Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989
Morðið á Palme:
Vitnisbnrður Lisbetar
Palme dreginn í efa
Stokkhólmi, Reuter.
EKKJA Olofs Palme, Lisbet Palme, sem er eina vitnið að morðinu
á eiginmanni hennar, verður aðalvitni saksóknara í réttarhöldun-
um yfir Christer Petterson, sem hefjast hinn 5. júní. Efasemda-
raddir um trúverðugleik vitnisburðar hennar verða hins vegar æ
háværari.
Christer Petterson, sem er 42
ára gamall Svíi, var ákærður á
mánudag, en ákæran er byggð á
likum og vitnisburði Lisbet Palme,
sem benti á Petterson í sakbend-
ingu. Hins vegar þykja ummæli
frú Palme við sakbendinguna ekki
gefa til kynna að hún hafi engin
deili vitað á þeim manni, sem grun-
ur lögreglunnar beindist að.
„Það er númer átta. Hann er
alveg eins og ég lýsti, andlitsfall-
ið, augun og óþokkalegt útlitið.
Maður sér þegar að hann er áfeng-
issjúklingurinn í hópnum," sagði
frú Palme, en sakbendingin fór
fram með þeim hætti að henni var
sýnt myndband af nokkrum mönn-
um og var Petterson einn þeirra.
Hins vegar hefur ekki fengist upp-
lýst hvemig þeir, sem önnuðust
yfirheyrsluna og sakbendinguna,
höguðu spumingum sínum, eða
hvort þeir hafi látið henni í té
upplýsingar um Petterson eða lát-
ið að einhveiju liggja um hann.
Sú ákvörðun saksóknara að
taka ekki upp viðbrögð frú Palme
á segulband hefur einnig verið
gagnrýnd af lögfræðingum og
vitnasálfræðingum. Þá em engin
gögn til um hvaða upplýsingar frú
Palme fékk frá lögreglunni eða
saksóknara áður en hún gaf vitnis-
burð sinn, sem málshöfðunin er
byggð á. Ekki þykir heldur traust-
vekjandi að sannfæring frú Palme
um sekt Pettersons jókst með
hverri yfirheyrslu og hið sama er
að segja um nákvæmni hennar í
lýsingu á morðingjanum.
París. Reuter.
ÁRLEGUM ráðherrafundi Efna-
hags- og framfarastofnunar Evr-
ópu (OECD) lauk í París í gær.
Lengi vel var tekist var á um
orðalag sameiginlegrar yfirlýs-
ingar sem gefin var út í lok fiind-
arins. Lyktir urðu þær að Banda-
ríkin eru gagnrýnd óbeint fyrir
að hóta einhliða refsiaðgerðum
gegn Japan, Indlandi og Brasilíu.
Bandaríkin saka fyrrgreind ríki
um að loka mörkuðum sínum fyrir
útlendri vöru. Fýrir skemmstu var
lögð fram kæra á Bandaríkjaþingi
gegn þeim vegna meintra ólöglegra
viðskiptahátta. Takist ekki að ná
Sem fyrr segir heíjast réttar-'
höldin hinn 5. júní, eða næstkom-
andi mánudag. í dómi sitja tveir
dómarar og þrír menn skipaðir af
stjómmálaflokkunum. Þegar hafa
tveir hinna pólitísku dómara þurft
aðyíkja úr dómnum vegna yfirlýs-
inga um málið.
Reuter
Margaret Thatcher og George Bush að afloknum viðræðum þeirra
í Lundúnum í gærmorgun.
Bush Bandaríkjaforseti á Bretlandi:
Treystum samskípti
ríkjanna enn frekar
Lundúnum. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti
átti í gær viðræður við Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
Iands. Fundur þeirra fór fram í
Lundúnum, en höfuðborg Bret-
lands var síðasti viðkomustaður
forsetans á ferð hans um Evrópu.
Bush sagði að viðræðunum lokn-
um, að hann hygðist leggja sitt
af mörkum til að treysta enn frek-
ar það „einstaka samband" sem
einkennt hefði samskipti ríkjanna.
Forsetinn kom til Bretlands á mið-
vikudagskvöld, en áður hafði hann
átt fund með Helmut Kohl, kanzlara
Ráðherrafundur Evrópuráðsins:
Aðgerðir gegn lyfla-
neyslu íþróttamanna
xveuter
Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sem stýrði fundi ráð-
herranefiidar OECD, Jean-CIaude Pay, framkvæmdastjóri OECD,
og Pierre Vinde, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD.
Ráðherrafiindi OECD lokið:
Einhliða refsiað-
gerðir gagnrýndar
sáttum hafa Bandaríkjamenn lýst
sig reiðubúna til að grípa til ein-
hliða refsiaðgerða.
Orðalag þess hluta tilkynningar-
innar sem hvað lengst var tekist á
um varð að lokum svohljóðandi:
„Ráðherrarnir hafna eindregið til-
hneigingum til einhliða, tvíhliða,
svæðisbundinna og þvingaðra við-
skipta sem ógna hinu marghliða
kerfi.“ Bandarísku sendinefndinni
tókst að milda harkalegra orðalag
sem Japanir og Evrópubandalagið
sóttust eftir að fá inn í lokaályktun-
ina og þykjast flestir geta sætt sig
við málamiðlun þessa.
TVEGGJA daga fundi ráðherra,
sem fara með íþróttamál í löndum
Evrópuráðsins, lauk á Kjarvals-
stöðum i gær. Svavar Gestsson
menntamálaráðherra, sem var
fundarstjóri, sagði að fundurínn
hefði verið árangursríkur. Ráð-
herramir hefðu til að mynda kom-
ið sér saman um að grípa til sam-
eiginlegra aðgerða gegn
lyfjaneyslu íþróttamanna og sam-
þykkt ályktun þar sem íþrótta-
menn eru hvattir til þess að forð-
ast samskipti við ríki, þar sem
kynþáttaaðskilnaður viðgengst.
Á fundinum urðu nokkrar umræð-
ur um aðgerðir til að fá stjórnvöld í
Suður-Afríku til að láta af aðskilnað-
arstefnu sinni. Sænski ráðherrann,
Ulf Lönnqvist, kynnti tillögu frá full-
trúum Norðurlandanna, þar sem
ríkisstjómir Evrópuráðslandanna eru
hvattar til að beita sér gegn sam-
skiptum íþróttamanna og íþróttafé-
laga í löndum sínum við Suður-
Afríkumenn.
í máli Lönnquist kom fram fyrri
aðgerðir hefðu ekki skilað nægum
árangri og því þyrfti að auka þrýst-
inginn á íþróttamenn og samtök
þeirra, með því til dæmis að skera
niður opinber framlög til þeirra, sem
hefðu samskipti við Suður-Afríku-
menn, og neita íþróttamönnum það-
an um vegabréfsáritun.
í umræðum kom fram stuðningur
við þessa tillögu Norðurlandanna.
Meðal annars lýsti Colin Moynihan,
íþróttaráðherra Breta, yfir stuðningi
við hana, en bresk stjómvöld hafa
verið treg til að beita Suður-Afríku
þvingunaraðgerðum.
Ráðherrarnir samþykktu ennfrem-
ur sáttmála, sem samræma á reglur
hinna ýmsu landa varðandi lyfja-
neyslu íþróttamanna. Þá ræddu ráð-
herramir ofbeldi á íþróttaleikvöngum
og samþykktu viðmiðunarreglur um
eftirlit með miðasölu, áfengissölu í
nágrenni íþróttaleikvanga og fleira.
Þá var fjallað um íþróttir fatlaðra,
varnir gegn meiðslum í íþróttum og
áhrif íþrótta á efnahagslífíð.
Á fundinum áttu Kanadamenn,
Ungveijar og Pólveijar áheyrnarfull-
trúa, en Ungveijar og Pólveijar hafa
aldrei áður tekið þátt í ráðherrafundi
á vegum Evrópuráðsins, en þeim
hefur verið boðið að undirrita menn-
ingarsáttmála ráðsins. Ungveijar
hafa sýnt áhuga á inngöngu í ráðið
en ekki sent formlega umsókn.
Vestur-Þýsklands, í Bonn. í gær-
morgun gekk George Bush á fund
Margaret Thatcher í forsætisráð-
herrabústaðnum að Downingstræti
10 og ræddust þau við í tæpar tvær
klukkustundir. Að viðræðunum lokn-
um tjáði forsetinn blaðamönnum að
vináttusamband ríkjanna tveggja
væri grundvallað á sameiginlegu
gildismati þeirra. Kvaðst hann ganga
að því sem vísu að framhald yrði á
því en forveri Bush í starfi, Ronald
Reagan, þótti eiga sérlega gott sam-
starf við Margaret Thatcher.
Breski forsætisráðherrann lofaði
framgöngu forsetans á leiðtogafundi
aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins
(NATO), sem lauk í Brussel í Belgíu
á þriðjudag. sagði Thatcher fundinn
hafi skilað „einstökum árangri".
Engu að síður þótti ljóst að leið-
togana hefði greint á um ýmislegt.
Bush sagði viðræðumar hafa farið
fram í „fullri hreinskilni" en það
orðalag þykir að öllu jöfnu vísa til
ágreinings í viðræðum ráðamanna
og þjóðarleiðtoga. Margaret Thatc-
her hefur látið í ljós efasemdir um
réttmæti þess að hafnar verði við-
ræður við Sovétmenn um fækkun
skammdrægra kjamorkuvopna í
Evrópu en su var meginkrafa vest-
ur-þýsku ríkisstjómarinnar á leið-
togafundinum. Raunar hafa tilslak-
anir Bush gagnvart Vestur-Þjóðveij-
um á leiðtogafundinum vakið nokkra
athygli. Þannig sagði kunnur dálka-
höfundur bandaríska dagblaðsins
Washington Post, Jim Hoagland, sem
er helsti sérfræðingur blaðsins á vett-
vangi utanríkismála, að Bush hefði
með þessu viljað treysta samskiptin
við Vestur-Þjóðveija og að vaxandi
tilhneigingar gætti til að einangra
Margaret Thatcher, sem þykir lítt
gefin fyrir málamiðlanir.
Mannréttindaráðstefiia RÖSE í París:
Rúmenar sæta harðri gagnrýni
París. Reuter.
RÚMENAR hafa sætt harðri gagnrýni á mannréttindaráðstefhu á
vegum RÖSE, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem fram
fer í París. Eru Rúmenar harðlega gagnrýndir fyrir ítrekuð brot á
mannréttindasáttmála þeim, sem samþykktur var á fundi RÖSE í
Vínarborg í janúar síðastliðnum.
Gagnrýnin gekk svo langt að
fulltrúi Rúmena, Teodor Melescanu,
hótaði að hætta þátttöku og kvaðst
hann ekki geta sætt sig við að ráð-
stefnunni skuli hafa verið breitt í
réttarhöld yfir rúmenskum stjórn-
völdum.
Fulltrúar á fundinum sögðu að
Rúmenar væru einangraðir á fund-
inum vegna ásakana um að þeir
hefðu flutt þúsundir manna nauð-
ugar frá heimilum sínum og að
rúmenska leynilögreglan hefði
gerst sek um alvarleg mannrétt-
indabrot gegn andófsmönnum.
„Ég tel enga ástæðu til að halda
áfram slíkri umræðu,“ sagði Meles-
canu, en sagði þó síðar að hann
ætlaði ekki að ganga af fundinum.
Hann kvaddi sér hljóðs hvað eftir
annað til að veija málstað rúmen-
skra stjómvalda og sagði þau hafa
miklar efasemdir um fyrrnefndan
mannréttindasamning RÖSE.
Reuter
Fréttabann frá Peking
Stjómvöld i Kína hafa sett bann við fréttaflutningi erlendra Qöl-
miðla frá Peking. Er talið að sú ráðstöfiin sé fyrirboði hertra
aðgerða gegn námsmönnum á Torgi hins himneska friðar. Hér
sést hermaður hindra störf fréttamanns bandarisku sjónvarps-
stöðvarinnar CBS um miðnæturbil að kínverskum tima.