Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 26
AKUREYRI 26" MORGÐINBLAÐIÐ' RÖSTUDÁGUR ÍB'. JÍINÍ ,1989 * Ivið slakari innheimta INNHEIMTA fasteignagjalda var áþekk og á undanfbrnuin árum; ívið slakari þó. Eindagi síðustu greiðslu var nú í vikunni og höfðu þá verið innheimt 75,6% gjald- anna. Valgarður Baldvinsson bæjarritari sagði innheimtuna vera í nokkuð föstum skörðum ár frá ári. Sú ný- bfeytni var tekin upp við greiðslu gjaidanna nú að hægt var að greiða raeð gíróseðli, en áður voru gjöldin greidd á bæjarskrifstofu og sagði Valgarður að margir hefðu brugðist vel við þessari nýju leið. Þeir sem enn hafa ekki gert skil á fasteignagjöldum sínum mega bú- ast við viðvörunarbréfi bráðlega og sagði Valgarður að ef það bæri ekki árangur yrði gripið til hastarlegri innheimtuaðgerða. Eignir Samvinnubankans á Svalbarðseyri: Nokkrar fyrir- Spurnir borist Sumar á Akureyri Leyfi til að setja upp sjávar- útvegsdeildina barst í gær „ÞAÐ HAFA borist nokkrar fyrir- spurnir í eignirnar frá aðilum sem TIÓ cLrtlinr, Ú X kllVÍ»A7T*Í* eru að íhuga málið,“ sagði Pétur IldalvUllllIl ci /ihUI vyil« Jósepsson sölustjóri hjá Fast- eigna- og skipasöfu Norðurlands er hefúr til sölu, fyrir liönd Sam- vinnubankans, nokkrar fasteignir á Svalbarðseyri. Pétur sagði að vissulega sýndu menn sumum fasteignunum -meiri áhuga en öðrum. Um er að ræða fpístihús með áföstu sláturhúsi, verslunarhús, kartöflugeymslu, mötuneytishús og óeinangrað iðnað- arhúsnæði, svokallaða fjárrétt, en þessar eignir voru auglýstar til sölu fyrir rúmri viku. Pétur sagði að töluvert mikið af iðnaðarhúsnæði væri til sölu á Akur- eyri um þessar mundir og nokkuð af verslunarhúsnæði. Hvað hús- næðismarkaðinn varðar sagði hann að lítið framboð væri af litlum eign- um og hefðu nokkur umskipti orðið á miðað við síðasta ár hvað það varð- ar. „Fólk sem ekki hefur lánsloforð er að glíma við að fjárfesta," sagði Pétur. Tveggja herbergja íbúðir hafa selst ágætlega að undanförnu. Tals- vert framboð er í bænum af stærri ejtpum, stórum raðhúsum og ein- býlishúsum og sagði Pétur að sala á slíkum eignum hefði verið góð. „Við erum ekkert að kvarta,“ sagði hann. Gamalt húsnæði hreyfist hins vegar lítið. Þegar hafa yfir 100 íyrirspurnir borist HÁSKÓLANUM á Akureyri barst í gær formlegt leyfi til að setja upp sjávarútvegsdeild um næstu áramót. Jón Þórðarson forstöðumaður deildarinnar sagðist vera afskaplega feginn því að leyfið væri komið og sagðist hann búast við að auglýsa eftir stúdentum í næstu viku. Teknir verða inn 20-22 nemendur, en þegar hafa borist yfir 100 fyrir- spurnir um námið og sagði Jón að þar af væru um 20 ákveðnir í að sækja um. Fjárhagsáætlun deildarinnar fyrir næsta ár hljóðar upp á 121 milljón króna. Þar af er viðbygging við skólann upp á um 50 miiljónir króna, en um er að ræða 1.250 fermetra byggingu sem risi austan við skólann. Tæki, búnaður og innrétt- ingar eru einnig um 50 milljónir króna og rekstrargjöld um 20 millj- ónir. Gert er ráð fyrir að árið 1993 Jörð tíl sölu Til sölu er helmingur óskipts lands, Bláhvamms í Reykjahverfi, suður-Þing (eignarhluti Borghildar Ein- arsdóttur). Landið er óræktað. Hentugt sumarbú- staðaland. Jarðarhlutanum fylgir hlutdeild í jarðhita- réttindum og lax- og silungsveiði í Mýrarkvísl. Upplýsingar veitir Eignakjör, fasteignasala, í síma 96-26441, og 96-23138 frá kl. 18-22. -VI— EIGNAKJ0R FASTEIGNASALA HAFNARSTRÆTI 108. 600 AKUREYRI verði 28 stöður við brautina, þar af fjórar prófessorsstöður. Jón sagði að áhersla væri lögð á að viðbótarhúsnæði skólans yrði eins ódýrt og hægt væri og það myndi duga um alllangt skeið. „Við teljum enga ástæðu til að ijúka upp milli handa og fóta og byggja dýrt, það er innihaldið sem skiptir máli, að kennslan verði sem best og því viljum við frekar nýta fjárveitingar til kaupa á nauðsynlegum tækjum.“ „Til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Háskólans verður að leggja áherslu á að byggja húsnæði fyrir stúdenta og sem ekki er síður mikilvægt er að tilfinnanlega skortir húsnæði fyrir - starfsmenn skólans tímabundið á meðan þeir eru að koma sér fyrir," sagði Jón. Fyrirhugað er að auglýsa nokkrar stöður við skólann erlendis, en Jón sagði einkar erfitt að fá menn til að flytja út á land og því yrði leitað til manna er- lendis frá. Sjávarútvegsfræðin er fjögurra ára nám, inntökuskilyrði eru stúd- entspróf og eins árs starfsreynsla af sjávarútvegi. Námið er byggt upp í nokkrum hlutum, en þar er um að ræða grunngreinar, efnafræðihluti, þar sem markmiðið er að byggja upp þekkingu á nútímamatvælaiðnaði með fisk í aðalhlutverki. Starfsemi efnafræðihlutans verður tengd Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, sem hefur útibú á Akureyri. Ráðinn verður prófessor til að skipuleggja efnafræðihlutann. Þá verða kenndar viðskipta- og hagfræðigreinar þar sem áhersla er lögð á meðferð fjár- muna, rekstur fyrirtækja, markaðs- setningu og hagkvæmni í nýtingu auðlinda. Gert er ráð fyrir að árið 1990 verið ráðinn prófessor til að leiða uppbyggingu námsins. Félags- og skipulagsgreinar verða einn hluti námsins, þar sem markmiðið er að upplýsa nemendur um innra skipulag sjávarútvegs og hlutverk hans í sam- félaginu. Til að sinna kennslu í þess- um greinum verður ráðinn dósent árið 1991 og lektor ári síðar. Hvað tæknigreinar varðar er gert ráð fyrir verulegri stundakennslu, en árið 1991 yrði ráðinn lektor í framleiðslu- tækni sem jafnframt hefði með hönd- um skipulag kennslu í öðrum tækni- greinum. Verulegt samstarf verður við Hafrannsóknastofnun í tengslum við kennslu í auðlinda- og fiskifræði. íslandsmófió Hörpudeild - Þórsvöllur kl. 20 föstudag Morgunblaðið/Rúnar Þór Tveir starfsmanna Sfippstöðvarinnar, Eggert og Björn, við aðra fall- byssuna. Minjasafii Akureyrar: Púðurskot úr dönskum fallbyssum á 17. júní ÞOR FH Nú mæta allir á völlinn. TöpvoTjna BOKVAL FYRIRHUGAÐ er að skjóta púð- urskotum úr fallbyssu á flötinni fyrir neðan Minjasafnið á Akur- eyri á 17. júní. Síðasta vor eignað- ist Minjasafnið tvær danskar fall- byssur sem gegnt höfðu hlutverki bryggjupolla á nyðri bryggjunni á Torfúnefi, en hún var gerð á árun- um 1927-28. Byssur þessar eru með allra siðustu framhlaðningun- um sem gerðir voru, en um er að ræða svokallaðar fjögurra punda byssur, þó kúlurnar sem notaðar voru liafí vegið um fjögur kíló. Fallbyssuhlaupin voru framleidd árið 1864 og voru seld úr birgðum danska hersins árið 1925. Halldór Baldúrsson læknir hafði forgöngu um að láta gera byssurnar upp. Fyr- irtækið Sandblástur og málmhúðun sá um að hreinsa fallbyssurnar og zinkhúða, en Slippstöðin smíðaði fall- byssuvagna. Halldór sagði að byssurnar hefðu verið smíðaðar árið 1864. Þá áttu Danir í stríði við Þjóðveija, sem leiddi til þess að Danir misstu hin svoköll- uðu „hertogadæmi" í suður Jótlandi. Þessar byssur munu hins vegar aldr- ei hafa verið notaðar í hernaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.