Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 12

Morgunblaðið - 16.06.1989, Side 12
12 MORGUNIíLÁÐIÐ ’Í’ÖSWMGUR 16. .JÚNPÍM9 Hialti Kristgeirsson skrifar írá Búdapest: Sá sem talar úr stígvéli Stalíns (þegar múgnrinn var búinn að fella styttu Stalíns í Búdapest 1956 stóðu tröllaukin stígvélin lengi eftir). Lestin kennd við tónskáldið Franz Liszt (Ferenc segja reyndar Ungveijar) hafði verið full af þýsku- mælandi fólki en í' Vín skipti um fólk og tungumál og nú heyrðist ungverska í hverju horni. Það er naumast Ungveijar eru farnir að ferðast hugsaði ég og öðruvísi mér áður brá. Að vanda er farið um landamærastöðina í Hegyeshalom og stansað þar. Umhverfið ætti að vera mér kunnuglegt, svo oft fór ég hér um á námsárum mínum en flest er mér það úr minni horfið. Hér er ekkert að sjá annað en enda- lausar raðir járnbrautarspora og svo varðturnar, fátt um lestir. Sitt- hvoru megin við landamærin eru blómleg landbúnaðarhéruð, að þessu sinni gat ég ekki séð að gróð- urinn væri grænni Austurríkismeg- in. Skyldu Ungveijar hafa tekið sig á, samyrkjan farin að skila árangri eða kannski búið að skipta bújörð- um að nýju milli bænda? Landa- mæraverðirnir koma í nokkrum hópum og líta inn í hvern klefa. Þeir fyrstu spyrja einskis, annar flokkurinn skipar okkur að taka fram vegabréfin, sá þriðji er með stimpla á lofti. Vegabréfin fá sitt. Nokkrir samferðamenn eru frammi á gangi og það er eitthvað sem vekur athygli þeirra. Hermenn fylgja karli og konu aftur með með lestinni og hverfa fyrir horn; einn hermaðurinn ber þunga tösku. Ég finn frekar en heyri fordæmingu líða um lestarganginn en þegar ég vil ræða málin, hverfa menn inn í klefana. Vonandi var þetta ekkert alvarlegra en dálítið smyglgóss. Viðstaðan reyndist ekki vera 4 stundir eins og tíðkanlegt var fyrir 30 árum heldur aðeins 20 mínútur, svo að það er víst ekki ætlunin að rannsaka hvern mann ýkja náið. Það hafði verið þungbúið veður en þegar lestin rennur inn á Austur- stöðina í Búdapest er komin helli- rigning, skýfall. Ég tek eftir því að skálinn er mætavel vatnsheldur, það er þá búið að gleija hann síðan um árið. Göturæsin hafa ekki undan úrhellinu og stundum þarf að beita Ladabílnum líkt og bát í vatnið þegar við ökum inn Rákóczystræti en síðan er þurrara yfir Dóná á Elísabetarbrú. Það er allt með um- merkjum það best ég fæ séð, stræt- ið kennt við sjálfstæðisforingja sem laut í lægra haldi fyrir Austurríkis- mönnum fyrir hartnær þrem öldum. Brúin heitir eftir drottningu Ung- veija, keisaraynju í Vín um tveim öldum síðar. Óveðri slotar fljótt á þessum slóðum og það er farið að rofa til þegar komið er á áfanga- stað. Loftið orðið tært eins og það getur orðið og ferskt og heilnæmt að anda því að sér. Mér er sagt á leiðinni gegnum borgina að kannski nái ég í Habs- borgara í sjónvarpinu. Mikið rétt, á skjánum er hans konunglega og keisaralega tign Otto von Habsburg og segist umfram allt vera Evrópu- maður og þó sérílagi Ungveiji en að sjálfsögðu einnig Austurríkis- maður; sonur hins skammlífa Karls keisara og hennar Zitu sem dó í vetur háöldruð og aldrei vildi afsala sér sinni arfbornu tign, útlæg úr löndum Habsborgara en komst þó í legstað ættarinnar í Vín. Ottó — okkar Ottó segja víst margir k. og k. hollir beggja vegna landamær- anna — talar ungversku lipurlega og kann vel að svara pólitískum spumingum; hann er vitanlega þingræðisins maður rétt eins og tískan býður bæði hér og þar; full- trúi Bæjara á Evrópuþinginu og hefir löngu afsalað sér tilkalli til ríkis feðra sinna. Ég geri ráð fyrir að skrollmæli Ottós geri hann elsku- verðari en ella hér í þessu landi hörðu r-anna; Ottó gleymir ekki að fagna lýðræðislegum umbótum á Dónárbökkum og vonar að þetta gamla heimkynni hans, Ungveija- land, eigi greiða leið inn í samein- aða Evrópu, heimkynni okkar allra. Ég minnist austurrískra eftirlauna- manna (á aldri Ottós) sem sögðu mér í lestinni í gegnum Bæjaraland að sjálfsagt kysu Ungveijar helst að komast í tvíríkisstöðu gagnvart Austurríki, en ekki voru gömlu mennirnir hrifnir af því. Kannski vantaði eitthvað k. og k. í kollinn á þeim eða pólitískar umbætur voru þeim fjarri, nema hvortveggja hafi verið. Nú vil ég vara lesandann við. Otto von Habsburg og það að fitja að nýju uppá ríkissamruna undir keisaralegum og konunglegum merkjum er vitaskuld alvöruleysi og grín. En ásjóna gamla Habs- borgarans á sjónvarpsskjánum í Búdapest er hins vegar harla lær- dómsríkt dæmi um gífurlegar breytingar í eins flokks ríki Ung- veija, breytingar sem að vísu eiga sér nokkurn aðdraganda en skella á gestinum með ofsa suðrænna veðrabrigða. Boð og bönn hafa skyndilega gufað upp, spennitreyja alræðisins á tali og hugsun hefir verið rist sundur, orðið er að nýju frjálst. Þessi dýrð hefir ekki staðið lengi og það er svo margt sem þarf að segja og segja nú í fullri alvöru því að þögnin hafði ríkt í 40 ár. Að vísu með uppstyttu 1956 þegar ungverska þjóðin velti af sér alræð- inu í svip. Það var annar aldraður maður á skjánum kvöldið eftir, Lazar Brankov, alþýðumaður, stirt um tungutak og vantaði fágun Evrópuborgarans en einlægnin þeim mun meiri. Vegna uppruna síns meðal þjóða Júgóslavíu þótti Brankov ákjósanlegur sökunautur í landráðamálinu gegn Rajk 1949 þegar hin Moskvuholla forysta ung- verska kommúnistaflokksins var að losa sig við hugsanlega keppinauta um völdin í röðum „heima“-komm- únistanna. Innanríkisráðherrann Rajk sem hafði átt sinn góða þátt í skipulagningu iögregluríkisins var tekinn af lífi eftir “játningu" í sýnd- arréttarhöldum. Nú lýsti Brankov gamli því hvernig játningin var knúin fram, hvemig það var að hlýða á dómsorðið, lífstíðarfangelsi; það var þó vonarglæta. Þegar menn ríkislögreglunnar, kvalararnir, komu aftur að máli við hann í þíðunni snemma árs 1956 og vildu nú fá rétta lýsingu á málsatvikum, þorði fanginn ekki annað en að endurtaka lygavefinn frá réttar- höldunum enda vissi hann ekkert um umbrotin úti í þjóðfélaginu. Að lokum kom skipun frá æðri stöðum um að yfirheyrslum skyldi hætt og allir ódauðir látnir lausir. Brankov notfærði sér frelsið til að komast til Vesturlanda; viðtalið við hann er tekið í París. Eru þessi 40 ár þá ekki annað en dálítið ljót saga? Jú miklu meira, einnig grimmilegur nútími. Það sannaðist í sjónvarpinu þegar fréttamaður gekk á þingmanninn Barcs með það hvemig hann ætlaði að bregðast við áskorunum um að segja af sér þingmennsku. Tja hann sæi ekki ástæðu til mikilla við- bragða enda ekki mikið sem sér væri gefið að sök. Hann hefði að vísu lent í því að vera (af Flokkn- um) dreginn inn í Rajk-réttarhöldin og látinn sitja þar sem meðdómari. Væri það sakarefni að greiða at- kvæði (með dauðadómum) eins og sér hefði verið sagt að gera? Ekki gat hann séð í gegnum lygavefinn þá! Menn ættu frekar að líta á störf sín í þágu lands og þjóðar á þeim tíma sem síðan er liðinn. Ég grennslast fyrir um ævistarf þessa dánumanns og fæ að vita að hann hafi í þijá áratugi verið forstjóri Ungversku fréttastofunnar, stofn- unar sem hafði það aðalhlutverk að halda fréttum frá almenningi. Það em þó ekki allir á leiðinni til Damaskus en það er viðkvæðið hér um þá mörgu sem nú sjá ljós umbótanna og hverfa frá villu síns vegar. (Líkt og Sál forðum, sá er síðar varð postulinn Páll.) Reform, breyting til bóta, er hið mikla kjörorð dagsins í Ungveija- landi. Allt skal endurskoða, breyta og bæta, ef ekki bylta. Þessu til sönnunar er mér fengin í hendur spánný bók, græn að lit eins og vonin blíð, „Pólitísk árbók Ung- veijalands 1988“ þar sem árið í fyrra er gert upp á 800 blaðsíðum. Arið sem öllu breytti, árið þegar Kádár var settur til hliðar (maí), Poysgaij settist í ráðherrastól (júní), Németh varð forsætisráðherra (nóvember). Á árinu 1988 fóm virð- ingarmenn í valdaflokknum að tala um nauðsyn fjölræðis (plúralisma), meira að segja Grósz (arftaki Kád- árs í sæti aðalritara) en lengi fram- anaf hamraði hann á þeirri skrítnu hugmynd að fjölræðið ætti að rúm- ast innan ramma einsflokks kerfis. Efnahagskreppan krefðist nýrra viðhorfa og vinnubragða; sjálfsagt væri að vera opinn fyrir fmmkvæði einstaklinga og félaga í fyrirtækja- rekstri og fésýslu en það væri að dreifa kröftum og stofna ávinning- um sósíalismans í hættu að leyfa stjórnmálastarfsemi utan vébanda kommúnístaflokksins. Losað var um hömlur á stofnun félaga og samtaka og fjölmiðlun varð fijáls- legri. Um mitt ár í fyrra fór Pozs- gay að ýja að því að pólitískt fjöl- ræði væri býsna heppilegt tæki til að jafna ágreining í þjóðfélaginu og leita lausna í málamiðlunum þar sem ólíkir kraftar legðu saman. Undir lok ársins voru ýmsir í valda- flokknum orðnir berorðir um nauð- syn fjölflokkakerfis, enda var þá búið að stofna fjöldann allan af pólitískum samtökum og endurreisa Smábændaflokkinn en sá hafði ver- ið stærsti stjómmálaflokkur lands- ins á ámnum 1945-48. Um mitt sumar 1988 var þess minnst með nokkmm hátíðabrag að 40 ár voru liðin frá sameiningu jafnaðarmanna og kommúnista í einn flokk, en í árslok var endurskipulagning jafn- aðarmannaflokks komin á flugstig og sameiningin 1948 orðin að mar- tröð. Á göngu um miðbæinn kem ég á torg kennt við nítjándualdarskáld- ið Vörösmarty; þar er margt um manninn, aldraðir kaffihúsamúsí- kantar leika á fiðlur, betlari blæs munnhörpu, ungir myndlistarmenn bjóðast til að teikna andlitsmynd fyrir hundrað kall. Á torginu eru sölubásar með bókum, aðallega nýútkomnum; hér reynist standa yfir Hátíðarvika bókarinnar. All- löng biðröð er fyrir framan borð þar sem rithöfundur er að árita bækur sínar. Þetta er György Konrád og áritar nú af brosmildu keppi bækur sem fyrir fáum árum voru bannaðar eða fengust ekki útgefnar í heimalandi hans en var vel tekið erlendis. Einn sölubásinn býður ekki önnur rit en þau sem með einum eða öðrum hætti fjalla um uppreisnardagana 1956; út- gáfuárið er alltaf það sama, 1989. „Úr skjölum alþýðuuppreisnar 1956“ finnst mér einna forvitnileg- ust þeirra bóka; geymir 122 skjöl, ræður, greinar og ávörp, þar á meðal níu frá sjálfum upphafsdegi átakanna, 23. október, og sex frá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.