Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 11

Morgunblaðið - 02.06.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR 2. ,JÚNÍ 1989 Tónlist sem lækningaaðferð — rætt við Valg’erði Jónsdóttur músikþerapista Meðan á Tónvísindahátíð ís- lensku' hljómsveitarinnar stend- ur, verður boðið upp á fimm daga námskeið í „músikþerapíu", sem kalla mætti tónlistarmeðferð. Námskeiðið stendur frá klukkan 9.00 að morgni til klukkan 15.30 síðdegis og hefst 3. júní. Stjórn- andi námskeiðsins er prófessor Joseph J. Moreno, en námskeiðið er haldið í samvinnu við Tónstofii Valgerðar. Valgerður Jónsdóttir er músikþerapisti og hefur haft veg og vanda af undirbúningi námskeiðsins. Hún var spurð um hvað prófessor Moreno ætlaði að Qalla: „Hann ætlar að byija á því að tala um músikþerapíu í sögulegu samhengi, það er hvemig þerapían hefur þróast í gegnum tíðina og hvað það er í tónlist sem gerir hana að mögulegu þjálfunartæki. Síðan talar hann um músikþerapíu fyrir þá sem eru með skertan vitsmuna- þroska og hvemig þeir geta lært í gegnum tónlist. Hann talar um tón- list og atferlismótun, músikþerapíu með þeim sem era líkamlega fatlað- ir og fyrir þá sem era blindir. Einn- ig talar hann um aðferð í músik- þerapíu sem nýtir blústónlist, jass og rapp. Hann ætlar einnig að tala um músikþerapíu í sambandi við listmeðferð (art therapy) og gefa okkur yfirlit um músikþerapíu í geðlæknisfræði. Því næst ætlar prófessor Moreno að tala um tónlist og myndleiðslu (guide imagery) og músikþerapíu í tengslum við meðhöndlun sársauka, einnig um tónlist sem greiningar- tæki í hópmeðferð. Þá mun hann verða með fyrirlestur um tónlist og geðleik (psychodrama) og tala um músikþerapíu með heymarskertum, einnig með vímuefnaneytendum og hlutverk músikþerapíu innan réttar- kerfisins. Að lokum talar hann um Valgerður Jónsdóttir músikþerapíu í öldranarþjónustu og rannsóknir innan músikþerapíunn- ar.“ Hver er skilgreiningin á „músik- þerapíu"? „Það era eflaust til margar skil- greiningar. Ég hef reynt að halda mig við þá skilgreiningu að með músik þerapíu sé tónlist, tónum, hljóðum og hreyfingum beitt sem tæki til að viðhalda — eða þróa — andlega og líkamlega getu.“ — Er þessari meðferð mikið beitt hér á landi? „Að því er ég best veit eram við fimm sem höfum lokið þessu námi, en ég er sú eina sem er starfandi við greinina. Músikþerapía hefur verið notuð við Þjálfimarskóla ríksins við Kópavogshæli og í Safa- mýri og við Greiningar og ráðgjaf- arstöð ríkisins." — Við hvers konar tilfelli er al- gengast að meðferðinni sé beitt hér? „Flestir sem fengið hafa þessa þjálfun era fiölfötluð böm og ungl- Prófessor Joseph J. Moreno ingar og böm sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þjálfunin hefur ekki verið nýtt inni á almennum sjúkrahúsum, né geðsjúkrahúsum — sem er algengast í Bandaríkjun- um.“ — Er það af íhaldssemi? „Það er örugglega margt sem kemur til. í fyrsta lagi það hvað við erum fá og í öðra lagi að þetta starfsheiti er ekki til í kerfinu. Það era engar stöður til fýrir músik- þerapista. Það er kannski aðal- ástæðan. Svo tekur alltaf tíma að kynna fræðin og fyrir fólk að sjá gildi þeirra.“ — Hvemig er meðferðin byggð upp? „Það er mjög einstaklingsbundið og ekki hægt að gefa neina einfalda mynd af því. Það fer eftir því hver styrkur skjólstæðingsins er, hveijar þarfir hans era og hvaða reynslu hann hefur. Síðan er það spuming um þau markmið sem stefnt er að; til hvers ég ætla að nýta tónlistina. Að lokum er þetta einnig spuming um það í hvaða annarri meðferð viðkomandi er. Ef skjólstæðingur- inn er í annarri þjálfun, er oft reynt að samræma aðferðafræðina. Mjög ólíkum aðferðum er beitt eftir því hvort skjólstæðingurinn á við geð- ræn vandamál að stríða, er heymar- skertur eða líkamlega fatlaður, svo dæmi séu tekin.“ — Hafa verið gerðar einhveijar rannsóknir á árangri músikþerapíu? „Já, margar rannsóknir, sem sýna ótvírætt gildi hennar." — Er hver einstaklingur í ein- hvem vissan tíma í meðferð af þessu tagi? „Meðferðin tekur mislangan tíma, eftir einstaklingum, en yfir- leitt er hér um langtíma meðferð að ræða.“ — Hveijir leita til músikþerap- ista? Era það læknar og sálfræðing- ar, eða foreldrar? „Erlendis era það yfirleitt lækn- ar, sálfræðingar, talkennarar og svo framvegis, sem leita til músikþerap- ista. Hér á landi er ekki um það að ræða, af því þetta er ekki komið inn í tryggingakerfið. Það era því foreldrar sem leita til mín. Auk þess hafa forstöðumenn stofnana leitað til mín eftir ráðgjöf og með- ferð varðandi skjólstæðinga sína.“ — Nú ert þú með þína eigin stofu. Hversu lengi hefur þú starfað sem músikþerapisti hér á landi? „Þetta er annað árið sem ég starfa sjálfstætt. Hópurinn sem ég hef í þjálfun stækkar stöðugt og nú orðið kemst ég alls ekki yfir að sinna öllum sem leita til mín.“ — Hvers konar tónlist notarðu við þjálfunina? „Alls konar tónlist. Tónlist og tóna af segulbandi og plötum og svo vinn ég með hljóðfæri, það er lifandi tónlist, og það er skjólstæð- ingurinn sem fremur tónlistina." — Áttu von á að viðhorfið gagn- vart þessari aðferð breytist með námskeiði prófessors Moreno? „Ég verð að segja að sjálfri finnst mér stórkostlegt að fá að njóta leið- sagnar þessa manns. Ég hef lesið mjög mikið eftir hann og ég vona að fólk nýti þetta tækifæri til að sjá hve fjölþættur áhrifamáttur tón- listar er og hversu stórt hlutverk tónlistin spilar í lífi okkar. Músik og músikþerapía hefur verið til á öllum öldum og maðurinn hefur notað tónlist í gegnum tíðina, sér til andlegrar og líkamlegrar upp- lyftingar." ssv _________________________11 Háskólinn í Louisville: Sjóður stofiiaður til að styrkja íslenska námsmenn FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti borg- arstjóra Louisville i Kentucky, Jerry Abramson, í heimsókn sinni til Bandaríkjanna í síðustu viku. Á sérstökum fundi með fréttamönnum, sem haldinn var í ráðhúsi Louisvilleborgar, til- kynnti Vigdís formlega stofiiun sérstaks sjóðs, sem ætlað er að styrkja íslenska námsmenn til rannsókna við háskólann í Louis- ville. Sjóðurinn er stofnaður fyrir til- stilli James Thompson, aðaleiganda Glenmore Distilleries Company, sem sér um sölu og dreifingu Eld- urís vodka í Bandaríkjunum. Thompson hefur sýnt mikinn áhuga á auknum tengslum við ísland og er þessi sjóður stofnaður fyrir til- stilli hans og Íslensk-Ameríska fé- lagsins. í ráðgjafanefnd sjóðsins eiga sæti dr. Sigmundur Guðbjarnason háskólalektor, dr. Donald C. Swain forseti háskólans í Louisville, Jerry Abramson borgarstjóri Louisville, Jónatan Þórmundsson, fh. íslensk- Ameríska félagsins, Höskuldur Jónsson forstjóri og James Thomp- son frá Glenmore. Styrkir sjóðsins, sem bera nafnið „Glenmore Fellowships" verða veitt árlega. Eiga þeir að standa undir kostnaði við dvöl íslenskra háskóla- borgara við rannsóknarstörf Louis- ville. Rannsóknarstyrkir þessir verða veittir á sviðum sem valin verða í samvinnu háskólanna tveggja. Fyrsti styrkþeginn verður tilnefndur í næsta mánuði. Íslensk-Ameríska félagið hefur beitt sér fyrir aðstoð við íslenska námsmenn, fræðimenn, vísinda- menn og listamenn, sem til dæmis hafa notið styrkja úr Thor Thors sjóðnum, Charles Willey sjóðnum og listiðnaðarsjóði Pamelu Sanders Brement. Glenmore sjóðurinn er fyrsti sjóðurinn á vegum félagsins, sem er sérstaklega helgaður rann- sóknum háskólaborgara. „LIST“ (Tímarit um listir) List og hönnun Bragi Ásgeirsson Á síðastliðnu ári hóf göngu sína nýtt tímarit um listir, er ber hið skilmerkilega nafn List. Barst mér það inn um bréfalúguna á dögunum og þykir mér rétt að kvitta fyrir sendinguna með nokkrum línum, enda um framtak að ræða, sem vert er allrar at- hygli. _ , Það er Tryggvi Amason myndlistarmaður, sem stendur fyrir útgáfunni og hefur hann að markmiði að kynna hvers konar sígildar listir og jafnvel einnig matargerðarlist og skáklist. Má því vera ljóst að hér er stórhugur að baki og mikil og lofsverð bjart- sýni. Það er heilmikinn fróðleik að finna í þessu fyrsta hefti í formi greina, er skara hinar ýmsu listir, svo og upplýsingar um, hvað sé efst og hvað verði efst á baugi í listum á næstunni svo og um söfn og listhús höfuðborgarinnar. Myndlistin skipar veglegan sess enda þar hægust heimatökin og kannski boðar það, að hún hafi hér loks fengið óháðan málsvara. I öllu falli boðar Tryggvi, að tíma- ritið eigi ekki að vera málsvari ákveðinna listhópa né afmarkaðr- ar stefnu, sem heitir, að hann vilji forðast alla miðstýringu, sem svo mjög tröllríður listum í dag. Tryggva verður og tíðrætt um erfiðleika þess að koma út slíku tímariti og víst er enginn öfunds- verður af því, en þó tel ég, að erfiðleikamir séu ekki mestir við að ná til lesenda eða ákveðins kaupendahóps, heldur að fá lista- • t*ad sem ber hæst í tónöst og l vetur • Uppfiaf nútjmaöaöetts • Pórður HaU máiar fcka' menn til samstarfs, þegar þeir uppgötva, að sérskoðunum þeirra verði ekki gert hærra undir höfði en annarra. Einstrengingsleg sjónarmið og skærahemaður bak við tjöldin eiga meira fylgi að fagna en opinská umræða, og er það stærsta mein íslenzkrar listar og stendur henni mest fyrir þrif- um um þessar mundir. Menn vilja keyra skoðanir sínar í gegn, hvað sem það kostar og þótt allir aðrir verði að gjalda þess og beita hér þögninni fyrir sig séu þeir gagn- rýndir '-r einmitt þetta era ein- kenni lítilla og þröngsýnna þjóð- félaga. Og einmitt af þeim sökum ætti að vera grandvöllur fyrir óháð listtímarit af háum gæðastaðli, og það gæti haft þýðingu, er skipti sköpum fyrir metnaðarfulla þróun íslenzkra lista. Ljóst er að kostnaður er mikill samfara slíkri útgáfu og einkum ef á að veita há ritlaun fyrir góð- ar, forvitnilegar greinar um listir — en hjá því verður ekki komist, ef blaðið vill ná nokkurri út- breiðslu — slíkt reynist svo vera það ódýrasta við útgáfuna, er fram sækir og það hefur haslað sér völl, að öllu samanlögðu burð- arás hennar og aflgjafi. Forvitnilegt og hagkvæmt útlit skiptir og miklu — hér er þykkur og dýr pappír ekki það mikilvæg- asta, heldur samanlögð hönnunin og prentun. Fylgirit ýmissa stór- blaða um helgar eru t.d. mjög vel úr garði gerð og stórfróðleg lesn- ing, þótt ekki séu þau prentuð á óforgengilegan pappír. Og vísa má til þess, að sum heimsþekkt mánaðarrit um listir era með nokkrar síður af grófari pappír í hveiju hefti, aðallega fyrir al- mennar fréttir og upplýsingar úr listheiminum í knöppu lesmáli — oft er hér um áhugaverðasta lesef- nið að ræða og menn verða margs vísari við lesturinn. Það sem ég finn helst að þessu fyrsta hefti er, að pappírinn sé of þykkur á innsíðum og hönnunin full þungla- maleg — í formi sínu minnir ritið jafnvel meira á skýrslugerð frá opinberri stofnun en tímarit um listir og er hálf hrátt og formlegt í hendi. Þá þykir m ér það teygja full mikið úr sér á langveginn og væri hér hinn alþjóðlegi stærðar- staðall slíkra tímarita öllu vitur- legri, enda byggja þau á áratuga reynslu og hefð, sem sjálfsagt er að nýta sér — og helst gera enn betur! Allt era þetta byijunarörð- ugleikar, sem auðvelt ætti að vera að færa til betri vegar. En sem fyrr segir er framtakið í senn athyglis- og lofsvert og ekki mun standa á mér að styðja við bakið á viðleitninni hér á síðum blaðsins, verði markvert framhald á útgáfunni og stefnumörkin ræktuð og í heiðri höfð. Ber svo að óska útgáfunni farsældar og brautargengis. Jttttgtnililfifeife Kannt þú nýja símanúmerid? ^/367 Steindór Sendibílar r Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.