Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 28

Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989 ATVINNUA UGL YSINGAR Ritari óskar eftir starfi eftir hádegi. Upplýsingar í síma 78379. „Au pair“ - Svíþjóð Hjón með tvö börn, búsett í Norrköping, Svíþjóð óska eftir „au pair“ stúlku frá ágúst nk. í eitt ár. Má ekki reykja. - Upplýsingar gefur Regína Eva Margrét í síma 28321. Blaðberar - Hafnarfirði Blaðbera vantar víðsvegar um bæinn vegna sumarafleysinga. Upplýsingar í síma 652880. Holtaskóli, Keflavík '“-Næsta skólaár eru lausar fjórar kennarastöð- ur, m.a. í ensku, íslensku, samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum. í skólanum eru u.þ.b. 500 nemendur frá 6.-9. bekkjar og kennarar um 30. Einnig vantar íþróttakennari drengja. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652. Skólanefnd. Heimsljós Vantar röskan og duglegan starfskraft ca 25-35 ára til afgreiðslustarfa frá kl. 16.00- 19.00, þarf þó að geta unnið meira ef þörf krefur. Upplýsingar í síma 71741 frá kl. 10.00-12.00 virka daga. Auglýsing eftir forvinnumanni SKÝRR óskar að ráða forvinnumann til starfa frá 10. júlí næstkomandi í þjónustudeild rekstrarsviðs. Þjónustudeild annast vinnslu á mjög fjöl- breyttum verkefnum, allt frá fimm mínútna útskrift á límmiðum fyrir félagasamtök til margra klukkustunda álagningar opinberra gjalda. Þjónustudeild annast einnig vinnslu á launum, sem launþegar reiða sig á að séu tilbúin á tilsettum tíma. Þetta krefst mikillar ábyrgðartilfinningar, samviskusemi og skipu- lagshæfileika forvinnumanna til að tryggja að vinnslan skili sér réttri á umsömdum tíma. Forvinnumenn þurfa að hafa haldgóða undir- stöðumenntun í upplýsingatækni og öðlast yfirsýn yfir þau verkefni, sem unnin eru hjá SKÝRR fyrir opinbera aðila og fyrirtæki í at- vinnulífinu. Sú sjálfsagða krafa að vinnslur skili sér réttum á umsömdum tíma, leggur forvinnumönnum skyldur á herðar um hnit- miðuð og öguð vinnubrögð og árangur í fyrstu atrennu. Meðhöndlun viðkvæmra upp- lýsinga krefst auk þess að fullur trúnaður ríki milli forvinnumanna og viðskiptavina SKÝRR. Forvinnumenn eiga náið samstarf við viðskiptavini um undirbúning vinnslna og afstemmingu þeirra og þurfa að eiga gott með mannleg samskipti. Gjaldkeri óskast Lítið fyrirtæki óskar eftir gjaldkera með stað- góða bókhaldsþekkingu. Um er að ræða hálfsdagsstarf. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk- ast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 19. júní ’89 merktar: „B - 2972“. Forvinnumenn þjónustudeildar: - annast vinnslur fyrir 500 aðila - sjá um 150 vinnslur hvern virkan dag - senda 10 þúsund blaðsíður vikulega um tölvunet SKÝRR - afhenda 4.000 pakka af prentuðu efni mánaðarlega Með vaxandi reynslu og þekkingu er for- vinnumönnum falið að: - bera ábyrgð á rekstri áríðandi runuvinnslu- kerfa - annast gæðaeftirlit með inntaks- og út- taksgögnum - hanna og útbúa stýrifærslur til notkunar í einni af stærstu móðurtölvu landsins - sjá um vinnslur fyrir mörg landskerfi með yfir 2.000 notendur SKÝRR leita að starfsmanni sem: - hefur ríka ábyrgðartilfinningu og vilja til starfsframa innan SKÝRR - er nákvæmur og samviskusamur í vinnu- brögðum - hefur EDB-próf, sambærilega menntun eða reynslu - er 22 ára eða eldri Umsóknum og sakavottorði, ásamtfylgiskjöl- um um fyrra nám og störf, skal skilað á af- greiðslu SKÝRR, Háaleitisbraut 9, á eyðublöð- um sem þar fást fyrir 1. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið má fá í síma 6-95-100 hjá Ara Harðarsyni, forstöðumanni þjónustudeildar og Viðari Ágústssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. SaaT & * R AÐ AUGL YSINGAR ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ÝMISLEGT Knattspyrna - firmakeppni Hin árlega firmakeppni Víkings í knattspyrnu (Jónsmessumót) fer fram föstudaginn 23. og laugardaginn 24. júní á Víkingsvelli. Keppt verður um ÍFÖ-bikarinn. Þrenn verðlaun. Sjö manna lið. Þátttökugjald kr. 5000.- Skráning í síma 83245, kvöldsími 42067. (Sigurður). Víkingur, knattspyrnudeild. BÁTAR-SKIP Humar - humar Viljum kaupa humarkvóta á hæsta verði. Staðgreiðsla eða skipti á rækjukvóta. Hafið samband strax. Fiskanaust hf., símar 19520 og 76055 á kvöldin. ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu í sumar 80-100 fm geymsluhúsnæði á jarðhæð. Upplýsingar í síma 678545. Til leigu á Laugavegi 26 155 fm súlnalaus salur, sem innrétta má að vild. Góð lofthæð, bjart og fallegt húsnæði. Aðgangur frá Laugavegi og Grettisgötu. Verður laust fljótlega. Lyfta. Bílastæði. Upplýsingar í símum 12841, 43033 og 13300. TIL SÖLU Stálsmiðja til sölu Til sölu stálsmiðja á höfuðborgarsvæðinu. Rótgróið fyrirtæki með föst verkefni allan ársins hring og trygga markaðshlutdeild. Nýsmíði, viðgerðir og innflutningur. Fyrirtækið selst án húsnæðis en húsaleigu- samningur gæti fylgt. Fyrirspurnir óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „P - 2973“ fyrir 21. júní. Til sölu tré, runnar, rósir Stórlækkað verð á Alaskaösp og Alaskavíði. Bergfura, stafafura og sitkagreni 0,5-1,5 m, ódýrt. Trjáplöntur fyrir sumarbústaðalönd. Opið frá kl. 15-20 mánud. - föstud., 10-20 laugard. - sunnud. Garðplöntusalan, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ, sími 667315, ísleifur Sumarliðason. Tæki til brauðgerðar 1. Brauðskurðarvél M.A.H.O., hollensk. 2. Hefskápur með hef- og rakatækjum. 3. Gufuketill 18 lítra fyrir rakastím inná ofn. 4. Bökunarplötur 45x60 cm. Upplýsingar í vinnusíma 91-680995 og heimasíma 91-79846, Friðrik. Flökunarvél -flökunarvél Til sölu er Baader 189, árg. 1981, í mjög góðu standi. Til greina kemur að taka Varlet vél tegund 89 uppí kaupin. Upplýsingar í símum 19520 og 76055 á kvöldip. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur körfuknattleiksdeildar ÍR verður haldinn þriðjudaginn 30. júní kl. 19 í húsakynnum íþróttasambands íslands í Laugardal. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.