Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ j FÖSTUDAGUR l lfl.'JÚNÍ 1989 25 Katrín Briem dóttir Jóhanns og Ólafiir Kvaran listráðunautur húss- ins, við eitt verka Jóhanns. Félags- heimili tónlistar- manna með happ- drættis- miðasölu LOKAÁTAK Félagsheimilis tón- listarmanna í sölu happdrættis- miða í Kringlunni verður í dag, fostudag, en undanfarið hefur Qöldi tónlistarmanna komið þar fram til að vekja athygli á fjáröfl- unarátaki Félagsheimilisins, sem er til húsa að Vitastíg 3. Stefnt er að því að selja 1000 miða í Kringlunni, en miðasala fer fram á 2. hæð (fyrir framan Hag- kaup), þar sem 1. vinningur, Skoda Favorit er til sýnis. Þá verður dreg- inn úr veglegur aukavinningur á númer miða, sem selst hafa í Kringlunni, ferð til Portúgal, ásamt 50 hljómplötuvinningum og 10 matarvinningar fyrir tvo. Þeir sem koma fram milli klukk- an 15 og 17 eru Valgeir Guðjóns- son, Bjartmar Guðlaugsson, Karla- kórinn Fóstbræður, Karlakór Langholtskirkju, Rúnar Þór Pét- ursson, Ingi Gunnar Jóhannsson, hljómsveitin Ný dönsk og Centaur o.fl. Sumarsýning Norræna hússins með verkum eft- ir Jóhann Briem Laugardaginn 17. júní klukk- an 15 verður opnuð sýning í sýn- ingarsölum Norræna hússins á málverkum eftir Jóhann Briem. Sýningin stendur fram til 24. ágúst og verður opin daglega klukkan 14-19. Á sýningunni verða yfír 30 mál- verk, sem era í eigu einstaklinga og stofnana. Málverkin eru máluð á árunum 1958-1982. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í Morgun- blaðinu í gær að í grein um Norr- æna stangveiðisambandið misrit- aðist nafn höfundarins. Hann heitir Hákon Jóhannsson. Eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Kammersveit Seltjarnarness með tónleika Fyrstu tónleikar Kammersveitar Seltjarnarness verða haldnir mánudagskvöldið 19. júní klukk- an 20.30 í Seltjarnarneskirkju. Kammersveit Seltjamarness var stofnuð nú í vor og voru stofnend- ur hennar Einar Jóhannesson klar- inettuleikari, Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari, Hróðmar Ingi Sigur- björnsson tónskáld, Sigrún Val- gerður Gestsdóttir söngkona, Sig- ursveinn K. Magnússon skólastjóri og Örn Magnússon píanóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Zoltán Kodály, Arnold Schönberg, Hróðmar Inga Sigurbjömsson og Darius Milhaud. Einsöngvari með Kammersveit- inni er Sigrún Valgerður Gests- dóttir en Örn Magnússon píánóleik- ari frumflytur nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Kammersveit Seltjarnarness skipa að þessu sinni 37 hljóðfæra- leikarara. Konsertmeistari er Hlíf Sigurjónsdóttir og stjómandi er Sigursveinn K. Magnússon. Laugardags- ganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun laugardaginn 17. júní. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 klukkan 10. Hljómsveitin Rikshaw. Tónleikar í Tunglinu HELGINA 16. og 17. júní verða haldnir stórtónleikar í Tunglinu við Lælgargötu. Hljómsveitirnar Rikshaw, Lagt til þerris, Eftirlit- ið og Loðin rotta flylja frum- samda tónlist og kynna væntan- legar hljómplötur. Tónleikamir hefjast klukkan 23 en húsið opnar klukkan 22, föstu- dags- og laugardagskvöld. Námskeið hjá Þrídrangi ÞRÍDRANGUR býður upp á viku námskeið í sjálfskönnun, næmn- isþjálfún, dásefjun, dans-hug- leiðslu, líföndun og lífefli, að þvi er segir í frétt frá Þrídrangi. Námskeiðið verður 24.-30. júní í skíðaskálanum í Skálafelli. í fréttinni frá Þrídrangi segir, að leiðbeinendur á námskeiðinu verði sállæknamir Ma Atit Kaya og Sw. Anand Sudas. Þau munu einnig veita einkatíma á meðan á dvöl þeirra stendur hér. Nánari upplýsingar og skrásetn- ing fyrir námskeið og einkatíma er hjá Framþróun, Laugavegi 92 í Reykjavík. Félagsmenn í Þrídrangi fá afslátt af námskeiðsgjaldi og fullt fæði er innifalið þá viku. „Ég og minn“ LAUGARÁSBÍÓ sýnir gaman- myndina „Ég og minn“. Með aðalhlutverk fara Griffln Dunne og Ellen Green. Leikstjóri er Doris Dörrie. Myndin fjailar um ungan lög- fræðing i hamingjusömu hjóna- bandi sem verður fyrir þeirri ólukku að vinur hans fer á kvennafar al- gerlega uppá sitt einsdæmi. Sigursveinn K. Magnússon hljómsveitarstjóri. Atriði úr myndinni „Ég og minn“ sem Laugarásbió sýnir um þessar mundir. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 59,50 43,00 55,38 21,758 1.204.953 Þorskur(smár) 32,00 32,00 32,00 0,367 11.744 Ýsa 72,00 50,00 65,06 2,474' 160.950 Karfi 32,00 32,00 32,00 1,141 36.496 Ufsi 32,50 15,00 27,08 2,561 96.431 Steinbítur 40,00 40,00 40,00 0,579 23.140 Langa 34,00 34,00 34,00 0,214 7.276 Lúða 210,00 190,00 202,67 0,030 6.080 Koli 53,00 38,00 38,47 0,529 20.369 Samtals 51,07 30,752 1.570.439 í dag verða m .a. seld 110 tonn af karfa, 20 tonn af þorski, 3 tonn af kola, 4 tonn af löngu, óákveðið magn af ýsu, lúðu og fleiri tegundum úr Sigurjóni Arnlaugssyni HF og ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 63,00 52,00 58,03 39,305 2.280.791 Þorskur(smár). 37,00 37,00 37,00 0,325 12.025 Ýsa 77,00 57,00 60,28 10,204 615.112 Ýsa(umál) 20,00 20,00 20,00 0,082 1.640 Karfi 33,00 33,00 33,00 14,282 471.319 Ufsi 35,00 15,00 32,75 24,453 800.928 Ufsi(umál) 15,00 15,00 15,00 0,479 7.185 Steinbítur 40,00 15,00 33,54 0,482 16.167 Hlýri+steinb. 29,00 29,00 29,00 0,827 23.983 Langa 25,00 25,00 26,00 0,036 900 Lúða 215,00 115,00 177,12 0,682 120.795 Grálúða 56,50 53,00 55,46 37,449 2.076.881 Skarkoli 40,00 25,00 30,48 0,293 8.930 Samtals 49,91 129,536 6.465.353 Selt var meðal annars úr Ásgei ri RE og Þórsnesi HF. í dag verða meðal annars seld 100 tonn af þorski, 80 tonn af ufsa, 12 tonn af karfa og fieira úr Jóni Vídalín ÁR og Má SH. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 59,50 51,00 53,94 25,543 1.377.860 Þorskur(smár) 30,00 30,00 30,00 0,080 2.400 Ýsa 94,00 40,00 72,79 27,532 2.003.995 Karfi 35,50 30,50 32,18 10,220 328.835 Ufsi 34,00 30,50 33,17 21,771 722.153 Steinbítur 47,00 30,00 34,99 2,613 91.452 Langa 33,50 28,50 33,24 0,717 23.835 Lúða 215,00 135,00 203,30 0,317 64.346 Sólkoli 56,00 40,00 47,12 2,247 105.880 Skarkoli 20,00 20,00 20,00 0,026 520 Skata 70,00 70,00 70,00 0,100 7.000 Skötuselur 150,00 120,00 144,32 0,074 10.680 Sfld 8,00 8,00 8,00 0,017 136 Samtals 51,93 91,282 4.740.092 Selt var úr Eini GK, Þuríði Halldórsdóttur GK, Eldeyjar-Boða GK og ýmsum færabátum. Alls seldu 34 bátar á markaðinum. i dag verða m.a. seld 55 tonn af þorski, 2 tonn af ýsu og fleira úr Eldeyjar-Hjalta GK. Selt verður úr dagróðra- og færabátum. Umboðsmaður Alþingis: Eignarnámsbætur vegna niðurskurðaf BÆNDUM er heimilt að krefjast þess að ákvarðanir um bætur vegna niðurskurðar sauðQár vegna riðuveiki verði ákveðnar í samræmi við réttarreglur um eignarnám, en í reglugerð frá 1982 um bætur vegna niðurskurðar er ekki vikið að umræddum rétti sauðfjárbænda til eignarnámsbóta. Kemur þetta fram í áliti sem Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, hefur sent frá sér vegna kvörtunar sem honum barst frá bónda, sem taldi bætur sem hann fékk greiddar vegna niðurskurðar vera ófull- nægjandi. Hí.Oimou,' W"....... FÉLAGSSTAKF ALDRADRA 20 ÁRA Reykjavík: Tvær þjónustu- miðstöðvar TVÆR nýjar þjónustumiðstöðvar aldraðra í Reykjavík eru í bygg- ingu í vesturbænum. Önnur þeirra, við Vesturgötu 7, verður tekin í notkun í haust og miðstöð við Aflagranda opnuð á næsta ári. Um 15 til 20% aldraðra í Reykjavík njóta starfs félags- og þjónustumiðstöðva. Félags- og tómstundarstarf aldr- aða hófst í apríl árið 1969 og árið 1972 var fyrsta þjónustumiðstöðin tekin í notkun í Norðurbrún 1. Á síðastliðnum vetri var starfað á 9 stöðum í borginni. Fréttabréf aldraða er sent öllum 67 ára Reykvíkingum og eldri og er það að þessu sinni helgað 20 ára afmæli félagsstarfsins. Markmiðið hefur alla tíð verið að vinna að fyrir- byggjandi starf með fjölbreyttri tóm- stundariðju og vinnu og veita öldruð- um nauðsynlega þjónustu. Tildrög þessa máls voru þau að riðuveiki hafði orðið vart á ákveðnu svæði, og tókust samn- ingar um niðurskurð til útrýming- ar veikinni við alla bændur á svæðinu nema eigendur tiltekins félagsbús. Landbúnaðarráðherra fyrirskipaði niðurskurð sauðfjár í eigu félagsbúsins vorið 1986, en annar eigenda búsins taldi bætur þær sem landbúnaðarráðuneytið bauð fram af því tilefni vera ófull- nægjandi. Sauðfé í eigu félags- búsins var slátrað um haustið 1986. I áliti Gauks Jörundssonar kem- ur fram að ljóst sé áð fé í eigu félagsbúsins hafi verið skorið án þess að samningar tækjust um niðurskurðinn eða að samþykki eigenda þess lægi fyrir með öðrum hætti. Vekur hann athygli á að sámkvæmt lögum frá 1956, um vamir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma og útrýmingu þeirra, væri ljóst að fjáreigendur gætu krafíst mats samkvæmt reglum um eignarnámsbætur væri fé þeirra skorið niður án samþykkis þeirra. Landbúnaðarráðuneytið hefði hins vegar lagt til gmndvall- ar reglugerð frá 1982, um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og kýla- pestar í sauðfé og geitum, þegar bótagreiðslur vegna niðurskurðar- ins á hinu tiltekna svæði voru ákveðnar. í reglugerðinni væri ekki vikið að rétti sauðfjáreigenda til eignarnámsbóta, og telur um- boðsmaður henni því áfátt að þessu leyti. Gaukur Jörundsson segir það vera skoðun sína að eigendur áð- urnefnds félagsbús geti krafist þess, að ákvörðun bóta vegna nið- urskurðar sauðfjár þeirra, sam- kvæmt fyrrgreindri ákvörðun landbúnaðarráðherra, verði ákveðnar í samræmi við réttar- reglur um eignarnám. Hann bend- ir ennfremur á að landbúnaðar- ráðuneytið hefði átt að vekja at- hygli bændanna á þessum rétti þeirra, þegar ágreiningur var kominn upp um bætur til þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.