Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIK FÖfeVuöÁGuR 16. JÚNÍ 1989 4? HANDKNATTLEIKUR Sex lands- liðsmenn . áSpáni ÞAÐ kemur engum spánskt fyr- ir sjónir að fslenska landsliðið í handknattleik þurfi að aðlaga sig deildarkeppninni á Spáni og undirbúningi spænska landsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppninni íTékkóslóvakíu 1990. Sex af bestu handknatt- leiksmönnum íslands leika á Spáni næsta vetur. Fram til þessa hefur Handknatt- leikssamband íslands þurft að aðlaga undirbúning íslenska lands- liðsins að keppni í V-Þýskalandi, þar sem flestir af okkar bestu leik- mörinum hafa leikið undanfarin ár. HSÍ hefur hug á að senda bréf til Spánar til að fá deildar- og land- sleikjaplan Spánveija fyrir næsta vetur. Sex leikmenn leika á Spáni næsta keppnistímabil. Það eru þeir Kristj- án Arason, sem leikur nú með Teka Santander og Atli Hilmarsson, sem leikur með Granollers. Alfreð Gísla- son og Sigurður Gunnarsson fara til Irun í sumar, þar sem þeir verða leikmenn með Bidasoa. Þá fer Geir Sveinsson til Granollers og leikur við hlið Atla. Þetta eru allt leik- menn sem hafa ieikið iykilhlutverk með iandsliðinu á undanförnum árum. Hans Guðmundsson, sem var markahæsti leikmaður 1. deildar sl. vetur, mun fara til Kanaríeyja og leika með 2. deildarliðinu Maritim, en hann lék með félaginu á árum áður. HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐ Tap gegn . Spán- verjum ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tapaði gegn Spáni í sínum fyrsta leik á al- þjóðlegu móti í Portúgal. Leik- urinn endaði 15:12 fyrir Spán- verjum, eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 7:6. Þrátt fyrir tapið var leikurinn jafn og spennandi og aðeins slæmur kafli undir lok leiksins kost- aði íslenska liðið sigurinn. Spán- yf^ar leiddu leikinn framan af rrieð 2-3 mörkum, en strax í upphafi síðari hálfleiks jafnaði íslenska liðið 7:7. Eftir það var jafnt á öllum tölum upp í 11:11, en þá skoraði ísland ekki mark í 10 mínútur og Spánverjar náðu aftur forskoti sem dugði þeim til sigurs. Halla Geirsdóttir átti stórleik í íslenska markinu. Vörnin var þokkaleg, en fékk á sig ódýr mörk í hornunum. Aðeins þrír leikmenn skoruðu mörk íslenska liðsins; Inga Lára Þórisdóttir skoraði 7/4, Morgunblaðið/Einar Falur Inga Lára Þórisdóttir var marka- hæst íslenska liðsins gegn Spánveijum - með sjö mörk. Andrea Atladóttir 4 og Herdís Sig- urbergsdóttir 1. Helga Magnúsdóttir, fararstjóri íslenska liðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að úrslitin væru vel viðunandi miðað við þá endurnýjun sem ætti sér stað hjá liðinu og ungu stúlkurnar hefðu staðið fyrir sínu. KRISTJÁN ARASONj Santander Granollers* Barcelona ALFREÐ GISLASON SIGURÐIJR GUNNARSSON Valencia [HANS GUÐML'NDSSON'I TEKA BIDASOA MARITIM á Kanaríeyjum ínémR FOLX ■ AC Mílanó lagði Sampdoría, 3:1, í Super Cup á Ítalíu, þetta var í fyrsta sinn sem meistara og bikarmeistarar mættust í í þessari keppni. Frank Rijkaard, Graziano Mannari og Marco Van Basten skoruðu mörk Mílanó, en Gianluca Vialli skoraði fyrir Sampdoría. 19.500 áhorfendur sáu leikinn. ■ REAL Valladolid vann Cor- una, 2:0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum spönsku bikar- keppninnar og samanlagt, 2:1. Valladolid leikur gegn Real Madrid eða Atletico Mardid, sem eiga eftir að leika seinni leik sinn. Real Madrid vann fyrri leikinn, 2:0. ■ RODION Camataru, rúm- enski landsliðsmaðurinn sem leikur með Dynamo Bukarest, hefur ákveðið að ganga til liðs við belgíska 1. deildar liðið Sporting Charleroi. Eftir því sem talsmaður belgíska liðsins segir mun Camat- aru skrifa undir samninginn um helgina. Þeir leika í útlandinu næsta vetur. Sigurður Sveinsson í V-Þýskalandi og Sigurður Gunnarsson, Geir Sveinsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason (fyr- ir aftan) og Atli Hilmarsson leika á Spáni. Erlendir fangbragða- menn mæta til leiks Meistaramót Glímusambands íslands í axlatökum verður haldið í íþróttahúsi Kennaraháskólans í kvöld, föstudaginn 16. júní kl. 19:00. Keppt verður í fjórum þyngdarflokkum. Meðal keppenda verða fang- bragðamenn frá Skotlandi, Hollandi og Bretagne í Frakklandi. Einnig verður sýning á gouren (bretónskum fangbrögðum). Dagana 18. - 21. júni verður síðan haldið námskeið í keltneskum fang- brögðum í Steinabæ sem er undir stúkunni á Laugardalsvelli. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að fá á skrifstofu GLÍ í Laugardal. FANGBROGÐ / MEISTARAMOT ATLI HILMARSSON GEIR SVEINSSON GRANOLLERS Stiörnuvðllur - 2. deild karla - í kvöld kl. 20 STJARNAN EINHERJI Þaú er alltaí Stiömstemnm þat sem Stirnaa spilar Sttféýcun, Stýoswcctut, SJOVÁOlluALMENNAR íslensku pottarnir og pönnurnar frá Alpan hf. . v SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. FALKINN VMNIRMím 'VMimtMCfjari&uaHeOtccAaSwut FRJALSAR IÞROTTIR Langhlaupararnir bæta sig í Koblens Jóhann og Gunlaugur rufu fimmtán mín. múrinn. JÓHANN Ingibergsson, FH, og Gunnlaugur Skúlason, frá Hvammstanga, bættu árangur sinn í 5000 metra hlaupi veru- iega í Koblens í V-Þýskalandi á miðvikudagskvöldið, en þar hafa þeir verið við æfingar og keppni að undanförnu. Báðum tókst þeim að rjúfa 15 mínútna múrinn, en að hlaupa 5000 metra á skemmri tíma en það, hefur oft verið langhlaupurum mikil sálfræðileg hindrun. Jóhann hljóp á 14:57,37 mín. en Gunnlaug- ur á 14:57,53 mín. Besti tími Jó- hanns fram að þessu var 15:07 mín. en Gunnlaugur átti áður tímann 15:14,60 mín. Gunnlaugur hefur hins vegar sýnt miklar fram- farir að undanförnu, því í fyrrasum- ar var hans besti tími 14:52,37 mín, og hefur hann því bætt sig um 42 sekúndur. Þá bætti Daníel Gúðmundsson, USAH, sig í 1500 metra hlaupi í Essen á dögunum, hljóp á 3:59,1 mín., og þar með tókst honum að ijúfa fjögurra mínútna múrinn, sem einnig hefur verið höfuðverkur fyrir 1500 metra hlaupara. Þá sýndi hann það í Koblens í fyrrakvöld að þessi árangur er enginn tilviljun, því þá hljóp hann á 4:00,1 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.