Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 um vegna tveggja mála. Annars vegar vegna kerfísbreytingarinnar svonefndu og hins vegar að SÍF skuli ekki á einhvem hátt stöðva útflutning á ferskum, flöttum fiski sem farið hefur til söltunar á er- lendri grund eða í það minnsta refs- að þeim framleiðendum og félags- mönnum SÍF, sem tekið hafa þátt í þessum útflutningi. Nánar verður fjallað um þessi tvö afmörkuðu mál af formönnum þeirra tveggja stjóm- skipaðra nefnda sem íjallað hafa um þau; þeim Karli Njálssyni, form- anni gaeðanefndar, og Gunnari Tómassyni, sem stýrt hefur þeirri nefnd sem fjallað hefur um útflutn- ing á flöttum, ferskum flski. En ég vil um þessi mál segja þetta: Spánarmarkaðurinn er sá markaður sem borgar hæsta verð fyrir saltfiskinn okkar. Spánveijar vita það q'álfir og hafa því sífellt minnt okkur á kröfur sínar um jöfn gæði og blægóðan flsk. Með þvi að hætta að afreikna Spánarfiskinn með Portúgalsflski og setja hann þess í stað í pott með Ítalíu- og Grikklandsfiski og gera frekari kröfu um blæfallegan físk á Spán fömm við frekar að lögum SÍF en áður, sem herma, að greiða eigi sama verð fyrir fisk af sömu gæð- um. Ef við göngum út frá því að við seljum hlutfallslega sama magn í ár og í fyrra á þessa fjóra helstu markaði okkar, þ.e. Portúgal, Spán, Italíu og Grikkland, þá kemur sama upphæð til skiptanna og áður. En við skuíum gera okkur grein fyrir því að skiptingin milli framleiðenda getur orðið önnur. En ég er sann- færður um að sú skipting er réttlát- ari og að við fömm betur eftir lögum SÍF. Við þá framleiðendur, sem gagn- rýnt hafa upptöku vigtarkerfisins í stað gamla sporðatalsins vil ég segja þetta: Hjá þessu var ekki lengur komist sökum sífelldra kvartana um að fiskurinn sem við seldum stæðist ekki tal. Við stóðum frammi fyrir tveimur kostum. Annar var slæmur, þ.e. að lækka verðið vemlega til þess að mæta þessari sérstöku teg- und af undirvigt, en hinn var skárri, þ.e. að taka upp vigtarkerfið og við völdum þann kostinn. Það er sann- færing mín að þeir framleiðendur sem unnu eftir settum reglum varð- andi sporðatalið komi ekki til með að tapa á þessum þætti kerfisbreyt- ingarinnar — um aðra get ég ekk- ert fullyrt. Útflutningiir á flöttum fiski Ég sagði áðan að Spánarmarkað- urinn væri sá markaður sem greiddi hæst verð en hann er jafnframt okkar næststærsti markaður. Því hafa keppinautar okkar, einkum Kanadamenn og Norðmenn, beint öfundaraugum sínum á þann mark- að en þeirra fiskgæði hafa ekki hingað til verið slík að okkur hafi stafað hætta af þeim. Nei, okkar hættulegustu keppinautar á Spán- armarkaði, sem jafnframt hafa sett allt okkar uppbyggingarstarf þar í landi í verulega hættu, eru ekki hin- ir títtnefndu Norðmenn og Kanada- menn heldur við sjálfir. Ég leyfí mér að endurtaka, að okkar hættu- legustu keppinautar á okkar verð- mætasta markaði eru þeir íslensku aðilar sem tekið hafa að sér í lengri eða skemmri tíma að fletja eða flaka fisk og senda utan, þar sem hann er síðan saltaður úr þessu misgamta hráefni og seldur sem íslenskur salt- fiskur. Vissulega er þetta ekki íslenskur saltfiskur þótt hráefnið sé íslenskt. Og í skjóli þess að þurfa ekki að greiða innflutningstoll af þessum fiski hafa þessir saltarar í Bretlandi, Danmörku og á Spáni reynt að koma þessum físki sínum inn á spænska markaðinn og í beina samkeppni við okkur. Ef þetta mundi leiða t.d. til 10% verðlækkun- ar á íslenskum saltfiski á Spáni mundi það þýða um 270 milljóna kr. tap fyrir íslenska saltfiskiðnað- inn. Hvað er til ráða? Stjórn SÍF og nefndin sem hún skipaði hefur fyall- aði ítarlega um þetta mál, en engin ein góð lausn liggur á borðinu. Það er ljóst að stjóm SÍF hefur ekki stöðu til þess að stoppa útflutning á ferskum fiski, þótt flattur sé og því sé ég fyrir fjóra kosti. Sá fyrsti er að iáta þessa þróun afskiptalausa og fóma þar með Spánarmarkaði og síðan kæmi ít- alíumarkaður í Iq'ölfarið og síðan koll af kolli. — Ég segi NEI. Hvað haldið þið , að það verð, sem SÍF hefur haldið uppi á Spáni í skjóli styrkleika síns mundi haldast lengi ef allir framleiðendur innan SIF tækju þátt í þessum leik? í öðru lagi að SÍF hefji sjálft út- flutning á flöttum, ferskum fiski og mæti þannig þessari samkeppni. Þar með væmm við að tala um að flytja hluta af verkuninni úr landi. — Ég segi aftur NEI, en spyr þess í stað hvort menn séu þá að hugsa um atvinnuöryggi landsmanna víðsveg- ar um landið? Þriðji kosturinn er sá að SÍF mæti þessari samkeppni á þann hátt að refsa þeim framleiðendum sem taka þátt í þessum ógeðfellda leik, t.d. með því að láta þá sitja hjá við afskipanir eða jafnvel hætta að taka við fiski af þeim. — Ekki er þetta heldur geðfelldur kostur en hvað er til ráða? Hvers vegna eigum við, sem ekki tökum þátt í þessum leik, að sitja hjá? Getum við horft upp á það öllu lengur að þessir ferskfiskútflytjendur sitji við sama borð og við þegar þeim hentar en selji svo besta fiskinn sinn annað? Það gengur ekki lengur. Fjórði kosturinn sem ég sé og sá versti er að við slítum þessu 60 ára gamla samstarfi og fómum þar með öllu því sem hefur áunnist í gegnum tíðina. Þá geta þeir tekið höndum saman sem í reynd vilja vinnna sam- an eða þá að hver og einn selji fyr- ir sig, því það er deginum ljósara að samtök sem SÍF verða ekki rek- in með þeim skyldum sem á þau eru lögð, ef hluti félagsmanna sleikir q'ómann af kökunni með því að selja besta fískinn sinn fram hjá samtök- unum. Ég verð að bæta við hér, að ég reikna með því að þeir sem hafa verið að býsnast yfir háum sölu- kostnaði hjá SÍF komist á aðra skoð- un þegar þeir fara að greiða sölu- kostnað og umboðslaun misþjón- ustulunduðum smásölum. Persónulega hef ég hallast að þeirri leið að leysa þetta mál á fé- lagslegum grunni, þ.e. að við höld- um áfram að vinna saman en leitum leiða til að leysa vandamálin. Virðum langtíma hagsmuni Spyija má: Hver er ástæðan fyrir því að menn taka þátt í þessum leik? Gefur þessi útflutningur meira af sér? Ég efa það. Ástæðan sem eink- um er gefin upp er greiðslutíminn. Við vitum að hann hefur verið vandamál hjá okkur síðustu mánuð- ina og því hefur verið lögð mikil vinna í að reyna að leysa það mál. Því hefur nú þokað nokkuð áleiðis og mun Magnús Gunnarsson greina nánar frá því hér á eftir. Það er von okkar að greiðslumál- in verði orðin viðunandi innan skamms. Mun þessi útflutningur samt sem áður halda áfram? Þá liggur eitthvað annað á bak við og hvað er það? Það skyldi þó aldrei vera svo, að í þessum hópi framleiðenda séu menn sem eiga þá ósk heitasta að sjá SÍF, stærsta söluaðila & saltfíski í heiminum í dag, liðast í sundur og leggjast af? Ef svo er þá skora ég á menn að tala tæpitungulaust, hér og nú, svo allir fundarmenn megi heyra ætlun þeirra. Ég er nefnilega sannfærður um það, að ef þessi útflutningur hefst á ný í haust, þá ná þessir klofningsmenn, ef þeir eru til, fram tilgangi sínum. Því er það algjör nauðsyn að félags- menn ýái sig hér og nú á hreinskipt- inn hátt um það hver vilji þeirra sé. Hver framtíð samtakanna eigi að vera. Það er fyrst og fremst undir okkur komið en ekki einhveijum öðrum aðilum sem eiga minni hags- muna að gæta. Því vil ég nú kynna hér tillögu mína að ályktun sem ég legg fyrir þennan fund og fjallað verður vænt- anlega um síðar á fundinum: „Aðalfundur SÍF, haldinn í Reykjavík 1. júní 1989, beinir því til stjómvalda að ekki verði veitt leyfi til útflutnings á ferskum fiski, flöttum né flökuðum, sem ætlaður er til söltunar í markaðslöndum SÍF og seldur í beinni samkeppni við íslenskan saltfisk. Fundurinn hvetur jafnframt fé- lagsmenn til samstöðu um að taka ekki þátt í þessum útflutningi og virða þannig langtímahagsmuni íslensks saltfiskiðnaðar.“ Áfram verður fiskur saltaður Góðir fundannenn, ég vil minna ykkur á að SÍF er ekki eitthvert „batterí“ í henni Reykjavík, sem eigi framleiðendur og að framleið- endur vinni fyrir. SIF. var stofnað af okkur og við eigum SÍF — við emm SÍF. Því er það okkar mál að ráða örlögum þessara samtaka sem em okkur svo mikilvæg og ekki aðeins okkur heldur og starfsfólki okkar, byggðalögunum úti um allt land og síðast en ekki síst þjóð- félaginu. Eigum við að sitja áfram í sameiningu að afrakstri vinnu okk- ar eða eigum við að sjá á eftir arðin- um úr landi, þar sem hann kemur aldrei til með að nýtast íslandi og íslendingum. Þetta verðum við að ræða. Þetta vandamál verðum við að leysa í sameiningu. Það er stað- föst trú mín að við beram gæfu til þess. Með þá trú og von vil ég ljúka þessari ræðu með þessum orðum. Góðir félagar! Nýlokið er miklu saltfískári. Framleiðsla og útflutn- ingur var lítið eitt minni en metárið 1987. Salfiskframleiðendur lögðu hart að sér á árinu, þótt afrakstur- inn sem í budduna kom hafi ekki verið til að hrópa húrra fyrir. En á meðan ráðamenn þjóðarinnar leita leiða til þess að leysa aðsteðjandi vandamál í formi verðbólgu, tolla óraunhæfs gengis o.fl. verður áfram dreginn fiskur úr sjó og áfram verð- ur fiskur saltaður. En það ræðst hér í dag hvar hann verður saltað- ur. Ef við bemm gæfu til að leysa okkar mál með samstöðu, þá er það mín bjargfasta trú að á komandi ámm verði söltunin áfram einn af homsteinum sjávarútvegsins, ef sjónarmið um hámörkun hagnaðar og velmegunar í landinu fá að ráða. Saltfiskframleiðendur sjálfir mega ekki heldur láta stundarerfiðleika valda því að menn missi sjónar á tilgangi og styrk samtaka sinna. í hinni hörðu samkeppni sem nú ríkir mun það m.a. ráða úrslitum fyrir vöxt og viðgang saltfiskiðnaðarins að langtíma sjónarmið fái að ráða í framleiðslu- og sölumálum." SUMARBLOM Stjúfiur, morgunfrúr, /ládegisb/óm, nemesíur, fietún/ur, da/tur, /óbe/jur ojl., o.j/I. s/Idret me/ra úrval. FLAUELSBLÓM Þessa helgi bjóðum við glæsileg flauelsblóm í potti á aðeins kr. MATJURTAGARÐURINN - GRÆNMETISPLONTUR Eigum nú mikió af matjurtaplöntum til framhaldsræktunar, s.s. rófuplöntur, blómkálsplöntur, hvítkálsplöntur, kínakál o.fl. o.fl. Nú er tilvaliö aö búa til sinn eiginn matjurtagarö. Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.