Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 29 Morgunblaðið/Þorkell Sýning verður haldin dagana 2. og 3. júní í Seljahlíð dvalar- heimili aldraða. Sýning á vinnu heimilismanna SELJAHLÍÐ er dvalarheimili fyrir aldraða og þar búa 78 heimilismenn. Félagsstarf er rekið fyrir heimilismenn og einnig fyrir aldraða í hverfinu. Heimilið tók til starfa fyrir 3 árum og er þetta í þriðja sinn sem haldin er sýning á vinnu heimilis- manna. Sýningin verður opin dag- ana 2. og 3. júní klukkan 14-16.30 og er öllum opin. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Fjöruferð í SAMVINNU við Náttúru- fræðistofu Kópavogs mun Nátt- úruvemdarfélag Suðvestur- lands standa fyrir kynningu á morgun, laugardaginn 3. júní, á því hvemig best er að und- irbúa fjöruskoðunarferð. Náttúrufræðistofa Kópavogs, Digranesveegi 12, verður opin frá klukkan 13.30-16. Fyrirlestur um miðaldalist HINN kunni breski miðaldalist- fræðingur Nigell Morgan gistir Island í boði Stofiiunar Ama Magnússonar frá íslandi og Þjóðminjasafns íslands með stuðningi frá British Council og flytur hér tvo fyrirlestra með myndasýningum. Fyrri fyrirlesturinn íjallar um skrifara og lýsendur handrita á Englandi frá því um 1100 og fram til miðrar 14. aldrar, einkum vinnuaðferðir þeirra eins og þær birtast í máli og myndum. Hann verður fluttur í dag, föstudaginn 2. júní. Síðari fyrirlesturinn er um alt- arisbríkina frá Möðruvöllum í Eyjafirði og verður fluttur mánu- daginn 5. júní. Báðir fyrirlestram- ir verða fluttir á ensku í Odda, stofu 101 og hefjast klukkan 17.15. Öllum er heimilt að sækja þá. Síðasta sýning- LR í Iðnó Fjórar sýningar eftir á Sveitasinfóníu í DAG, föstudaginn 2. júní, og laugardaginn 3. júní klukkan 20.30 verða 97. og 98. sýning LR á Sveitasinfóníu Ragnars Arnalds. Era þá aðeins eftir tvær sýningar, 9. og 10. júní. Þessar sýningar eru jafnframt síðustu sýningar Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó og með þeim lýkur 92 ára sögu Leikfélagsins í þessu húsi. Regnboginn sýnir mynd- ina „Synda- gjöldin“ REGNBOGINN hefur tekið til sýninga myndina „Syndagjöld- in“. Með aðalhlutverk fara Charles Bronson og Kay Lenz. Leikstjóri er J. Lee Thompson. Minningar fyrri hörmung- artíma þjá enn Paul Kersey arki- tekt og hann hefur martröð um nætur, þar sem hann lifir upp aftur þá atburði þegar kona hans og dóttir höfðu verið myrtar og hann sjálfur gerst miskunnarlaus böðull til að hefna harma sinna. Yfirlýsing Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi yfirlýsing frá Alþýðu- bandalaginu i Reykjavík. „Vegna ummæla Olaf Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins í fréttatíma ríkisút- varpsins að kvöldi fyrsta júni um ijölda fundarmanna á aðalfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík óskast eftirfarandi yfirlýsing birt. Fundinn sátu á milli 80 og 90 manns. Þegar gengið var til kosn- inga eftir miðnætti voru greidd 45 atkvæði en þá var um það bil helmingur fundarmanna farinn af fundi. Að sjálfsöðgu er þetta ekki mikil fundarsókn, en óþarfi að gera minna úr henni en raun er. Stefanía Traustadóttir, formað- ur Alþýðubandalgsins í Reykjavík. Breskt herskip í heimsókn Tundurduflaslæðarinn HMS Ledbury í breska flotanum kemur í 6 daga heimsókn tíl Reylqavíkur í dag, föstudaginn 2. júní. Skipið er 60 m á lengd og 675 t að eigin þyngd en það var smíðað í Southampton fyrir 10 árum. Það er óvenjulegt fyrir þær sakir að skrokkur þess er úr plasti, styrktu trefjagleri til þess að minnka seguláhrifin, en þetta skip ásamt systurskipum sínum eru þau stærstu sem smíðuð hafa verið úr plasti til þessa. HMS Ledbury verður til sýnis fyrir almenning í gömlu höfninni klukkan 14-16 á morgun, laugar- dag. Tónleikar í Tunglinu Föstudaginn 2. júní, kl. 23.23 mun hljomsveítin Risaeðlan halda tónleika í skemmtistaðn- um Tunglinu, ásamt Langa Sela & Skuggunum. Tilefni þessara tónleika er m.a. útkoma fyrstu hljómplötu Risaeðl- unar, hver er fjögurra laga og stendur útgáfufyrirtækið_ Smekk- leysa % að útgáfunni. Áætlaður útgáfudagur er 10. júní. Síðari hluti sumars mun hljóm- sveitin halda vestur um haf til tónleikahalds ásamt þremur öðr- um hljómsveitum á vegum Smekklaysu. Einnig undibýr Risa- eðlan nú hljómleikaferð til Sovét- lýðveldisins Armeníu á hausti komandi undir merkjum Next Stop Soviet-hreyfingarinnar. Risaeðlan, f.v.: Halldóra Geirharðsdóttir, Þórarinn Kristjánsson, Sigurður Guðmundsson, Ivar Ragnarsson og Margrét Kristín Blöndal. Leiðrétting Ranglega var farið með nafn listamannsins sem hlaut þriðju verðlaun í samkeppni um listaverk í Laugardal í Morgunblaðinu á þriðjudag. Hann heitir Björgvin Gylfi Snorrason, en ekki Björgvin Gylfason eins og stóð í blaðinu. Er hann beðinn velvirðingar á mistökunum. Námskeið í dulspeki 3. JÚNÍ verður haldið námskeið í dulspeki á Hótel Lind í Reylqavík. Felst námskeiðið aðallega í að móttaka tilfinn- ingar, skap og persónuleika firá árum fólks. Námskeiðið er samtals 8 tímar að lengd, tveir laugardagar og tveir miðvikudagar. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Friðrik P. Ágústsson, dulspekingur. (Fréttatilkynning) Charles Bronson í hlutverki sinu í myndinni „Syndagjöldin“ sem Regnboginn hefiir tekið til sýninga. Ekki var við sölu á lánsloforðum -segir formaður Félags fasteignasala „ÉG HEF EKKI orðið var við að menn séu að selja lánsloforð Húsnæðisstofiiunar ríkisins," sagði Þórólfiir Halldórsson, for- maður Félags fasteignasala, í samtali við Morgunblaðið. Þór- ólfiir sagðist ekki geta séð hvem- ig menn ætluðu sér að koma kaupum á lánsloforðum í gegnum kerfíð, þar sem þau væm per- sónubundin og lánin væra ein- göngu greidd út á fasteignir. Þórólfur sagði að eitthvað væri um að menn tækju lán út á lánslof- orð Húsnæðisstofnunar hjá verð- bréfasölum en það hefði dregið verulega úr því. Menn væru famir að sjá hversu dýrt það væri. Nú bíða 10 til 15 þúsund manns eftir að fá lán hjá Húsnæðisstofn- un, að sögn Sigurðar E. Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra stofnun- arinnar. Sigurður sagði að síðastlið- ið haust hefðu á annað hundrað manns tekið lán hjá verðbréfasölum út á lánsloforð Húsnæðisstofnunar. Hann hefði hins vegar ekki orðið var við að menn hefðu tekið slík lán hjá verðbréfasölum að undanfömu. Fiskverö á uppboösmörkuöum 1. júní. FISKMARKAÐUR hf. i Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verð (lestir) verö (kr.) Þorskur 59,50 45,00 51,00 30,281 1.544.397 Þorskur(smár) 38,00 38,00 38,00 0,950 36.100 Ýsa 78,00 35,00 42,12 3.545 149.307 Karfi 38,00 38,00 38,00 0,617 23.446 Ufsi 22,50 22.50 22,50 1,144 25.744 Steinbítur 40,00 35,00 38.74 3,826 148.219 Langa 40,00 40,00 40,00 1,059 42.360 Lúöa 180,00 70,00 135,18 0.797 107.738 Koli 31,00 31,00 31,00 1,376 42.653 Keila 14,00 14,00 14,00 1,744 24.416 Skötubörð 195,00 195,00 195,00 0,171 33.248 Skötuselur 83,00 83,00 83,00 0,025 2.075 Sköfuselssk. 300,00 300,00 300,00 0,107 32.100 Samtals 48,42 45,759 2.215.813 Selt var úr bátum. í dag verða m.a. seld 90 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu og 5 tonn af karfa úr Núpi ÞH, Geir SH og fleirum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 57,00 19,00 51,93 20,453 1.062.070 Þorskur(smár) 37,00 37,00 37,00 0,922 34.114 Ýsa 86,00 50,00 68,87 4,984 343.260 Karfi 42,00 28,00 37,33 1,581 59.025 Ufsi 37,00 19,00 28,70 1,698 48.728 Steinbítur 34,00 28,00 30,94 1,209 37.410 Hlýri+steinb. 34,00 31,00 32,90 0,139 4.573 Langa 26,00 26,00 26,00 0,130 3.380 Lúða(stór) 200,00 180,00 198,10 0.231 45.760 Lúða(smá) 220,00 190,00 214,50 0,703 150.795 Skarkoll 60,00 54,00 55,88 0,383 21.402 Keila 7,00 7,00 7,00 0,040 280 Skötuselur 115,00 110,00 112,03 0,074 8.290 Samtals 55,88 32,591 1.821.287 Selt var úr Keili RE og bátum. í dag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 54,50 30,00 51,88 27,474 1.425.276 Ýsa 84,00 49,00 59,57 25.932 1.544.722 Karfi 37,50 12,00 34,29 11,460 392.921 Ufsi 31,50 21,50 27,91 7,575 211.383 Steinbítur 35,00 10,00 31,53 5,326 167.937 Langa 38,50 10,00 37,88 0.460 17.425 Lúða 220,00 175,00 202,79 0,838 169.935 Skarkoli 37,00 35,00 35,08 2,628 92.180 Keila 9,00 5,00 8,95 2,047 18.325 Skata 70,00 60,00 69,63 1,557 108.420 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,250 1.250 Skötuselur 235,00 235,00 235,00 0.050 11.750 Héfur 10,00 10,00 10,00 0,060 600 Samtals 48,59 85,657 4.162.124 Selt var meðal annars úr Unu í Garði GK, Þuríði Halldórsdóttur GK og Eldeyjar-Boöa GK. I dag verða m.a. seld 25 til 30 tonn af þorski, karfa og ufsa og fleiri tegundum úr Happasæli GK. Morgunblaðið/Árnl Sæberg Tökum landið ífóstur Ungir sjálfstæðismenn hafa hafið sölu á græðlingum, tijákorni, grasfiræi og áburði úr gám á Ártúnshöfða undir kjörorðinu „Tökum landið í fóstur". Einnig dreifa þeir ókeypis blöðmm og sælgæti handa bömum, og bæklingum um umhverfísvemd, og á næstunni verða einnig gefiiir handhægir mslapokar í bíla. Á myndinni em Magnús Om Stefánsson og Helgi Helgason úr Tý, Félagi ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, við gáminn á Ártúnshöfða. Ungir sjálfstæðismenn úr Kópavogi munu verða við gáminn nokkrar næstu helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.