Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 36

Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 36
36 MORGU^BLAÐIÐ FÖSTUUAOUK 16. JÚNÍ 1989 Hlaðvarpa- markaður- mn í REYKJAVÍK hefiir verið opn- aður í Hlaðvarpanum markaður með handgerða listmuni, sem teknir hafa verið í umboðssölu aðallega af konum víðsvegar af landinu. Tvær listakonur, þær Elín Perla Kolka og Ingibjörg Sigurðardóttir, hafa haft veg og vanda af þessum nýja markaði, sem verður opinn alla virka daga frá klukkan 12-18. Málverkasýning í Þrastalundi NU stendur yfir í veitingaskálan- um Þrastalundi við Sog sýning á 13 olíumálverkum eftir . Mattheu Jónsdóttur. Matthea hefur haldið 11 einka- sýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, hér heima og er- lendis. Sýningin í Þrastalundi stendur til 26. júní nk. Tónlistar- bandalag en ekki samband Rangt var farið með nafn Tón- listarbandalags íslands í frétt sl. laugardag. Þar stóð Tónlistarsam- band íslands sem aldrei hefur verið tii. Þá var einnig ranghermt að Tónlistarbandaiagið hefði fengið aðild að Félagsheimilasjóði fyrir 10 árum til byggingar Félags- heimilis tónlistarmanna við Vatnsstíg 3. Þar átti að standa Samtök alþýðutónskálda og texta- höfunda (SATT) og leiðréttist það hér með. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. Tveggja laga plata með Bítlavina- félaginu Steinar gaf út þann 5. júní tveggja laga plötu með Bítla- vinafélaginu er heitir „Munið nafnskírteinin“. Eyjólfur Kristjánsson samdi lag- ið á Á hiið plötunnar og notar danska alþýðuvísu í viðlaginu, en að öðru leyti ertextinn á íslensku. Hina hliðina kalla Bítlavinir A hlið og þar er lagið „Mynd í huga mér“ og er það eftir Jón Ólafsson hljómborðsleikara. Gallerí Borg í Pennanum Gallerí Borg hefúr tekið í notkun nýtt húsnæði í Austurstræti 10 uppi á lofti í Pennanum og hefúr Gallerí Borg tekið yfír alla hæð- ina. í fréttatilkynningu frá Gallerí Borg segir að í Pósthússtræti 9 hafi verið hengd upp sýning á verk- um gömlu meistaranna og em nefndir Ásgrímur Jónsson, Kristín Jónsdóttur, Jóhann Briem, Gunn- laugur Blöndal, Snorra Arinbjarn- ar, Kjarval og Jón Stefánsson. í nýja húsnæði Austurstræti 10 hefur verið hengd upp sýning á verkum yngri listamanna og eru þar nefndir: Jóhannes Jóhannes- son, Kristján Davíðsson, Ilringur Jóhannesson, Tryggvi Ólafsson, Jóhannes Geir, Kjartan Guðjóns- son, Leifur Breiðijörð, Sara Vil- berg, Þorbjörg Höskulds, Elías B. Halldórsson, Magnús Kjartansson og Björg Þorsteins. Michael Winslow og David Graf í hlutverkum sínum í myndinni „Lögregluskólinn 6“ sem Bíóhöllin hefúr tekið til sýninga. Bíóhöllin sýnir „Lögregluskólinn 6“ BÍÓHÖLLIN hefúr tekið til sýn- inga myndina „Lögregluskólinn 6“. Með aðalhlutverk fara Bubba Smith og David Graf. Leikstjóri er Peter Bonerz. Wilsonhæðagengið hefur framið hvert ránið á fætur öðru án þess að iögreglunni takist að hafa hend- ur í hári óbótamannanna. Hafa þó margir vaskir menn verið sendir fram til að finna og uppræta þenn- an glæpalýð. Borgarstjórinn tekur málið jafnvel upp á sína arma og skipar sérstakri sveit að vinna að rannsókn þessari. Dean Stockwell og Michelle Pfeiffer í hlutverkum sínum í myndinni „Gift mafíunni". Háskólabíó sýnir „Gift mafíunni“ HASKOLABIO hefúr tekið til sýninga myndina „Gift mafí- unni“. Með aðalhlutverk fara Dean Stockwell og Michelle Pfeiffer. Frank De Marco er í þjónustu bófaflokks og kann kona hans því afar illa. Þegar De Marco verður síðan á að ætla að gera sér glaðan dag með vinkonu glæpaforingjans, gerir hann sér lítið fyrir og kemur þeim báðum fyrir kattarnef. Friðarfyrir- lestur á kvennadaginn HELEN Caldicott, barnalæknir heldur erindi um frið í Þjóðleik- húsinu kl. 20:30, á kvennadaginn 19. júní næstkomandi en hún er þekktur friðarsinni viða um heim. Helen kemur til landsins í boði allra þeirra kvennasam- taka, sem stóðu að ferð íslenskra kvenna á Nordisk Forum í Nor- egi á síðasta ári. í frétt frá undirbúningsnefnd kvennadagsins segir, að Helen Caldicott hafi verið lýst sem móður hugmyndarinnar um frystingu kjarnavopna og að hún hafi átt frumkvæðið að stofnun Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá og var hún jafnframt fyrsti forseti sam- Helen Caldicott, barnalæknir takanna. Hún stofnaði einnig Frið- arsamtök kvenna fyrir afvopnun. Helen hefur skrifað tvær bækur um vopnakapphlaupið og afleiðing- ar kjarnorkustríðs. Helen mun hitta ýmsa ráðmenn og fulltrúa friðasamtaka meðan á dvöl hennar stendur og í tengslum við heimsókn hennar verður haldin kvenn-friðarmessa í Langholts- kirkju miðvikudagskvöldið 21. júní, sem Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir mun hafa veg og vanda að. Enn við það sama jamöngvarinn «5> píanistinn írá Ghana Cab Kaye á Borgarkránni írá kl. 21. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Lögregluskólinn 6. Sýnd í BíóhöIIinni. Leiksljóri: Peter Bonerz. Færibandaframleiðslur á borð við Lögregluskóla- myndirnar er með því au- virðilegasta sem kemur frá Hollywood. Það er haldið áfram að gera þær á meðan fólk vill sjá þær og peningar koma { kassann, en hvað það er sem gerir þær vinsælar BORGARKRAIN BORGARINNAR á hverju kvöldi er erfitt að skilja. Eða hver nennir á sömu myndina sex sinnum? Gamansemin er alltaf sú sama og hún er alltaf jafn barna- og kjánaleg. Hún er endurtekin mynd eftir mynd þangað til endurtekningin sjálf er orðin að markmiði og þú veist með góðum fyrir- vara að hveiju þú átt að hlægja næst — þá sjaldan þú hlærð. Þeir sem áður voru aukal- eikarar eru núna aðalleikar- ar, hinir eru löngu hættir, og handritið gerir sem fyrr varla mikið meira en flakka á milli hvers og eins og leyfa honum að fara með sín gam- alkunnu atriði. Þú veist að minnsta kosti að hveiju þú gengur. GUÐMUNDUR HAUKUR Leikur í kvöld ÖHQTELW nuciivM^Kwni F»m innfyrn W 21 00 AOgangseyrw N 3M WW2I00 Gódan daginn! BRAUTARHOLTI20. SÍMAR: 23333 OG 23335 Hljómsveitin HAFRÓT leikur af sinni alkunnu snilli frá kl. 23-03 DISKÓTEK Aldurstakmark 20 ára + 850 kr. srs ■tJm -Á m Á// +■ p> « |v 'f n < j \ S m í KVÖLD ' -f - ■-í L ★ -¥■-¥■-¥■■¥■-¥■-¥■-¥■-¥■■¥■ A LA CARTE Fjölbreyttur sérréttaseðill og svo okkar vinsælu 5 og 7 rétta seðlar OPNAÐ KL. 19 Sími 29098

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.