einhvers stað- ar í fræðum kommúnista, að eyði- leggja skuli efnahag þjóðar, þurfí það til, til að koma á kerfi þeirra? Já. Vöknum nú upp íslendingar, áður en það er orðið of seint. Hrindum þessu oki af okkur nú þegar. Látum ekki manndómsleysi og sofandahátt okkar sjálfra vera vatn á myllu þess- ara auðnuleysingja lengur. Erling Ólafsson Ágæti Velvakandi. Langleiða daga lúinn einn kaus að blund’ upp á Skaga með breitt yfir haus. Það er sallafínt að stunda vinnu í Reykjavík frá Akranesi. Engir árekstrar á Breiðholtsbraut eða aðrar umferðarstíflur á leið til vinnu. Á heimleið er unnt að taka sér fínasta síðdegislúr, því þeir skaffa teppi í Akraborginni. Hinum venjulega smáa Jóni í Blesugrófínni, finnst skattamir vera orðnir æði háir. Þrátt fyrir fjár- lagagegnumgat og útlendar skuldir, em menn enn með ráðagerðir. Akraborgin er ágætur farkostur, þó óneitanlega geti farið um mann hrollur, ef gleymist að loka lúgun- um. Er og vissara fyrir farþega að fara niður í bifreiðageymslu og gera viðvart, ef gleymist að loka. Brýn nauðsyn er á að Náttúru- verndarráð friðlýsi Kópavog sem allra fyrst, gataður Kópavogur er enginn Kópavogur og á skal að ósi stemma strax. Það er gaman að klippa á þrílita borða við undirleik homaflokks, en lakara ef taka þarf erlend lán til að það geti gerst. Ætíð er best að líta tilveruna björtum augum áður en stórákvarð- anir em teknar. um gerð gegnum gata, ekki hugsa um þetta leiðin- lega, kostnað, og þetta tímafreka, undirbúningsrannsóknir. Þétt, súrt, djúpberg Noregs er best til saman- burðar við íslenska gegnumgata- hönnun. „Akrafjall og Skarðsheiði, eins og ijóubláir draumar," orti dr. Sig- urður Þórarinsson, og einmitt í beina stefnu þangað frá Reykjavík, er sjóleiðin yfir hafsbotni með þykk- um malar- og leirlögum. Undir er jarðlagakvos með gjöktandi jarð- sprangum, enda Akrafjall og Esja misgömul, gijótið í spmngukerfum kvosar er allt sundurmolað eins og svo víða á íslandi. Eftir jarðgangnagerð er það von allra að jörð hreyfist ekki meir. Gerist það engu síður, er hætta á að margur stígi á hemla bifreiðar full snögglega, en við það drepa bensínvélar oft á sér. Það fer hroll- ur um mig, er ég hugsa mér öku- mann bifreiðar starta í örvæntingu, laust eftir að jarðsjálftakippur hleypti „Úthafínu“ inn í göngin. Bjarni Valdimarsson Víkverji skrifar Yiðskiptavinir einokunarfyrir- tækja em oft berskjaldaðir gagnvart fyrirtækinu, ólíkt þeim sem eiga þess kost að skipta við fyrirtæki undir aga samkeppninnar. Vinur Víkveija fékk að reyna þetta fyrir stuttu. Hann hefur verið við nám í Boston í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni, en er á heim- leið í sumarfrí, sem hann ætlar að nota eins og flestir aðrir náms- menn, þ.e. til að vinna og afla tekna. Það var búið að ákveða dag- inn til heimferðar og haft samband við skrifstofu Flugleiða í New York til að panta far fyrir hann og sex ára gamla dóttur hans. Um leið var óskað eftir því við Flugleiði að tek- ið væri við greiðslukorti og var að auðsótt í fyrstu. Skrifstofa Flug- leiða hringi hins vegar aftur og til- kynnti að ekki væri hægt að taka við greiðslukortinu vegna þess að það væri erlent. Greiðslukortið er gefið út á íslandi, en í hugum Flug- leiða, sem munu hafa það sem reglu að taka ekki við erlendum greiðslu- kortum í Bandaríkjunum, em íslensk greiðslukort erlend. Og því hlýtur sú spuming að vakna í hug- um margra hvort Flugleiðir líti á íslendinga sem em búsettir erlendis í lengri eða skemmri tíma sem út- lendinga? xxx Flugleiðir bentu á að best væri að fara á einhverja ferðaskrif- stofu í Boston til að kaupa farmið- ana, jafnframt var sagt að kaupa yrði miðann 14 dögum fyrir brott- för til að mögulegt væri að njóta APEX-kjara. Þetta skipti þó litlu máli fyrir okkar mann þar sem hann fær miðann á sama verði hvort, sem hann kaupir hann hjá ferða- skrifstofu eða Flugleiðum. (Flug- leiðir tapa hins vegar þóknun sem félagið þarf að greiða ferðaskrif- stofunni). Því var haft samband við ferðskrifstofu og var ekkert vanda- mál með greiðslukortið. xxx Allt var því klappað og klárt, eða svo hélt okkar máður. Nei, samkvæmt upplýsingum Flug- leiða hafði önnur ferðaskrifstofa þegar gefíð út farmiðana, ferða- skrifstofa sem vinur Víkveija hafði aldrei haft samband við, enda hafði hann ekki hugmynd um að hún væri til. Vegna þessa vildi ferða- skrifstofan í Boston ekki gefa út miðana en benti á að best væri að leita nánari skýringa hjá Flugleið- um. Það var gert og lofaði viðkom- andi starfsmaður Flugleiða því að kanna málið og hringa að því loknu, en það var ekki gert. Eftir að hafa beðið eftir skýringum frá Flugleið- um í 5 til 6 klukkutíma var okkar manni farið að leiðast þófið - og hringdi aftur. Loks kom í Ijós, að á ferðinni var annar íslendingur með sama föðumafn og okkar mað- ur og þessi maður átti Iíka dóttur, sem bar þó annað föðurnafn en dóttir okkar manns. Flugleiðir höfðu því raglast á farþegum og gefíð ferðaskrifstofunni í Boston rangar upplýsingar. Nú var allt komið á hreint og því auðvelt að leysa úr vandanum, eða hvað? xxx En Flugleiðir neituðu að leið- rétta mistökin og sögðu tals- menn félagsins, að ef viðkomandi ætlaði að njóta APEX-kjara yrði hann að fara þremur dögum síðar en ætlunin var. Þannig er viðskipta- vinur Flugleiða látinn gjalda fyrir mistök starfsmanna félagsins. Spurningin er því hvort þetta sé meginregla hjá Flugleiðum eða hvort Flugleiðir haga sér svona aðeins gagnvart íslenskum „útlend- ingum“ í Bandaríkjunum vegna þess að samkeppnin er engin? xxx Yíkveiji fjallaði fyrir skömmu um nafn á veizlusal ríkisins í Rúgbrauðsgerðinni. Nú hefur Stef- án Þórarinsson á Egilsstöðum skrif- að Víkveija eftirfarandi bréf, sem er dagsett 26. maí sl.: „Ég sá í pistli þínum í gær, að nafnið á Rúgbrauðsgerðinni var gert að úmtalsefni. Faðir minn, Þórarinn Þórarins- son, fyrram skólastjóri á Eiðum, lagði til, að ráðstefnuhúsnæðið í Borgartúni yrði kallað Þiljuvellir. Þessu er hér með komið á fram- færi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.