Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 34

Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Viðbyggingin við golfskálann er 180 fermetrar að flatarmáli og með henni er komin glæsileg félagsaðstaða hjá golfurum í Eyjum. V estmannaeyjar: Yiðbygging við golf- skálann tekin í notkun Vestmannaeyjum. GOLFARAR í Vestmannaeyjum tóku fyrir skömmu formlega í notkun viðbyggingu við golfskála sinn. Viðbygging þessi er 180 fermetrar að flatarmáli og með henni er komin glæsileg félagsaðstaða hjá golfurum í Eyjum. Félagar í Golfklúbbi Vestmanna- eyja ákváðu í lok síðasta árs að ráð- ast í byggingu þessa. Þórður Svans- son var ráðinn byggingarmeistari og var húsið, sem er timburhús, reist upp á nokkrum vikum. Verktakar skiluðu húsinu frágengnu að utan í byijun apríl en þá tóku félagar í Golfklúbbnum við og gengu frá allri vinnu innanhúss í sjálfboðavinnu. Húsnæðið er nú fullfrágengið að utan sem innan og hefur skapað golfurum í Eyjum skemmtilega að- stÖðu. I húsinu er veitingasalur með útsýni yfir golfvöllinn, Hetjólfsdal og vestur fyrir Eyjar. í gamla hluta skálans verður sett upp verslun með golftæki og þar mun einnig verða eldhús fyrir húsið. Kostnaður við byggingu hússins hefur verið mikill og hafa félagar verið duglegir við að leggja fram vinnu og afla fjár til byggingarinn- ar. Þá hafa þeir borgað árgjöld nokk- ur ár fram í tímann til þess að hjálpa til við að ná endum saman. Golfarar í Eyjum eru fyrir löngu komnir á fulla ferð í æfingum og keppni, enda völlurinn í góðu ásig- komulagi. Nokkur mót hafa verið haldin og framundan er hið árlega Faxamót, sem haldið verður um hvítasunnuna. Grímur Átaksverkefiii í V-Húnavatnssýslu Sveitarfélög og fyrirtæki í Vestur-Húnavatnssýslu eru að stofna með sér félag til eflingar atvinnulífí byggðarlagsins undir nafhinu „Ataksverkefni í Vest- ur-Húnavatnssýslu“. Helstu aðil- ar að verkefninu eru Hvamms- tangahreppur, Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra og Verka- lýðsfélagið Hvöt. Væntanlegir þátttakendur eru m.a. sveitarfé- lögin í V-Húnavatnssýslu ásamt héraðsnefnd sýslunnar og Kaup- félagi V-Húnavatnssýslu. Kynn- ingarfundur var haldinn í félags- heimilinu á Hvammstanga föstu- daginn 19. maí. Yfír eitthundrað manns komu á fundinn. Nú hefur vderið ráðinn verkefinisstjóri, Karl Sigurgeirsson. Hugmyndir að átaksverkefninu komu fram á sl. vori og komu þá á fund heimamanna iðnráðgjafi Austurlands og verkefnisstjóri átaksverkefnis sem unnið er að á Egjlsstöðum og Seyðisfirði. 1 apríl sl. var málinu hrundið af stað með framlagi frá Verkalýðs- félaginu Hvöt að upphæð 500.000 krónur. Með þátttöku annarra aðila verður tryggt ijármagn til eins árs, en gera má ráð fyrir að verkefnið standi í tvö ár. I stefnuyfirlýsingu segir m.a.: „Tilgangur átaksverkefnis Vestur- Húnavatnssýslu er að auðga og styrkja atvinnulíf í héraðinu og treysta með því búsetu og bæta mannlíf í byggðarlaginu.“ Við framkvæmd verkefnisins er gert ráð fyrir að stuðst verði við fyrirmynd sem notuð var á Austurl- andi og er þar enn í framkvæmd en laga hana að aðstæðum og taka mið af reynslu Austfirðinga. Kosin hefur verið bráðabirgða- stjórn og er Helgi S. ólafsson for- maður en hann er formaður at- vinnumálanefndar Hvammstanga- hrepps. A kynningarfundinum voru ræddar alvarlegar horfur atvinnu- lífs í héraðinu. Þórður Skúlason sveitarstjóri rakti íbúaþróun í héraðinu. Arið 1970 var 361 íbúi á Hvammstanga, 1.028 íbúar í sveitum Vestur-Húna- vatnssýslu eða samtals 1.389 íbúar. Árið 1988 voru tölurnar 676 + 811, samtals 1.487 íbúar. Um atvinnumál sagði Þórður m.a.: „Skráðir atvinnuleysisdagar á Hvammstanga á árunum 1982- 1987 voru 1.500 til 2.000. Árið 1988 voru skráðir 5.084 atvinnu- leysisdagar og í janúar-apríl 1989 var talan komin í 3.859 daga. Hann benti einnig á að meðallaun í hérað- inu hefðu verið lág og árið 1986 hefði vantað 13% upp á að þau næðu meðaltali landstekna. Gunnar Sæmundsson, formaður Búnaðarsambands V-Húnavatns- sýslu, ræddi stöðu landbúnaðarins í héraðinu. Fækkun sauðfjár næmi um 25% á 10 árum, styrkir hefðu stórlækkað og jafnvel verið felldir niður og erfiðleikar væru í sölumál- um. Mjólkurframleiðslan væri í betra jafnvægi. Þórarinn Þorvaldsson á Þórodds- stöðum ræddi um markaðsmál land- búnaðarvara. Einnig hvernig ein- stakir rekstrarliðir landbúnaðarins skiptust milli heimahéraðs og ann- arra svæða, t.d. Reykjavíkur. Kristófer Oliversson frá Byggða- stofnun sagði m.a. frá árangri átaksverkefnis á Austurlandi. Fyrir tilstilli þess hafa heimaaðilar hrund- ið af stað ýmsum verkefnum og smáfyrirtækjum. Herbjört Pétursdóttir á Melstað ræddi áhrif byggðaröskunar á mannlífið og líkti henni við sjálfsvíg. Hvort tveggja væri siðferðilega rangt. Fólksfækkun í einstökum byggðarlögum hefði slæm áhrif á byggðina og oft gengi hægt að fylla í skörðin sem myndast hefðu. Helgi S. Ólafsson undirstrikaði að árangur þessa verkefnis væri fyrst og fremst undir íbúunum sjálf- um kominn. Ekki væri hægt að búast við utanaðkomandi aðstoð nema viljinn væri til staðar í héraði. Aðrir ræðumenn lýstu ánægju með að slíku verkefni væri nú hrundið af stað og hvöttu til dáða. Leitarráðstefna, nokkurs konar stofnun hugmyndabanka, verður haldin 23.-24. júní. - Karl Birna Kristjáns- dóttir — Minning Fædd 25. október 1921 Dáin 26. maí 1989 Mér er margt í huga þegar ég sest niður til þess að skrifa nokkur minningarorð um Birnu frænku. Frænka er búin að vera hluti af lífí mínu frá því að ég fór að muna eftir mér og ég er eiginlega ekki búin að átta mig á því að þeim kafla lífsins sé nú lokið. Ein af mínum fyrstu minningum tengist því þegar ég kom til frænku þá fjögurra ára til þess að vera hjá henni og manni henni vetrarlangt meðan foreldrar mínir voru bundin við nám og störf. Mér leið þar eins og blóma í eggi og æ síðan hef ég kallað þau frænda og frænku. Það segir sína sögu að það gerði líka fjölskylda mín, eiginmaður og börn þegar stundir liðu fram. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Tjaldsamkoma við Laugarnes- skóla kl. 20.30. ®FERÐAFÉUG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMARlim og 19533. 2.-4. júní: Helgarferð til Þórsmerkur Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferðir með fararstjóra um Mörkina. Brottför kl. 20.00, föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. Frænka og frændi áttu ekki börn saman en frændi, Héðinn Friðriks- son, átti soninn Jóhann Örn, frá fyrra hjónabandi, sem fluttist síðar til þeirra og ólst upp hjá þeim fram á unglingsár. Mér fannst oft á barnsárunum að Jóhann væri nokk- urs konar eldri bróðir, þar sem ég fékk oft að skreppa í helgarheim- sóknir til þeirra frænku og frænda og frá þeim á ég margar af mínum Ijúfustu minningum frá barnæsku. Þegar ég síðan varð fullorðin og eignaðist fjölskyldu þá færðist væntumþykja frænku og frænda einnig yfir á hana. Þau réttu okkur hjónunum oft hjálparhönd m.a. við barnapössun. Til dæmis passaði frænka fyrir okkur elsta barnið heilan vetur meðan ég var í námi. Mörgum árum seinna þegar hún var búin að vera ekkja í nokkur ár m útivist Helgarferðir 2.-4. júní A. Eyjafjallajökull-Seljavalla- laug. Dagsganga úr Pórsmörk yfir jökulínn að Seljavallalaug. Stórskemmtileg jökulganga. Fararstjóri: Reynir Sigurðsson. B. Þórsmörk-Goðaland. Nú fer Mörkin að lifna við. Útivistarferð- ir þangað eru ávallt við allra hæfi og gistingin í Útivistarskál- unum Básum er með tilkomu nýja eldhússins orðin eins og best gerist í óbyggðum. Við minnum hópa á að panta tímanlega fyrir sumarið, enn- fremur er minnt á að sumar- leyfi í Básum er ekki sfðra en dvöl á sólarströndu. Gerist Úti- vistarfélagar. Uppl. og farm. á skrifstofunni, Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. passaði hún einnig barn númer tvö. Frænka kom oftast í heimsókn til okkar um hveija helgi og þá var hún ekki fyrr komin inn úr dyrunum en hún fór að leika sér við börnin eða að strauja þvottinn minn eða að taka tii hendinni á annan hátt. Árið 1986 lengdist á milli okkar þegar ég og fjölskylda mín fluttum út á land og settumst að í Djúpuvík í Strandasýslu. Þetta þótti okkur báðum erfitt, en við héldum þó góðu sambandi í gegnum síma og varla leið sá dagur að ég kæmi ekki til hennar ef ég skrapp suður. Við áttum saman yndislegan tíma hér í Djúpuvík á síðasta sumri og ég var að vona að hægt yrði að endurtaka hann á þessu sumri sem virðist nú loksins fara í hönd eftir erfiðan vetur. Sú ósk byggðist að sjálfsögðu á minni eigingirni, þvi ég vissi sem var að stundaglasið hennar frænku var að tæmast. Eg þakka elsku frænku minni fyrir þann hluta lífs míns sem hún fyllti. Nú veit ég að hún er búin að hitta frænda aftur og aðra ást- vini sem horfnir eru. Það er eina huggun mín. Bestu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar, Jóhann minn. Eva og fjölskylda, Diúpuvík, Þessi minningarorð áttu að birt- ast í blaðinu í gær er útför Birnu fór fram. Vegna mistaka fórst það fyrir. Eru þeir sem hlut eiga að máli beðnir afsökunar á því. í dag, 1. júní, verður jarðsett vinkona okkar Birna Kristjánsdótt- ir. Hún lést á Grensásdeild 26. maí sl. Hún var búin að beijast hetju- lega við illvígan sjúkdóm og tókst á við hann með aðdáunarverðu æðruleysi. Hún hverfur frá okkur núna í gróandanum, en vorið var einmitt hennar uppáhalds árstími. Þá naut hún þess að fylgjast með blómunum sínum og vinna í garðinum. Nú hefur hún verið kölluð til annarra starfa, þar hlýtur Héðinn að bíða eftir henni og saman munu þau halda áfram að rækta sinn verðlaunagarð eins og þegar þau bjuggu í Goðatúninu. Það er erfitt að átta sig á því að Birna sé ekki lengur á meðal okkar. Hún verður ekki oftar með okkur í saumaklúbb. Þar var hún ætíð hrókur alls fagnaðar og smit- aði okkur allar með sínum dillandi hlátri. Það var einmitt á afmælisdaginn hennar í haust, sem hún var með okkur í síðastá sinn. Hún var að fara á spítala daginn eftir. Við sáum allar að hún var sárþjáð, en þrátt fyrir það var hún kát og hress að vanda. Samfylgd okkar í saumaklúbbn- um spannar nú yfir hálfan fjórða tug ára. Allar höfum við þekkst frá því að við vorum stelpur, allar fædd- ar og uppaldar í Svarfaðardal. Þó leiðir skildu um tíma rofnuðu vin- áttuböndin aldrei. Þannig höfum við fylgst að í gegnum árin og reynt að styðja hver aðra ef eitthvað hef- ur bjátað á, enginn kemst alveg áfallalaust í gegnum lífið. Birna var gift Héðni Friðrikssyni frá Akureyri. Hann var sérlega elskulegur og góður maður og voru þau afar samrýnd og samhent. Enda varð það mikið áfall fyrir Birnu er hann lést snögglega fyrir 14 árum. Söknuðurinn var mikill, hún sýndi stillingu, bognaði en brotnaði ekki og þegar frá leið náði hún reisn sinni og glaðværð að nýju. Birna og Héðinn voru ákaf- lega glæsileg hjón, bæði voru vel greind, lásu mikið og það var gam- an að ræða við þau á góðri stund um gátur lífsins. Það má segja að þau hjón hafi verið miklir fagurker- ar, heimili þeirra var ákaflega smekklegt og fallegt, allir hlutir valdir af kostgæfni. Snyrtimennsk- an var einstök, úti sem inni. Þau unnu tónlist og söng, enda spilaði Héðinn mjög vel á píanó. Birna og Héðinn áttu ekki börn saman, en Héðinn átti son frá fyrra hjónabandi, Jóhann Örn. Það er óhætt að segja að þó hann væri ekki sonur Birnu, er það vafasamt mjög, að hennar eigin sonur hefði reynst henni betur en Jóhann hefur gert. Slík umhyggja og elska sem hann hefur veitt henni er einstök. Birna dáði Jóhann Örn sem eigin son. Þá var henni mjög annt um syst- urbörn sín og voru mörg þeirra henni handgengin. Einnig fylgdist hún vel með hvemig bömum okkar og barnabörnum vegnaði. Bima var virkur meðlimur í Svarfdælingasamtökunum frá upp- hafi, sótti flesta fundi og samkomur sem hún gat. í þeirri keðju hefur nú einn hlekkur brostið. Að leiðarlokum kveðjum við kæra vinkonu og þökkum samfylgd sem aldrei bar skugga á. Öllum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Far þú í friði, friðar Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Gaði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Blessuð sé minning hennar. Saumaklúbburínn Þessi minningarorð áttu að birtast í blaðinu í gær, er útför Birnu Kristjánsdóttur fór íram. Það fórst fyrir og eru þeir sem hlut eiga að máli beðnir afsökun- ar. s m á ouglýsingor ¥ ÉLAGSLÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.