Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 16. JUNI 1989 Sauma- og prjónastofan Drífa: Hlutafé aukið um 11,5 milljónir kr. VERIÐ er að auka hlutafé sauma- og prjónastofunnar Drífu á Hvammstanga um 11,5 milljónir króna en það er nú 4,6 milljónir króna, að sögn Björns Valdimarssonar fram- kvæmdastjóra Drífú. Byggða- stofiiun leggur fram 6,5 milljón- ir króna af hinu nýja hlutafé, verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga 2,5 milljónir króna og Hvammstangahrepp- ur 2,5 milljónir króna. „Við sáum fram á að þurfa að loka Drífu ef ekki fengist aukið hlutafé í fyrirtækið," sagði Björn Valdimarsson í samtali við Morg- unblaðið. Björn sagði að fyrirtækið hefði þurft að greiða 10 milljónir króna í vexti í fyrra, eða þrisvar sinnum hærri upphæð en árið áður. „Við framleiðsluna hjá Drífu eru 15 ársstörf og í sveitunum í kring- um Hvammstanga tengjast 10 árs- störf framleiðslunni,“ sagði Bjöm. Hann sagði að Drífa framleiddi nú meðal annars bómullarpeysur, sem Arblik sæi um að markaðssetja, svo og ullarvörur án litarefna. Framleiðslan færi aðallega á er- lendan markað og vel gengi að selja hana. Tímarit um búvísindi TÍMARITIÐ Búvísindi hefúr hafið göngu sína og er arftaki tímaritsins íslenskar landbún- aðarrannsóknir sem Rann- sóknastofnun landbúnaðarins gaf út á árunum 1969-1985. Aðilar að útgáfúnni eru, auk Rannsóknastofhunar landbún- aðarins, Búnaðarfélag íslands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins og Mógilsá, Tilrauna- Unglinga- landsliðið í skák valið Unglingalandslið Islands í skák fyrir landskeppni Qögurra Norðurlanda hefur verið valið, en keppnin hefst í Malmö í Svíþjóð 19. júní. í liðinu eru eftirtaldir skák- menn: Hannes Hlífar Stefáns- son, Þröstur Þórhallsson, Sig- urður Daði Sigfússon, Andri Áss Grétarsson, Þröstur Árna- son, Tómas Bjömsson, Héðinn Steingrímsson, Snorri Karls- son, Helgi Áss Grétarsson og Ragnar Fjalar Svavarsson. Þetta er í þriðja skipti sem keppnin fer fram, en keppend- ur em frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð auk íslands. Sjóvá- Almennar styrkti Skáksam- band íslands, svo það gæti tekið þátt í keppninni. Skák- sambandið hefur ákveðið að senda ekki keppendur á heimsmeistaramót unglinga, sem fer fram á Puerto Rico í sumar, vegna mikils kostnað- ar. stöð Háskólans í meinafræði að Keldum og Veiðimálastofhun. Fimm greinar birtast í fyrsta hefti tímaritsins. Sturla Friðriks- son ritar grein um mælingar á hraða landeyðingar. Leit að hent- ugum grasstofnum til uppgræðslu nefnist síðan grein eftir Áslaugu Helgadóttur. Oli Valur Hansson og Áslaug Helgadóttir gera grein fyrir uppmna íslensku gulrófunn- ar. Ólafur Guðmundsson og Sveinn Runólfsson ijalla um haustbeit lamba á einæra fóðurlúpínu og Ólafur Guðmundsson ritar grein um vanþrif lamba á láglendisbeit á íslandi. í fréttatilkynningu frá Ritstjóm Búvísinda segir, að Búvísindi muni veita viðtöku fæðilegum greinum um landbúnað og skyld efni, en efnisval í ritið miðast einkum við viðfangsefni þeirra stofnana sem að því standa. Til dæmis megi nefna fiskirækt og fiskeldi; búfjárrækt, þar með talin loðdýrarækt; fóðurfræði; bú- fjársjúkdóma; kynbóta- og erfða- fræði búfjár og jurta; jarðvegs- fræði; landnýtingu; skógrækt; jarðrækt og garðyrkju; bútækni, búrekstur og búnaðarhagfræði. Ljósmynd/Þór Ægisson Hafþór Ferdinandsson og Þór Ægisson óku á Toyota Landcruiser yfir Glámu og tjölduðu í rúm- lega 900 metra hæð á Sjónfríði. Á myndinni er Hafþór við tjaldið. Ekið yfir Glámu í fyrsta skipti HAFÞÓR Ferdinandsson og Þór Ægisson óku á jeppa yfir Glámu á Vestflörðum 8. til 10. júni síðastliðinn. „Þetta er í fyrsta skipti sem farið er á bif- reið yfir Glámu,“ sagði Hafþór Ferdinandsson í samtali við Morgunblaðið. Hafþór sagði að þeir félagar hefðu ekið frá Isafirði upp Hestakleif og fram- hjá Mýfluguvatni og Hunds- vatni. Hann sagði að þeir hefðu keyrt upp á Sjónfríði sem er í rúmlega 900 metra hæð. „Við ókum svo ranann, sem er á milli Amarfjarðar og Dýra- Qarðar, og niður í Hrafhs- eyrardal," sagði Hafþór. Hafþór Fei'dinandsson sagði að snjór hefði verið yfir nær allri Glámu og hann hefði verið dálítið þungur um tíma. Hann sagði að ijómalogn hefði verið alla ferðina. „Útsýnið frá Sjónfríði var ægifag- urt og þaðan gátum við til dæmis séð Drangajökul, Jökulfirði, Snæ- fellsjökul og fjöll sagði Hafþór. í Skagafirði,“ Hann sagðist hafa keyrt yfir Langjökul 14. júlí 1984 og þar með orðið fyrstur til að keyra yfir íslenskan jökul. „Ég hef einn- ig keyrt yfir Drangajökul, árið 1986 að mig minnir. Þá fór ég upp Unaðsdal að Hrolleifsborg og kom niður Steingrímsljarðar- heiði,“ sagði Hafþór Ferdinands- Séð yfir MjóaQörð í Isafjarðardjúpi. í baksýn er Drangajökull. Verðhækkun á símaþjónustu við útlönd: Tekjur Pósts og síma auk Iðnaðarráðuneytið; Byggðastofti- un leggi íram hlutafé í Hik IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir því, að Byggðastofhun leggi fram þriggja milljóna króna hlutafé í niðursuðuverk- smiðjuna Hik á Húsavík og veiti fyrirtækinu þriggja milljóna króna áhættulán. „Iðnaðarráðuneytið hefur boðið fram ijármagn til að standa undir þessu og þessar óskir koma til af- greiðslu hjá okkur eftir viku,“ sagði Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Byggðastofnun ætti ekki hlut í Hiki. Stofnunin hefði hins vegar lánað fyrirtækinu 1,2 milljónir króna sem óskað hefði verið eftir að breytt yrði í hlutafé. ast uin 25 milljonir krona Tekjuaukningin vegur upp á móti hækkunarþörf á innlendri þjónustu HÆKKUN gjaldskrár Pósts og síma fyrir símtöl til útlanda eykur tekjur stofúunarinnar um nálægt 25 milljónir króna á 12 mánaða tímabili. Hækkunin, um 8% að meðaltali, kemur til vegna lækkunar gengis krónunnar gagnvart SDR á ákveðnu tímabili um 15%, en símtöl milli landa eru reiknuð í SDR. Guðmundur Björnsson, aðstoð- ar Póst- og símamálasfjóri, segir að ekki hafi verið um tap að ræða á þessari þjónustu þrátt fyrir gengislækkun krónunnar. Hins vegar komi tekjuaukningin vegna þessa í veg fyrir sambærilega hækkunar- þörf á símþjónustu innanlands. Gjaldskrá fyrir símþjónustu milli landa miðast við SDR eða gull- franka eftir löndum. Breytingar á gjaldskrá í hverju landi miðast því við þróun gjaldmiðils viðkomandi lands gagnvart SDR. Frá því 16. júlí í fyrra til fyrsta apríl á þessu ári hækkaði gengi SDR gagnvart krónunni um 15%. Meðaltalshækk- um gjaldskrár er um 8%, en mis- munandi eftir löndum. Engin hækk- un varð á símtölum til Banda- ríkjanna, símtöl til Norðurlandanna hækkuðu um 7 til 8% og meira til annarra landa en Kanada, en þang- að er nú ódýrara en áður að hringja. Nú kostar hver mínúta til Banda- ríkjanna 103 krónur, en mínútan frá Bandaríkjunum kostar frá 44 krónum upp í 131, 97 krónur kost- ar að hringja frá Danmörku vestur um haf og 60 krónur frá Svíþjóð. Venjan er sú að ekki er um að ræða sérstaka gjaldskrá fyrir hvert land, heldur er löndum raðað saman í hópa með sömu gjaldskrá. Hagn- aður af símtölum til landa innan hópsins er mismunandi eftir svo- kölluðu endastöðvagjaldi og milli- liðagjaldi, komi það til. Þannig þurfa Bandaríkjamenn að greiða endastöðvargjald hér, samtals 43 krónur fyrir hveija mínútu. Hagn- aður þeirra af ódýrustu símtölunum hingað er því aðeins króna á mínútu en mest 87 krónur. Hver mínúta í símtali héðan til Danmerkur kostar 54 krónur en frá Danmörku 45. Mínútantil Svíþjóðar kostar 54 héðan en þaðan 55. Mínúta héðan til Hollands kostar 59 en til baka 46,50 og til Bret- lands kostar mínútan 65 héðan en þaðan 55. Kostnaður við símtöl milli landa skiptist í tvennt eða þrennt. Endastöðvargjald og heima- stöðvargjald en auk þess getur komið til meiri kostnaður fari sím- talið í gegn um þriðja land. Af gjaldi fyrir símtöl til útlanda fær Póstur og sími rúman helming en nokkru minna fyrir símtöl að utan. Hjá Pósti og síma liggja ekki fyrir nákvæmar upplýsingar um hækkun á símgjöldum erlendis. Guðmundur Björnsson segir, að þar sem miðað sé við SDR eða gullfranka( taki breytingar á gjaldskrá mið af þróun viðkomandi gjaldmiðils gagnvart SDR, nema um einhveijar beinar ákvarðanir um verðbreytingar sé að ræða. Hann segir ennfremur að kostnaður stofnunarinnar við símtöl til útlanda taki mið af breytingum á SDR. Þar sem SDR hefði hækkað um 15% gagnvart krónunni, hefðu endastöðvagjöld og gjöld vegna milliliða hækkað í íslenzkum krón- um. Þó hefði ekki verið komið svo að tap hefði verið á þessari þjón- ustu. Tekjuaukning upp á 25 millj- ónir yrði til þess að koma í veg fyrir sambærilega hækkunarþörf á innanlandsgjöldum, en erfitt væri að meta hlut innanlandsþjónustunn- ar í samtölum til útlanda, en þau hæfust öll í innanlandskerfinu. Póst og símamálastofnunin hefur breytt gjaldskrá innanlands þannig að hún lækkar vegna langlínusím- tala en hækkar á innanbæjarsím- tölum. Bergþór Halldórsson, verk- fræðingur hjá Pósti og síma, segir að breytingin muni ekki færa stofn- uninni auknar tekjur miðað við óbreytta símnotkun. Hliðstæð breyting hefði verið gerð 1987 og hefði þá ekki orðið vart merkjan- legrar breytingar á notkun. Notkun hefði hins vegar breytzt mikið er skrefataling innanbæjar hefði verið tekin upp 1981.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.