Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989 19 að fylgja honum í starfi. Ég þekkti síra Pétur ekki mikið persónulega framan af ævi, umfram það sem gjörist með presta innan stéttarinnar. Hann lét allmikið að sér kveða á synódum og prestafund- um og ávann sér brátt vinsældir fyrir hlýju í viðmóti og drenglynda framkomu. Það var ljóst, að þar fór góður maður, sem hann var. Svo kynntist ég honum nánar, er ég eitt sinn var veðurtepptur nyrðra. Ég var ókunnugur á Akur- eyri, en hann tók við mér, sýndi mér bæinn og opnaði heimili sitt fyrir mér. Mér er minnisstætt, hve mér þótti hann vinsamlegur og hjartahlýr. Og ekki var frúin síðri í þessum efnum. Síra Pétur ávann sér almennar vinsældir vegna mannkosta sinna. Hann valdist til forystu meðal presta nyrðra og var kjörinn vígslu- biskup Hólabiskupsdæmis eftir síra Sigurð Stefánsson. Undir forystu Péturs höfðu norðlenzkir prestar með sér margvíslegt samstarf, ekki sízt á sviði kirkjulegs æskulýðs- starfs. Auk þess var honum mikið hjartans mál að efla áhrif og þátt- töku leikmanna í starfi kirkjunnar. Þeir norðanmenn stofnuðu til nám- skeiðahalds á Hólum, leikmanna- skólans, þar sem leikmenn komu saman ásamt prestum og ræddu ýmis mál, er snertu kristni og kirkju. Mikið orð fór af þessu sam- starfí norðlenzkra presta undir ör- uggri forystu síra Péturs. Þá hafði hann mikið og gott samstarf við biskup íslands, Sigurbjörn Einars- son, sem fól honum alloft að vinna biskupsstörf, er þörf krafði. Það kom því fáum á óvart, er Sigurbjörn biskup lét af embætti, að síra Pétur þætti sjálfsagður { hópi biskupsefna. Og í ljós kom, að hann hlaut embættið. Eftir að síra Pétur tók við bisk- upsembætti, tókst náið samstarf með okkur vegna setu minnar á Kirkjuþingi og í Kirkjuráði. Þá fékk ég að kynnast því, að ekki var of- sagt um þá mannkosti hans, sem þegar er getið. Pétur biskup er góður maður, gestrisinn og hjartahlýr. Hann vill hvers manns vanda leysa og er sér- lega lagið að hjálpa fólki að sjá aðstæður sínar í heildarsýn. Þó hefur hann ákveðnar skoðanir og getur verið fylginn sér og fastur fyrir, þegar svo ber undir. Mannkostir hans nutu sín vel í biskupsstjóm hans og fyrstu árin var heilsan góð. Embætti biskups fylgir jafnan mikil ábyrgð, raunar miklu meiri en gildandi lög kveða á um. Því veldur hvorttveggja sögu- leg hefð og staða íslenzku þjóðkirkj- unnar, enda er þetta annað elzta embætti íslenzku þjóðarinnar. Og það mun mál manna, sem gjörst þekkja til, að embætti biskups sé erfitt og vandasamt. Ætli það sé ekki stundum kalt á toppnum? Ég veit mæta vel, að oft reyndist hon- um þungbært &ð geta ekki leyst brýnan vanda þeirra, er til hans leituðu. Auk þess varð hann fyrir þungum áföllum, sem hann tók með karlmennsku hins trúaða kristna manns. Ég ætla mér ekki þá dul, að gjöra starfi Péturs biskups tæmandi skil í stuttri blaðagrein. Hitt dylst ekki, að íjölmargt hefur breytzt til hins betra í kirkjunni í biskupstíð hans. Langar mig aðeins að nefna fáein atriði, er koma upp í hugann: 1. Samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar hefur verið sett á stofn, en hún auðveldar öll sam- skipti milli þessara aðila. 2. Fjárhagsstaða kirkjunnar hef- ur breyzt mjög til hins betra og kemur þar hvorttveggja til, hækkun sóknargjalda og stofnun Jöfnunar- sjóðs sókna. Standa vonir til, að íjármálum kirkjunnar sé nú allvel borgið. 3. Kirlqan hefur eignazt eigið hús og þar með hefur gamall draumur rætzt. 4. Skipulagsbreytingar á bisk- upsstofu horfa til mikilla bóta í starfi hennar. Þessa verður minnzt sem árang- urs í kirkjulegu starfi undir stjórn Péturs biskups sem og margs ann- ars, er til heilla horfir í starfi kirkj- nnar. En því miður hefur ekki allt fengizt fram, sem hann hefur borið fyrir bijósti. Má þar. t.d. nefna frumvarp kirkjuþings um starfs- menn kirkjunnar, sem lá óafgreitt í kirkjumálaráðuneytinu nokkur ár, en hefur nú verið fellt að tillögum um breytta skipan prestakalla og prófastsdæma. Vonandi verður þess skammt að bíða, að það mál nái einnig fram að ganga. Pétur biskup hefur þegar hrundið fram merku nýmæli, sem nefnt er í frumvarpinu um starfsmenn kirkj- unnar, stofnun leikmannastefnu, þar sem leikmenn hittast til um- ræðna um málefni kirkju og kristni. Þar með hefur langþráður draumur biskups rætzt og miklar vonir eru bundnar við störf leikmannastefn- unnar í framtíðinni. Þessi skrif áttu ekki að verða tæmandi upptalning á því, sem hæst ber í biskupstíð herra Péturs biskups, heldur fyrst og fremst per- sónuleg vinarkveðja til hans og þeirra hjóna í tilefni þessara merku tímamóta. Og ekki má gleyma hlut biskups- frúarinnar, frú Sólveigar Asgeirs- dóttur, sem jafnan hefur með glað- værri reisn staðið við hlið eigin- manns sína í annamiklu og erfiðu stafi og hvatt hann til dáða, en þau hjón hafa veirð einstaklega sam- hent í starfi og heimili þeirra borið þeim fagurt vitni, enda gestrisni þeirra einstök. Minnumst við hjónin með þakklátum huga ijölmargra ánægjustunda á heimili biskups- hjónanna að Bergstaðastræti. Ég geymi í þakklátum huga mynd góðs manns, sem átti þá ósk heitasta að vinna kirkju Krists allt það gagn, sem hann mátti, og lagði sig fram um að koma góðu til leið- ar. Ég óska biskupshjónunum allrar blessunar Guðs um ókomna tíð, um leið og ég þakka þeim fyrir liðinn tíma. Jónas Gíslason Herra Pétur Sigurgeirsson sjö- tugur. Allir hlutir hafa sinn tíma, og á sjötugsafmæli herra Péturs Sigur- geirssonar erum við minnt á, að nú hefur það brátt sinn tíma að hann láti af störfum sem biskup íslands. þegar svo er komið, koma upp í hugum okkar prestanna minn- ingar um samstarfið við hann á liðn- um árum. Hvert og eitt okkar á sínar dýrmætu minningar um það. Mörg munum við til dæmis þá upp- örvun, sem fólst í því er biskupinn' hringdi til að mæla nokkur hvatn- ingarorð, er þungbærir erfiðleikar steðjuðu að í söfnuðum okkar. Sjálfur á ég góðar minningar um persónuleg kynni mín af séra Pétri. Mikils met ég þá alúðarfullu rækt, sem hann sýndi föður mínum öldr- uðum og móður minni allt til þessa. Margt mætti rekja um þessi kynni öll, en bíður að sinni. í störfum sínum leitast stjórn Prestafélags íslands við að vetja hag og réttindi prestanna. Margvís- leg eru þau mál, er upp koma, og oft reynast þau okkur erfið úrlausn- ar. Gjarnan leitum við liðsinnis bisk- ups, þegar þyngst er fyrir fæti. í þessu hefur séra Pétur reynst okkur vel. Hann hefur sýnt einlægan vilja til að setja sig inn í kjör prestanna og taka þátt í kjörum þeirra. Aldrei hefur biskupinn verið svo önnum Á vorönn stundaði 171 nám við Vélskólann. 6 kennarar af 17 eru í HÍK og misstu nemendur 3 vikna kennslu vegna verkfalls BHMR. Af þeim sökum voru nemendur ekki brautskráðir við skólaslitin og prófskírteini voru ekki afhent. Hins kafinn, að við ættum ekki greiðan aðgang að honum með erindi okkar. Enginn er hafinn til þess veglega embættis, sem séra Pétur gegnir, nema að í fari hans sjái menn ein- hveija þá hluti, sem sérstaklega eru eftirsóknarverðir og til fyrirmynd- ar. Ekki ætla ég að lýsa séra Pétri nákvæmlega hér, en minni á þrennt í fari hans, sem er okkur prestunum pg öllum mönnum til fyrirmyndar. í fyrsta lagi nefni ég þann mikla fúsleik til rækja þjónustuna, sem einkennir séra Pétur. I öðru lagi blasir það við hveijum, sem til þekk- ir, að hann er örlátur maður, sém vill mikið á sig leggja annarra vegna. Loks er séra Pétur hinn ein- lægi trúmaður, sem í blíðu og stríðu gengur fram í heilsteyptu trausti til Drottins. Um leið og stjórn Prestaféiagsins árnar séra Pétri heilla á afmælinu, þakkar hún í nafni stéttarinnar samstarf liðinna ár. Guð gefi að enn megum við vænta virkrar þátttöku hans í starfi kirkjunnar á komandi árum. F.h. stjórnar Prestafélags íslands Sigurður Sigurðarson Biskupshjónin taka á móti gestum í biskupsgarði, Berg- staðastræti 75 i dag, afmælis- daginn, kl. 15—17. vegar veitti Landssamband íslenskra útvegsmanna Sigurði Steindórssyni verðlaun við athöfn- ina fyrir bestan námsárangur í vél- fræðigreinum og Vélstjórafélag ís- iands veitti Hirti Guðjónssyni viður- kenningu fyrir félagsmálastörf. Skólaslit í Vélskólanum VÉLSKÓLA ísands var slitið laugardaginn 20. maí. Vegna verk- falls kennara í HIK voru nemendur ekki brautskráðir við skólaslit- in, en í vor áttu 15 nemendur Ijúka 4. stigi, sem er lokapróf frá skólanum. Menntamálaráðuneytið mun hins vegar beita sér fyrir því, að vélstjóraefni fái undanþágu til þeirra starfa, sem próf þeirra hefðu veitt réttindi til. TÓNLISTARVIÐBURÐUR Óperutónleikar til styrktar kr al)i) ameinsr amisó krium Óperusöngvaramir Kristján Jóhannsson tenór og Natalia Rom sópran syngja þekktar óperuaríur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói laugardaginn 3. júní kl. 13.30. Stjómandi Cesare Alfieri. Á efnisskránni em ítalskar aríur úr þessum óperum: Vald örlaganna, Nabucco, La Traviata og H Trovatore eftir Verdi og Tosca eftir Puccini. Allur aðgangseyrir rennur til rannsókna á krabbameini. Aðgöngumiðar eru seldir í Gimli við Lækjargötu, sími 622255 og hjá Krabbameinsfélagi íslands, Skógarhlíð 8, sími 621414. c Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.