Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 2. JUNI 1989 17 Úrslit í vali vígslubiskups liggja fyrir í mánaðarlok: Þrír gefa sérstaklega kost á sér til embættisins Morgunblaðið/Sverrir Styttu Thorvaldsens af Merkúr hefúr verið komið fyrir í aðaland- dyri Verzlunarskólans. Atkvæðaseðlar fyrir tilne&i- ingar í embætti vfgslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi hafa nú verið sendir út og eiga allar til- nefningar að hafa skilað sér fyr- ir 24. júní. Þrír menn hafa sér- staklega gefið kost á sér til embættisins, þeir sr. Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur á Selfossi, sr. Sváfnir Sveinbjarn- arson, prófastur á Breiðaból- stað, og sr. Jónas Gíslason, próf- essor við guðfræðideild Háskóla V erzlunarskólinn: Merkúrsstytta eftir Thor- valdsen gefin skólanum VIÐ brautskráningu stúdenta frá Verzlunarskóla Islands fyrir nokkru var skólanum afhent marmarastytta af guðinum Merkúr, eftir Bertel Thorvaldsen myndhöggvara. Thorvaldsen átti íslenzkan fóður,_ en starfaði í Danmörku og á Italíu. Styttan kemur að sögn Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra Verzlunar- skólans, frá dönskum kaupsýslu- manni, sem ekki vill láta nafns síns Rannsóknaskipið Árni Friðriksson: Stór rækja fannst í Rósagarðinum RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson fór í rækjuleiðangur 19. mai síðastliðinn og hefur fiindið stóra rækju í Rósagarðinum, frá 90 milum suðvestur af landinu að miðlinunni á milli íslands og Færeyja, að sögn Sólmundar Einarssonar Ieiðangursstjóra. Sólmundur sagði í samtali við Sólmundur sagði að í leiðangrin- Morgunblaðið að í leiðangrinum um hefðu fengist 100 kíló af rækju hefðu fengist mest 70 kíló af rækju á togtíma í Rósagarðinum. Þessi rækja hefði verið hrognalaus og 100 stykki hefðu verið að meðal- tali í kílói. „Rælqan var í skelskipt- um og því ekki hæf til vinnslu í dýrar pakkningar á Japansmark- að,“ sagði Sólmundur. Hann sagði að rækjan gæti verið búin að hafa skelskipti eftir nokkrar vikur. á togtíma í Lónsdýpi og yfir 200 kíló á togtíma í Berufjarðarál. Sú rækja hefði verið með hrognum og búin að hafa skelskipti en hún hefði verið minni en rækjan í Rósa- garðinum, éða 130 til 150 stykki í kílói. Hann sagðist reikna með að Ámi Friðriksson kæmi aftur til Reykjavíkur á laugardagsmorgun. Gylfi Þ. Gíslason hlýtur heið- ursverðlaun Letterstedt GYLFA Þ. Gíslasyni hefiir verið veitt heiðursviðurkenning Jacob Lettersted-stofimnarinnar í Svíþjóð fyrir framlag til menningar- og stjórnmálastarfs á Norðurlöndum. Þetta er í niunda skipti sem þessi viðurkenning er veitt og er Sigurður Bjarnason frá Vigur eini íslendingurinn sem áður hefur verið heiðraður með þessum hætti. Gustav Petrén formaður stjórnar sjóðsins kemur hingað til lands seinni hluta júnimánaðar og mun Guðrún Helga- dóttir, forseti Sameinaðs þings, þá afhenda Gylfa verðlaunin, sem eru silfúrpeningur. Gylfi Þ. Gíslason sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þessi viðurkenning hefði komið sér á óvart. Hann sagðist þekkja vel til Letterstedt-stofnunarinnar, sem kunnust væri fyrir styrkveit- ingar til vísinda- og námsmanna auk þess að gefa út tímarit, Nor- disk Tidskrift, þar sem fjallað væri um stjórnmál og efnahags- mál á Norðurlöndum. Hann sagð- ist hafa skrifað undanfarin ár í Nordisk Tidskrift en að öðru leyti hefði hann ekki kynnst starfi á vegum Lettersted-stofnunarinn- ar af eigin raun. Auk Gylfa Þ. Gíslasonar og Sigurðar Bjamasonar hafa Franz Wendt frá Danmörku, Karl- August Fagerholm frá Finnlandi, Helge Seip frá Norgei, Ame F. Andersson frá Svíþjóð, Per Olof Sundman frá Svíþjóð, Vivica Bandler frá Flnnlandi og Erling Nielsen frá Danmörku hlotið hin norrænu þjónustuverðlaun Jacob Letterstedt. Gylfi Þ. Gíslason. íslands. í raun eru þó allir kenni- menn kirkjunnar í biskups- dæminu í kjöri. Skálholtsbiskupsdæmi nær allt frá Ströndum suður um land og að Langanesi. Hólabiskupsdæmi nær hins vegar aðeins yfir Norð- lendingafjórðung. Rúmlega 100 manns eru á kjörskrá. Allir þjón- andi sóknarprestar í biskups- dæminu hafa kosningarétt, og einnig fastir kennarar við guð- fræðideildina. Guðfræðideildar- kennaramir hafa ekki kosningar- étt þegar vígslubiskup Hólabisk- upsdæmis er valinn, enda er Há- skólinn í Skálholtsbiskupsdæmi. Aðstoðarprestar og óprestvigðir guðfræðingar hafa ekki kosningar- étt, að sögn Magnúsar Guðjónsson- ar, starfsmanns biskupsstofu. Sá, sem flestar tilnefningar hlýt- ur, verður skipaður vígslubiskup. Hreinn meirihluti er ekki nauðsyn- legur eins og í kjöri biskups ís- lands. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur sr. Heimir Steins- son, sem gaf kost á sér til biskups- kjörs, ekki hug á embætti vígslu- biskups. getið. Milligöngu um afhendingu styttunnar hefur hins vegar Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra, haft. Hann er gamall nemandi skólans og hefur beitt sér fyrir því að styttan yrði sett upp í skólanum til minningar um dr. Jón Gíslason, fyrrverandi skólastjóra. „Dr. Jón var mikill húmanisti og aðdáandi klassískrar menningar," sagði Þor- varður. Merkúr var verzlunarguð Róm- vetja, hliðstæður hinum gríska Hermesi. Gyðjan Maía var talin móðir beggja, og Merkúr og Maía voru bæði dýrkuð sérstaklega í maímánuði (mánuði Maíu). 15. maí var því löngum hátíðisdagur verzl- unarmanna. í rómverskri list er Merkúr yfirleitt sýndur standandi, oft nakinn. Á fomum myndum held- ur hann oft á buddu, sem er tákn- rænt fyrir viðskiptavafstur hans. Rómverskir listamenn fengu einnig ýmislegt lánað frá hinum gríska Hermesi og þess vegna klæðist Merkúr oft vængjuðum sandölum og hefur vængjaða húfu á höfði eins og stytta Thorvaldsens. Sumar Merkúrsstyttur bera slöngustafinn, sem Verzlunarskólinn hefur í merki sínu, en Merkúr Thorvaldsens er að draga sverð úr slíðrum með hægri hendi og heldur á panflautu í þeirri vinstri. e> INNLENT Afmæli Sjálfstæð- isflokksins: Kveðja barst frá Albert Á afmælishátíö Sjálfstæðis- flokksins á Hótel íslandi í síðustu viku var lesið upp skeyti sem þangað barst frá Albert Guðmundssyni, sendi- herra í París. Skeytið var svo- hljóðandi: Sjálfstæðisflokkurinn Þorsteinn Pálsson, formaður, Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Sendi Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisfólki innilegar ham- ingjuóskir í tilefni 60 ára af- mælisins. Gæfa fylgi störfum ykkar. Albert Guðmundsson. Alþýðubandalagið: Tveir miðstj ómarmenn segja sig úr flokknum TVEIR miðstjórnarmenn í Al- þýðubandalaginu, þau Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson, hafa sagt sig úr flokknum vegna óánægju með stefnu flokksforys- tunnar. Gengu þau úr flokknum skömmu eftir átakafúnd mið- stjómarinnar 5. apríl síðastlið- inn. Anna Hildur og Gísli hafa verið í forystu Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagsins. Anna Hildur hafði ásamt fleirum forgöngu um að boðað var í skyndi til miðstjóm- arfundar við upphaf verkfalls Bandalags háskólamenntaðra ríkissstarfsmanna. Þá var mjög mikil óánægja innan flokksins vegna afstöðu Ólafs Ragnars Grímssonar, flokksformanns, til yfírstandandi kjarasamninga og þeirrar ákvörðunar hans að greiða ríkisstarfsmönnum laun sín ekki fyrirfram. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið nokkuð um að fólk segi sig úr Alþýöubanda- laginu undanfarið vegna óánægju með flokksforystuna og mun frammistaða flokksformannsins í kjarasamningum við opinbera starfsmenn ráða þar miklu. Þjóðviljinn hækkar áskrífit ÞJÓÐVILJINN hækkaði áskrift- argjöld sín nú um mánaðarmótin, eitt dagblaða. Kostar áskriftín nú 1000 kr. á mánuði. Verð Þjóð- viljans í lausasölu verður 90 kr. og verð Nýs helgarblaðs verður 140 kr. eftír hækkunina. Hallur Páll Jónsson fram- kvæmdastjóri Þjóðviljans segir að það hafi verið venjan að dagblöðin hækkuðu áskriftargjöld sín tvisvar á ári. Ástæðan fyrir því að Þjóðvilj- inn hækkar áskrift sín nú er slæm rekstrarstaða blaðsins. „Það hefiir ekki verið neitt launungarmál að rekstur Þjóðviljans hefur verið erf- iður. Við bregðumst við því meðal annars með þessu,“ segir Hallur Páll Jónsson. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson: Sjávarhiti svipað- ur og í meðalári SJÁVARHITI við Miðnorðurland er nú svipaður og í meðalári, eða 3,5 gráður, að sögn Svend-Aage Malmberg leiðangursstjóra á rann- sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni en skipið fór í vorleiðangur 23. maí síðastliðinn. „Almennt er ástand sjávar betra en við bjugg- umst við,“ sagði Svend-Aage i samtali við Morgunblaðið. Svend Aage sagði að sjávarhit- inn við Miðnorðurland væri nú einni gráðu hærri en á sama tíma í fyrra og selta sjávar væri tölu- vert meiri en þá. Hann sagði að ætlunin væri að kanna í þessum leiðangri hvort síld úr norsk-í slenska stofninum væri norðaustur af landinu. Reiknað væri með að Bjarni Sæmundsson kæmi aftur úr leiðangrinum í síðasta lagi 16. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.