Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989 Kanada: Keppast við að „ætt- leiða“ mjaldurinn Ottawa. Reuter. Vísindamenn í Kanada, sem hafa áhyggjur af að mjaldurinn sé að verða útdauður í St. Lawrence-fljóti, hafa beitt sér fyrir „hvalaættleiðingu" með miklum og óvæntum árangri. Þurfa væntanlegir „kjörforeldrar" að reiða fram um 245.000 ísl. kr. og verður féð notað til að finna leiðir til bjargar hvölunum. Deng Xiaoping. Yang'Shangkun, en sonur hans er kvæntur dóttur Dengs. Yang Baibing, bróðir Shangkuns. Chi Hao Tian, tengdasonur Shangkuns. Fjörutíu hvalir hafa nú verið „ættleiddir" og eru það aðallega fyrirtæki, stofnanir og skólar, sem í hlut eiga. Mjaldurinn er hvítur á lit, fremur smár, um fjögurra metra langur, og það er mengun- in í St. Lawrence-fljóti, sem er að drepa hann. Talið er, að um síðustu aldamót hafi verið 5.000 dýr í fljótinu en nú eru þau innan við 500. í norðurhöfum er hins vegar mikið um mjaldur þannig að stofninn sjálfur er ekki í neinni hættu. St. Lawrence-fljótið er eitt það mengaðasta, sem fyrirfinnst. Kanadísk iðnfyrirtæki kasta í það árlega 100.000 tonnum af alls kyns úrgangi, olíu, málmum og eitruðum efnasamböndum, og sem dæmi um það má nefna, að þegar 21 dauðan mjaldur rak á fjörur í fyrra reyndust hræin svo menguð, að farið var með þau eins og eiturefni. Við krufningu kom í ljós, að hvalirnir höfðu drep- ist úr mörgum sjúkdómum, sem þekktir eru í mönnum, meðal ann- ars úr krabbameini í blöðruhál- skirtli, lifrarbólgu og bandvefjar- vexti í lungum. Kjörforeldrarnir fá í hendur fæðingarskírteini og mynd af ákveðnum hval og eru þeir síðan ávallt látnir vita komi vísinda- menn auga á hvalinn aftur. Pierre Beland, sem starfar við rannsókn- ir á eiturefnamengun og hrinti þessari áætlún af stað, segir, að fólk sé farið að átta sig á því, að örlög hvalanna geti orðið örlög okkar allra. Ættarveldi öld- unganna í Kína? SAMKVÆMT frétt þýska blaðsins Bild am Sonntag eru æðstu yfirmenn kínverska hersins tengdir fjölskylduböndum. Deng Xia- oping, valdamesti maður Kína, boðaði þessa félaga sína í hinni nýju fjórmenningaklíku landsins, arfund í íbúð sinni aðfaranótt 3. Deng Xiaoping, 84 ára, er for- maður hermálanefndar kínverska kommúnistaflokksins og þarmeð æðsti yfirmaður hersins. Yang Shangkun, 82 ára, er varaformað- ur. Einn af sonum hans er giftur dóttur Dengs. Yang Baibing, 69 ára, öðru nafni „slátrarinn frá Peking“, er bróðir Shangkuns og yfirmaður stjórnmáladeildar hers- ins. Sú deild gegnir svipuðu hlut- verki og kommissarar Rauða hers- ins á dögum Stalíns. Chi hao Tian, 65 ára, er yfirmaður herráðsins eins og blaðið orðar það, á neyð- júní. en hann er giftur einni af dætrum Yangs Shangkuns. Þessir óþokkar ákváðu að 27. herfylkið væri best til þess fallið að mola andstöðu námsmanna á Torgi hins him- neska friðar. Hermennirnir þar eru flestir ólæsir og hafa mikla reynslu af návígi. Yang Baibing sá sam- viskulausasti af þeim öllum (Baib- ing þýðir „hvítur snjór“) þótti best til þess fallinn að stýra 27. herfylk- inu þegar torgið í miðborg Peking var rutt. 19 Thoro Vatnsþéttingarefni - VATNSFÆLUR -100% ACRYL MÁLNING - STEYPUVIÐGERÐAREFNI - GÓLFVIÐGERÐAREFNI Efni sem standast prófanir út um allan heim, slðan 1912. !i steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI iijámjiniiíiiii EIIMNOTA MYNDAVÉL FRÁ KODAKI Enn býður Kodak nýjan valkost: Myndavél sem er einnota, 35 mm vél með 400 ASA litfilmu. er handhægur gripur sem sniðinn er fyrir myndatöku utandyra. Hún er létt í hendi og í notkun og gæðin eru hreint ótrúleg! Allir geta tekið myndir á og hún fæst á öllum helstu filmusölustöðum. AUK/Sl>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.