Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 15
MpHQUNBIADip FÖSTUpAGUR
16. JÚNÍ 1989
. r i' —
ísmannsþorp
eftir Einar Pálsson
Síra Kolbeinn Þorleifsson, kirkju-
sagnfræðingur, birtir grein í Morg-
unblaðinu 1. júní 1989 undir fyrir-
sögninni „Borgin ísmanstorp og
432 fet“. Sýnir hann þar fram á,
að forn borg á eynni Öland við
austurströnd Svíþjóðar sé nokkurn
veginn örugglega reist á grundvelli
tölunnar 432. Byggir hann þetta á
mælingu sænskra fornleifafræð-
inga, er gefa málið í metrum (127
m). Þá er síra Kolbeinn umbreytir
127 metrum í fet kemst hann að
því „að þvermál borgarinnar hafði
verið stikað út í 432 fetum, sem
voru 29,4 sentimetrar á lengd ...“
(Skeikar þar aðeins átta millimetr-
um, 127,008 m). Slík nákvæmni er
torskilin, því að hvort tveggja er,
að viðmiðunardeplar geta vart verið
skilgreindir svo að óyggjandi megi
telja og að mælistikur fornar hafa
ekki ávallt verið hámákvæmar. Þá
eru metrarnir 127 vafalaust afrennt
mál. Hins vegar er þetta að sjálf-
sögðu svo nærri hinu rétta, að flesta
mun reka í rogastanz.
Síra Kolbeinn víkur sérstaklega
að bókum þess er þetta ritar í sam-
bandinu. í þeim bókum eru settar
fram tilgátur byggðar á niðurstöð-
um af íslenzku táknmáli. Tilgáta
(hypotesa) segir fyrir um hvað
finnast muni; í þessu tilviki, að af-
mörkuð svæði gerð í mælikvarðan-
um 432 M muni finnast í Svíþjóð.
Vottar síra Kolbeinn í grein sinni,
að þar hafi verið rétt ályktað.
Mörkun Alþingis
Það sem hér hafði verið reiknað
út var mörkun Alþingis að fornu.
Samkvæmt niðurstöðunni var Al-
þingi markað sem miðja á fornhelgu
heimsmyndarkerfi er grundvallað
var á „helgri tölu“: 432 M. Stafur-
inn M merkir „mælieining" og er
notaður í fræðunum til að eigi þurfi
að taka fram hvort stuðzt var við
fet, faðma, þumlunga, álnir ellegar
hver nú mælieiningin kann að hafa
verið. Það sem máli skiptir er hin
helga tala sjálf. Sagði tilgátan, að
1 M á íslandi hefði verið 1000 róm-
versk fet. Átti mörkun Alþingis á
Þingvöllum sér fyrirmynd í mörkun
konungssetranna Uppsala í Svíþjóð
og Jalangurs í Danmörku sam-
kvæmt niðurstöðunum. Eftir því
sem bezt verður séð staðfestir fund-
ur borgarinnar Ismanstorp á Öland
m.ö.o. að tilgátan um mörkun Al-
þingis á Þingvöllum og konungs-
setranna að Uppsölum og Jalangri
sé rétt. Eru þetta eigi óverulegar
fréttir fyrir íslendinga, því að þar
með blasir við okkur hliðstæða við
hugmyndafræðilega mörkun hins
íslenzka Goðaveldis fimm öldum
fyrir stofnun þess á Þingvöllum.
Um mælieiningu þá sem reiknað
var með seint á 9. öld segir svo í
Baksviði Njálu 1969:
„Stærð þess fets sem gert er ráð
fyrir í tilgátunum er áætlað af stærð
þess fets sem reiknað var út á Jót-
landi... (29,696 sm). Fet voru
nokkuð breytileg og koma því fleiri
möguleikar til greina.“ (tilg. 63).
Lengd þessa fets fékk ég upp-
gefið að Moesgaarden, fornleifa-
setri háskólan í Árósum og höfðu
danskir fornleifafræðingar ráðið
það af dönskum „víkingaborgum".
Þessi árin er oft talað um fetið
29,50 sm; sjálfum hafði mér sýnzt
hið íslenzka fet um 900 e.Kr. vera
29,49 sm. Mælikvarðar voru yfir-
leitt af tré, taugum eða öðru for-
gengilegu efni; eigi er viturlegt að
ætla, að mælingar með slíkum
stokkum hafi verið nákvæmar upp
á millimetra. Lengd hins rómverska
fets 29,40 sm fimm öldum fyrir
stofnun Alþingis er því mjög nærri
sanni. Ef reiknað er með 29,49 sm
feti væri þvermál Ismanstorps
127,39 m. Einhveiju kann auðvitað
að muna á 5 öldum og með breyti-
legum stokkum. En með ólíkindum
nákvæmt verður að telja mat
Svíanna.
Nafti borgarinnar
Talið er, að Ismanstorp sé annað-
hvort virki ellegar helgistaður. Sýn-
ist mér sennilegt, að helgistaður sé
rétta svarið og dæmi þá út frá for-
sendum sem eru of flóknar til að
þær séu ræddar hér. Hef ég nú
þegar fundið ýmislegt sem skilja
má um stað þennan af íslenzkum
hliðstæðum. Hins vegar var mér
ókunnugt um Ismanstorp þegar ég
las grein síra Kolbeins, og er ástæð-
an meðal annars sú, að ég hef ekki
komizt til Svíþjóðar til rannsókna.
Þeim mun mikilvægari eru upplýs-
ingar síra Kolbeins og hin virðingar-
verða ákvörðun hans að tengja þær
opinberlega við niðurstöður RÍM.
Það sem síra Kolbeinn ritar um
nafnið Ismanstorp þarfnast þó at-
hugunar. Svo segir hann:
Heimildir um örnefnið Ismans-
torp eru því miður frá árinu 1632
og eru því of ungar til þess að nafn-
ið sé samansett úr guðaheitunum
ís og Mannus, en Mannus er eitt
af fornum goðaheitum Germana,
og er sá forfaðir hinna þriggja
germönsku ættbálka, sem Tacitus
hinn rómverski talar um. Það væri
í hæsta máta ótrúlegt, ef staður
þessi hefur haldið upprunalegu
nafni sínu í 1200 ár, þegar örnefni
annars staðar á eynni hafa breyst
á 300 árum. Sá möguleiki væri líka
fyrir hendi, að þessi staður hafi
verið eignarhluti manns að nafni
ísmann.“ _
ís og maður
Það er rétt, að eigi er unnt að
gefa sér að forsendu, að nafnið Is-
manstrop hafi varðveizt í 1200 ár
óbrenglað. Hins vegar kemur fleira
til, raunar svo ótrúlegt, að ég varð
furðu lostinn, er ég las nafn helgi-
staðarins. Nú skyldi þess minnzt,
að enginn mun telja sig „skilja“
Einar Pálsson
„Forvitnileg mun hin
sænska borg þylqa á
komandi tímum og eigi
sízt vegna þess, að hún
er að líkum málsins
hugmyndafræðileg, og
jafiiframt norræn, hlið-
stæða Alþingis á Þing-
völlum.
nafnið Ismanstorp, þótt böndin ber-
ist augljóslega að því heiti sem
Kolbeinn nefnir: ís-manns-þorp. En
hvað er það? Svo skiýtið er nafnið
ísmannsþorp innan þessa sam-
bands, að mér sýnist það jafnvel
enn athyglisverðara en talan 432.
Það hafði verið reiknað út í RÍM,
og sett fram í tilgátuformi, að talan
432 M hefði átt sér viss nöfn, sem
gengju inn í mörkun Alþingis. Sam-
kvæmt tilgátunum nefndist sjónjín-
an 432 M frá norðri til suðurs ÍSS
og sjónlínan 432 M frá norðaustri
til suðvesturs (milli sólstaðnadepla)
MAÐUR. Er Íss-línunnar getið í sjö
tilgátum Baksviðs Njálu 1969 og
Manns-línunnar í hvorki meira né
minna en tuttugu og átta tilgátum
þess rits. Þegar menn athuga það,
15
að þessár tilgátur eru unnar eftir
íslenzku kerfl og án nokkurrar hlið-
sjónar af borg þeirri er nú kemur
fram á sjónarsvið íslendinga undir
nafninu Ismanstorp, þá mega allir
sjá, að þama er ekki óforvitnilegri
samsvörun að flnna en í tölunni
432. Má raunar segja, að heitið
Ismanstorp bendi eindregið til, að
nöfn þeirra ginnheilögu sjónlína
(tveggja af þrem), er voru 432 M
að lengd, hafí einmitt verið ÍSS og
MAÐUR. Ástæðan til að nafn borg-
arinnar varðveittist virðist m.ö.o.
hafa verið sú, að menn þekktu sam-
band tölunnar 432 við hugtök Iss
og Manns.
Menn ættu að prófa að snúa
dæminu við og segja eitthvað á
þessa leið: Að vísu finnst hringlaga
borg í Sviþjóð frá því um 400 e.Kr.,
talin 432 M að þvermáli, en það
getur ekki verið að nafnið Is-mans-
torp komi tilgáum RÍM við, því að
heimildin er ekki nógu gömul (þ.e.
við þekkjum ekki uppruna nafns-
ins). Þá yrðu menn að segja sem
svo, að það væri „tilyjljun" að borg-
in sænska sem virðist 432 M að
heimsmyndargildi heiti nafni, sem
einmitt á við nöfn tveggja megin-
sjónlína heimsmyndarinnar 432 M
á íslandi. Þarna styður hvað annað,
og mætti raunar orða niðurstöðuna
öfugt og segja, að ef fyrri liðurinn
Ismans í heiti helgistaðarins reynist
merkja „ís-manns“ bendi það ein-
dregið til, að mælingin 432 M sé
rétt.
Ég mun reyna að rannsaka Is-
manstorp síðar, er nákvæm gögn
berast; mér sýnist borgin ekki alveg
hringlaga heldur lík enskum stein-
aldarmannvirkjum sem A. Thom
hefur skilgreint af mestri skarp-
skyggni. Nóg hefur þó síra Kolbeinn
að gert í bili. Forvitnileg mun hin
sænska borg þykja á komandi
tímum og eigi sízt vegna þess, að
hún er að líkum málsins hugmynda-
fræðileg, og jafnframt norræn, hlið-
stæða Alþingis á Þingvöllum. Öðr-
um Norðurlandabúum mun væntan-
lega þykja það merkilegast, að unnt
er nú að skýra forn vé þeirra með
hliðstæðum frá íslandi.
En fróðlegt verður að fylgjast
með framvindu rannsókna.
Höfundur stundnr rannsóknir
í menningarsagnfræði.
t
SMr
(W Máltíð dagsins —
Mexíkanskir réttir
Nú er íslenska grænmetið óðum að koma á markaðinn, og er mikill fengur að því. í verslun um
daginn rakst ég á ljósgrænan pipar, chilipipar, sem var kallaður íslenskur pipar. Ég hló við, en fór
svo að hugsa málið. Mikils virði er fýrir okkur að vita, að grænmetið er ræktað hérlendis og hvað
eiga þá garðyrkjumenn að kalla þetta. Það hefði að sjálfsögðu mátt heita íslenskur chilipipar, þar
sem piparinn er ræktaður hérlendis en heitir auðvitað chilipipar. Þessi pipar er ræktaður í Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfiisi, en þar er grænmeti ekki sprautað, sem að sjálfsögðu er
mikill kostur, enda leyna bragðgæðin sér ekki. Margar tegundir eru til af chilipipar og er hann
mismunandi að lit og lögun og það sem mestu máli skiptir, missterkur. Mér fínnst þessi ljósgræni
íslenski chilipipar alls ekki sterkur af chilipipar að vera, en þó er líklegt að sumum finnist hann
vera það. Hægt er að milda bragð hans með því að sjóða hann í nokkrar mínútur í vatni. Chilipipar
er mjög góður í alls konar rétti og salöt. Chili con carne er heimsfrægur mexíkanskur réttur.
Margir þekkja tabasco-sósu, sem er búin til úr chilipipar.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Chili con carne
handa 4.
2 dl nýrnabaunir (rauðar aflang-
ar)
vatn til að leggja baunirnar í
bleyti
700 g nautagullash
1 msk. matarolía
'/ztsk. salt
6 stórir tómatar + 1 dl vatn eða
heildós niðursoðnir
1 stór laukur
2 hvítlauksgeirar
I4tsk. kúmenduft eða heilt kúm-
en. (Kúmenduft fæst í versl.
Salt og pipar á Klapparstíg)
kom innan úr 6 kardimommum •
1 stór ljósgrænn chilipipar
1 dl vatn
1. Leggið baunirnar í bleyti í
kalt vatn yfir nótt. Hellið þá vatn-
inu af þeim, en sjóðið í saltvatni í
1 klst.
2. Hitið pönnu þar til rýkur úr
henni, smyijið olíunni á pönnuna
og steikið kjötið á henni. Best er
að steikja þetta í tvennu lagi og
nota olíuna skv. því. Setjið kjötið
í pott.
3. Setjið örlítið vatn á pönnuna,
afhýðið og saxið laukinn og
hvítlaukinn og sjóðið í vatninu í
5 mínútur. Setjið þá saman við
það sem er í pottinum.
4. Stráið salti yfir ásamt kúm-
endufti og kardimommum.
5. Hellið sjóðandi vatni á tómat-
ana og takið af þeim hýðið. Setjið
tómatana saman við það sem er
í pottinum, ásamt vatni ef þið
notið ferska tómata, en annars
allt úr tómatdósinni ef þið notið
niðursoðna.
6. Kljúfið chilipiparinn að endi-
löngu, takið úr honum hvert ein-
asta fræ, fræin eru það sterkasta.
Skerið síðan piparinn í sneiðar og
sjóðið í vatninu í 5 mínútur. Hell-
ið vatninu af, en setjið piparinn
með í pottinn með kjötinu. Sjóðið
við hægan hita í 45 mínútur.
7. Hellið suðuvatninu af baun-
unum, en setjið út í réttinn þegar
hann er fullsoðinn. Hitið vel, hell-
ið í skál og berið fram.
Maískökur
4 stk.
2 dl maísmjöl (ekki maízena-
mjöl)
1 dl heilhveiti
54dl hveiti
1 tsk. salt
2 dl kalt vatn
1. Setjið maísmjöl, heilhveiti og
helming hveitisins í skál ásamt
salti. Blandið vel saman.
2. Setjið vatnið út í og hrærið
saman.
3. Setjið það sem eftir er af
hveitinu á stóran disk.
4. Skiptið deiginu í 4 hluta. Það
er mjög lint. Búið til kúlur úr
því, fletjið þær síðan út með hönd-
unum á hveitinu á diskinum. Þetta
eiga að vera þykkar kökur, 12—15
sm í þvermál.
5. Hitið pönnukökupönnu og
steikið kökurnar á pönnunni á
báðum hliðum. Hafið háan hita,
sem þarf að minnka áður en kök-
urnar eru fullsteiktar.