Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 13
4. nóvember, deginum þegar Kádár hrifsaði vöidin í skjóli sovéskra her- sveita. Þarna eru líka á boðstólum endurprentanir ýmissa dagblaða frá þessum dögum og ungverskar út- gáfur bóka sem útlagar rituðu um atburðina og birtu í Vestur-Evrópu. Þar á meðal er bókin um forsætis- ráðherra uppreisnardaganna, „Líf og dauði Imre Nagy“ (ath. fram- burðinn: nodj). Ég ség í blöðunum greinarflokka merkta dularfullum orðum: Reitur 301. Fljótlega kemur í ljós að átt er við grafreit númer 301 í „Nýja almenningsgarðinum“ og það er verið að segja ótrúlega og óhugnan- lega sögu þess hvemig farið var að því að hafa uppi á jarðneskum leifum Imre Nagy og nánustu fé- laga hans. Eftir leynileg réttarhöld voru þeir teknir af lífi 16. júní 1958; fyrst husiaðir í húsgarði fangelsis- ins en þrem árum síðar voru líkin flutt í grafreit 301 og holað þar niður á óviðurlegasta hátt í ómerkt- ar grafir en tilbúin nöfn færð í bækur kirkjugarðsins. Baráttan fyrir sögulegu réttlæti til handa Imre Nagy og félögum hófst í fyrra og stig af stigi hafa ríkisstjóm og lögregluyfirvöld látið undan sívax- andi þunga almenningsálits. Fyrst var talað um lítið minningarmark, síðan að opinber athöfn mætti fylgja en útlokað væri að hafa .uppi á líkunum. Loks var heimiluð leit í skjölum fangelsis og innanríkis- ráðuneytis og að lokum þurfti að leita sjónvarvotta að ýmsum at- burðum er tengdust flutningi og greftmn píslarvottanna. Líkin eru nú fundin og em í vörslu „Nefndar sögulegs réttlætis“ og fjölskyldna hinna dómsmyrtu manna. 16. júní á 31a árs ártíð þeirra verða líkin greftmð að nýju og að þessu sinni með viðhöfn er sæmir þjóðhetjum; athöfn verður fyrir alemenning fyrri hluta dags á stærsta torgi borgar- innar, Hetjutorgi, en um kvöldið verður sjónvarpað frá þeirri athöfn og svo sjálfri útförinni sem verður einmitt í grafreit 301. Þar verður einnig komið fýrir tómri líkkistu öllum þeim öðrum til heiðurs sem vom teknir af lífi í kjölfar uppreisn- arinnar 1956 og liggja í ómerktum gröfum. Nöfn þeirra vom birt 10. maí sl. og var það listi 277 manna sem valdið svipti lífsandanum á tímabilinu 20. desember 1956 — 13. desember 1961. Nú í júníbyrjun 1989, einmitt rigningardaginn mikia, flutti Né- meth forsætisráðherra merka ræðu í ungverska þinginu. Nokkrar setn- ingar nokkurnveginn orðrétt: „Með pólitískum og efnahagslegum um- bótum er skapaður rammi til frið- samlegrar endurnýjunar. Um það er að ræða að komast gersamlega burt frá margra áratuga arfleifð austur-evrópskra stjórnarhátta, leysa upp flokksríkið og byggja upp fjölflokkakerfi sem láti mismunandi hagsmuni í þjóðfélaginu njóta sín. Lýðræðislegt stjórnmálakerfi er markmiðið." ( MQRGUNBLAWU .KQSTUDAGUR A6;JÚNÍ [lflB? Yfirmaður með sitthvað á samviskunni: Læsið dyrunum, félagi ritari, og takið ekki simann. Kannske taka þeir ekki eftir því að ég er enn á mínum stað.“ Vasfiiggönybon tás Járntjaldið tekið niður góða matarlyst!" Németh verður tíðrætt um efna- hagsmál enda er hann sjálfur hag- fræðingur, að hluta menntaður vestur í Ameríku og var raunar orðinn háskólakennari þar (við Har- vard ef mig misminnir ekki). Sagan segir að Németh sé mjög vestrænn í háttum og sækist eftir því að hefja hvern vinnudag á tennisleik við bandaríska sendiherrann. í þingræðu sinni talar Németh um nýja stjórnarskrá og kosninga- lög og lætur að því liggja að um þetta þurfi að ræða við fulltrúa stjórnarandstöðunnar, nýju flokk- anna (en þá er vitaskuld ekki að finna meðal þingmanna gamla þingsins). í lokin víkur Németh að þeim sögulega atburði sem yfir- skyggir allt annað hér í landi þess júnídaga, endurgreftrun Imre Nagy og félaga. „16. júni á að verða dag- ur sorgar og virðingar og vonandi dagur sáttargerðar í þjóðfélaginu." Hann flytur ræðuna í lok þeirrar þingviku þegar samþykkt var laga- breyting um að pólitískar sakir skuli aldrei nægja til líflátsdóms Það má kannski segja að nú liggi margra leiðir til Damaskus. Forsæt- isráðherann núverandi, Miklós Né- meth, viil vera í hópi þeirra sem leggja blómsveig á kistu hins líflátna starfsbróður síns, Imre Nagy. Þessa stundina fara fram viðræður milli fulltrúa ríkisstjórnar- innar og réttlætisnefndarinnar um það hvort Németh verður við at- höfnina sem prívatmaður eða sem forsætisráðherra. Réttlætisnefndin hlýtur að standa að því að Imre Nagy hafi verið réttur forsætisráð- herra þegar hanh var tekinn af lífi og Kádár þá valdaræningi. Ef á það er fallist, hver er þá staða Németh sem í reynd þiggur vald sitt af Kádári, að vísu með einum millilið sem er arftakinn Grósz, núverandi flokksleiðtogi. Það var einsog mér fyndist leggja kosningafnyk af málinu í sjónvarp- inu. Þar birtist Imre Pozsgay, sá af forustumönnum kommúnista- flokksins sem mest hefur knúið á um lýðræðislegar umbætur. Hann var spurður álits á samþykktum flokksfundar kommúnista í Búda- pest þar sem þeir vöruðu við borg- aralegri þróun og árásum á land- vinninga sósíalismans. Pozsgay sagði einfaldlega að þessir væru ánægðastir með að vera útaf fyrir sig og það skyldu þeir vera en „við sem beitum okkur fyrir umbótum viljum vera með fólkinu". Pozsgay er formaður flokksnefndar sem vinnur að því að rannsaka „hvíta bletti" í sögu Ungvetja eftir stríð. Hann kvað uppúr með það í vetur að 1956 hefði ekki verið gagnbylt- ing heldur alþýðuuppreisn. Með því opnaði hann, af valdaflokksins hálfu, á það að Imre Nagy og félag- ar fái uppreisn æru og ekki hafi verið farið að lögum þegar þeir voru dæmdir. Enda ætlar Pozsgay að hneigja höfuð sitt við kistu leið- togans Imre Nagy: „Markmið hans um fijálst og hlutlaust Ungveija- land með fjölfiokkakerfi eru líka stefnumið okkar umbótamann- anna,“ segir hann. Pozsgay segist vona að til kosn- inga geti komið næsta vetur, það ætti að vera nægur tími til undir- búnings, bæði tæknilega hvað varð- ar löggjöf og stofnanir og pólitískt að því er tekur tii skipulagningar flokka og samningu stefnuyfirlýs- inga. Hinsvegar skilst mér á fulltrú- um Smábændaflokks og Fijálsra lýiðræðissinna í sjónvarpsviðtölum að þeir saki valdaflokkinn um að hyggjast hraða kosningum og leggja þannig stein í götu keppi- nautanna. „Ég legg heiður minn að veði fyrir því að allir fá jöfn tækifæri," segir Pozsgay og vitaskuld verði úrslitum kosninga hlítt, jafnvel þótt „okkar flokkur" tapi. Hinsvegar segist hann vona að kommúnista- flokkurinn komi það sterkur út að hann geti myndað samsteypustjórn og þannig átt hlut áfram að stjórn ríkis sem flokkurinn hefir farið með einn í 40 ár. Vaidið, það er lóðið. Enn sem komið er fer kommúnistaflokkurinn með alla stjórnsýslu í landinu, hvort sem litið er til ríkis eða sveitarfé- laga. En einnig almannasamtök, þau sem fara með eitthvert vald, einsog verkalýðsfélög, lúta flokks- valdinu. Nýju samtökin, mörg og lífleg, geta að vísu sagt hvað sem er og ekki vantar fjölmiðla til að koma því á framfæri, en formlega valdastöðu hafa þau enga. Siðferði- lega búa þau yfir miklum styrk, firna miklum, það sést best á að- stöðu réttiætisnefndarinnar í máli Imre Nagy og félaga. Þekktur rithöfundur, Megyesi, ritaði grein um daginn: „Ef ég væri valdið, þá væri ég kátur, ég mundi bylta mér á gólfinu af ánægju og stökkva uppundir loft af gleði... Ef ég væri valdið mundi ég lifa dýrlega daga. Ég fengi fylli mína á hveijum morgni, körfufylli af blöðum væri borin til min og ég læsi alltsaman og hefði ánægju af því öllu ... Ef ég væri valdið, væri sótt að mér á hveiju degi, það væri bent á mig og menn krefðust þess að fá aðsetur mitt til umráða, ég ætti að segja af mér. Ha, ha, mundi ég segja rór 5 huga, eftir því sem fleiri sækja að eru meiri líkur á að ég sleppi. . . Herrar mínir, nú er héimurinn breyttur og ég get ekkert að þessu gert, semjið um þetta ykkur á milli. Ég mundi ekki deila, aðeins drottna." Þannig er ungverski valdaflokk- urinn nú, að mati Megyesis. Eitt sinn deildi hann og drottnaði. Nú er að minnsta kosti drottinvaldið eftir og valdhafamir geta skemmt sér konunglega yfir öllu skrafi þegnanna. - Eða hvað? Búdapest 7/6 1989 Höfundur er ha.gfræðingur og var við nám í Búdapestþegar uppreisnin vargerð þar 1956. Sænska stjórnin lengir með- göngu gagnkynhneigðra Svía Undan skilningstrjenu Egill Egilsson Komið hefur fram að sænska ríkisstjórnin hyggist lengja með- göngutíma sænskra gagnkyn- hneigðra mæðra um allt að einn mánuð á hveija móður. Þetta verður einungis gert með sameig- inlegri tilskipun sænska heilbrigð- is-, félags- og menntamálaráðu- neytisins. En fósturþroski heyrir undir menntamál samkvæmt sænskum lögum. Reiknað hefur verið út að með þessu móti verði sænsk börn þro- skalegri er þau fæðast — auk þess sem þau verða allt að mán- uði eldri samkvæmt nýrri skil- greiningu í sænskum lögum á lífaldri Svía, sem kveður á um að lífaldur skuli reikna frá getnaði en ekki fæðingu viðkomandi aðila. Geta má þess í framhjáhlaupi að samkvæmt skilgreiningu þessari ætti jólin í Svíþjóð að bera upp á boðunardag Maríu. Sænska al- þýðusambandið mun þó hafa lagst mjög eindregið gegn slíkri breyt- ingu á skipan vinnufrídaga og mun því sá hluti breytinganna vart ná fram að ganga á meðan núverandi ríkisstjórn jafnaðar- manna er við völd. Nefnd þriggja ofangreindra ráðuneyta, sem var sett í málið árið 1968, tók málið svo föstum tökum, að hún eyddi til þess þrem- ur árum og 300 millj. sænskra króna að skilgreina vandamálið meðgöngutími og vandamálið meðgöngutímalengd. Reyndar mun nú að vinnu hennar lokinni einungis unnið með hugtakið með- göngutímavaranleiki, sjá op. cit. claus. no 3..066 anno 1977. En það ár var verkið h.u.b. hálfnað og bráðabirgðaskýrsla gefin út. Sú bráðabirgðaskýrsla ásamt lokaskýrslu frá 1.11. 1988 er grundvöílur ofangreindrar ákvörðunar og voru skýrslurnar sendar viðeigandi aðilum annarra Norðurlanda, nema Álandseyja, sem gleymdust í því samhengi. Samhæfingarnefnd heilbrigðis og jafnréttis, sem er marghliða nefnd undir Norræna menningarmála- sjóðnum og ísland á í þijá full- trúa, hefur enn sem komið er ekki tekið afdráttarlausa afstöðu varðandi það hvort samsvarandi beri að mæla fyrir um hliðstæðar viðhlítandi aðgerðir annarstaðar í Skandinavíu. Fulltrúi ijármála- ráðuneytisins í Arnarhváli, sem vildi ekki láta nafns síns getið, kvað ráðuneytið hafa reiknað út árlegan kostnaðarauka vegna ár- legrar heilbrigðishliðar þessa máls, og næmi hann um 100 millj. ísl. á ársgrundvelli, en á móti kæmi að á gangsetningarár- inu myndu fæðast 8,75% færri böm en ella, þar eð einn mánuður- inn yrði fæðingarlaus, nema svo færi sem oft vill verða um konur sem eru hálfkomnar úr bameign, að þær hafi yfir um hálfan mánuð eða svo. Fulltrúi fjármálaráðuneytisins tók það fram, að hér væri einung- is um að ræða hinn hagræna og tölfræðilega þátt málsins, en lét þess og getið að ótalinn væri fram hinn svonefndi mannlegi og eink- um kvenlegi þáttur. Minntist hann í því sambandi á gagnkynja þján- ingu á heimilum sem kæmi niður á fæddum og ófæddum börnum. Aðspurður varðandi þetta kvað hann hafa skapast þá skoðun varðandi a.m.k. embættismenn í heild, og sér í Iagi í heilbrigðis- og menntamannastétt, að ekki bæri að hvika frá núverandi til- högun meðgöngu á Islandi. Vísaði hann til þeirrar gullvægu reglu, að það sem hingað til hefði reynst miður vel bæri að nota frekar en það sem nýtt væri. Því væri með öllu óvíst og enda vafasamt, hvort taka bæri upp hina nýju sænsku tilhögun mála hér á Fróni, en það gæti þó farið eftir svo mörgu, og einkum eins og svo margt annað, eftir því hvaða ríkisstjórn sæti við völd næstu mánuðina, og hvaða völd hún hefði, sem væri hvergi nærri einhlítt mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.