Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 10
1Ó MÓKGlj^BLAÐIÐ -FÖSÍuÍÁ^ÍjR'lé' JÚNÍ 1980 Peningaumhyggju skóla- stýra Tjarnarskóla svarað Niðurlæging barnsins er alfarið ákvörðun og á ábyrgð skólastýranna Vegna greinargerðar skólastýra Tjamarskóla, Maríu Héðinsdóttur og Margrétar Theodórsdóttur, í Morgunblaðinu 14. júní sjáum við okkur tilneydd til að senda eftirfar- andi greinargerð: Aldrei var skrifað undir skuld- bindingar varðandi innritun nem- andans í Tjarnarskóla, né tilkynnt að skólagjöld myndu hækka 100% umfram verðlagshækkanir. Rangt var haft eftir skólastýrun- um að skólagjöld hefðu hækkað um 30%. Hækkunin nam 45,3% og 43,13% milli ára eða 108% á tveimur árum, þegar verðlag hækkaði um 46-49%. í upphafi var aldrei tilkynnt að skólagjöld yrðu innheimt með drátt- arvöxtum, ef ekki yrði greitt fyrir- fram, á eindögum. Samkvæmt opin- berum upplýsingum hafa dráttar- vextir aldrei verið reiknaðir í heima- vistarskólum, né í Verslunarskóla íslands. Aldrei kom til neinna samninga- viðræðna um greiðslu skólagjalda, enda voru þau greidd á gjalddögum eða innan tveggja mánaða frá fyrir- fram settum eindaga. Daginn fyrir útskrift hringdi María Héðinsdóttir í föður nemand- ans og hótaði, að ef skólagjöld yrðu ekki greidd innan 24 klukkustunda yrði nemandinn ekki útskrifaður. Skólagjöldin voru greidd innan þess frests. I samtalinu hafnaði María öllum samningum. Aftur var hringt á útskriftardegi og sagt að ógreiddir væru dráttar- vextir. Maríu var svarað að sundur- liðun vantaði á hugsanlegum drátt- arvöxtum. Enginn númeraður reikn- ingur hefur borist fyrir dráttarvöxt- um. Útreikningur á dráttarvöxtum barst foreldrum fyrst í hendur 12. júní eða 12 dögum eftir útskrift. Foreldrum nemandans var aldrei tilkynnt að dóttir þeirra yrði ekki útskrifuð vegna hugsanlegra drátt- arvaxta að upphæð kr. 10.230. Það var því alfarið ákvörðun og Kársnesbraut: 105 fm einbhús. ásamt nýl. 64 fm bílsk. með 3ja fasa rafm. 1750 fm lóð. Arnartangi: 100 fm fallegt enda- raðh. Bílskréttur. Verð 7,0 millj. Silfurteigur: 120 fm falleg efri hæð. Tvennar svalir. Bílskréttur. Við Kennaraháskólann: Mjög góð 4ra herb. íb. á jarðh. m/sér- inng. Góð áhv. lán. Sóleyjargata: lOOfmglæsil. neðri hæð. Saml. stofur. 2 svefnh. Parket. Arinn. Sólst. Ákv. sala. Engihjalli: Mjög góð 80 fm íb. á 1. hæð í lyftuh. Verð 5,4 millj. Drápuhlíö: 90 fm falleg mikið end- urn. risíb. Verð 5,2 millj. Tjarnarból: 110 fm falleg íb. á 2. hæð. 3 svefnherb. Bílsk. Verð 7,3 millj. Hvassaleiti: 80 fm góð íb. á 2. hæð. Töluv. endurn. Verð 5,4 millj. Hraunbær: Góð 87 fm íb. á 3. hæð + herb. í kj. Töluv. endurn. Parket. Verð 4,8-5,0 millj. Nýbýlavegur: Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð. Suðursv. Góður garður. Bílsk. Góð greiðslukj. Verð 4,7 milij. Bollagata: 60 fm góð kjíb. Góðir greiðsluskilmálar. 1 millj. áhv. frá veðd. Verð 3,6 millj. Hraunbær: 45 fm einstaklingsíb. á jarðhæð með sérinng. Verð 2,8 millj. Hringbraut: Góö 60 fm íb. í kj. m/aukaherb. Verð 3,5 millj. Skipasund: 50 fm íb. á 1. hæð. Parket. Töluv. áhv. Verð 3,8 millj. Austurberg: 60 fm góð ib. á 3. hæð ásamt bílsk. Verð 4,5 millj. (^> FASTEIGNA jl MARKAÐURINN ' Oðinsgötu 4 11540 - 21700 Jón Guðmundsson sölustj., Leó E. Löve lögfr. Olafur Stefánsson viðskiptafr. á ábyrgð skólastýra Tjarnarskóla að niðurlægja nemandann við útskrift í Dómkirkjunni 31. maí vegna ógreiddra hugsanlegra dráttarvaxta og skólastýrurnar brutu þar með grimmilega á alsaklausu barninu. Greiðsla dráttarvaxta var því skil- yrði fyrir afhendingu prófskírteinis nemandans. Afhendingu prófskír- teinis var neitað fyrr en eftir að dráttarvextir voru greiddir. Skólastýrumar lögðu meira upp úr peningaumhyggju, vegna hugs- anlegra dráttarvaxta en tilfinninga- tengslum við nemandann á hátíðis- degi nemandans. Þær höfðu mörg tækifæri til að forða nemandanum frá þessari niðurlægingu í Dómkirkj- unni. Framangreindar skýringar eru látnar koma fram vegna þess að aliur málflutningur skólastýranna snýst fyrst og síðast um peninga, skuldir og innheimtur. Fyrir okkur foreldra nemandans er verknaður þeirra gagnvart barn- inu aðalatriðið og ekkert það til sem réttlætir ákvörðun þeirra að útskrifa ekki bamið með félögum sínum og vinum. Við erum vön því að kennarar og skólafólk, sem við höfum átt sam- starf við sjálf og vegna barna okk- ar, hafi metið tilfinningatengsl og samvinnu með öðru gildismati en peningaumhyggju. í þessu tilviki varð því miður raunin önnur. Jafn- NÝ SAGA, 3. árgangur, er kom- in út. Blaðið er að þessu sinni 112 síður að lengd og skiptist efiii þess sem fyrr í tvennt; greinar og fasta þætti. Greinarnar eru fimm talsins. Grein eftir Guðmund J. Guð- mundsson er fjallar um barneignir klerka og frillulífi þeirra á miðöld- um. Már Jónsson ritar um barns- feðranir og eiðatökur, með aðalá- herslu á 17. öldina. Matthew Ja- mes Driscoll skrifar grein sem lýs- ir því hvemig sagan af „skikkju skírlífsins", sem fyrst var franskt söguljóð en breyttist síðan í nor- ræna riddarasögu, var loks snúið í rímur á íslandi á 15. öld. Guð- mundur Hálfdánarson ritar grein um frelsishugmyndir íslenskra bænda á 19. öld og loks er grein eftir Halldór Bjarnason um stríðsgróðann í Reykjavík og vel hörðustu innheimtulögfræðingar hefðu ekki gripið til jafngrimmilegra innheimtuaðgerða. Hvernig átti okk- ur að koma til hugar að skólastýr- urnar, sem eru menntaðar í uppeld- is- og sálarfræðum gripu til jafn- harkalegra aðgerða. Það er því stórt áfall að horfast í augu við þá köidu staðreynd, að hafa haft barnið í Tjarnarskóla í 3 vetur og borgað stórfé fyrir. Eftir atburðinn í Dómkirkjunni höfum við margspurt okkur sjálf: Fyrir hvað vorum við að borga, eða hvað keypt- um við yfir dóttur okkar? Hún hefði verið útskrifuð með sóma og sam- bærilegum vitnisburði án niðurlæg- ingar úr öllum öðrum grunnskólum. Við viljum beina þeirri spurningu til foreldra og nemenda á grunn- skólastigi, hvort þeir hefðu viljað fá svipaða meðferð og skólastýrur Tjamarskóla beittu dóttur okkar, og dæmi hver sem vill. Rógburður og aðdróttanir um okkur, sem foreidra, frá skólastýrun- um, eru ekki svaraverð. Við viljum að lokum þakka þeim mikla fjölda, sem tekið hefur mál- stað dóttur okkar í þessu máli og veitt henni ómetanlegan stuðning, við að yfirstíga hið mikla áfall, eftir grimmilega meðferð skólastýra Tjarnaskóla. hvaða áhrif hann hafði á atvinn- ulíf í höfuðborginni. Föstu þættirnir eru sex. í þætt- inum Afmæli ijallar Loftur Gutt- ormsson um frönsku byltinguna, sem á 200 ára afmæli nú á þessu sumri. í þættinum Af bókum svar- ar Gunnar Karlsson, prófessor, spurningum ritstjórnar um kennslubókaritun sína í sögu. í þættinum Ættvísi gerir Guð- jón Friðriksson grein fyrir „Emb- ættismannaaðlinum í Reykjavík“ 1870 og 1910. Dr. theol. Gunnar Kristjánsson skrifar um skort á söguvitund sem hann telur að skapa muni skerta framtíðarsýn okkar Islendinga. Viðtalið er að þessu sinni við franska sagnfræð- inginn Jacques Le Goff. Loks er þátturinn Sjón og saga, en þar segir Sumarliði ísleifsson frá heimildarmyndbandi, sem hann vinnur nú að um íslenska 011 C A 01 07A LÁRUS Þ, VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I I JU " L I 0 / U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lögg. fasteignas.. Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Glæsilegt parhús - hagkvæm skipti á útsýnisstað við Norðurbrún rúmgott parhús á tveimur hæðum. Aðalhæðin er stór 6 herb. íb. með rúmg. sólverönd. Á jarðhæð eru 2 góð íbherb. með snyrtingu. Þvottahús, geymsla, innb. bílsk og stórt föndurherb. Skipti mögul. á góðri sérhæð. Þetta er velbyggð eign á vinsælum stað. Nýtt eldhús - góð lán 3ja herb. sólrík íb. á 3. hæð 86,4 fm nettó við Rofabæ. Góð sameign. Hagstæð lán um kr. 1,6 millj. fylgja. Laus í sept. nk. Ennfremur bjóðum við til sölu góðar 3ja herb. íbúðir við Sólvallagötu og Vesturberg. Lausar strax. Sérstaklega óskast góðar 3ja og 4ra herb. íb. í borginni, helst með bílskúrum. Ennfremur sérhæðir í borginni og nágrenni. Margskonar eignaskipti. Margir bjóða útb. fyrir rétta eign. Endurnýjað timburhús á vinsælum stað í Vesturborginni með 4ra-6 herb. ágætri íb. sam- tals 151,4 fm nettó. Góð lóð með bílskrétti. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. AIMENNA FASTEIGHASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 F.h. foreldra og barns, Matthildur Þorláksdóttir Ný Saga kemur út Jón Karlsson, hjúkrunarfræðingur, að störfiim í Pakistan. * Rauði Kross Islands: > > Atta Islendingar við hjálparstörf í sumar ALLS munu 8 íslendingar verða við hjálparstörf á vegum Rauða Krossins í sumar. Nú þegar starfa 4 fúlltrúar Rauða Kross Islands á erlendri grund. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RKÍ. Tveir hjúkrunarfræðingar fara til starfa á sjúkrahúsum Rauða bændasamfélagið á 19. öld. Ný Saga er gefin út af Sögufé- laginu, Reykjavík. Ritstjórar eru Már Jónsson og Ragnheiður Mó- sesdóttir. Krossins og Rauða hálfmánans í Thailandi og Afganistan. Ólafur Guðbrandsson, hjúkrunarfræðing- ur, hélt um síðustu mánaðamót til Kabúl höfuðborgar Afganistan. Þar mun hann starfa í hálft ár á sjúkra- húsi Rauða hálfmánans. Þar er fyr- ir annar fulltrúi RKÍ, Jón Karlsson, hjúkrunarfræðingur. Björg Páls- dóttir, hjúkrunarfræðingur, mun starfa í flóttamannabúðum í Thail- andi frá miðju sumri til áramóta. Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins, fór nýlega til eyjunnar Grenada í Karabíska hafinu. Þar mun hann aðstoða heimamenn við skipulagn- ingu neyðarvarna og þá sérstaklega hvemig mæta skuli fellibyljum og öðrum náttúruhamförum. Helena Jónsdóttir heldur til árs- dvalar í Eþíópíu í lok júnímánaðar. Þar mun hún liðsinna Jónasi Valdi- marssyni og Sigríði Sverrisdóttur við uppbyggingu ungmennahreyf- 1 ingar Rauða Krossins í Gojjam- héraði. Verkefni þeirra er einnig að kenna skyndihjáip, undirstöðuat- riði heilsugæslu, verndun linda og tijárækt, auk þess sem unnið verð- ur að eflingu fiskveiða í Tana-vatni. Auk ofannefndra sendifulltrúa Rauða Kross íslands starfar Lilja Steingrímsdóttir, hjúkmnarfræð- ingur, í búðum fyrir afganska flóttamenn og fórnarlömb stríðsá- taka í Quetta í Pakistan. Kórtónleikar _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Mótettukór Hallgrímskirkju hef- ur skilað góðu starfi og með óratór- íunni Elia, eftir Mendelssohn, sýndi kórinn og stjórnandi hans hvað vel æfður kirkjukór getur gert. Nú hyggur kórinn á ferð til Frakklands og af því tilefni var efnt til tónleika og flutt kirkjutónlist frá ýmsum tímum og löndum. Tónleikarnir hófust á þremur íslenskum lögum, þjóðsöngnum eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson, raddsetningu Ró- berts A. Ottóssonar á Gefðu að móðurmálið mitt og sömuleiðis raddsetningu Jóns Hlöðvers Áskelssonar á Víst ertu, Jésu, kóngur klár. Kórinn söng lögin mjög vel, ef til vill nokkuð um of hægt, en þrungin sannfærandi til- beiðslu. Á öðrum hluta tónleikanna voru viðfangsefnin sótt til snillinga sem tilheyra endurreisninni og barokk- inni. William Byrd var eitt mesta tónskáld Englendinga og eftir hann söng kórinn hið fræga Haec Dies en eftir barokkmanninn Purcell var sungið Magnificat. Kórinn söng þessi ensku tónverk ágætlega en samkvæmt enskri kórhefð, þar sem lögð er áhersla á glæsilegan og tilþrifamikinn kórsöng, var flutn- ingur Mótettukórs Hallgrímskirkju við fíngerðari mörkin. Hans Leo Hassler átti fallega mótettu, Ad Dominum, þar sem leikið er með smástígt tónferli og þessum hluta tónleikanna lauk með mótettunni, Komm, Jésu, komm, eftir J.S. Bach. Þetta ægifagra verk er sa- mið fyrir tvo kóra og var mjög vel flutt. Rómantíkin og nútíminn var efniviður síðasta hluta tónleikanna og þar fyrst var Mendeissohn með Nunc dimittis og þá Grieg með Ave Maris Stella. Nútíminn átti fulltrúa í Ave Maríu, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, fjórum Mótettum eftir Copland og fallegri sálmútfærslu eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Jón mætti vel gera meira af því að semja tónlist og Ave María eftir Hjálmar er perla, sem kórinn söng mjög vel. í heild var söngur kórsins mjög góður og oft sérlega fallegur og tær en reis hæst í mótettunni eftir Bach og íslensku lögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.