Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 27
26 MORGVNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 4- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulitrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið. Alþýðubandalagið flokkur í upplausn Alþýðubandalagið er flokkur í upplausn. Allt frá því Ólaf- ur Ragnar Grímsson náði kjöri sem formaður flokksins í óþökk gamla valdakjarnans innan hans, sem á rætur til Kommúnista- flokks íslands, hafa þeir sem urðu undir beðið færis að ná sér niðri á formanninum. Þeir hafa nú hafist handa um það. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki þau ítök í stjóm Utgáfufé- lags Þjóðviljans, að hann ráði því hvetjir taka við ritstjóm blaðs- ins, nú þegar tveir ritstjórar þess hafa hætt störfum við blaðið. Aðeins Ámi Bergmann situr þar eftir á ritstjórastóli en hann hef- ur það sér helst til ágætis að mati þeirra sem hafa ráð blaðsins í hendi sér, að hann hefur lítil afskipti haft af daglegri stjóm blaðsins eða flokkspólitískum skrifum í það. Málgagn Alþýðubandalagsins hefur ekki aðeins verið tekið undan áhrifavaldi formanns þess. Það hefur einnig verið ákveðið að selja húseign flokksins, án þess að hann sé hafður með í ráðum. Gamla valdaklíkan í Al- þýðubandalaginu bjó þannig um hnúta að gullkistur sjóðsins og eignir eru í hennar vörslu hvað sem tautar og raular og kemur þar Sigfúsarsjóður til sögunnar. Af samtölum um húsnæðismál flokksins í blaðinu hér á miðviku- dag má ráða, að Ólafur Ragnar sé næsta utangátta um fram- kvæmd þeirra mála. Er það sér- kennileg aðstaða fyrir formann stjórnmálaflokks að vita kannski aðeins fyrir tilviljun um heimilis- fangið á bækistöðvum flokksins síns og minnir á stöðu Hannibals Valdimarssonar, þegar hann var formaður Alþýðuflokksins. Eftir að í ljós kom að Þjóðvilj- inn var úr höndum formanns Alþýðubandalagsins og hann er ekki hafður með í ráðum um flokksbækistöðvamar, ákváðu andstæðingar Ólafs Ragnars að taka af honum Alþýðubandalags- félagið í Reykjavík. Gerðist það á aðalfundi þess í fyrrakvöld. Hafa nú stuðningsmenn Ólafs Ragnars og áhugafólk um nána samvinnu vinstri manna ákveðið að stofna nýtt félag innan Al- þýðubandalagsins. Er ekki unnt að líta á þá ákvörðun nema sem skref til þess að stofna til form- legs klofnings innan Alþýðu- . bandalagsins. Verður það vafa- laust rannsóknarefni fyrir stjóm- málafræðinga framtíðarinnar, hvernig formennsku hefur verið háttað í stjórnmálaflokki, þegar stuðningsmenn formannsins sjálfs telja sig knúna til að stofna nýjan flokk innan flokksins. í Morgunblaðssamtali fyrir skömmu lagði Ólafur Ragnar Grímsson á ráðin um það, hvem- ig háttað skyldi samstarfi þeirra þriggja flokka sem mynda núver- andi ríkisstjórn. Hann leit ekki aðeins til þeirra tveggja ára sem eftir eru af þessu kjörtímabili heldur einnig til næstu íjögurra ára. Þeir sem standa með Ólafi Ragnari að ríkisstjóminni hafa ekki viljað ræða mikið um þessa framtíðardrauma, ekki einu sinni Jón Baldvin Hannibalsson sem fór þó um landið á rauðu ljósi til að boða nýja tíma í vinstra samstarfi. Nú blasir við að þess- ir framtíðardraumar Ólafs Ragn- ars hafa byggst á hæpnu mati á stöðu hans sjálfs innan Alþýðu- bandalagsins. Honum hefur að minnsta kosti ekki tekist að halda þannig á málum, að framtíð flokksins sé öllum ljós. Skammsýni Ólafs Ragnars Grímssonar nær ekki einungis til málefna flokks hans. Engu er líkara en hann hafi ekki gert sér nokkra grein fyrir því, að í kjöl- far kjarasamninganna sem hann hafði forgöngu um ásamt Ög- mundi Jónassyni, formanni BSRB, sigldu verðhækkanir. Bjartsýni hans um afkomu ríkis- sjóðs er sama marki brennd. Andstæðingar Ólafs Ragnars Grímssonar innan Alþýðubanda- lagsins telja, að hann hafi brotið brýr að baki sér í kjaraviðræðum og verkfalli BHMR. Þá hafi hann svipt sjálfan sig fylgi þeirra hópa, sem stóðu helst að uppgangi hans innan Alþýðubandalagsins, nú eigi hann allt sitt undir stuðn- ingi gömlu valdaklíkunnar í flokknum. Uppgjörið er að hefjast innan Alþýðubandalagsins. Atburðirnir undanfama daga gætu verið upphafið að formlegum klofningi innan flokksins. I samtali við Morgunblaðið í gær segir Margr- ét S. Bjömsdóttir, sem er í for- ystusveit stofnenda hins nýja al- þýðubandalagsfélags: „Ahuga- mál okkar er fyrst og fremst framtíðin, umræða um stjórnmál og samvinnu íslenskra vinstri manna. Um það mun hið nýja félag snúast verði af stofnun þess. Við eram ánægð með þessa þróun og eram bjartsýn á mögu- leika íslenskra jafnaðarmanna." Þessi orð benda til þess að hluti Alþýðubandalags gæti gengið til liðs við Alþýðuflokk. Þá hefðu vinstri menn farið í heilan hring á hálfri öld og væra komnir aft- ur til ársins 1938. ISLANDSHEIMSOKN JOHANNESAR PALS PAFA II Pílagrímsferð til krist- inna í löndum ykkar —segir Jóhannes Páll II páfi í ávarpi til Norðurlandabúa við upphaf ferðar Kæru vinir minir. Mig langar til að senda ykkur hjartanlegar kveðjur nú þegar ég undirbý hirðisheimsókn mína til Norðurlandanna. Þjóðhöfðingjar ykkar, forsætisráðherrar og yfirmenn lútersku kirkjudeildanna í lönd- um ykkar voru svo vinsamleg að bjóða mér að koma og ég hlakka afar mikið til heimsóknarinnar. Einkum hlakka ég þó til að hitta litla en hjartkæra kaþólska söfnuði ykkar. Fyrst og fremst er það ætlunin að ferð mín verði pílagrímsferð í þágu trúarinnar til kristinna í lönd- um ykkar. Mig langar til að heiðra kristinn arf ykkar og dýrlinga fort- íðarinnar, karla og konur sem skópu sögu ykkar, ekki síst með því að treysta ævinlega á mátt fagnaðar- erindisins. Ég mun nota tækifærið í löndum ykkar og þakka Guði fyr- ir ný og fom afrek norrænu þjóð- anna ásamt öllum öðrum er vilja sameinast mér í bæn. Það er einnig einlæg von mín að nærvera biskups- ins í Róm verði til að auka veg samkirkjulegu hreyfingarinnar sem fengið hefur kristna menn til að hætta aldagömlum deilum og heíja í staðinn raunhæfar og einlægar viðræður ásamt samvinnu um áhugamál beggja. Félagsmál og efnahagur í löndum Fylgdist með ferð- um páfa til Póllands MEÐAL þeirra fjölmörgu blaða- manna sem fylgjast með heim- sókn Jóhannesar Páls páfa til íslands er Ray Dabrowski. Hann er fiölmiðlaritari Stór-Evrópu- deildar Aðventista og hefiir að- setur í London þar sem hann rit- stýrir jafhframt blaðinu Coas- cience and Liberty. Dabrowski er pólskfæddur og hefur fylgst með Jóhannesi Páli páfa í þrem heimsóknum hans til ættlands sins síðan hann varð páfi. Dabrowski segir ótrúlega breyt- ingu hafa orðið í afstöðu stjómvalda til kristinnar trúar í Austantjalds- ríkjunum, m.a. ætli ungverska stjómin að leggja niður ráðuneytið sem séð hefur um að hamla áhrifum kaþólsku kirkjunnar. Ákafar hvatn- ingar páfa til að mannréttindi verði haldin í heiðri hafi tvímælalaust orðið til að stappa stálinu í Pólveija sem flestir era kaþólskir og, sem eðlilegt er, mjög stoltir af þessum syni ættjarðarinnar. Hann sagði að spumingin um réttmæti fóstureyðinga væri að vísu nokkurt hitamál í pólsku kosning- unum sem heíjast á sunnudag en myndi þó ekki verða til að kljúfa fylkingar stjómarandstæðinga. Margir kaþólskir í hreyfingunni Ray Dabrowski Morgunblaðið/Sverrir tækju undir sjónarmið kirkjunnar sem fordæmir fóstureyðingar en þeir væra ekki endilega á því að rétt væri að setja lög á þingi um að fangelsa beri lækna fyrir að eyða fóstri eins og rætt hefði verið um. ykkar allra era hvorttveggja á háu stigi. Ykkur er það kappsmál að hlurskipti annarra þjóða verði hið sama, einkum í þróunarlöndunum. Samfélag allra manna á jörðunni er ykkur skuldbundið vegna þessa örlætis og bróðurkærleika. Ka- þólska kirkjan hefur fyrir sitt leyti lagt megin áherslu á þróun allra landa í starfi sínu. í embættisgjörð- um mínum hef ég reynt að boða félagslegar lausnir kirkjunnar á þrúgandi vandamálum mannkyns- ins. Ég er sannfærður um að vegur- inn fram á við verður ekki fundinn án þess að taka tillit til vaxandi áherslu fólks um allan heim á rétt- indi einstaklingsins, grandvallar- mannréttindi. Það nægir ekki að sinna ein- vörðungu efnislegum þörfum; full- nægja verður einnig frelsi andans sem er kjami þess er gerir okkur að mönnum. Þess vegna vona ég að mér leyfist að hylla það sem áunnist hefur í þessum efnum hjá ykkur og tjá ykkur skoðanir mínar á sameiginlegri ábyrgð á frekari sókn til friðar, réttlætis, frelsis og samstöðu. Ég þakka öllum sem undirbúa komu mína, sérstaklega þeim er sjá um andlegan undirbúning með það að markmiði að samræður okkar verði í reynd einlægar. Ég treysti á guðlegan innblástur og hand- leiðslu í ferð minni. Við Norðmenn segi ég: „Gud velsigne dere alle.“ Við íslendinga: „Guð blessi ykkur öll.“ Við Finna: „Jumala siunatkoon teita kaikkia." Við Dani: „Gud velsigne jer alle“ og við Svía: „Gud valsigna er alla.“ Morgunblaðið/Þorkell Gregoríanskur söngur æfður fyrir páfamessu Söngsveitin Fílharmónía kom saman á Landakotstúni í gærkvöldi á æfingu fyrir messu páfa þar næstkomandi sunnudag. Með níutíu manna söngsveit leika blásarar úr Synfóníuhljómsveit íslands, en stjómandi er Úlrik Ólason, organisti Landakotskirkju. Hann seg- ir æfingar fyrir messuna hafa hafist strax eftir flutning FUharm- óníu á Sálumessu Mozarts um páskana, en síðsta hálfa mánuðinn hafi hópurinn komið saman á hveiju kvöldi. Sungin verður grego- riönsk messa á sunnudagsmorguninn, með latneskum sálmalögum. Páfamessa: Sextíu börn ganga til altaris í fyrsta sinn FYRSTA altarisganga sextíu ka- þólskra bama víðs vegar að af landinu verður í messu páfa á Landakotstúni á sunnudag. Bömin eru á aldrinum átta til ellefii ára og hafa í tvö ár búið sig undir fyrstu altarisgönguna og skriftiraar. Séra Georg, skóla- stjóri Landakotsskóla, var feng- inn til að segja stuttlega frá þessu. Að sögn séra Georgs ganga ka- þólsk böm í fyrsta sinn til altaris sex til átta ára gömul, en aldurinn er mismunandi eftir löndum. Hann segir flest barnanna sem ganga til altaris hjá páfa á sunnudag vera átta ára, en nokkur sem komi utan af landi séu eldri. Tæpur helmingur hópsins er búsettur í vamarstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Undirbúningi bamanna er þann- ig háttað að þau hittast vikulega um tveggja ára skeið ásamt nunn- um eða prestum og læra um altar- is- og skriftasakramentið og mess- una. Að sögn séra Georgs er mikil- vægt að vandað sé til undirbúnings bamanna, þar sem í altaris- göngunni komist fólk í nánasta snertingu við Krist. Segir séra Ge- org að kaþólikkar taki við altaris- sakramenti í hverri messu, og sum- ir sæki messur daglega. Aðspurður um skriftirnar segir séra Georg, að reyni menn að gera sér grein fyrir að mistökum sínum og viðurkenna þau til að hljóta fyrir- gefningu öðlist þeir einnig styrk fyrir framtíðina. Hann segir að skriftir fullorðins fólks séu líkar samtali til að losa sig við ýmsa erfið- leika. Börn byiji skriftir snemma og oft fækki ferðum þeirra í skrifta- stól meðan á táningsáranum standi, enda ráði kaþólikkar hvort og hve- nær þeir gangi til skrifta. í lok samtalsins við séra Georg er hann inntur eftir hvort hann telji að heimsókn páfa verði til þess að fleiri íslendingar gangi í kaþólska söfnuðinn. Hann kveðst vera sam- mála Branderburg, biskup í Svíþjóð, um að það verði líklega ekki svo neinu nemi. Hann voni hins vegar að heimsóknin hafi þau áhrif að kristið fólk hérlendis leggi enn meiri rækt við trú sína. Páfi kemur með Frónfara: * Islenskur matur fram- reiddur á leiðinni JÓHANNES Páll H páfi kemur til landsins frá Tromsö í Noregi með Frónfara, Boeing 727 þotu Flugleiða, á laugardag. Flugvélin lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan 13.00. Miklar öryggis- ráðstafanir verða gerðar í flug- vélinni, sem og á flugvöllunum hér og í Noregi. Flugstjóri í ferð- inni verður Bjöm Guðmundsson, en hann er einn reyndasti flug- stjóri Flugleiða, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafiilltrúa. Á leiðinni verður páfa og fylgdar- Iiði hans borinn íslenskur matur, sem yfirmatsveinn Flugleiða framreiðir. Flugvélinni verður skipt í þijú farrými. Fremst verður páfi, ásamt einkaritara sínum og þjónustufólki. Á öðra farrými verða 32 kardinál- ar, biskupar og aðrir kirkjunnar menn og á þriðja farrými verður hópur 50 blaðamanna, sem fylgja páfa á ferðum hans. Öll áhöfn Frónfara verður íslensk. Bjöm Guðmundsson verður flugstjóri, aðstoðarflugmaður verð- ur Láras Guðgeirsson. Átta manns verða í flugþjónustuliði undir stjóm Emu Hrólfsdóttur, yfirflugfreyju Flugleiða. A leiðinni til íslands verður páfa og fylgdarliði hans borinn íslenskur matur. Yfirmatreiðslumaður Flug- leiða, Jón Sigurðsson, fer utan með flugvélinni og hefur með höndum matreiðsluna á leiðinni hingað. Á matseðlinum verða sjávarréttir og gæðakjöt. Frónfari er nýjasta Boeing 727 vél Flugleiða. Ástæðan fyrir því að hún er notuð, en ekki önnur hvor hinna nýju 737 véla, er að sögn Einars Sigurðssonar sú, að þessar vélar era stærri. Öryggisgæsla verður mikil, en hins vegar er ekki hægt að upplýsa í smáatriðum í hveiju hún felst. Þó er vitað, að í Tromsö er gæslan í Frónfari höndum sérstakrar öryggisnefndar norska hersins og á Keflavíkurflug- velli sér lögreglusljórinn í Keflavík um öryggismálin. Héðan fer páfi á sunnudag með flugvél frá ítalska flugfélaginu Alit- alia. Menn þaðan hafa einmitt verið hér til að gefa góð ráð til Flugleiða- manna um tilhögun og þjónustu um borð í Frónfara og hafa þeir lýst ánægju með aðstöðuna og þjón- ustuna, segir Einar Sigurðsson. Páfi blessar nýja íslenska táknmynd úr g’ulli í messu Hluti söluverðs rennur til blindra í MESSU páfa á Landakotstúni mun hann veita viðtöku og blessa táknmynd úr gulli sem Ásgeir Gunnarsson, fyrrum forsljóri Veltis, hefur hannað og látið smíða. Gulltáknið myndar þre- faldan kross og er meðal fárra gjafa frá einkaaðilum sem ákveð- ið var að páfi veitti viðtöku. For- seti íslands og biskup munu einn- ig þiggja gullkrossa Ásgeirs að gjöf. Einkaleyfi hefur fengist fyr- ir þessum mun, er seldur verður sem skartgripur í mörgum lönd- um. Hluti af söluverði hvers kross mun renna til blindra á íslandi og erlendis. Ásgeir Gunnarsson segist hafa viljað leggja einhveiju góðu málefni lið með sölu táknmyndarinnar sem hann kýs að kalla „Gullnu þrenning- una“. Því hafi hann haft samband við Halldór Rafnar hjá samtökum blindra og sjónskertra og reifað hugmyndina um að framleiða og selja táknið með því skilorði að blindir njóti góðs af. Sigurður Stein- þórsson gullsmiður í Gulli og silfri hafi tekið að sér að smíða krossinn og nú hafi einkaleyfi verið fengið í Svíþjóð og maður ráðinn til mark- aðssetningar í mörgum löndum. Ásgeir sýndi Alfred Jolson biskup kaþólska söfnuðarins krossinn þeg- ár hann heyrði að páfí væri væntan- legur hingað til lands. í páfagarði var ákveðið að hans heilagleiki tæki við krossinum í messu sinni hér á landi og blessaði. Sá kross verður síðan varðveittur í blindra- heimilinu í Reykjavík en samskonar gripur í Vatikaninu. Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, tekur við hálsmeni með krossinum þrefalda á skrifstofu >AFI AISLANDI 3,OG 4. JUN! Cc - 00 -c Gáfu út póstkort með mynd af páfa Kortaútgáfan Aurora Borealis á Akureyri hefiir gefið út þetta póstkort með mynd af Jóhannesi Páli páfa. Fyrirtæk- ið reka Anna G. Torfadóttir og Soffia Amadóttir, en á vegum þess hefur komið út jólakort með myndum úr Teiknibók frá Amastofnun og skrautletrað Faðir vor á latínu. Páfapóstkortið er fáanlegt í bókaverslunum og miiy’agripabúðum í miðborg Reykjavíkur. i 331 N111 invd NHOÍ 3dOd Morgunblaðið/RAX Páfi mun blessa kross eins og þennan í messu á sunnudaginn. Jafiiframt þiggja forseti íslands og biskup krossa að gjöf. sinni í stjómarráðinu fyrir hádegi í dag. Þá mun Halldór Rafnar af- henda biskupnum yfir íslandi, hr. Pétri Sigurgeirssyni, „Gullnu þrenninguna" í hófí er haldið verður síðdegis í tilefni af sjötugsafmæli biskups í dag. Segir Ásgeir Gunnarsson mikinn heiður að biskup og forseti íslands þiggi gulltáknið, sem hugsað sé sem íslenskt framlag til blindra. Minnispen- ingar vegna Norðurlanda- ferðar páfa í TILEFNI af heimsókn Jóhann- esar Páls II páfa til íslands em gefhir út minnispeningar, sem seldir em samtimis á Norður- löndunum í takmörkuðu upplagi: Málmur Upplag Vigt Stœrð Vcrð Brons 15.000 230 g 70 mm 2.930 Silfur (925) 2.500 180 g 70 mm 10.700 Silfur (925) 24 g 33 mm 2.690 70 mm peningarnir verða af- greiddir í öskjum með undirstöðu úr tré og upprunaskírteini. 33 mm peningarnir verða afgreiddir í myntöslqum. Afgreiðsla hérlendis í bókabúð- inni Hafnarstræti 4 og hjá félagi katólskra, Hávallagötu 16. Nauðsynlegt er að panta sem fyrst þar sem upplagið, sem hingað fæst, er mjög takmarkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.