Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 11
MQl^GUyBLAÐID, F.ÖSTUDA.GUR, 16- JýNÍ ^9, H Mismunandi niðurstöður skoðanakannana; Orsökin hátt hlutfaU óráð- inna og fylgissveiflur Niðurstöður þriggja skoðanakanna um fylgi flokkanna, sem birtar hafa verið síðustu daga, eru nokkuð ólíkar, sérstaklega hvað varðar fylgi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Forsvarsmenn kannananna benda á að stór hluti svarenda í könnunum sé óákveðinn og það skekki sérstaklega fylgi Sjálfstæðisflokks. Einnig að breytingar á fylgi í þeirri skoðanakönnun sem birt er fyrst, hafi áhrif á svör þeirra sem spurðir eru strax í kjölfarið, og stækki þannig sveiflurnar. DV birti úrslit skoðanakönnunar [ skoðanakönnunum, bæði varðandi 9. júní, en þar fékk Sjálfstæðis- fylgisaukningu og fylgistap. flokkurinn 47,7% fylgi þeirra sem Bragi sagði að munurinn á könn- tóku afstöðu, og Alþýðuflokkur 8,1%. 48,7% voru óákveðin eða svöruðu ekki. Skáís gerði skoðana- könnun dagana 9.-10. júní, sem birt var á þriðjudag. Samkvæmt henni fékk Sjálfstæðisflokkurinn 51,9% fylgi en Alþýðuflokkurinn 6,4%. 40,8% voru óákveðin, sögðust ekki ætla að kjósa eða svöruðu ekki. Félagsvísindastofnun gerði skoðanakönnun 3.-6. júní, sem birt var á þriðudag. Samkvæmt henni fékk Sjálfstæðisflokkur 39,3% fylgi, en Alþýðuflokkur 11,3%. 31,5% sagðist ekki myndu kjósa eða skila auðu, eða voru óviss. Bragi Jósefsson hjá Skáís sagði við Morgunblaðið, að veruleg fylgis- aukning Sjálfstæðisflokksins hefði komið fram í könnun DV. Og þegar ein skoðanakönnun færi strax í kjöl- far annarar, þar sem fram kæmu markveraðr hreyfingar, þá væri ekki óeðlilegt að álykta að slíkt hefði áhrif á skoðanakönnunna sem á eftir kæmi. Að auki hefðu miklar fylgishreyfingar, eins og nú væru, tilhneigingu til að ýkja sveiflurnar Fleiri ferðir Flying Tigers FLYING Tigers mun Qölga ferð- um sínum til Islands í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfax, umboðsaðila þeirra hér- lendis, mun ferðunum Qölga um helming er kemur fram í ágúst. Nú millilendir Flying Tigers 5-7 sinnum í viku á Keflavíkurflugvelli til að taka eldsneyti og einu sinni til að taka vörur, nær eingöngu fisk. í ágúst verða eldsneytisstoppin 14 í viku og lendingar til að taka vör- ur tvisvar. Vöruflutningar með Flying Tig- ers héðan til Asíu fóru rólega af stað en frá því í apríl hefur verið stöðug aukning eða um tæpt tonn á viku. í síðustu viku flutti flugfé- lagið héðan 18 tonn af fiski og í næstu viku er útlit fyrir að þetta verði 20 tonn. unum Skáís og Félagsvísindastofn- unar gæti stafað af því að Félags- vísindastofnun héldi áfram að spyrja þá sem segðust vera óvissir. Því hefði Skáís hætt fyrir nokkru, þar sem í ljós hefði komið að ýmsir utanaðkomandi þættir hefðu áhrif á þessa afstöðu fólks. Bragi benti síðan á, að Skáís hefði um árabil kannað fylgi flokkanna með sama hætti á sex vikna fresti, og hann hefði því enga ástæðu tii að ætla, að síðasta könnunin væri réttari eða rangari en þær fyrri. Olafur Þ. Harðarson hjá Félags- vísindastofnun, sagði við Morgun- blaðið, að ekki væri hægt að útiloka að skoðanakannanir hefðu áhrif á aðrar kannanir sem kæmu strax á eftir. Það væri þó mjög ólíklegt í þessu tilfelli. Hann sagði að í ölium úrtaks- könnunum væru skekkjumörk. Að auki væru úrtökin í þessum um- ræddu könnunum lítil og það hækk- aði skekkjumörkin. Bæði almenn- ingur og fjölmiðlamenn hefðu til- hneigingu til að gera of mikið úr 2-3% fylgisbreytingu milli kannana. Ólafur sagði síðan, að munurinn á fylgi Sjálfstæðisflokksins milli kannananna gæti stafað af ýmsu. Þannig væri hlutfall þeirra óráðnu væri hátt, og Sjálfstæðisflokkurinn fengi oft mun meira fylgi í skoðana- könnunum en í kosningum, sem stafaði að miklu leyti af því, að flokkurinn ætti minna í óráðna fylg- inu en hinir flokkarnir. Til þess að reyna að leiðrétta þetta hefði Félagsvísindastofnun spurt ítarlegar en aðrir, og m.a. spurt þá óráðnu hvort þeir héldu að þeir myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk. Ólafur sagði svörin við þeirri spurn- ingu sýna, að hlutfallslega miklu stærri hluti þessa hóps ætlaði ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, heldur en þeir sem taka strax afstöðu. Því lækkaði hlutfall flokksins i könnun- um_ stofnunarinnar. Ólafur sagði síðan, að könnun Félagsvísindastofnunar væri gerð með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá, en könnun Skáís og DV byggðust á því að hringt er í símanúmer. í DÓMKIRKJAN: Þjóðhátíðarguðs- þjónusta kl. 11.15. Prestur sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Einsöngur Eiríkur H. Helgason. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Dómkór- inn syngur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Almenn bænasamkoma Fermingar Ferming í Kollafjarðarnes- kirkju 17. júni. Fermd verða: Júlíus Freyr Jónsson, Broddanesi. Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Broddanesi. Steinar Snæfells Magnússon, Litla-Fj arðarhorni. Þingeyrarprestakall. Ferming í Núpskirkju sunnudaginn 18. júní. Prestur sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Fermdur verður Árni Þór Helga- son, Alviðru í Mýrarhreppi. þjóðskráiúrtaki ættu allir þjóðfél- agshópar að koma í úrtakið í réttum hlutföllum, og einnig væri reynt í nokkra daga að ná í þann einstakl- ing, sem Ienti í úrtakinu. Ef úrtakið væri aftur á móti byggt á símanúmerum, væri oftast talað við þann sem svaraði. Það gæti skekkt myndina, t.d. ef hringt væri á tíma þegar ungt fólk er al- mennt lítið heima. Þá lenti of stór hluti eldra fólks i úrtakinu. Ólafur bætti við að það yki traust sitt á könnun Félagsvísindastofnun- ar, að spurt hefði verið hvaða flokk svarendur kusu í síðustu kosningum og hefði niðurstaðan verið mjög nálægt kosningaúrslitunum, nema hvað Borgaraflokkinn varðaði. Ekki náðist samband við umsjón- armann skoðanakannana DV. Hafsteinn Austmann Sigurður Signrðsson Nýr formaður FIM Aðalfundur FÍM, Félag íslenskra myndlistarmanna, var haldinn í FÍM-salnum dagana 18. aprll og 2. maí. Á dagskrá voru venjuleg aðalfund- arstörf og ný stjórn kosin. Hafsteinn Austmann var kjörinn formaður og Einar Hákonarson meðstjórnandi í stað þeirra Gylfa Gíslasonar og Ey- jólfs Einarssonar, sem létu af störf- um meðstjórnanda og ritara. Sigurður Sigurðsson listmálari var gerður að heiðursfélaga FÍM, en Sig- urður er í hópi þekktari listamanna landsins og var formaður FÍM til margra ára. Rætt var um rekstur sýningarsalar félagsins og var almenn ánægja með að þar eru nú samfelldar sýningar og bókanir langt fram í tímann. Á fundinum voru teknir inn nýir félag- ar. Messur á þj óðhátí ðardag þjóðhátíðardaginn kl. 20.30. KEFLAVÍKURKIRKJA: Þjóðhát- íðarguðsþjónusta kl. 13. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Gengið frá kirkju í skrúðgarð að lokinni guðsþjónustu. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Þjóðhátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org- anisti Örn Falkner. Skrúðganga á hátíðarsvæði við Stapa að lokinni guðsþjónustu. Sr. Ólafur Oddur Jónsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta þjóðhátíðardag kl. 11.00. Organisti Anna Guð- mundsdóttir. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Sr. Örn Bárð- ur Jónsson. HVALSNESSÓKN: Guðsþjónusta í Sandgerði þjóðhátíðardag kl. 13. Organisti Anna Guðmundsdóttir. Sr. Öm Bárður Jónsson. REYNIVALLAPRESTAKALLÁ Brautarholtskirkju þjóðhátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnar Kristjánsson Flymo ORUGGT VAL Þú færð réttu sláttuvélina hjá okkur □ L 47 - svifnökkvinn, aflmikil bensínvél □ E 30 - rafknúin loftpúöavél □ RE 30 - rafknúin hjólasláttuvél með grassafnara □ XE 30 - rafknúin loftpúðavél með grassafnara □ MT - raforf til kantsnyrtingar Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta. Athugið að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni. Opið á laugardögum 10-16. Raðgreiðslur GAP G.Á. Pétursson hf. UáMimla markððurínn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.