Morgunblaðið - 16.06.1989, Síða 33

Morgunblaðið - 16.06.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐJÐ; KÖSTUlWil'R 16: JÚNÍ ,1989 Málfríður Einars- dóttir - Minning Þín náðin, drottinn, nóg mér er, þvi nýja veröld gafstu mér: á þinni birtu hún brosir öll, í Wáma sé ég lífsins fjöll. (E.H. Kvaran) Kirkjan á hlutve'rki að gegna, ásamt dulrænu fólki t.d. miðlum, að flytja deyjandi mönnum von og syrgjendum huggun. Heilagt starf séra Sigurðar Hauks, séra Ragnars Pjalars, séra Braga Benediktssonar, séra Guðmundar Þorsteinssonar, séra Ágústs Sigurðssonar, séra Þóris Stephensens og séra Arnars á Skútustöðum hefir verið unnið með skoðanir spíritista að leiðar- Ijósi. Ometanlegur styrkur var starf miðlanna Hafsteins Bjömssonar, Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Berjanesi og Andrésar Andréssonar klæðskera. Og hversu margir skyldu þeir íslendingar vera er fundið hafa áhrif frá máttugri and- legri hreyfingu spiritista? Eg hlýt sjálfur að kannast við að drottinn Kristur hefir veitt mér sjálfum þor að hugga þá í hörmum er til mín leita með trúnni á ódauðleikann. Það er heilög guðs gjöf, að fá að sjá inn á lönd æðri heima og sjá framliðna vini. Það hefir verið mér ómetanlegur styrkur, að vita af og sjá framliðna ættingja hlynna að veikum foreldr- um mínum í sjúkrarúmunum á heimili þeirra. Án þeirra vina gæti ég ekki verið alfarið yfir þeim und- anfamar vikur, mánuði og ár. Eg kom til frændkonu minnar Málfríð- ar síðustu dagana sem hún lifði í Landspítalanum. Drengirnir henn- ar, Haraldur Snær og Þórarinn Helgi, sátu við rúmstokkinn og birtu lagði yfir hana frá ástúð þeirra. Það var vor og sumar. Málfríður fann glöggt, hve lífið hér á jörðu getur búið yfir miklu yndi. Átti hún nú að skilja við þetta allt aðeins 47 ára gömul. Því, sem Guð vildi, var gott að taka. Yfir henni var heiðríkja og ljómi, sem benti til hátignar enn æðra og fegurra lífs, er við mundi taka. Hugsunin um það mun milda sorg dóttur hennar, Kristínar Elfu, og sona hennar, Haralds og Þórarins. Málfríður var prúðmenni hið mesta í allri fram- komu, og svo grandvör í tali, að vera mátti hverjum manni til fyrir- myndar. Málfríður möglaði aldrei, var ekki óþolinmóð né ergileg, þótt þungur væri róðurinn síðustu mán- uðina. Frænka mín lét aldrei hug- fallast, þó á móti blési, vann með frábærri atorku og iðn og trú- mennsku fyrir heimili sínu fram á seinasta daginn. Ævisaga Málfríðar var ekki löng, en fögur, þróttmikil og hrein. Foreldrar Málfríðar voru hjónin Einar Jónsson frá Höfða- brekku og Kristín Pálsdóttir frá Seljalandi í Fljótshverfi, voru þau hjón bæði Vestur-Skaftfellingar að ætt og uppruna. Einkasystir Málfríðar er Guðlaug, gift Svein- birni Björnssyni eðlisfræðingi. Ég votta sonum Málfríðar og dóttur hennar, tengdasyni og dótt- ursyni og öllum öðrum nákomnum ættingjum dýpstu samúð mína. Ég bið frænku minni blessunar á ferð hennar til hærri heima. Helgi Vigfússon Málfríður fæddist i Reykjavík 21. nóvember 1942. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bifvélavirki frá Vík í Mýrdal og Kristín Pálsdóttir frá Seljalandi í Fljótshverfi. Eldri dóttir þeirra er Guðlaug. Málfríður fór strax að vinna fyr- ir sér að loknum grunnskóla við ýmis verslunar- og skrifstofustörf. Hún bjó jafnan með móður sinni sem varð ekkja árið 1957. Um átján ára aldur hóf hún sambúð með Braga Hrafni Sigurðssyni og eign- uðust j)au eina dóttur, Kristínu Elfu. I seinni sambúð með Sæ- mundi Haraldssyni eignaðist Málfríður tvo syni, Harald Snæ og Þórarin Helga. Hún var lengst af fyrirvinna þessa heimilis sem ein- stæð móðir en heima við nutu börn- in ástríkrar umönnunar Kristínar, móður Málfríðar. Laun við verslun- ar- og skrifstofustörf hrukku skammt til framfærslu þungs heim- ilis og Málfríður leitaði því annarra leiða. Hún rak um skeið barnafata- verslun en hóf síðan nám með fullri vinnu við Öldungadeild Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Þaðan lauk hún stúdentsprófi árið 1985 og hóf síðan nám í viðskiptafræði við Háskóla ísland . Fyrir rúmum þremur árum gekkst hún undir skurðaðgerð vegna meinsemdar. Eftir það réðst hún til vinnu hjá Skattrannsókna- f Föðursystir mín, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR frá Breiðavík, Rauðasandshreppi, lést á Hrafnistu, Reykjavík, miðvikudaginn 14. júní sl. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar B. Guðmundsson. t stjóra og starfaði þar uns meinið tók sig svo upp aftur að ekki varð við ráðið. Eins og sjá má af þessum ævin- týrum sýndi Málfríður mikið áræði og dugnað í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Til þess þurfti seiglu, útsjón og ríkt skap sem hún erfði frá frændum sínum í Fljótshverfi og Mýrdal. Þótt ekki gæfust tóm- stundir átti Málfríður sér margvís- leg áhugamál. Vegna erfiðrar lífsbaráttu rættust þó fáir drauma hennar. Hún hafði yndi af ferðalög- um og fór þá gjarnan á heimaslóð- ir að Seljalandi og víðar í Skafta- fellssýslu. Hún hafði mikinn áhuga á garðyrkju og náði undraverðum árangri í ræktun blóma sem veittu henni mikla ánægju. Mesta lán hennar var þó í þremur mann- vænlegum börnum og ungum dótt- ursyni, Stefáni Þór. Kristín Elfa býr með Jóni Ólafssyni flugmanni og stundar nám í umhverfismálum við Garðyrkjuskóla ríkisins. Haraldur Snær er langt kominn í rafvirkja- námi og Þórarinn Helgi er i mennta- skóla. Það var sárt að þurfa að yfirgefa börn sín í þann mund sem þau voru að verða sjálfbjarga og næði hefði gefist til að njóta ávaxta erfiðra uppvaxtarára þeirra. Á hinn bóginn var það léttir að þurfa ekki áð hverfa frá þeim fyrr en þetta. Hennar er nú saknað af börnunum, systurinni Guðlaugu og nánum ætt- ingjum sem bera þeim innilegar samúðarkveðjur. Sveinbjörn Björnsson Móðir mín, amma okkar og langamma, ÁSDfS ÁGÚSTSDÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Skúlason. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát fósturmóður minnar og systu- rokkar, BIRNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Espigerði 12, Reykjavík. Jóhann Örn Héðinsson, systur og fraendsystkini. + Þökkum samúðarkveðjur og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÞORLÁKSDÓTTUR frá Brekku, Hveragerði. Saemundur Guðmundsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. + Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför MARÍU BJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til séra Árna Bergs Sigurbjörnssonar og Guðrúnar Magdalenu Birnir, formanns safnaðarfélags Asprestakalls. Ólaffa Petersen. + Eiginmaður minn og faðir, GARÐAR KARLSSON, Kleppsvegi 48, varð bráðkvaddur að kvöldi 14. júní. Hrafnhildur Þorbergsdóttir, Hörður Garðarsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Dömur og herrar: J 1 Snyrtivörukynning kl. 13:30-18:30 í dag. Skemmtileg og forvitnileg kynning. Öll helstu merkin. Stetidhal GIVENGHY Cosmetics for Men

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.