Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 41
I 41 MORGUNBLAÐIÐ FCKSTUDAGUR 2, JÚyí, 1,989 Skarphéðinn G. Eiðs- son - Minning ari en aðrir mælskir. Ég get ekki skilið við þessi kveðjuorð öðruvísi en að þakka honum fyrir vinsemd- ina sem hann sýndi börnum mínum frá því þau voru í þennan heim borin til hins síðasta. Mér eru ekki .orð tiltæk til að lýsa þessu nánar, en ég veit að börnin okkar Mundu gieyma ekki honum Jónsa meðan þau geta munað. Finnur Stephfyisen Ég var að koma frá útlöndum á miðvikudagskvöld, þegar mér barst fregnin um fráfall Jóns Haraldsson- ar arkitekts, og setti hljóðan yfir þeim ósköpum, að þessi þróttmikli og skapríki vinur skyldi vera burt kvaddur svo snögglega á besta aldri. Að honum er vissulega mikill sjónarsviptir, því bæði lét hann mjög um sig muna, þarsem hann tók til hendi, og var þannig skapi farinn, að af honum gustaði hvar sem hann kom. Lognmollu þoldi hann ekki né heldur hálfkák. Lund- in var heit og tilfinningarnar næm- ar, réttlætiskenndin rík og viljinn til að koma skikki á mannlíf og samfélag brennandi. Enda þótt Jóni Haraldssyni auðn- aðist á eijusamri ævi að koma ótrú- lega miklu í verk og skiia mörgum stórvirkjum, sem varðveita munu nafn hans í annálum íslenskrar húsagerðarlistar, þá var hitt ekki síður mikilvægt að hann barðist í ræðu og riti, stundum af allmiklu offorsi, gegn hvers konar lágkúru, nesjamennsku, málamiðlun og spill- ingu í starfsgrein sinni, og var þannig rödd hrópandans meðal starfsbræðranna sem ekki kunnu allir að meta hreinskilni hans og umbótavilja. Vísast þótti honum ekki erindið vera í samræmi við erfiðið á þeim vettvangi, enda við ramman reip að draga í samtryggðu ætta- og kunningjaveldi, en í augum almennings var hann samt sá af arkitektum landsins sem skarpastar hafði útlínur og ríkasta þörf og þor til að ganga á hólm við ósómann og spákaupmennskuna sem löngum hefur loðað við íslenska húsagerðar- list. Þó hann fengi kannski ekki þá áheyrn sem hann verðskuldaði né þann byr sem hann hefði kosið, þá verður hans óefað seinnameir minnst sem ákaflega svipmikils brauðryðjanda í sinni grein. Jóni Haraldssyni voru falin fjöl- mörg trúnaðarstörf um ævina, bæði meðan hann var við háskólanám heima og erlendis (hann var lærður tannlæknir jafnt sem arkitekt) og lengstaf síðan, og er með öðru til vitnis um traustið sem hann aflaði sé með einlægni sinni, áhuga og umbótavilja. Eg vil að leiðarlokum þakka fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á, þó samfundir væru með strjálla móti. Það var ævinlega end- urnærandi og uppörvandi að hitta Jón á förnum vegi og eiga við hann orðastað. Honum fýlgdi hressilegur blær einsog títt er um hreinskilna menn og heilsteypta. Ekkju hans, Aslaugu Stephen- sen, og fjórum uppkomnum bömum þeirra hjóna sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau og hughreysta í harmi sem engin orð fá sefað. Blessuð sé minning Jóns Haralds- sonar. Sigurður A. Magnússon Miðvikudaginn 26. apríl sl. kom Jón Haraldsson teiknimeistari hinn- ar nýju kirkju, sem rís á Borginni í Stykkishólmi, vestur í Stykkishólm að sjá raunveruleika hugarsmíði sinnar og leggja á ráðin um til- högun ýmissa atriða, sem setja svip- mót á húsið. Það var gott veður og góður dagur, fagurt að ferðast á loftvegum. Það gaf framtíðarsýn til vígsludags í fyllingu tímans og gleðihrif settu blæ sinn á síðdegið. En nú mánuði síðar leggjast dimmir slóðar á hugarhimin af því að andlát Jóns bar að á úthallandi sunnudegi sl. Hann hefur þó lagt íbúum Stykkishólms eftirtektar- verða byggingu til að festa augu við og hreifa huga af, þar sem er kirkjan, sem ætlað er að standa um aldir á Borginni fyrir augum gesta og gangandi jafnt sem heima- manna. Margir munu spyija, hver er höfundur þessa húss um langa framtíð. Nafn Jóns Haraldssonar og Stykkishólmsbær munu eiga samleið inn til framtíðar. Þakkir tjáum við fyrir hugvit, samstarf og samskiptastundir. Eiginkonu Jóns og bömum og öðrum ástvinum vott- um við samúð. Guð blessi minningu hans. Stykkishólmssóknarbúar Sú kynslóð íslendinga, sem nú er að kveðja, hefur sannarlega lifað tímana tvenna. Einn af þessum mönnum var tengdafaðir minn, Skarphéðinn Gunnar Eiðsson, sem lést 26. maí síðastliðinn. Skarphéð- inn fæddist 28. maí 1916 að Klung- urbrekku á Skógarströnd, sonur hjónanna Sigurrósar Jóhannesdótt- ur frá Hraunsmúla í Staðarsveit og Eiðs Sigurðssonar frá Klungur- brekku. Sjö ára að aldri flutti hann með foreldmm sínum og systkinum, Sigurði, Jóhannesi, Lilju og Lámsi til Stykkishólms þar sem faðir hans gerðist skipstjóri á skútum. í Stykk- ishólmi fæddust tveir yngstu bræð- ur hans, Kjartan og Ágúst. Árið 1925 flutti ijölskyldan til Hafnar- fjarðar. Þrettán ára gamall missti Skarphéðinn föður sinn og hófst þá lífsbaráttan í fullri alvöru. Árið 1939 var mikið gæfuár í lífi Skarp- héðins því þá kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Guðmundu Ólafsdóttur fæddri á Torfastöðum í Fljótshlíð 10. maí 1916. Þau héldu uppá gullbrúðkaup sitt hinn 13. maí síðastliðinn. Kona hans og böm þeirra fimm, Eirikur, Sigurrós, Eið- ur, Aðalheiður og Jóhannes, vom hans hamingja í lífinu, enda barna- lán besta gjöf forsjónarinnar. Böm- in hans nutu þess líka að eiga góð- an föður, því hann var þeim ávallt það öryggi og sá bakhjarl, sem hægt var að treysta á. Hann var mikið hraustmenni og skilaði löng- um vinnudegi var vinsæll og vel metinn bæði af vinnufélögum og atvinnurekendum sínum. Síðustu árin var heilsan tekin frá honum og hann þurfti að heyja langt og erfítt stríð. Nú er lífsgöngu hans lokið, klungurbrekkan að baki. Skáldum er gefið að koma orðum að því sem við vildum sagt hafa og góð er sú hugsun að við blasi af brekkubrúninni fögur engi og víðir vellir himneskra sveita þar sem lambaspörðin em logagyllt og hörð. Elsku tengdamamma, mágkonur og mágar. Yljum okkur við minn- inguna um góðan mann, sem átti ríkt líf og gaf mikið af sjálfum sér. Tengdadóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ÍVARS HELGASONAR, Grensásvegi 60. Lilja Ingimundardóttir, Helgi ívarsson, Jónfna Steingrfmsdóttir, Rannveig ívarsdóttir, Ottl Kristinsson, Guðbjörg fvarsdóttir og barnabörn. Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn þriðjudaginn 6. júní í Súlnasal Hótels Sögu. DAGSKRÁ: Kl. 10.40 Kjörfundur beinna meðlima. Kl. 11.00 Fundarsetning. Kjör fundarstjóra og fundarritara. Kl. 11.15 Ræða formanns VSÍ, Gunnars J. Friðrikssonar. Kl. 11.45 Ræða forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar. Kl. 12.30 Hádegisverður aðalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.15 SAMKEPPNISSKILYRÐIIÍSLENSKRA ATVINNUVEGA - Afkoma í atvinnurekstri: Ólafur Nilsson, endurskoðandi. - Samkeppnishæfni ísl. atvinnurekstrar: Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur. - Evrópa og atvinnulífið: Kristján Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur. - í samkeppni um sumarfrí: Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri. - Það eru fleiri í heiminum: Friðrik Pálsson, forstjóri. Kl. 15.00 Skýrsla framkvæmdastjóra yfir liðið starfsár og önnur aðalfundarstörf. Kl. 16.00 Fundarslit. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á aðalfundi. STEINGRIMUR HERMANNSSON HANNES G. SIGURÐSSON ERNA HAUKSDÓTTIR ÓLAFUR NILSSON Æm&L ■f&Af /|jpPf,§fe: KRISTJAN JÓHANNSSON FRIÐRIK PÁLSSON * 'KKI BARA SVJÖRl Panther iþróttaskórnir eru sko engir venjulegir skór. Þeir laga sig vel aö fætinum, eru léttir og þægilegir jafnt i íþróttirnar sem og til notkunar dagsdaglega. Sterkir og endingargóðir og fást á öllum útsölustöðum okkar. Kaupfélögin um land allt. ▼

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.