Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 18

Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 18
y 18 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 2. JUNI 1989 Afinæli: Pétur Sigurgeirs- son biskup sjötugur Hratt flýgur tíminn. Biskup ís- lands Pétur Sigurgeirsson sjötugur í dag. Fyrir meira en hálfri öld hitt- umst við í Menntaskólanum á Akur- eyri og bundumst vináttuböndum sem ekki hafa rofnað. Margar minningar vakna frá dögum í MA. Það var bjart yfir hugum okkar og félagsskapur góð- ur. Enn heldur hópurinn saman og hittist á hveiju ári oggleðst saman. Pétur Sigurgeirsson var strax hinn trausti og ljúfi félagi, sem vann sér vinsældir allra. Hann tók þátt í gleðskap okkar en gleymdi aldrei að vera trúr í námi og starfi öllu. I fimmta bekk fór hann til Reykjavíkur og varð stúdent frá MR. Foreldrar hans fluttu þangað frá ísafirði. Faðir hans Sigurgeir Sigurðsson tók við biskupsembætti í ársbyijun 1939. Pétur gleymdi ekki gömium félögum. Og þegar við sex bekkjarbræður hans hófum nám í guðfræðideild Háskólans haustið 1940 bættist hann í hópinn. Það voru fáir fyrir í deildinni svo að svona stór hópur setti svip á guðfræðideildina. Oft'var glatt á hjalla. Stúdentsár- in æskuglöð liðu hratt. Við komum oft heim í Vesturhlíð, þar sem bisk- upssetrið var á þeirri tíð, gestrisni húsráðenda var mikil og alúðleg. Margt kvöldið er við komum þar settist Pétur við píanóið og lék bæði létt stúdentalög og margt annað. Við sungum og nutum þess að ,vera ungir og áhyggjulausir. Þetta voru skemmtileg kvöld, vin- áttan styrktist. Háskólaárin liðu svo undirfljótt. Að guðfræðiprófi loknu tókum við 9 vígslu 18. júní 1944, nema Pétur sem fór til framhaldsnáms í Ameríku. Snemma árs 1947 kom hann til Akureyrar sem nývígður prestur. Brátt hófst samband okkar að nýju. Nú átti hann fagurt heimili. Ung og glæsileg kona, Sólveig Ásgeirs- dóttir, stóð við hlið hans og hefur gert öll þessi ár af mikilli prýði. Börnin fæddust og stækkuðu. Gleði ríkti á heimilinu. Alltaf var það sama ljúfmennskan og gleðin sem mætti er komið var á Hamarsstíg- inn á heimili þeirra. Sr. Pétur vann sér brátt traust og vináttu á Akur- eyri. Hann var brautryðjandi í æskulýðstarfi kirkjunnar á staðn- um. Hann stofnaði Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju. Það blómgaðist og margir eru þeir sem eiga því félagi og starfi sr. Péturs mikið að þakka og minnast þess starfs með gleði. Svo kom stofnun ÆSK, Æskulýðssambands Kirkjunnar í Holastifti. Það var mikið átak og foringinn var sr. Pétur. Fleira varð að gera, innan skamms var hafist handa og sumarbúðir reistar við Vestmannsvatn. Það starf var ánægjulegt. Hafist var handa með tvær hendur tómar. Það var hin takmarkalausa bjart- sýni sr. Péturs sem gerði það verk mögulegt. Ekki var látið staðar nema þó að erfiðleikar mættu. Það var haldið áfram og þeir sigraðir. Fyrir 25 árum voru sumarbúðirn- ar vígðar. Það var gleði í hugum allra er hlut áttu að því máli. For- inginn, formaður ÆSK, var hinn glaði sigurvegari.Starfið hélt áfram. Sr. Pétur naut þess að koma og starfa með okkur eftir því sem færi gafst. En hann hafði ærið að starfa í vaxandi bæ, Akureyri, en lét þó sitt aldrei eftir liggja. Og 1969 var hann kjörinn vígslubiskup Hólastiftis. Vígður biskupsvígslu í Hóladómkirkju 24. ágúst 1969. Gleði og þökk bjó í huga svo margra. Víðari starfsvettvangur tók við sem hann óhikað gaf krafta sína. Nú varð hann formaður Prestafé- lags Hólastiftis, sem er elsta starf- andi prestafélag landsins. Það félag sendir honum nú á afmælisdegi hans innilegar kveðjur og þakkir. Eg minnist margra stunda er hann kallaði okkur sem vorum í stjórn með honum heim til sín. Við fórum bjartsýnni og glaðari af fundi þeirra þá sem svo oft endranær. Sr. Pétur vann að framkvæmd ýmissa mála. En vígslubiskupinn gleymdi ekki vinum sínum ungum eða öldnum. Eitt dæmi man ég. Tveir Iitlir drengir fluttu í nágrenni við hann. Hann þekkti þá lítillega áður. Þeir voru ókunnir í hverfinu, en annan daginn sem þeir voru þarna hittu þeir prestinn, vígslubiskupinn. Hann heilsaði þeim af vinsemd og bauð þeim inn í næstu verslun og sagði þeim að kaupa sér eitthvað gott, hann skyldi greiða það. Hann vildi gleðja þá og bauð þá velkomna í hverfið. Þeir voru feimnir en glöddust. Nú eru þessir drengir komnir í háskóla, en minnast þessa oft og eru þakklátir. Þetta var upp- haf traustrar vináttu. Slíkt gleymist ekki. Svona var sr. Pétur og er enn. Arið 1981 tók hann við embætti Biskups íslands og flutti suður. Akureyringar söknuðu hans, en glöddust um leið yfir þeim frama er hann hlaut. Sem biskup hefur hann lagt sig fram að vinna fyrir kirkju íslands af þeirri samvisku- semi og Ijúfmennsku sem hefur ein- kennt hann í starfi öllu. Því miður hefur hánn ekki geng- ið heill til skógar hin síðustu ár og það dregið úr starfsþreki hans. Samt hefur hann lagt sig fram að starfa sem hann hefur haft orku til. Á heimili hans, biskupsgarðinum að Bergstaðastræti 75 hefur verið tekið við gestum af mikilli rausn og vinsemd. Þar hefur frú Sólveig verið hin virta húsfreyja, sem veit hvað henni ber og hefur í hvívetna viljað auka veg bónda síns. Innan skamms láta þau af störfum, því að svo hratt hefur tíminn flogið. Aldur færist yfir okkur þessa gömlu skólabræður. Við drögum okkur í hlé, aðrir taka við. Við hjónin, sem höfum starfað með herra Pétri og frú Sólveigu í áratugi og átt vináttu þeirra, þökk- um þeim árin mörgu og góðu. Við biðjum Guð að blessa þau og óskum afmælisbarninu til hamingju með daginn og framtíðina. Sigurður Guðmundsson, Hólum í Hjaltadal Fermingarfaðir minn, leiðtogi og biskup, herra Pétur Sigurgeirsson, er sjötugur í dag. Ég nota því tæki- færið og sendi honum, frú Sólveigu, börnunum og frændgarðinum öll- um, innilegustu heilla- og ham- ingjuóskir á þessum tímamÖtum og bið þeim blessunar Guðs. Enginn maður hefir haft jafn mikil og afdrifarík áhrif á mig og hann, og ég er viss um, að ég er ekki einn um slíkan vitnisburð. Það sama segja sjálfsagt jafnaldrar mínir flestir, sem áttu bernsku sína á Akureyri á fimmta áratugnum. Séra Pétur. — þannig er okkur tamast að tala um hann — kom til Akureyrar í febrúar 1947, vígður til aðstoðarþjónustu við séra Friðrik J. Rafnar, sem þá átti við heilsu- leysi að stríða. Hiklaust gekk hann til þjónustunnar, leitaði eftir sam- vinnu og fékk til samstarfs alla þá, sem höfðu eitthvað til brunns að bera, hvort heldur það var við hljóð- færaleik, söng, skáldskap, andríki, leiðtogastörf; allir voru hvattir til starfa og mættu fúsir, að því er virtist. Sumstaðar var því hvíslað, að ungi presturinn heyrði ekki þeg- ar menn segðu nei, heldur þakkaði fólki fyrirfram fyrir stuðninginn. Hvað sem öðru líður, þá var stóra, nýja kirkjan okkar skyndilega orðin full af barnaskara á sunnudags- morgnum, og í framhaldi þess komu svo stóru æskulýðssamkomurnar, sem fylltu öll samkomuhús bæjar- ins. Hið góða, fagra og glaða varð sjálfsagt mál í nærveru séra Pét- urs. Okkur var boðið að ganga með Jesú og hann var leiðsögumaðurinn á þeirri ferð. í því samhengi verður fermingardagurinn ógleymanlegur heilladagur. Um haustið — 19. október 1947 — stofnuðum við fermingarbörnin svo undir forystu hans æskulýðs- félag Akureyrarkirkju. Með því framtaki mótaði hann kirkjulega stefnu í æskulýðsmálum, sem lengi hefir varað í þjóðkirkju vorri. Kap- ella Akureyrarkirkju varð athvarf okkar unglinganna, hún var mér sem annað heimili þar til ég fluttist að heiman 1954. Síðar áttum við eftir að verða starfsbræður í Hólastifti, einmitt þann tíma, sem verið var að reisa sumarbúðirnar við Vestmannsvatn. Aftur kynntist ég bjartsýninni og óbilandi trú hans á sigur hins góða, sem æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti barðist fyrir. Og vissu- lega gerðust þeir hlutir, sem flestir úrtölumenn töldu ekki framkvæm- anlega. Á þessum tíma stóð heimili þeirra hjóna í Hamarsstíg 24 okkur samstarfsliðinu stöðugt opið til fundarhalda, ráðabruggs og per- sónulegrar sálusorgunar þegar þannig stóð á. Að sjálfsögðu var hlutur frú Sólveigar þar ekki minni, hún var hinn nánasti samverkamað- ur og ráðgjafi. Það var næstum ekki hægt að beijast gegn því, að séra Pétur yrði valinn biskup íslands. Enda gerðist það 1981. Nú lýkur senn hans biskups- dómi. Hann hefir verið mildur bisk- up og góður, en þó allra manna fastastur fyrir í sannfæringu sinni. Slíkum mönnum verður að fylgja og það gerir fólk fúslega þegar þeir leiða það til góðs. Það hefir Pétur biskup gert. Jón Bjarman „Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum." Þessi orð post- ulans eiga vel við biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, sem er sjötugur í dag. Fáir menn eru ljúf- lyndari, góðviljaðri og elskulegri í allri framkomu og kynnum en hann. Það hef ég reynt frá fyrstu fundum og sú vissa hefur styrkst með sam- starfi og samskiptum í gegnum árin. Fundum okkar bar fyrst saman um miðjan sjötta áratuginn. Bros- andi gekk hann inn ganginn stóra í Menntaskólanum á Akureyri í átt að kennarastofunni. Hann hafði með höndum kennslu í kristnum fræðum í fyrsta bekk skólans og lagði sitt af mörkum til móta það kristna og holla andrúmsloft, sem Þórarinn skólameistari lagði svo ríka áherslu á, að í skólanum mætti ríkja. Gott var ungum manni að koma í kirkjuna á Akureyri, vera við guðs- þjónustur og njóta þeirrar einlægu tilbeiðslu, helgi, hlýju og kærleiks- anda, sem mótar allar athafnir herra Péturs og hann ber fram af bjartri og vonarríki trú og bæn- ræknu hjarta. Brosandi stóð hann í dyrum Akureyrarkirkju og kvaddi alla með handabandi. Handtak hans var hlýtt og bróðurlegt og það stafaði birtu og góðvild frá þessum glæsilega og göfuglynda manni. Og svo hefur mér ávallt fundist síðan. í starfi sínu hefur herra Pétur lagt á það ríka áherslu að bera birtu og áhrif heilagrar trúar inn í líf hinna ungu. Æska íslands á einlæg- an hollvin og leiðtoga í honum. Hann átti meðal annars sinn stóra þátt í að reisa sumarbúðirnar við Vestmannsvatn, sem hafa verið meðal hinna ánægjulegustu vaxtar- brodda í starfi kirkjunnar á síðustu árum. Sem biskup hefur herra Pétur verið maður einingar, sátta og frið- ar. Hann hefur viljað efla starf þeirrar þjóðkirkju, sem er víðfeðm og „öllum opin“, kirkju, sem vill „iaða og leiða lýð, en ei með valdi neyða“. Allra vill hann vinur vera. Og það er fjarri honum að láta kenna á valdi sínu eða reyna að drottna yfir trú og skoðunum ann- arra. Vissulega hafa margir verið fyr- irferðar- og áhrifameiri í starfi bisk- ups heldur en herra Pétur, og sakir heilsubrests hin síðustu ár hafa áhrif hans orðið minni en ella. Þá er' starf biskups svo erfitt og ábyrgðarmikið að það er álitamál, hvort það er ekki einum manni um megn að bera. Margt hefur áunnist og mörgu þokað til betri vegar í embættisstíð herra Péturs. Til dæmis hafa mörg lög verið sett, sem auðvelda störf kirkjunnar og efla áhrif hennar. Nefna má lög um sóknargjöld og Jöfnunarsjóð sókna, lög um kirkjusóknir, um veitingu prestakaila, lög um kirkjuþing og kirkjuráð og lög um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar. Ég hygg að viðhorf ríkisvalds og al- mennings til þjóðkirkjunnar séu nú jákvæðari en stundum áður. Ég hef átt sæti með herra Pétri á kirkjuþingum síðast liðin þrettán ár og í kirkjuráði síðustu árin. Ekki höfum við alltaf átt samleið eða verið sammála í öllum greinum. Stundum hefur mér fundist hann mega standa fastar á skoðunum sínumog hafa sem biskup meiri áhrif á úrslit og ákvarðanatöku mála. En hann er maður málamiðl- ana og einlægur boðberi friðar og sáttargjörðar. Hann hefur meðal annars látið friðarmál talsvert til sín taka. Hann valdi friðarmál sem aðalefni hinnar fyrstu prestastefnu, sem hann stjórnaði, og haldin var á Hólum í Hjaltadal 1982. Það var dæmigert fyrir þau áhrif, sem hann hefur viljað hafa í kirkjunni. Nú þegar herra Pétur stendur við dyr starfsloka sinna sem biskup íslands, á hann einlæga virðingu og alúðarþökk okkar, sem með hon- um og undir ljúfri leiðsögn hans höfum starfað á vettvangi kirkjunn- ar. Þeir em margir, sem munu þrýsta hönd hans í þakkarhug í dag finna enn á ný trúarbirtuna, bróður- þelið, kærleikann og góðvildina, sem frá honum stafar og einkennt hefur hans ævileið og ég fann ung- ur við dyr Akureyrarkirkju við messulok. Persónulega þökkum við hjónin herra Pétri og hans mikilhæfu og ágætu konu, frú Sólveigu, fyrir samstarf og samfundi, gestrisni, góðvild og hlýju og biðjum Guð frið- arins og kærleikans að gefa þeim alla daga góða og bjarta á ófarinni ævileið. „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir mun Guðs börn kallaðir verða.“ Jón Einarsson, Saurbæ Mikið virðist tíminn stundum fljótur að líða. Mér finnst næsta ótrúlegt, að nær 8 ár skuli liðin frá því, að herra Pétur Sigurgeirsson tók við embætti biskups og nú sé komið að Iokum biskupsdóms hans. Lýðveldisvorið mun ég fyrst hafa heyrt Péturs Sigurgeirssonar getið. Þá luku 8 ungir guðfræðikandídatar prófi frá Guðfræðideild Háskóla Islands og var hann einn þeirra. Hann var þó ekki einn 9 presta, sem vígðir voru þá, því að hugur hans stóð til frekari menntunar og hann hélt til Ameríku. En þess var ekki langt að bíða, að hann vígðist til þjónustu í kirkjunni, og réðst hann til starfa norður til Akureyrar. Lét hann þar strax mikið að sér kveða, ekki sízt í æskulýðsstarfi kirkjunn- ar. Þá þegar þóttu koma í ljós þeir jákvæðu eiginleikar, sem áttu eftir SUMARHLBŒ) í KAUPFÉLÖGUNUM lieísí 1. júní Matarstell fyrir sex Hvítt kr. 2.779 Hvítt m/rauðri rönd kr. 2.998 Kaffistell fyrir sex Hvítt kr. 1.699 Hvítt m/rauðri rönd kr. 1.796 RM. PYREX eldfast mót kr. 993 HEFACOS bjórglös kr. 29 $ KAUPFÉLÖGIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.