Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 16
16
! I .í íLt)AQUT8(y*I (31QAJ9MUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JtJNÍ 1989
Frá 1. júní til 1. ágúst
er opnunartími okkar sem hér segir:
Rafmagnsvörur:
OSRAM - ljósaperur,
rafmagns-heimilistæki, lampar,
ljósabúnaður og símtæki.
Opið 8-16.15
Tæknivörur:
Hella- og Wagner-bílavörur,
Yale - talíu- og hurðapumpur,
prentvörur.
Opið 8-16.15
Hótel/búsáhöld:
Borðbúnaður, glervara,
plast, stál, gjafavara,
hitakönnur.
Opið 8-16.15
Doktor í næringarfræði
INGA Þórsdóttir, 33 ára Reyk-
víkingur, varði á sumardaginn
fyrsta doktorsritgerð í næringar-
fræði við læknadeild Gautaborg-
arháskóla. Fjallar ritgerðin um
niðurstöður rannsókna sem tald-
ar eru hafa þýðingu fyrir með-
ferð sykursýki og offitu.
í ritgerð Ingu er meðal annars
greint frá niðurstöðum mælinga á
blóðsykri, amínósýrum og öðrum
efnum, og hvemig ýmsar gerðir
sterkju og trefjaefna hafa áhrif á
frásog næringarefna. Ritgerðin,
sem gefin hefur verið út í Gauta-
borg nefnist „Dietary Effects on
Glycemic Response and Gastric
Emptying in Man. An experimental
Study in Healthy and Diabetic
Subjects". í dómnefnd við doktors-
vömina sátu professorarnir Sven
Lindstedt, Ulf Lagerkvist og Ulf
Smith, en aðalandmælandi var próf-
essor Nils-Georg Asp frá Lundi.
Dr. Inga varð stúdent frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
vorið 1975 og hjúkrunarfræðingur
eftir nám í Háskóla íslands vorið
1980. Hún er fyrsti íslenski hjúkr-
unarfræðingurinn sem lýkur dokt-
orsprófi. Inga hefur stundað fram-
haldsnám í næringarfræði í Svíþjóð,
og unnið að rannsóknum sínum við
Næringarfræðideild Sahlgrenska
sjúkrahússins, meðal annars í sam-
Med.Dr. Inga Þórsdóttir.
vinnu við prófessorana Björn Isaks-
son og Henrik Andersson.
Foreldrar Ingu em hjónin Ragn-
hildur Helgadóttir og Þór Vil-
hjálmsson. Inga vinnur enn við
sjúkrahús og háskólann í Gauta-
borg, þar sem hún býr ásamt eigin-
manni sínum dr. Stefáni Einars-
syni, efnafræðingi, og tíu ára dóttur
þeirra Ástu.
Miele -búðin, Sundaborg 1, s: 688589:
Miele-heimilistæki,E!iI!ESlog Metos hóteltæki.
Opið 9-18
Sænsk stórhljómsveit
í Norræna húsinu
Lokað laugardaga
JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13 -104 Reykjavík - Sími 688 588
SÆNSK stórhljómsveit frá Karlstad, Skáre Big Band, heldur ton-
leika í Norræna húsinu sunnudag 4. júní kl. 18.00. I hljómsveitinni
eru 20 manns og á efhisskránni eru þekkt jasslög. Stjómandi hljóm-
sveitarinnar er Per Berggren.
Skáre Big Band hefur haldið tón-
leika á hinum Norðurlöndunum í
sambandi við vinabæjarmót og er
hljómsveitin stödd hér á landi vegna
vinabæjarmóts á Blönduósi, en
Karlstad er vinabær Blönduóss. Þar
verða tónleikar laugardaginn 3.
júní.
Skáre er lítill byggðarlqami í
Karlstad með öflugt tónlistarlíf. Þar
er starfrækt bæði stórhljómsveit og
lúðrasveit með hljóðfæraleikurum á
öllum aldri. Sá yngsti er 12 ára og
ÞAÐ GENGUR MED
Ginge er val hinna vandlátu - gæðanna vegna.
Athugaðu að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi
í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni.
Ginge Park 46 BL drifvél
Ginge P 420
□ Vönduð, létt og lipur
□ kraftmikill Briggs & Stratton Quantum mótor
□ 42 sm hnífur
□ þægileg hæðarstilling í einu handfangi
□ grassafnari sem lætur ekki sitt eftir liggja
Ginge Park 46 BL drifvél
□ Fagmennirnir kalla hana „Rolls Roys“
sláttuvélanna
□ valsasláttuvél; 46 sm vals, klippir grasflötina
listavel v
□ Briggs & Stratton mótor
Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta.
Sparaðu þér sporin og komdu beint til okkar.
Slátiuwéla
marhaðurinn
G.A. Pétursson hf.
Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80
Kannt þú nýja símanúmeríbf% /3x67
Steindór Sendibilar jA I A KJmSMM
sá elsti 65 ára.
Lúðrasveitin spilar á Blönduósi á
laugardag og leikur á Lækjartorgi
kl. 15 á sunnudag, ef veður leyfir.
Leikfélag Blönduóss heimsótti
Karlstad 1985 og flutti „Skugga
Svein“ við mjög góðar undirtektir.
Það hefur Iengi staðið til.hjá Karl-
stad bæjarfélaginu að endurgjalda
þessa menningarheimsókn og
síðastliðinn vetur veitti bæjarstjóm-
in í Karlstad 100.000 sænskum
krónum til ferðalags hljómsveit-
anna í Skáre.
Framandi og ógleymanlegur
hrísgrjónaréttur. Löng
hrísgrjón blönduð með ses-
am, möndlum og núðlum og
kryddað á afar sérstæðan
hátt. Svo sannarlega öðruvísi
kjúktingaréttur.
Fyrir 4 - suóutími 8 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSON&CO.
Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32