Morgunblaðið - 02.06.1989, Síða 30
ifc 'VlUl V y-i ;l U.-iciiH tJt/tldl'.iJtfíiOiV
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989
Sverrir Pálsson.
Gagnfræðaskóli Akureyrar:
Sverrir Pálsson hættir
SVERRIR Pálsson, skólastjóri
Gagnfræðaskólans á Akureyri,
tilkynnti við skólaslit í fyrrakvöld
að hann hafí beðist lausnar í
starfí frá og með 1. september
næstkomandi.
Sverrir hefur verið skólastjóri
Gagnfræðaskólans í 26 ár, en hann
hefur starfað við skólann frá því
árið 1947, eða í 42 ár. „Þetta var
indæll tími, ágætt samstarfsfólk og
ljúfir nemendur," sagði Sverrir.
Nemendur við Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri voru 450 síðasta
vetur í þremur bekkjum og 21
bekkjardeild. Kennarar voru 38,
jafnmargir og árið á undan.
Við skólaslitin gerði Sverrir grein
fyrir starfsemi skólans síðasta vetur
og í máli hans kom m.a. fram að
tölvuvæðing skólans væri orðin
þokkaleg og horfði sífellt í fram-
faraátt. Meginhluta andvirðis nýju
tækjanna og búnaðarins væri runn-
in frá gjafafé gamalla nemenda og
af sjálfsaflafé skólans, þannig að
kostnaðarhluti bæjarsjóðs Akur-
eyrar væri lítill og léttbær skatt-
borgurum. Þá gerði Sverrir grein
fyrir ferðalögum sem voru þó nokk-
ur, sem og félagslífi skólans og
gestakomum.
í vor reyndust 15 af 21 bekkjar-
deild skólans reyklausar og var ein
bekkjardeildin dregin út til verð-
launa og fær Þórsmerkurferð fyrir
reykleysið. Þá fengu tveir nemend-
ur í hverri fjögurra reyklausra 9.
bekkjardeilda hringferð um landið
í verðlaun frá Krabbameinsfélagi
Reylqavíkur og Bifreiðastöð Is-
lands.
Þrjár stúlkur, ein úr hveijum
bekk, fengu verðlaun fyrir frábær-
an námsárangur, níu fengu verð-
laun fyrir störf að félagsmálum og
tveir nemendur fengu verðlaun fyr-
ir forystu að félagsmálum. Þá fékk
einn nemandi verðlaun frá danska
kennslumálaráðuneytinu fyrir góða
kunnáttu í dönsku.
í lok ræðu sinnar þakkaði Sverr-
ir starfsfólki, kennurum og nem-
endum fyrir veturinn, sem og öllum
þeim sem skólinn hefði haft sam-
skipti við og greitt götu hans.
Þórgerír samning við Kreditkort
Knattspymudeild Þórs á Akureyri og Kreditkort hf. hafa gert
með sér auglýsingasamning. Knattspymudeildin mun stuðla að
útbreiðslu Eurokorts bæði innan félagsins og utan og jafiiframt
auglýsa kortið í öllum ferðum allra flokka og fá greitt fyrir það
ákveðna upphæð. „Þetta er hagstæður samningur og hefiir tals-
vert að segja hvað varðar reksturinn á deildinni," sagði Sigurður
Amórsson formaður Knattspymudeildar Þórs. Á myndinni em
frá vinstri Sigurður Amórsson, Nói Bjömsson fyrirliði, Baldvin
Guðmundsson og Hlynur Birgisson úr Þór og Atli Jónsson frá
Kreditkortum.
Erfið og vandasöm vinna
- segj a j arðgangamenn í Ólafsfi arðarmúlanum
Jarðgangagerðinni í Ólafs-
fjarðarmúla miðar vel áfram og
era göngin nú farin að nálgast
1.450 metra. Unnið er við ganga-
gerðina allan sólarhringinn, á
tveimur vöktum, dagvaktin hefet
kl. 6 að morgni og lýkur ld. 4
að deginum, en þá tekur seinni
vaktin við og er að fram til kl. 6
næsta morgun. Nú vinna 28
manns við gangagerðina, þar af
13 Norðmenn. I sumar verða um
40 manns að störfum við Múla-
göngin, en í byrjun næsta mánað-
ar koma Fjölnismenn á vettvang
og he§a byggingu vegskála Ól-
afeQarðarmegin.
Það er Krafttak hf. sem sér um
framkvæmdir við göngin í gegnum
Múlann, en það er sameignarfélag
norska verktakafyrirtækisins Aker
Contractors og Ellerts Skúlasonar
hf. Krafttak var stofnað árið 1984
er fyrirtækin tvö undirrituðu samn-
ing um gerð allra neðanjarðar-
mannvirkja Blönduvirkjunar og frá
þeim tíma hefur fyrirtækið unnið
samfellt að jarðgangagerð.
Staðarstjóri Norðmannanna er
Stig Frammersvik og vaktformaður
Leif Tore Tommeras. Báðir hafa
um 15-20 ára reynslu við jarð-
gangagerð, en hér á landi hafa
þeir verið frá árinu 1984 er þeir
hófu vinnu við Blönduvirkjun. Þeir
sögðu í samtali við Morgunblaðið
að veturinn hefði verið harður og
iðulega hefðu þeir orðið veðurteppt-
ir á leið til vinnu í Ólafsfirði, en
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Trausti Þorsteinsson
Traustísest-
ur í stólinn
Trausti Þorsteinsson settist í
stól fræðslustjóra á Norður-
landi eystra í gærmorgun.
Trausti hefiir gegnt starfí
skólastjóra Dalvíkurskóla und-
anfarin ár.
Ekki hefur hann hugsað sér að
flytja búferlum frá Dalvík, heldur
mun hann aka til Akureyrar að
morgni vinnudags, en þar er skrif-
stofa fræðslustjóra stað-
sett.„Þetta var ágætur dagur og
mér líst vel á mig hér,“ sagði
Trausti að loknum fyrsta vinnu-
deginum. Hann hefur áður unnið
á fræðsluskrifstofunni og er því
hagvanur.
Morgunblaði/Rúnar Þór
Leif Tore Tommeras vaktformaður, Stig Frammersvik staðarstjóri,
Bjöm Harðarson staðarverkfræðingur og Hannes Hreinsson yfiijarð-
fræðingur Vegagerðarinnar fyrir utan skrifetofú Vegagerðarinnar.
við gangagerðina er unnin vakta-
vinna og fara Norðmennimir heim
í fríum.
Þeir Stig og Leif sögðu að vinnan
væri erfið og launin í samræmi við
það. „Þetta er erfið og vandasöm
vinna og menn taka ákveðna
áhættu. Það má ekkert út af bregða
og menn verða að vera með fulla
fimm allan tímann. í rauninni þarf
sérstakar manngerðir til að stunda
þessa vinnu, menn em inni í
göngunum allan tímann og einu
vinnuhléin em þegar við bíðum eft-
ir að reykurinn hverfi," sögðu þeir
félagar. Á meðan þeir bíða þess að
reykurinn liðist út úr göngunum
setjast þeir niður í „kaffistofu" sína,
en þar er um að ræða gám sem
dreginn er á milli útskota eftir því
sem lengra dregur inn í fyallið.
Samskipti íslendinga og Norð-
manna kváðu þeir með mestu ágæt-
um, ekki hefðu komið upp nein
samskiptavandamál nú þó svo að
hópurinn kæmi inn í svo lítið byggð-
arlag sem Ólafsfjörður væri. Svo
til allir Norðmennimir em fjöl-
skyldumenn og fara þeir allir heim
þegar þeir eiga lengra frí, en fyrir-
komulagið er þannig að unnið er í
þijár og hálfa viku og síðan eiga
menn frí í tvær og hálfa viku.
Frítímann sem þeir eiga meðan á
vinnu stendur sögðust þeir nota til
að sofa, „og hugsa heim“, bætti
Leif við. „Við treystum okkur ekki
til að ferðast neitt út fyrir Ólafs-
íjörð í vetur af ótta við að komast
ekki hingað aftur vegna ófærðar,"
sögðu þeir aðspurðir um ferðalög
um ísland.
Jarðgöngin í Ólafsfjarðarmúla
em nú rétt um 1.450 metrar að
lengd en verða 3.130 metrar að
lengd fullbúin. Áætlað er að verkinu
ljúki að mestu í lok árs 1990. Göng-
in verða með einni akrein og útskot
verða með 160 metra millibili. Við
gangamunnana verða vegskálar
með tveimur akreinum, og verða
þeir 165 metrar að lengd Ólafs-
fjarðarmegin og um 100 metrar
Dalvíkurmegin. Nýir vegarkaflar
verða byggðir að báðum munnun-
um, alls um 2,8 kílómetrar. Vegur-
inn um Ólafsfjarðarmúla hefur
löngum þótt erfiður og varasamur
vegna snjóþyngsla og ofanflóða og
hefur vegurinn að jafnaði verið lok-
aður um 30 daga á ári og jafn-
marga daga er hann lokaður hluta
úr degi. Með jarðgöngunum í Múl-
anum verður þessum farartálma
rutt úr vegi, auk þess sem vegurinn
styttist.
Sjallinn:
Rokkskór
og bítlahár
Valin atriði úr sýningunni Rokk-
skór og bítlahár verða á dag-
skránni í Sjallanum á Akureyri
á laugardagskvöld og hefet hún
kl. 22.00.
Á sýningunni koma fram söngv-
ararnir Einar Júlíusson, Anna Vil-
hjálmsdóttir, Karl Örvarsson, Ingv-
ar Grétarsson, Sólveig Birgisdóttir,
Júlíus Guðmundsson og Ólöf
Sigríður Valsdóttir. Kynnir er
Bjami Dagur Jónsson.
Örn Guðmundsson og Guðbjörg
Jónsdóttir íslandsmeistarar í rokk-
dönsum ætla að rokka af list á
Sjallagólfinu af þessu tilefni.
Aðeins verður um þessa einu
sýningu að ræða.
Þórsvöllur kl. 14.00 laugardag
ÞÓR - KA