Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 40
. \ 40 'MbRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAÓUR 2. JÚNÍ 1989 t HELGA JÓNSDÓTTIR, Túngötu 12, Húsavfk, andaðist 1. júní í Sjúkrahúsi Húsavíkur. Bömin. t Hjartkær maðurinn minn, CARLO JENSEN tannlæknir, Raadhusgade 8, Brönderslev, lést 20. maí sl. Jaröarförin hefur farið fram. Ásta Jensdóttir og fjölskylda. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlfð, ísaflrði, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar miðvikudaginn 31. maí. Sólveig Davidson, Þórdis Þorleifsdóttir, Anna Þorleifsdóttir, Örnólfur Þorleifsson, barnabörn Ólav Davidson, Héðinn Kristinsson, Alfons Guðmundsson, Brynja Einarsdóttir, barnabarnabörn. og t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTMUNDUR F. SIGURJÓNSSON, Bólstaðarhlíð 56, lést í Borgarspítalanum 24. maí. Minningarathöfn hefir farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Lára Magnúsdóttir, Georgía M. Kristmundsdóttir, Einar Sigurþórsson, Helgi Kristmundsson, Guðrún Arnfinnsdóttir, Katrfn Helgadóttir, Þröstur Helgason. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, HERDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR, Austurvegi 40, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 3. júní kl. 11.00 f.h. Stefán Gunnarsson, Gestur Stefánsson, Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Karl Stefánsson, Valborg ísleifsdóttir, fna Stefánsdóttir, Guðjón Ásmundsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR frá Deplum, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 3. júní kl. 14.00. Þorvaldur Guðmundsson, Guðmundur Þorvaldsson, Gunnhildur Davfðsdóttir, Magnús Þorvaldsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Eirfkur Ásgeirsson, Hörður Þorvaldsson, Ingibjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PETRÍNU FRIÐBJÖRNSDÓTTUR, Skipasundi 35. Sofffa Jóhannsdóttir, Jón Hjálmarsson, Bára Jóhannsdóttir, Viðar Benediktsson, Hólmfríður Jóhannsdóttlr, Kristján Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Jón Haraldsson arkitekt - Minning Fæddur 17. október 1930 Dáinn28. maí 1989 „Komdu nú sæll, og margbless- aður veri blessaður maðurinn" var ekki óalgeng kveðja þegar gengið var inn á teiknistofuna vestast í Slippfélagshúsinu í Reykjavík, ef komumaður spurði kannske sem svo hvort svo árla dags væri nokk- urt kvikvendi þar á róli að ekki væri nú talað um hann höfðingja staðarins sjálfan. Það er reyndar ekki svo langt síðan við Jón Haraldsson sátum þar saman eina morgunstund og skröf- uðum um gerð og tilhögun sérstaks húss og þó frekar um innviði hluta þess, áætlanir sem nú verða ekki framar ræddar í því samfélagi. Við vissum það reyndar kunn- ingjar og vinir Jóns að, ekki gekk hann heill til skógar og hafði enda fyrir fáum mánuðum fengið alvar- legt heilsufarslegt áfall, en nú sem fyrr kom hin stóra skilnaðarstundin á óvart og svo sannarlega ótíma- bært. Hið daglega lífið breytir um svip þegar svo fyrirferðamikill og litríkur einstaklingur sem Jón skipt- ir um tilverusvið. Jón Haraldsson var fæddur í Reykjavík 17. október 1930, sonur hjónanna Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrunarkonu og Haraldar Björns- sonar leikara, sem lengst af bjuggu að Bergstaðastræti 83 hér í borg, sem varð og heimili Jóns og fjöl- skyldu hans síðar og til dánardags hans, en Jón kvæntist árið 1956 Aslaugu Stephensen og eiga þau fjögur uppkomin börn. Jón lauk stúdentsprófi frá MR 1950, prófi í tannlækningum frá Háskóla íslands 1956 og námi í arkitektúr í Þrándheimi 1960 og framhaldsnámi í því fagi sínu í Helsinki 1961. Hann starfaði fyrst sem arkitekt í Danmörku, en rak eigin teikni- stofu í Reykjavík frá 1962. Ég læt vera að telja upp verk Jóns á sviði skipulags bæja eða teikningar fjölmargra húsa og bygginga stórra og smárra víðsveg- ar um landið, utan húss á Seltjarn- amesi sem sannarlega var spáð illa fyrir hvað hina kostnaðarlegu hlið varðaði en reyndist auðvitað bæði fagurt, snjöll lausn og kostnaðar- lega ótrúlega hagkvæmt og í hinn annan staðinn hús í Ártúnsholtinu þar sem tekist var á við uppsett og nokkuð þröngt skipulag skilmál- um þess fullnægt svo sem kostur var meðan hugarflugið og fegurðar- skynið fékk að ráða í gerð óhefð- bundinnar umgjarðar dagslegs lífs tveggja íbúa holtsins. Við Jón vorum stálpaðir ungling- ar þegar við kynntumst í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík og höfð- um þó aðeins hittst áður, en urðum mátar og sessunautar þau árin sem liðu til loka þess skóla og svo sann- arlega leiddist mönnum ekkert þá dagana og töldu sig víst æði vel fullorðna og færa í flest hvað, enda mátti þá vel bjarga heiminum milli matar og seinna kaffis og var reyndar stundum á það minnst síðar þegar nokkuð lá við að nú yrði að bjarga heiminum enn á ný og að gömlum sið, umsvifalaust á engum tím_a. Ég hygg að Jón hafi að sumu leyti átt sérstakan bakgrunn því að á þeim tíma var ekki algengt að foreldrar ættu bæði svo sjálf- stæða tilveru sem þau Júlíana og Haraldur sýndust eiga, en ætíð var gott þar heim að koma og Júlíana umhuggjusöm en um leið umburð- arlynd við strákana og þótt ég væri á þeim árum aldrei alveg viss um hvort Haraldur leit á okkur sem börn eða fullorðið fólk sýnist mér nú eftir á að hyggja að hið síðar- nefnda hafi hann notað sem viðmið í skynsamlegum áminningum sem þá þóttu auðvitað alltof varkárar en hann hafði líklegast svolítið gaman af að gefa til að sjá við- brögðin, en kært var með þeim mæðginum og ekki síður í raun með þeim feðgum og var vel við hæfi að hin síðasta listræna tjáning Jóns var í minningu föður hans svo mikið sem hann tók í arf frá Har- aldi í fasi, einurð og listrænum hæfileikum. Svo sem verða vill skildu leiðir þegar út í líf hinna fullorðnu kom stundum var langt milli funda síðan aftur styttra en sama var, menn hittust og sáust eins og varla hefði dagur liðið frá síðasta fundi og gilti einu hvar hittst var og hvort um Iengri eða skemmri stund var að ræða. Ég hygg að Jón hafi á stundum virkað nokkuð fasmikill og ef til vill harðskeyttur þegar, eða ef í odda skarst um þau málefni sem stóðu nærri hjarta hans og víst var að á stundum gat hann átt til að fínpússa ekki athugasemdir sínar. Hitt vissu þeir sem betur þekktu að mest var þetta hjúpur eða skel til varnar tilfinningamiklum lista- manni sem á sínu sérsviði mátti oft heyja baráttu við auraþursa og úr- tölumenn sem aldrei skilja auðlegð fegurðar og upphafinna forma, en svo sem feður hans, datt aldrei í hug að gefast upp, hvað sem það ella kostaði og gat hann þó verið dijúgur samningamaður byðist tækifæri til þess. Áætlanir stóðu til nýrra funda á hausti komanda næg voru umræðu- efnin sum lengi rædd önnur skem- ur. Ekki verður samt um sinn lokið umfjöllun áleitins efnis hinna síðari ára um þær sælu, eilífu og grænu veiðilendur, en góðar óskir fylgja Jóni fram á þann veginn og þakkir fyrir langa og skemmtilega vináttu. Við Jóhanna sendum Áslaugu og öðrum ástvinum Jóns samúðar- kveðjur. E. Birnir í dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Jóns Haraldssonar arkitekts. Hann andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi dags 28. þessa mánaðar, langt fyrir aldur fram, aðeins 58 ára að aldri. Hann hafði kennt sér meins fyrir hjarta. Fjölskyldunni t Hjartans þakkir sendum vifi öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU ÞÓRHALLSDÓTTUR, Norðurbrún 1, Reykjavík. Björn Guðmundsson, Ólafía Ásbjarnardóttir, Ásbjörn Björnsson, Helga Einarsdóttir, Ásta Fr. Björnsdóttir, Ásgeir Reynisson, Guðmundur K. Björnsson, Gunnlaugur R. Björnsson, Ólafur B. Björnsson. var ónotalega brugðið þegar and- látsfregnin barst, okkur varð öllum óþyrmilega ljóst hve skammt er á milli gleði og sorgar, við höfðum daginn áður fagnað námsárangri dóttur minnar í hópi frænda og vina. Jón kom ekki til fagnaðarins, sagðist vera þreyttur, næsta dag var hann allur. Jón Haraldsson fæddist í Reykjavík 17. október 1930. For- eldrar hans voru hjónin Júlíana Friðriksdóttir, hjúkrunarkona, dótt- ir Friðriks Jónssonar pósts Helga- stöðum í Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu og konu hans Guðrúnar Þorgrímsdóttur, og Haraldur Björnsson leikari frá Veðramóti í Skagafirði sonur Björns Jónssonar bónda þar og konu hans Þorbjargar Stefánsdóttur. Var Jón yngstur þriggja barna þeirra hjóna, eftirlif- andi systkini Jóns eru Stefán yfir- læknir og Dóra búsett í Noregi. Að loknu barnaskólanámi settist Jón í MR og lauk þaðan stúdents- prófi árið 1950, hann innritaðist í tannlæknadeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1956. Ekki fangaði sú starfsgrein hug hans, hann hélt til Þrándheims og hóf nám í húsagerðarlist í Norges Tekn- iske Högskole og tók þaðan loka- próf árið 1960. Næsta ár stundaði hann framhaldsnám í Helsinki og starfaði síðan um eins árs skeið í Kaupmannahöfn á teiknistofu. Eftir það rak hann eigin teiknistofu í Reykjavík til dauðadags. Þann 5. janúar 1957 kvæntist Jón unnustu sinni, Áslaugu Steph- ensen, dóttur Eiríks Stephensen, forstjóra í Reykjavík, og konu hans Gyðu Thordarson. Börn þeirra eru Gyða Júlíana, BSc., við nám í art therapy, búsett í London, gift Peter Bishop lögmanni þar, Haraldur, við nám í höggmyndalist í Dusseldorf, Stefán fetar í spor afa síns og lýk- ur prófi í leiklist frá Guildhall-lista- skólanum í London í sumar og Edda, nemandi í MR. Jón var fagur- keri, hann var listfengur og listelsk- ur, unnandi leikhúss og málverka og bókhneigður. Einkum átti tón- listin hug hans, hann var ekki að- eins söngmaður góður heldur vel heima í tónlist og með víðan tónlist- arsmekk. Hann söng í Smárakvart- ettinum í Reykjavík á meðan hann var og hét og var meðlimur í Stúd- entakórnum á námsárum sínum og formaður hans um skeið. Hann var vel ritfær og drátthagur og stund- aði nám í Handíðaskólanum og Frístundamálaraskólanum í Reykjavík. Hann var smekkvís og þau hjónin bæði, það ber heimilið þeirra vott um. Jón Haraldsson var fyrir margra Hluta sakir óvenjulegur maður, hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær óhikað í ljós bæði í ræðu og riti. Réttlætiskennd hans var rík og hann barðist fyrir því, sem hann taldi rétt vera með oddi og egg, hver sem í hlut átti. Þessi afstaða mun ekki alls staðar hafa aflað honum vinsælda. Að leiðarlokum er margs að minnast frá góðum kynnum. Skoð- anir okkar máganna á þjóðmálum og lífinu og tilverunni yfirleitt fóru ekki alltaf saman og minnist ég margra góðra stunda, stundum næturlangra, sem við áttum saman og ræddum þessi mál og krufðum til mergjar, þá gerðist hann mælsk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.