Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1989 Fang Lizhi: fjörugur fi*æði- maður og fána- beri lýðræðis Washington og Peking. Reuter. SAMSKIPTI Bandaríkjanna og Kína eru nú með stirðasta móti og hafa vart verið erfiðari frá því að Richard Nixon Bandaríkja- forseti friðmæltist við „Rauða Kína“ árið 1972. Ástæðuna má rekja til fjöldamorða kínverska alþýðuhersins á Torgi hins him- neska friðar, en það, sem veldur mestu um deilu ríkjanna, er mál kínverska stjarneðlisfræðingsins og andófsmannsins Fang Lizhi. Hann og kona hans leituðu hælis í bandaríska sendiráðinu i Peking hinn 5. júní — daginn eftir Qöldamorðin. Nú hafa kínversk stjórnvöld gefið út handtökuskipun á Fang fyrir gagnbyltingar- starfsemi, en Bandaríkjamenn eru hreint ekki á þeim buxunum, að láta hann í hendur kommúnistastjórnarinnar. Fang er stjarneðlisfræðingur og flík, sem ekki er annað hægt að þykir fjörmikill fræðimaður. Hann einskorðar sig síst við fræðin og þykir jafngaman að ræða um klumpkenndar stjörnuþokur og lýð- ræðisþróun. Af þeim sökum hefur hann lengi verið upp á kant við stjómvöld í heimalandi sínu. Fang, sem verður 53 ára gamall á þessu ári, hefur á undanfömum þremur árum orðið einn helsti tals- maður stjómarandstæðinga í Kína, enda þykir hann rökfastur og ódeigur við að segja skoðun sína á hlutunum, en hann telur kommún- ismann gersamlega vonlausa lausn á vanda heimsins. Árið 1987 sagði hann til dæmis í viðtali við ítalskan blaðamann, að Kommúnistaflokkur Kína gæti ekki státað af einu ein- asta afreki á nærri 40 ára valda- ferli: „Marxisminn er eins og ónýt Fang Lizhi með konu sinni Li Shuxian. Reuter gera við en að henda.“ Sífelldar árásir Fangs á kerfið í skjóli alþjóðlegrar virðingar, sem hann hefur notið, hafa meðal ann- ars gert Deng Xiaoping, æðsta valdamann alþýðulýðveldisins, að hatursmanni Fangs. Deng er sá ráðamaður, sem hvað mest hefur barist fyrir fijálsræði í efnahags- málum, en hann hefur jafnframt þvertekið fyrir pólitískar umbætur. Það er hins vegar einmitt það, sem Fang segir að þurfi í Kína: „Án lýðræðis getur Kína aldrei orðið að nútímasamfélagi." Fang, sem er þybbinn og notar gleraugu komst fyrst í fréttimar síðla árs 1986 þegar hann varð nokkurs konar þjóðsagnapersóna í háskólum landsins, vegna óbifan- legrar afstöðu sinnar til málfrelsis. Harðlínumenn í flokknum létu til skarar skríða gegn þeim, sem þeim flokksmönnum sem þóttu of linir, snemma árs 1987. Hu Yao- bang flokksleiðtoga, sem þótti í fijálslyndara lagi, var sparkað og hafín var herferð gegn „borgara- legri fríhyggju" eða vestrænum áhrifum með öðrum orðum. Opinberir fjölmiðlar sökuðu Fang um að hvetja til algerrar umbyltingar í átt til vestræns þjóð- skipulags og Deng nefndi hann sérstaklega á nafn á leynilegum miðstjómarfundi flokksins og lagði til að Fangyrði vikið úr flokknum. Þetta var reyndar ekki í fyrsta skipti, sem Fang var rekinn úr flokknum, því síðla á sjötta ára- tugnum féll hann í ónáð um tíma. I Menningarbyltingunni al- ræmdu (1966-76) var Fang sendur í „endurhæfingu" um tveggja ára skeið og vann hann erfiðisvinnu um tveggja ára skeið. í febrúar síðastliðnum, þegar George Bush Bandaríkjaforseti var á ferð í Kína, bauð hann Fang til kvöldverðar í bandaríska sendiráð- inu, en stjórnvöld bönnuðu honum að fara. Innan stjarneðlisfræðinnar þykir Fang með fremstu vísindamönnum heims á sínu sviði. Þrátt fyrir að Fang hafi engan þátt tekið í lýðræðishreyfingu þeirri, sem stjórnvöld hafa gengið milli bols og höfuðs á að undan- fömu, telja kommúnistar hann greinilega eina helstu fyrirmynd stúdenta í því sem opinberlega er nefnt „gagnbyltingarstarfsemi". Á mótmælafundi gegn hreyfingu stúdenta, sem skipulögð voru af stjórnvöldum fyrir tveimur vikum, var brúða af Fang brennd á báli og honum kennt um allt sem miður fer í Kína — allt frá verðhækkunum til rótleysis í þjóðfélaginu. í fram- haldi af því ákvað Fang að leita hæjis í bandaríska sendiráðinu. Á sunnudag bárust svo þær fréttir að hann og kona hans hefðu verið ákærð fyrir „gagnbyltingar- áróður og glæpsamlega undirróð- ursstarfsemi“, en þessir glæpir eru taldir jafnast á við landráð í al- þýðulýðveldinu. Belgískur læknir látinn laus úr gíslingu í Líbanon Sídon, Brussel. Reuter. Mannræningjar létu belgíska lækninn Jan Cools lausan úr haldi í gær eftir að hann hafði verið í hartnær þrettán mánaða gíslingu í Líbanon. Belginn var látinn laus eftir viðræður milli Muammars Gaddafis Líbýuleið- toga og Roberts Urbains, við- skiptaráðherra Belgíu. Leo Tin- demans, fráfarandi utanríkis- ráðherra Belgíu, gaf í skyn að Urbain gæti hafa gert samning við Gaddafi, sem bryti í bága við refsiaðgerðir Evrópubanda- lagsins gegn Líbýumönnum. Cools grét af gleði er hann ræddi við fréttamenn og þakkaði Gaddafi Líbýuleiðtoga fyrir að hafa beitt sér fyrir því að hann yrði látinn laus. Róttækir palestín- skir skæruliðar undir stjórn Abus Nidals áttu einnig mikinn þátt í því að Cools var látinn laus, en þeir hafa vísað á bug ásökunum um að þeir hafi rænt Belganum. Var Cools fluttur með leynilegum hætti í hús Mustapha Saads, yfir- manns Frelsishers sunní-múslíma (PLA), í Sídon skömmu áður en Robert Urbain, viðskiptaráðherra Belgíu, kom ásamt belgískri sendi- nefnd til fundar við Saad. Tindemans, fráfarandi utanrík- isráðherra Belgíu, sagði í samtali við belgíska dagblaðið Libre Belgique að Urbain hefði rætt við Gaddafi „án þess að hafa fengið umboð stjórnarinnar til að leysa gíslamálið“. Hann vísaði til refs- iaðgerða gegn Líbýmönnum, sem Evrópubandalagið samþykkti árið 1986 vegna ásakana um að þeir hafi veitt alþjóðlegum hryðju- verkasamtökum stuðning, og sagði: „Við munum lenda í vand- ræðum með Evrópubandalagið.“ Cools starfaði fyrir norska hjálparstofnun, NORWAC, í Líbanon. Honum var rænt 21. maí árið 1988 er hann var á leiðinni frá flóttamannabúðum Palestínu- manna í suðurhluta landsins. Lítt þekkt hreyfíng er nefnist „Her- menn sannleikans“ lýsti mannrán- inu á hendur sér. 22 útlendinga er enn saknað í Líbanon og talið er að flestir þeirra séu í haldi Palestínumanna eða líbanskra múslíma. Þar af eru tíu Bandaríkjamenn, fjórir Bretar, þrír íranar, tveir Vestur-Þjóðveij- ar, Egypti, ítali og Frakki. Bandaríkin: Dollari upp og viðskipta- halli niður New York, Wasliington. Reuter. GENGI Bandaríkjadollara hækk- aði í gær og hefur ekki verið hærra í hálft þriðja ár. Stafaði eftirspurnin eftir dollaranum ekki síst af því, að menn voru vissir um, að nýjar fréttir af við- skiptahallanum vestra yrðu góð- ar fréttir. Svo reyndist iíka vera. í gær fengust fyrir dollarann rúmlega 2,03 vestur-þýsk mörk og hefur dollaragengið þá ekki verið hærra gangvart markinu síðan í desember 1986. Þá fást nú 149,45 japönsk jen fyrir dollarann. Ásóknin í dollarann var vegna þess, að menn trúðu á góðar fréttir af þróun við- skiptahallans vestra í apríl. Það gekk líka eftir því að hallinn var 8,26 milljarðar í apríl, 13,4% minni en í mars. í aprílmánuði jókst útflutningur frá Bandaríkjunum um 0,8% en inn- flutningur dróst saman um 2,6%. Segja bandarískir hagspekingar, að eftirsóknin eftir útlendum varningi sé að minnka enda er hagvöxturinn nokkru minni og jafnari en oft áður og samdráttur í neyslu. Sakaður um fylgi- spekt við PLO Jerúsalem. Reuter. VOPNAÐIR ísraelskir lög- reglumenn í Jerúsalem lokuðu í gær ritstjórnarskrifstofum Saris Nusseibehs, palestínsks heimspekings og útgefanda vikurits á ensku um stjóm- mál. Nusseibeh hefur verið sakaður um að fylgja Frelsis- samtökum Palestínumanna, (PLO), að málum og að hafa hvatt til uppreisnar Palestínu- manna á herteknu svæðunum. Einum degi áður en ritstjóm- arskrifstofunum var lokað lýsti Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, yfir því að innan skamms hæfust viðræð- ur við fulltrúa Palestínumanna um friðartillögur ísraela. Nus- seibeh er talinn hófsamur og var þess vænst að hann yrði á meðal þeirra araba sem fæm á fund Shamirs. Líf á öðrum hnöttum? Wellington. Reuter. BROT úr lofsteini féllu til jarð- ar á Nýja-Sjálandi á mánudag. í brotunum fundust kolefni og vatn, sem gæti bent til þess að líf hafi þróast úti í alheimin- um. Afar fátítt er að lofsteinar þessarar gerðar lendi á jörð- inni. Er síðast fréttist höfðu þrír kolefnismolar fundist, sá stærsti á við litla fíngurnögl. Austurríki: Kaupa sænskar eldflaugar Vín. Reuter. AUSTURRÍSK stjómvöld ákváðu í gær að veija sem svarar 4,1 milljarði ísl. króna til kaupa á skriðdrekaeldflaug- um af sænskri gerð. Valið stóð á milli eldflauga sem Frakkar og Þjóðveijar hafa smíðað og Milan II eldflauga Bofors- vopnaverksmiðjanna. Franz Vranitzky kanslari sagði að í raun væri ekki um eldflaug að ræða þar sem hún drægi aðeins tveggja km vegalengd. Norður-írland: Hermaður fell- ur fyrir kúlum félaga sinna Belfast. Reuter. BRESKUR hermaður var skotinn til bana í Belfast á Norður-Irlandi í gær. Svo virð- ist sem hann hafi fallið fyrir kúlum annars bresks her- manns sem hóf skothríð að farþegum í stolnum bíl. Lög- reglan sagði í fyrstu að írskir þjóðemissinnar bæru ábyrgð á dauða hermannsins en síðar sagði talsmaður lögreglunnar að hermaðurinn hefði fyrir slysni lent í kúlnahríð breskra hermanna. Hermaðurinn, sem var 21 árs, er sjötti hermaður- inn sem fellur á Norður-írlandi á þessu ári. Annar hermaður særðist lífshættulega þegar sprengja sprakk í bíl hans og tveggja ára drengur særðist þegar foreldrar hans óku inn í skotbardaga milli skæmliða Irska lýðveldishersins og lög- reglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.