Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAÖUR 16. JÚNÍ 1989 43 KNATTSPYRNA „Njósnari" frá Celtic á Laugardalsvellinum: Sigurður og tveir Austur- ríkismenn undir smásjánni BILLY McNeill, framkvæmda- stjóri Celtic, var á meðal áhorfenda á leik ísiands og Austurríki á Laugardalsvellin- um. McNeill, sem hefur boðið í Sigurð Jónsson, er ekki bú- inn að gefa upp allar vonir um að fá Sigurð til Celtic - og þá sérstaklega eftir að hafa séð Sigurð sýna stórleik gegn Austurríkismönnum. McNeill kom einnig . tii að fylgjast með Robert Pecl, vamarleikmanni Rapid Vín og Anton Pfeffer, sem leikur með Austría Vín. Rapid Vín vill fá 24 millj. ísl. kr. fyrir Pecl, en Celtic er ekki tilbúið að borga svo mik- ið. Austría Vín viil einnig fá svip- aða upphæð fyrir Pfeffer. Webb frá Forest Eins og hefur komið fram þá hefur Brian Clough, fram- kvæmdastjóri hiottingham Forest, hug á að fá Sigurð til að taka stöðu Neil Webb, miðvallarspilar- ans sterka. Webb gerði samning við Manchester United í gær, en ekki var samið um kaupverð. Það mun sérstök nefnd gera, sem er kölluð saman þegar félög eru ekki sammála um verðlagningu á leik- mönnum. Það er ljóst að næsta skref sem Clough tekur, er að hafa samband við Sheffield Wednesday og Sig- urð Jónsson. FráJóni Halldórí Garðarssyni ÍV-Þýskalandi Utém FOLX ■ ARIE Haan, þjálfari Stuttg- art, hefur mikinn hug á að fá hol- lenska landsliðsinsmanninn Gérald Vanenburg, sem leikur með Eind- hoven, til liðs við Stuttgart. Hann er 25 ára. ■ SAMPDORÍA á Italíu hefur spurt fyrir um Júgóslavann Katanec, miðvallarspilara Stuttgart. Miklar líkur eru á að hann verði seldur frá félaginu. H HERBERT Waas, sóknarleik- maður Leverkusen, og v-þýskur landsliðsmaður, mætti á æfingu hjá Stuttgart í vikunni og kynnti Arie Hann hann fyrir leikmönnum sínum. Talið er að kaupverð Waas sé 87 milij. ísl. kr. ■ SVO getur farið að Fritz Walter verði látinn fara frá Stuttg- art, ef Waas verður keyptur. Þá hefur félagið selt báða markaskor- ara sína undanfarin ár. Jiirgen Klinsmann fer til AC Mílanó. ™ ALLYMclnally, sem Bayern Munchen keypti frá Aston Villa á 90 millj. ísl. kr., hefur lofað því að skora tuttugu mörk fyrir Bayern á næsta keppnistímabili. H THOMAS Allofs, markaskor- ari FC Köln, mun ekki fara til Strasbourg í Frakklandi - heldur fer hann til Diisseldorf, þar sem hann hóf knattspyrnuferil sinn. Diisseldorf leikur í „Bundeslig- unni“ næsta keppnistímabil. ÚRSLIT 1. DEILD KVENNA: ÍA-KR..........................0:0 2. DEILD KARLA: ÍR-ÍBV.........................1:2 Eggert Sverrisson - Ólafur Árnason, Jón Bragi Arnarsson. 3. DEILD A: Víkvetji—Leiknir..............3:1 Bergþór Magnusson 3 - Davíð Albertsson 4. DEILD A Augnablik—Ægir................3:0 Vignir Baldursson 2, Guðmundur Halldórs- son 4. DEILD D TBA-SM.......................... Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, Pétur Bj’arná- son, Friðjón Jónsson HSÞ.b—Æskan...................2:1 Viðar Sigurjónsson, Ari Hallgrímsson — Arnar Kristinsson Neisti—UMSE.b.................2:3 Oddur Jónsson 2 — Rúnar Hermannsson, Valþór Brynjarsson, Garðar Jónsson Ikvöld Tveir leikir verða leiknir í 1. deild. Þór - FH, sem fer fram á grasvelli Þórs og Akranes - KA. 2. deild: Selfoss - Leiftur, Völsungur - UBK, Stjaman - Einherji og Tinda- stóll - Víðir. 3. deild: ÍK - Afturelding, Grindavík - Grótta, Hveragerði - Reynir S., Þrótt- ur R. - B. Isaíjörður, Magni - Þróttur N. og Valur R. - Reynir Á. Allir leikimir verða kl. 20. FRJALSAR IÞROTTIR Morgunblaðið/Þorkell Helga Halldórsdóttir var á dögunum valin frjálsíþróttamaður Reykjavíkur 1988 af Fijálsíþróttaráði Reykjavíkur. Ferðaskrifstpfan Saga gaf í því tílefni veglegan farandbikar og á myndinni sést Pétur Björnsson afhenda Helgu bikarinn. Helga frjálsíþrótta- maður Reykjavíkur Fijálsíþróttaráð Reykjavíkur útnefndi á dögunum Helgu Halldórsdóttur, fijálsíþróttakonu úr KR, frjálsíþróttamann Reykjavíkur 1988. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt val fer fram, en stefnt er að því að gera þetta að árlegum viðburði hér eftir. Helga var fyrir stuttu kjörin Iþróttamaður KR 1988. Helga hefur lengi verið í hópi okkar besta fijálsí- þróttafólks, og þrátt fyrir að hún sé aðeins 25 ára gömul, eru nú 10 ár síðan hún var fyrst valin til þess að keppa með landsliði íslands. Helstu keppnisgreinar KNATTSPYRNA / 2. DEILD Helgu hafa verið grindahlaup, en hún hefur sýnt mikla fjölhæfni og sett íslandsmet í öðrum greinum auk sérgreina sinna. Helga er nú stödd hér á landi, en hún stundar nám í Bandaríkjunum og er við æfingar þar. Hún hyggst þó taka sér frí frá æfingum um sinn til þess að ná sér af meiðslum í hásin sem hafa angrað hana frá því í vor. Helga setur þvi stefnuna á að vera komin í gott form í byijun næsta árs. Eyjamenn skut- ust á toppinn ÍBV sigraði 1R með tveimur mörkum gegn einu á Valbjarn- arvelli í gærkvöldi og skaust þar með á topp 2. deildar. Lið- ið hefur nú 9 stig eftir fjóra leiki en Stjarnan, sem nú er í 2. sæti með 7 stig á einn leik til góða og getur því endur- heimt forystu sína með sigri á Einherja. Fyrri hálfleikur ÍBV og ÍR í gær var markalaus en Eyjamenn þó öllu hættulegri. Þeim tókst samt ekki að nýta færi sín. Strax í upp- húf' síðari hálfleiks Guðmundur tókst þeim hins veg- Jóhannsson ar að skora. Ólafur skrífar Árnason skoraði þá með góðum skalla. En ÍR-ingar voru ekki á þeim bux- unum að gefast upp, því að þeir jöfnuðu aðeins örfáum mínútum síðar. Eggert Sverrisson afgreiddi þá boltann snyrtilega í mark Eyja- manna með góðum bogabolta. Sigurmarkið kom síðan á 70. mínútu. Jón Bragi Arnarsson skaut þá firnaföstu skoti langt utan teigs, boltinn snerti Guðjón Ragnarsson varnarmann ÍR og fór þaðan í markhornið. Þorsteinn, markvörður ÍR hafði hendur á boltanum en tókst ekki að veija skotið. Bæði iið áttu ágæt tækifæri í seinni hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki. Eyjamenn virðast vera með sterkara lið nú en í fyrra og sýndu og sönnuðu, að þeir geta ekki ein- ungis unnið heimaleiki. Þeir ættu Jón Bragi Arnarsson lék vel með Eyjamönnum. því að geta blandað sér í topp- baráttuna í 2. deild. Lið þeirra virk- aði heilstyptara en lið IR-inga en þess ber þó, að geta að óvenjumik- il meiðsli hafa hijáð ÍR-inga undan- farið og þeir saknað ýmissa lykil- manna. ■ ÞORSTEINN Guðjónsson, varnarleikmaður úr KR, hefur gengið til liðs við 3. deildarliðs Gróttu. Hann vei-ður löglegur með liðinu í seinni umferð deildarinnar. Þorsteinn hefur ekkert æft með KR í ár, þar sem hann æfír á fullu með 21 árs landsliðinu í handknaít- leik - fyrir HM, sem verður á Spáni í september. ■ FYLKISMENN eru nú fram- heijalausir eftir að Örn Valdimars- son slasaðist gegn ÍA. Er hugsan- legt að Guðmundur Magnússon verði færður fram og inn á miðjuna komi Claud Huggins, 28 ára gam- all Jamaikamaður, sem æfði með Fylki síðasta sumar. Huggins fékk samt ekki tækifæri með liðinu þá því hann varð ekki löglegur með liðinu fyrr en daginn áður en h^j^. yfirgaf landið. Hann er hins vegar tilbúinn í slaginn núna og þykir hinn frambærilegasti miðjumað- ur. Ástæða þess að Huggins kem- ur hingað til að sparka tuðru er sú að hann kynntist þeim Sigurði Sveinbjörnssyni og Antony Karli Jakobssyni úti í Bandaríkjunum þar sem þeir hafa verið við nám. ■ ÍSLENSKA kvennalandslið- ið í handknattleik lenti í hrakning- um á leið sinni til Portúgals, þar sem liðið tekur þátt í alþjóðlegu móti. 6 tíma seinkun á flugi varð til þess að farangur liðsins varð eftir í London þar sem millilent var. Farangurinn komst ekki til skila fyrr en daginn eftir, og-*p!Í aðeins klukkutíma áður en liðið lagði af stað í leikinn gegn Spáni. Þrátt fyrir mikinn hita i Lissabon hefði verið erfítt að leika án bún- inga. ■ EKKI tók betra við þegar íslenska liðið kom til Lissabon. Hótelið sem hópurinn átti að dvelja á var vart hundum bjóðandi og að sögn Helgu Magnúsdóttur, farar- stjóra, var ekki pláss fyrir leikmenn á herbergjunm þrátt fyrir að far- angurinn vantaði! Hin liðin dvelja öll á 5 stjörnu hótelum og eftir mikið þras við skipuleggjendur mótsins var íslenski hópurinn flutt- ur til og hafa nú keppendur og far- angur sameinast á 5 stjörnu hð®I í hjarta Lissabon. ■ RON Atkinson, fram- kvæmdastjóri Sheffield Wed., snaraði peningabuddunni á borðið í gær og keypti tvo leikmenn frá ■mn Walsall á samtals FráBob 350 þús. pund. Það Hennessy eru þeir Craig lEnglandi Shakespeare, 25 ára miðvallarspilari og Mark Taylor, 23 ára varnarleik- maður. ■ CELTIC keypti í gær miðvall- arspilarann Mike Galloway, 24 3»? á 500 þús. pund frá Hearts, en Edinborgarfélagið keypti hann fyrir aðeins tveimur árum frá Halifax á aðeins sextán þús. pund. ■ FRANK McLintock, fyrrum fyrirliði Arsenal, er nú orðaður sem næsti „stjóri“ hjá West Ham. McLintock er nú aðstoðarmaður John Docherty, framkværinte- stjóra Millwall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.